Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Bilun tafði
Flugleiðavél
BILUN í einni af Boeing 737 vél
Flagleiða í gær leiddi til þess að
vélinni seinkaði um nærri sjö
klukkutíma í áætlunarflugi frá
London.
Að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa Flugleiða kviknaði við-
vörunarljós um bilun í nefhjólabúnaði
fyrir lendingu í London í gærmorgun.
Vélin átti upphaflega að koma
aftur til Keflavíkur klukkan 15.05
en kom þangað um kl. 22.30.
-----♦--------
Brenndist í
sprengingu
MAÐUR brenndist í andliti og á
hendi er sprenging varð um borð
í Ægi, báti björgunarsveitarinnar
á Akranesi í gær. Báturinn var til
viðgerðar í skemmu þegar spreng-
ingin varð.
Sprengingin varð þegar dæla átti
bensíni sem lekið hafði í hólf á síðu
bátsins og blandast þar vatni. Talið
er að neisti úr bor hafi orsakað
sprenginguna. Búið var að ráða nið-
<w-«Tlögum eldsins þegar slökkviliðið
kom á staðinn. Maðurinn sem slasað-
ist var fluttur á sjúkrahúsið þar sem
gert var að sárum hans.
Meistarar þriðja árið íröð
Morgunblaðið/ Ámi Sæberg
Kampakátar fagna þær Inga Lára Þórisdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sigri Víkings á íslandsmótinu í hand-
knattleik í gærkvöldi. Víkingsstúlkur unnu Stjörnuna 16:10 og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í
röð með sigrinum. í kvöld hefst síðan úrslitakeppnin hjá körlunum.
Sjá nánar á íþróttasíðu, bls. b8.
Sj 6 vá-Almennar
Auknar fjár-
munatekjur
í FYRRA varð hagnaður af
rekstri Sjóvár-Almennra 195
milljónir en var 162 milljónir
1992. Betri afkoma er að mestu
rakin til aukinna fjármunatekna.
Tekjur af iðgjöldum drógust
nokkuð saman og voru 3.193 millj-
ónir í stað 3.416 milljóna 1992.
Iðgjöld drógust saman í bílatrygg-
ingum og varð tap á þeim og sjúkra-
og slysatryggingum.
Sjá bls. 22: „Hagnaður
Sjóvár-AImennra...“
----♦ ♦ ♦
Hagnaður
hjá Granda
í FYRRA varð hagnaður af
rekstri Granda hf. 108 milljónir
en tap varð 1992 upp á 156 millj-
ónir. Rekst.rartekjur jukust um
17% frá árinu áður. Eigið fé í
árslok 1993 nam 1.522 milljónum.
Grandi hf. gerir út níu togara
og var heildarafli í fyrra 31.495
tonn en 24.719 tonn árið áður. Að
meðaltali störfuðu 396 manns hjá
fyrirtækinu árið 1993.
Sjá bls. 22: „Mikil umskipti ...“
Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson
Flóðið féll 30 metra frá bænum
Jens Guðmundsson, bóndi á Kirkjubæ, lítur til með hrossum sínum í
gærmorgun. Tvö snjóflóð féllu úr Kirkjubólshlið á sunnudag. Síðara
flóðið, sem var mun stærra, féll aðeins um 30 metra frá Kirkjubæ.
Það tók með sér lögreglubíl og bar hann niður í fjöru. Tveir lögreglu-
menn voru í bílnum en þeir sluppu ómeiddir.
Sjá bls. 55: „Tveir lögreglumenn .. .“
Samkeppnisstofnun kannar stjómunar- og eignatengsl fyrirtækja
Samstarfs leitað við
yfir 300 fyrirtæki
Niðurstöðurnar skulu liggja fyrir um áramótin
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ritað yfir 300 fyrirtækjum bréf, þar
sem þess er farið á leit, að ákveðin eyðublöð verði útfyllt, svo sam-
keppnisráð geti kannað „hvort í íslensku viðskiptalífi sé að finna alvar-
leg einkenni hringamyndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöpp-
unar sem takmarkað geti samkeppni eða hindrað fijálsa þróun við-
skipta“. Georg Ólafsson forstjóri Samkeppnisstofnunar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að stofnunin væri að hrinda í framkvæmd
ákvæði II til bráðabirgða í samkeppnislögum, frá því 1993. „Okkur
ber að skila niðurstöðum úr þessari úttekt til viðskiptaráðherra fyrir
áramót, sem á aftur að leggja þær fyrir Alþingi," sagði Georg.
*_
SIF hefur þurft að skammta saltfisk til kaupenda það sem af er árinu
Georg sagði að könnunin næði til
yfir 300 fyrirtækja, sem fengið hefðu
bréf frá Samkeppnisstofnun með
ákveðnum spurningum. Heimildir
stofnunarinnar til þess að óska eftir
umbeðnum upplýsingum byggðust á
39. grein samkeppnislaga. Georg
sagði að í úttektinni hefði verið mið-
að við að velja öll stærstu fyrirtæki
landsins og afla upplýsinga um
stjórnunar- og eignatengsl þeirra.
Auk þess hefði verið afráðið í vissum
atvinnugreinum, að láta úttektina
ná til allrar greinarinnar.
Framleiðendur í Noregi
sækja í viðskipti við SIF
FRAMBOÐ á saltfiski hér á landi hefur verið takmarkað það sem af
er árinu og hefur SÍF neyðst til að skammta fisk til kaupenda. Gunn-
ar Kristjánsson, framkvæmdasljóri SÍF, segir að kaup SIF á fiski frá
ítforegi hafi hjálpað fyrirtækinu við að halda markaðshlutdeild sinni
og styrkt það á markaðinum. Sölufyrirtæki SÍF í Noregi hefur keypt
um 1.0p0 tonn af fiski á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, en alls
seldi SÍF um 7.500 tonn af saltfiski á þessu tímabili.
Gunnar sagði að SÍF hefði átt í
miklum erfíðleikum með að uppfylla
óskir kaupenda um kaup á saltfiski
á undanförnum mánuðum. Ástæðan
*sé fyrst og fremst minni þorskkvóti
hér á landi. Hann sagði að stofnun
sölufyrirtækis SÍF í Noregi hefði því
komið til á heppilegum tíma og hjálp-
að SÍF að halda sterkri stöðu sinni
á markaðinum. Fyrirtækið tók til
starfa um miðjan janúar síðastliðinn.
Gunnar sagði að sölufyrirtæki SÍF
í Noregi hefði ekki átt í neinum erfið-
leikum með að fá fisk keyptan í
Noregi. Saltfiskframleiðendur þar í
landi sæktust beinlínis eftir að kom-
ast í viðskipti við SÍF vegna sterkrar
stöðu fyrirtækisins á markaðinum.
Gunnar sagði að SÍF hefði getað
valið sér samstarfsaðila í Noregi.
Hann sagði fyrirsjáanlegt að það
verði miklum erfiðleikum bundið að
fá nægan saltfisk í sumar þegar
þorskkvótinn klárast. Þess vegna
megi búast við að kaup SIF á fiski
frá Noregi muni aukast í sumar.
Hærra verð fyrir íslenska
fiskinn
Gunnar sagði að íslenski saltfisk-
urinn væri í talsvert hærri verðflokki
en sá norski. Kæmi þar tvennt tik
Annars vegar væru gæði íslenska
fisksins talsvert meiri en norska
fisksins. Norðmenn hefðu þó bætt
mjög gæði síns fisks á síðustu árum.
Hins vegar leiði skipulag sölumála
Norðmanna til þess að þeir nái ekki
jafn hagstæðu verði fyrir sinn fisk
og íslendingar. Norðmenn brutu upp
sölukerfi sitt fyrir nokkrum árum og
keppa norskir framleiðendur nú inn-
byrðis á markaðinum. Gunnar nefndi
sem dæmi að um 150 króna hærra
verð fáist fyrir íslenskan fisk í Grikk-
landi en fyrir norskan. Á Ítalíu fáist
um 25-28% hærra verð fyrir íslensk-
an fisk en norskan.
„Alvarleg einkenni
hringamyndunar“
Bráðabirgðaákvæðið í samkeppn-
islögum, nr. 8/93, er svohljóðandi:
„Samkeppnisráð skal á árunum 1993
og 1994 gera úttekt á stjórnunar-
og eignatengslum milli fyrirtækja er
starfa á íslenskum markaði. Skal
þetta gert í því skyni að kanna hvort
í íslensku viðskiptalífi sé að finna
alvarleg einkenni hringamyndunar,
óæskilegra tengsla eða valdasam-
þjöppunar sem takmarkað geti sam-
keppni eða hindrað fijálsa þróun við-
skipta og skapi þar með hættu á
brotum á lögum þessum.“
Auk þess að óska eftir ársreikn-
ingum fyrirtækja undanfarin tvö ár
biður stofnunin um helstu upplýs-
ingar úr efnahags- og rekstrarreikn-
ingi, upplýsingar um hlutafé og tak-
markanir á meðferð hluta, réttindi
sem fylgja hlutafjáreign, yfirstjórn,
félagsaðild, eign í öðrum félögum,
samninga er gætu varðað ákvæði
samkeppnislaga og upplýsingar um
15 stærstu hluthafa og eignarhlut-
fail hvers þeirra.