Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 39 Minning Rakel J. Sigurðar dóttir Rosenblad Fædd 8. apríl 1921 Dáin 4. april 1994 Rakel Sigurðardóttir, yndisleg kona, hefur kvatt þetta líf. Söknuð- urinn eftir hana er samur þótt lengi hafi mátt sjá að hverju stefndi eftir því sem krabbameinið tók toll af þreki og krafti. Hún sýndi æðruleysi og kjark hvað sem yfir dundi — jafn- vel þegar sonarsonur hennar, mikill efnispiltur, lést af hörmulegum slys- förum síðastliðið haust og hún þurfti að fylgja honum til grafar, þá hel- sjúk. Að lokum var það aðeins hug- rekkið og viljinni sem bar hana uppi þangað til hjartað stöðvaðist skömmu eftir miðnætti 4. apríl. Rakelar verður minnst fyrir margt. Fyrir einstaka gestrisni sína og höfðingsskap, en hún og bóndi hennar, dr. Esbjörn Rosenblad, héldu uppi einstæðri risnu bæði meðan Esbjörn starfaði við sænska sendiráðið í Reykjavík og eins eftir að þau komust á eftirlaun. Þau voru glæsilegir fulltrúar þjóða sinna og áttu stóran vinahóp. Slíkir sendi- ráðsmenn stuðla vissulega að kynn- um og skilningi milli þjóða. Rakel var af einlægni ræktarsöm við vini sína. Hún átti fjölmörg áhugamál. Hún hafði áhuga á tungumálum og sögu, bókmenntum, myndlist og menningu. Þar skilur hún eftir sig minnisvarða því að hún samdi með manni sínum mjög góða og skilmerkiiega bók um ísland (Is- land i saga och nutid) sem nú síðast kom út á ensku (Iceland from Past to Present). Við erum þakklát fyrir kynning- una og vináttuna við þau hjónin Rakel Sigurðardóttur og Esbjörn Rosenblad. Við vottum minningu Rakelar virðingu okkar og Esbirni og Þor- gilsi, syni Rakelar, samúð okkar. Gyða Helgadóttir, Aðalsteinn Daviðsson. Kær vinkona mín, Rakel, er látin eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm og þó að söknuðurinn sé sár, huggum við okkur við að þetta var henni fyrir bestu eins og komið var. Margs er að minnast og margt á ég að þakka henni fyrir á okkar samleið í hálfa öld. Ég kynntist Rakel fyrst þegar við vorum báðar við nám í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Rakel átti mörg áhuga- mál t.d. bókmenntir, tónlist, leiklist og listir yfirleitt og áttum við oft samleið á þeim vettvangi. Rakel hafði mikla ánægju af að læra er- lend mál og náði góðum tökum á a.m.k. fjórum tungumálum. Rakel var fædd á Laxamýri í S- Þing. og bjó þar fyrstu árin með foreldrum sínum, en aðeins níu ára missir hún móður sína, heimilið var leyst upp og hún send úr föðurhúsum og frá systkinum sínum til móð- ursystur sinnar á ísafirði. Þar fer hún í gagnfræðaskóla en aðstoðar um leið við þvottahús sem frænka hennar rak. Rakel langaði mikið í framhaldsnám en af því gat ekki orðið. Um tvítugt sér hún auglýsingu um tannsmíðanámskeið í Vest- mannaeyjum og drífur sig þangað í nám. Þar kynnist hún m.a. Perlu Kolka sem varð hennar besta vin- kona alla tíð síðan. Þar kynntist hún líka ungum manni, Baldri Þorgils- syni, þau giftust og eignuðust einn son, Þorgils Þröst, en það hjónaband gekk ekki upp og þau skildu. Rakel stóð nú ein eftir með ungan son, en með mikilli vinnu, viljakrafti og dugnaði tókst henni að eignast íbúð og búa þeim fallegt heimili, auk þess gat hún oft leyft sér að ferðast um heiminn og hvíla sig frá stritinu af og til. Alltaf gaf hún sér tíma til að rækta vini sína, hún átti hóp góðra vina sem eiga minningar um margan góðan gleðskap á heimili hennar í gegnum árin. Fyrir 14 árum kynntist hún seinni manni sínum, dr. jur. Esbirni Rosen- blad sendiráðunaut hjá sænska sendiráðinu. Ekki gleymdi hún samt gömlu vinunum þó hún kæmist í utanríkisþjónustuna með öllum þeim móttökum og veislum sem því til- heyra. Þessar skyldur sínar ræktu þau hjón af mikilli reisn og langt umfram það sem til var ætlast. Þeg- ar Esbjörn lét af störfum við sendi- ráðið tók hann til við að skrifa bók um ísland og naut þar góðrar aðstoð- ar Rakelar. Bókin hlaut góða dóma og varð þeim til gleði og sóma. Þegar ég horfi til baka, sé ég vin- konu mina fyrir mér bæði sem litlu stúlkuna sem missti móður sína og var send burt úr faðmi fjölskyldunn- ar, með sár í hjarta sem skildi eftir sig ör ævilangt, og í annan stað stoltu, sterku konuna, sem ekki ein- ungis bjargaði sér heldur var oft stoð og stytta sinna nánustu í erfið- leikum. Fyrir ári varð hún fyrir þeirri sáru sorg að missa sonarson sinn^ Pétur Inga 19 ára, af slysförum. I raunum sínum var það henni huggun að trúa því að þau myndu hittast aftur. Blessuð sé minning hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir vinkonu svona lengi og bið Guð að blessa sál hennar um alla eilífð. Herdís Þorvaldsdóttir. Nú þegar Rakel vinkona mín hef- ur fengið hvíldina eftir erfitt veik- indastríð, ætla ég að reyna að setja saman nokkur orð í minningargrein, en mér veitist það erfitt, m.a. vegna þess að Rakel var öðruvísi en flestir aðrir sem ég hefi þekkt og í raun alveg sérstakur persónuleiki, en á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að við kynntumst og höfum við verið vinkonur síðan, mikið vatn hefur runnið til sjávar á svo löngum tíma. Rakel var fædd á Laxamýri 8. apríl 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Rakel Judith Pálsdóttir og Sigurður Egilsson, bóndi og trésmið- ur, seinna kennari. Hún var fjórða barn þeirra hjóna. Eldri voru Páll (látinn), Egill, Arnþrúður, þá Rakel, Jóhann og Gunnar. Föðurafi hennar var Egill Sigutjónsson, bóndi og úrsmiður á Laxamýri, var hann bróð- ir Jóhanns Siguijónssonar skálds, kona hans var Arnþrúður Sigurðar- dóttir. Móðurafi Rakelar var Páll Kröyer Jóhannsson, skipasmiður á Siglufirði, kona hans var Anna Þor- leifsdóttir. Synir Sigurðar frá seinna hjónabandi, hálfbræður Rakelar, eru Sigurður, Björn og Þórður. Foreldrar Rakelar fluttust til Siglufjarðar á þriðja áratugnum, þar sem Sigurður stundaði kennslu og fleiri störf. Sú mikla óhamingja henti þennan systk- inahóp að missa móður sína þegar Rakel var níu ára og má geta nærri hvílíkt áfall þetta hefur verið fyrir Sigurð og börnin hans. Hann reyndi þó að halda saman heimilinu um tíma, en það gekk takmarkað og börnin urðu að fara sitt í hveija átt- ina. Rakel taldi sig aldrei hafa beðið þess bætur að missa móður sína á svo viðkvæmum aldri. Hún var fáein ár hjá móðursystur sinni en fór fljótt að bjarga sér. Hugur Rakelar stóð til mennta en kringumstæður voru ekki til lang- skólanáms. Hún sá auglýst í blaði eftir tannsmíðanema, auglýsingin var frá Leifi Sigfússyni, tannlækni í Vestmannaeyjum, dönsk kona Leifs var einnig tannsmiður. Rakel gerði sér lítið fyrir og hringdi í Leif og réð sig til þessa náms. Kaupið var lítið en fæði og húsnæði fylgdu. Það þurfti kjark til að drífa sig svona í annan landshluta og þekkja engan þar, en hana vantaði aldrei kjarkinn á þessum árum. Þetta gekk allt eft- ir og hún lauk sínu tannsmíðanámi, fór seinna til Kaupmannahafnar í einn vetur og aftur nokkrum árum seinna til Parísar til að læra ýmis- legt nýtt í sambandi við þetta starf sitt. Það var í Vestmannaeyjum sem við hittumst, tvær stelpur útan af landi, kynntumst þá gegnum tiivon- andi eiginmenn okkar, en þeir vora góðkunningjar. Gaman var að vera í Vestmannaeyjum á þessum árum, rétt í stríðslok, t.d. áttu margir fast sæti í bíó tvisvar í viku, þ. á m. flest ungt fólk. Svo voru árshátíðar flest- ar helgar á haustin. Vestmannaey- ingar voru þá og eru líklega enn, eins og lítil þjóð út af fyrir sig. Við Rakel rifjuðum stundum upp hvað við þóttumst klárar þegar við saumuðum okkur kjóla fyrir eina árshátíðina. Móðir mín hafði talið að ég, (þá 14 ára) hefði gott af að fara á saumanámskeið hjá kvenfé- laginu á Blönduósi. Þetta varð úr og ekki veit ég hvort ég hefi haldið þessari menntun minni svona á loft, nema við Rakel fengum lánaða saumavél, sátum síðan kvöld eftir kvöld við að sauma okkur síða kjóla, saumakona mun þó hafa sniðið þá og þrætt að einhveiju leyti fyrir okkur. Útkoman varð sú að Rakel fékk út úr þessu mjög glæsilegan, silfurgljáandi kjól sem small á hana, tággranna eins og hún var þá, kjóll- inn var fleginn niður í mitti að aftan og ég mun hafa fengið annan eitt- hvað áþekkan, nema sægrænan. Við vorum talsvert ánægðar með þetta afrek okkar og þóttumst nokkuð frambærilegar í þessum dressum. Oft höfum við Rakel brosað að þess- um endurminningum. í Vestmannaeyjum kynntist Rakel fyrri manni sínum, Baldri Þorgils- syni, f. 1921. Hann rak þá fata- hreinsun í Eyjum. Þau giftust og fluttust síðan til Reykjavíkur. Þar setti Baldur upp fornverslun og hún vann við sína iðn til að byija með. 1946 eignuðust þau svo dreng og nefndu hann Þorgils Þröst. Hann varð eina barn móður sinnar og þeirra beggja reyndar. Til þess að geta verið heima hjá barni sínu tók Rakel skólastráka frá Vestmanna- eyjum í fæði og þjónustu, enda þótt heimilishald höfðaði aldrei sterkt til hennar. Hún kunni betur við að vinna úti. Þau Baldur slitu seinna samvistir. Nýr kafli hófst þá í lífi Rakelar. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð og óhrædd við að takast á við hlutina, hörkudugleg til vinnu og varð fljótt eftirsótt sem tannsmiður, fór meðal annars í mörg sumur út á land með tannlæknum og vann þá mjög langa vinnudaga í skorpum og græddist þá nokkurt fé. Þorgils sonur hennar var í sveit á sumrin eins og títt var með börn í þá daga og þótti hollt og gott. Á veturna vann Rakel við tannsmíðar í Reykjavík. Hún fór út í að byggja hús með Einari mági sínum og systur, þau byggðu saman hús við Melabraut á Seltjarnarnesi, eignuðust sitt hvora hæðina og bjuggu þau þar síðan í góðu sambýli í mörg ár. Það var alltaf kært á milli þeirra systra. Á þessum árum fór hún líka oft til útlanda, sem var ekki eins al- gengt þá og nú. Rakel hafði gaman af og átti gott með að læra tungu- mál, hún talaði og las frönsku, ensku og sænsku og var m.a. í rússnesku- tímum að gamni sínu. Einn vetur fór hún leiðsögumannaskóla og þurfti að vera í tímum fimm kvöld í viku allan veturinn. Hún tók svo leiðsögumannspróf um vorið en starfaði sama og ekkert við það, enda nóg annað að gera. Þetta kom sér þó vel seinna þegar þau hjónin, Esbjörn seinni maður hennar og hún, gerðu bók um Island. Rakel var alltaf hraust, henni varð eiginlega aldrei misdægurt. Hún borðaði hollan mat og fór í sund á hveijum degi, hafði líka gam- an af að fara í leikhús og á aðra menningarlega viðburði. Aftur verða kaflaskipti í lífi Rak- elar, því allt hefur sinn tíma. 1978 kynntist Rakel seinni manni sínum, dr. juris. Esbirni Rosenblad. Hann var þá starfandi sendiráðunautur í sænska sendiráðinu í Reykjavík. Með þeim tókust ástir og gengu þau í hjónaband vorið 1979. Þetta var auðvitað stórt skref fyrir bæði, kom- in undir sextugt og hvort af sínu þjóðerni. Þau fluttust fljótlega í gott einbýlishús við Hlyngerði og síðar í annað í Kópavogi, þetta húsnæði fylgdi embætti Esbjarnar. Þau hjón- in voru afar gestrisin og samtaka í að halda vinum sínum og öðrum gestum, íslenskum og erlendum, góðar og glaðar veislur. Var þá oft tekið lagið og spilað undir á píanó. Þetta var líka þáttur í starfi Esbjarn- ar, sem stundum gegndi starfi sendi- herra í fjarveru sendiherrans. Á þessu sviði höfðu þau næstum allan sinn búskap ómetanlega hjálp Ásu Skarphéðinsdóttur, sem sá um allar veislur hjá þeim og Ása hefur sann- arlega reynst þeim vinur í raun í gegnum árin og þá ekki síst þessum erfiðu veikindum. En áhyggjulausu árin liðu fljótt og 1984 greindist Rakel með krabbamein í bijósti. Gekkst hún undir aðgerð, sem gaf henni nokkuð góða heilsu í ein fimm ár. Þetta fór samt afar illa í hana andlega og lík- amlega, og virtist hún missa þann kraft sem hafði einkennt hana alla tíð. Þegar Esbjörn fór á eftirlaun 1989, fluttust þau í íbúðina á Mela- brautinni. Þá tekur hann til við að rita bók á sænsku um ísland, bókina „Island i saga och nutid“. Rakel aðstoðaði mann sinn mikið við gagnaöflun og með ýmsum öðrum hætti, bæði þekkti hún marga og eins kom oft að gagni það sem hún hafði lært á leiðsögumannanám- skeiðinu góða, t.d. í Islendingasög- unum. Seinna, mest á síðastliðnu ári, hjálpaði Rakel manni sinum við að auka og endurbæta þessa bók og láta þýða hana á ensku. Það má kannski segja að þessi bók hafi á vissan hátt verið þeirra sameiginlega barn, enda eru bæði talin höfundar. Þau höfðu líka bæði mikinn metnað fyrir hönd þessarar bókar sinnar. Aftur greindist Rakel með krabbamein 1989 og nú í beinum. Sjúkdómurinn var ólæknanlegur en hægfara, við hann bjó hún í fjögur og hálft ár. Hún var stundum erfið- ur sjúklingur því hún átti ekki gott með að sætta sig við veikindi sín, en hún var þakklát fyrir þá frábæru læknishjálp og vinsemd sem hún naut í öll þessi ár, einnig var heima- hjúkrunin alveg sérstök og sú heim- ilishjálp sem hún naut síðasta árið. Allir reyndu að létta henni þetta stríð, eiginmaðurinn þolinmóði, bræðurnir hennar góðu, Jóhann og Gunnar, sem alltaf voru boðnir og búnir að hjálpa með hvað sem var, Þorgils sonur hennar kom til hennar daglega síðasta árið og gerði fyrir hana allt sem hann gat. Fyrir tæpum sex mánuðum varð hún svo fyrir þeirri sáru sorg að sonarsonur henn- ar, sem henni var afar kær, fórst af slysförum. Líf Rakelar fjaraði út smám saman. Hún fékk hægan dauðdaga á miðnætti aðfaranótt annars í páskum. Eiginmaður henn- ar og sonur voru hjá henni, systkini hennar höfðu líka haft tíma til að kveðja hana. Það er gott að fá að fara svona. Við Stefán sendum eiginmanni, syni og systkinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi þig kæra vinkona, hvíl í friði. Perla Kolka. Sérstæður persónuleiki er geng- inn. Rakel hafði til að bera þá lif- andi eiginleika í skaphöfn sinni, þá lífskúnst í atferli sínu, það mannlega örlæti ! hjarta sínu og þá menning- arlegu viðmiðun í hveiju því, sem vakti áhuga hennar, að nokkuð ein- stakt má kallast. Vinum sínum verð- ur hún mikið minnisstæð ðg þeim mun meir, að ég hygg sem menn þekktu hana betur. Rakel Sigurðardóttir var fædd á Laxamýri 8. apríl 1921 og stóðu að henni sterkir stofnar þeirrar frægu ættar; faðir hennar var Sigurður Egilsson bóndi þar, bróðursonur Jó- hanns skálds Siguijónssonar; móðir- in var Rakel Júdít Pálsdóttir Kröy- ers frá Siglufirði. Snemma kom og í ljós að þessi unga stúlka var menn- ingarlega sinnuð. Hún lærði til tann- smíða, fyrst. hjá Leifi Sigfússyni tannlækni í Vestmannaeyjum, síðar hjá gómagerð í Kaupmannahöfn um eins árs skeið eftir styijöldina og loks nokkrum árum síðar lærði hún stálgómagerð í París. Hún starfaði fyrst að tannsmíðum í Vestmanna- eyjum, þá með próf. Jóni Sigtryggs- syni, en um hátt í þriggja áratuga skeið ferðaðist Rakel um landið með ýmsum tannlæknum og sinnti tann-' “ smíðum, enda öðlaðist hún meistara- réttindi í greininni. Lætur nærri að á þeim ferðum kynntist hún landi sínu harla vel. En jafnframt brutust snemma fram hennar listrænu eðlis- þættir, hún lagði stund á leiklist- arnám um skeið hjá Lárusi Pálssyni og sömuleiðis áttu bókmenntir hug hennar; í þeim efnum sem fleirum var hún heimsborgari og varð Rakel til dæmis handgengin fremstu verk- um franskra bókmennta, gömlum og ekki síður nýjum, sem fáir íslend- ingar munu hafa þekkt jafnvel til. Hún hafði yndi af myndlist og átti sjálf nokkur fágætlega góð verk og eitt af áhugamálum hennar var bygging húss undir tónlistarflutning ' á Islandi. En hún sinnti fleirum en hinum fögru listagyðjum, hún hafði hæfileika til „að rækta vini sína“ eins og Barbara Árnason komst svo fallega að orði. Um margra ára skeið hélt hún ásamt vinum sínum fræga nýárshátíð, oft grímudansleik, sem vart mun hafa átt sinn líka hér í bæ; að þessari hátíð stóðu með henni meðal annars ýmsir helstu listamenn þjóðarinnar á ýmsum sviðum lista, myndlistarmenn, arkitektar, leik- húsfólk, tónskáld og orðsins menn. _ í einkalífi sínu varð Rakel margt mótdrægt en annað til gleði, en Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stnðu; allt er gott sem gjörði hann, eins og skáldið kvað. Rakel og fyrri maður hennar, Baldur Þorgils- son verslunarmaður, slitu samvistir eftir stutta sambúð; þeim varð eins sonar auðið, Þorgils Þrastar, sem fæddur er 1946, en sonur hans Pét- ur Ingi, ungur og efnilegur myndlist- armaður, augasteinn ömmu sinnar, lést af slysförum í fyrra, öllum harm- dauði. Síðari maður Rakelar er dr. Es- björn Rosenblad, sænskur stjórnar- erindreki, sem gerst hefur einn af þeim tengdasonum íslands, sem vilja hlut þess sem stærstan. Á heimili þeirra var rómuð gestrisni og aldrei neitt eftir sér talið til þess að efla og göfga samskipti Svía og íslend- inga, ekki síst á menningarsviðinu; í þeim samskiptum var jafn sjálfsagt að flytja framort ljóð, syngja glunta eða kyija ættjarðarsöngva og að njóta ljúfra krása. Hinu er ekki að leyna að oft hef- ur þá Rakel þurft að taka á honum stóra sínum til að halda við fornri reisn. Sannleikurinn er sá að öll hin síðari ári gekk Rakel aldrei heil tif skógar, þannig að sá ferski lífs- þorsti og skemmtilega hugmynda- flug, sem einkenndi hana unga, fékk ekki lengur notið sín til fulls. Á hana lagðist einn helsti vágestur okkar tíma. En einnig í þeirri glímu, reyndist Rakel óvenjuleg. Hvað eftir annað sigraðist hún á sjúkdómnum eða tókst að láta hann hopa, slíkur var æðrulaus lífsþróttur hennar. En það var Rakel mikil gleði að þeim tókst, henni og Esbirni, að ljúka við íslandsbók sína, eina þeirra Islandsbóka síðari ára sem hvað^ mesta athygli hefur vakið og er þeg- ar út komin á nokkrum tungumálum. Eftir að Esbjörn lét af embætti, ein- beittu þau kröftum sínum að þessu verki, vakandi og sofandi, af áhuga sem allar þrautir kæfði. Það má vera ljóst að Rakel Sigurð- ardóttir var fyrir margra hluta sakir einstök manneskja og gleymist ekki fljótt. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.