Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
43
Guðrún Daða-
dóttir — Minning
Fædd 17. maí 1898
Dáin 1. apríl 1994
Langri vegferð er lokið. Guðrún
Daðadóttir hefur kvatt í hárri elli.
Síðasti fulltrúi heillar kynslóðar í
ættlegg okkar er fallinn í valinn.
Guðrún gerðist hluti af lífi fjöl-
skyldna okkar um miðjan þriðja
áratuginn er hún giftist Pétri Ey-
vindssyni, en hann var uppeldis-
bróðir móður okkar og jafnframt
voru þau bræðrabörn. Samgangur
var talsverður milli heimilanna,
eftir því sem þáverandi samgöngur
leyfðu. Oft dvöldu þau hjónin líka
sumarlangt í næsta nágrenni, fyrst
í tjöldum, en síðar byggðu þau sér
sumarhús í landi Grafarholts, þar
sem Pétur var upp alinn. Börn
þeirra eru þijú: Jónína, Björn Ey-
vindur og Valdimar Már.
Guðrún var glæsileg á velli og
minnisstætt hve vel hún bar ís-
lenska búninginn, sem löngum var
hennar spariklæðnaður. Fas henn-
ar var blandað góðlátlegri glettni
og það var gott að umgangast
hana, trygga og trausta. Hún gerði
ekki miklar kröfur í lífinu, en sinnti
því af alúð sem henni var falið.
Þó húsakynni þeirra Guðrúnar
og Péturs væru ekki stór framan
af, miðað við það sem nú gerist,
stóð aldrei á þeim að hýsa ætt-
ingja og vini sem komu utan af
landi til lengri eða skemmri tíma.
Og þegar tvær okkar systra voru
við nám í Reykjavík og bjuggu
einar í herbergi við hálfgerðan
skrínukost buðu Guðrún og Pétur
þeim vikulega í mat allan veturinn.
Ótaldir voru kleinupokarnir og
ýmislegt annað góðgæti sem Guð-
rún stakk að þeim, svona í nesti,
en baksturinn hennar var alveg
sérstakur.
Þegar Pétur féll frá árið 1951
voru þau nýflutt inn í fyrsta hús-
næðið sem þau áttu sjálf. Það var
þó langt frá fullgert. En Guðrúnu
og börnum hennar tókst að ljúka
smíðinni og eftir að bræðurnir gift-
ust og fluttu að heiman bjuggu
Guðrún Alberts-
dóttir — Minning
Hinn 23. mars sl. lést góð vin-
kona okkar, Guðrún Albertsdóttir,
eða Gunna eins og við kölluðum
hana alltaf. Fregnin um andlát
Gunnu kom eins og reiðarslag, við
vissum að veikindin voru alvarleg
en vonuðum alltaf það besta.
Gunnu kynntumst við fyrir 16
árum eða þegar við urðum nágrann-
ar í Dvergabakkanum og hélst vin-
átta okkar æ síðan. Lengst af vor-
um við nágrannar, en eftir að við
tókum okkur upp og fluttum búferl-
um til útlanda fækkaði samveru-
stundum, en við héldum sambandi
í bréfum og síma. Síðastliðið sumar
heimsóttum við ísland og þá áttum
við sameiginlegar stundir sem gott
er að ylja sér við í minningunni,
takk fyrir þá daga, elsku Gunna
mín.
Margar góðar minningar eigum
við frá því að drengirnir okkar voru
litlir og var það í byijun mest í
gegn um þá sem við fórum að
umgangast. Svo er það ansi oft.
Ekki ætlum við að rekja ættir
hennar Gunnu, en ung að árum
giftist hún Edvard Pétri Ólafssyni
og eignaðist með honum þijá syni,
Óla Pétur, Viktor Gunnar og Björn
Inga. Gunna var mikil mamma og
lét sig framtíð sona Sinna miklu
skipta.
Það er svo erfitt að trúa því að
eiga ekki eftir að setjast niður í
eldhúskróknum hjá Gunnu og Edda
og spjalla saman um daginn og
veginn eins og við höfum svo oft
gert. Hún var höfðingi heim að
sækja, hátíðisdagar hjá fjölskyld-
unni með hinu mesta góðgæti,
veisluborð sem svignuðu undan því
sem upp á var boðið.
Stundum finnst manni lífið vera
svo ótrúlega óréttlátt, við höfðum
hugsað okkur að verða gömul sam-
an, en ekki þurfa að setjast niður
ung að árum og skrifa hinstu kveðju
um eitthvert okkar, en við fáum
engu ráðið. Við minnumst samveru-
stundanna með mikilli þökk og
hefðum viljað hafa þær miklu fleiri.
Elsku Eddi, Óli Pétur, Viktor og
Björn Ingi, þið hafið misst mikið,
eiginkonu og móður sem elskaði
ykkur af öllu sínu hjarta. Þó að
dagarnir séu dimmir og sorgin ríki
þá vitum við að það birtir til aftur,
vorið kemur aftur með birtu og yl.
Megi Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg. Öðrum aðstandendum
vottum við einnig samúð okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð geymi þig, elsku Gunna.
Brýndís og Guðmundur Óskar,
Gautaborg.
þær mæðgurnar, Guðrún og Jón-
ína, saman í þessu húsi um árabil.
Að Pétri látnum fór Guðrún að
vinna utan heimilis. Vinnustaður
hennar frá árinu 1951 tii 1988 var
Almennar tryggingar, þar sem hún
var virt og vel látin. Jafnframt tók
hún virkan þátt í starfi Góðtempl-
arareglunnar og vann sér vinsæld-
ir þar sem annars staðar.
Guðrún var einstaklega hand-
lagin. Hún hafði yndi af handa-
vinnu og var ótrúlega mikilvirk á
því sviði. Eftir hana liggja margir
munir, saumaðir og heklaðir af
miklum hagleik.
Áður var minnst á trygglyndi
Guðrúnar. Það kom vel í ljós gagn-
vart foreldrum okkar alla tíð, og
ekki síst eftir að heilsu þeirra tók
að hraka. Ófáar voru ferðir liennar
til þeirra þegar þau lágu á sjúkra-
húsum eða voru lasin heima. Eftir
að móðir okkar féll frá var föður
okkar mikill styrkur í heimsóknum
Guðrúnar og margvíslegri uppörv-
un. Fyrir allt þetta er ljúft og skylt
að þakka.
Áldur sinn bar Guðrún vel og
með reisn, þó að smám saman
hallaði undan fæti og síðustu ár
væru henni þung í skauti. En hún
naut alla tíð ástríkis og umhyggju
sinna nánustu. Á síðasta ári hafði
henni hrakað svo að hún fékk inni
á hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem
hún dvaldi þessa mánuði sem eftir
voru þar til vegferðinni, sem hófst
fyrir nærri 96 árum vestur á
Dröngum á Skógarströnd, lauk á
föstudaginn langa.
Blessunaróskir fylgja henni að
leiðarlokum.
Börn Helgu og Hreiðars.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
UNNUR BJÖRIMSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag, þriðjudaginn 12. apríl, kl. 15.
Jón Leósson, Iðunn Elíasdóttir,
Leó Jónsson, Ragna Haraldsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Þórðarson,
Viktor Jónsson, Ingibjörg Grétarsdóttir
og barnabarnabörn.
Kork*o*Plast
Saensk gæðavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-áferð
Kork*o*Plast:
í 10 gerðum
Veggkork
í 8 gerðum.
Avallt til
á lager
Aörar korkvörutegundir á lager:
Undirlagskork í þromur þykktum
Korkvólapakkningar i tveimur þykktum
Gufubaöstofukork
Veggtöflu-korkplötur I þromur þykktum
Kork-parkett venjulegt, (tveimur þykktum
Elnkaumboð á íslandl:
UltlKiiumuuu <i laiuiiui.
& Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Simi 38640
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi, bróðir og mágur,
BJÖRGVIN G. ÞORBJÖRNSSON
fyrrv. aðalbókari,
Sörlaskjóli 3,
sem lést 31. mars sl., verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 14. apríl kl. 13.30.
Björn Björgvinsson, Valdis Caltagirone,
Guðbjörg Björgvinsdóttir,
Björgvin Sigurðsson, Heiðdís Einarsdóttir,
Sigríður Maria Sigurðardóttir, Jón Gísli Guðlaugsson,
Aníta ísey Jónsdóttir.
Sigurbjörn Þorbjörnsson, Betty Þorbjörnsson.
Hrefna Pétursdótt-
ir - Minningarorð
Látin er í Reykjavík Hrefna Pét-
ursdóttir hjúkrunarkona langt um
aldur fram eftir erfiða baráttu við
skæðan nýrnasjúkdóm.
Það næðir um hjartarætur á
þessum úrsvölu útmánaðardögum
við fráfall þessarar einstæðu konu.
Áralöng barátta hafði virzt ætla að
fá farsælar lyktir eftir langþráðan
líffæraflutning, en vonir brugðust
og ljóst varð að hveiju dró.
Hrefna var skarpvitur kona, föst
á sínum skoðunum, raunsæ en jafn-
framt skilingsrík, róleg i erli krefj-
andi starfs, glaðvær í alvöru hverf-
uls lifs. Á ögurstundum var hún
vonin — konan með lampann, —
sem veitti sjúkum huggun og trú á
hið skammvinna líf. Hún var ljúf í
geði, fagmaður að köllun og í verki
með djúpstæða þekkingu á hjúkrun
og heilsugæzlu enda henni sú kunn-
átta í blóð borin. Hún var dóttir
hins virta fæðingarlæknis Péturs
Jakobsen.
Það er inikill heiður að hafa not-
ið samfylgdar Hrefnu Pétursdóttur
og jafnframt lærdómsríkt að sjá
hversu hátt mannleg reisn fær risið
við erfiðar aðstæður. Hún þráði líf-
ið og félagsskap vina sinna. Það
var okkur ekki síður ljúft að eiga
hana að vini og njóta samvista við
þessa minnisstæðu öðlingskonu.
Minningin lifir um dugmikla hetju,
hina stuttu vegferð hennar og þann
kraft, sem í henni bjó. Hún mun
verða öllurri, sem hana þekktu,
styrkur í þeirri vegferð, sem fram-
undan er.
Enn næða vetrarvindar, en vor
nálgast og dagur lengist.
Við vottum Bolla Kjartanssyni,
sonum þeirra og öðrum aðstandend-
um samúð okkar.
Björg og Sverrir Ólafsson.
L
Ék * 4 tv
Elskuleg systir okkar, ffr *
MAGNÚSÍNA SIGURBJÖRG m m*
VILHJÁLMSDÓTTIR,
Hólmgarði 56, nSF
er lést í Borgarspítalanum 4. apríl, ***'..
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju
miðvikudaginn 13. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd systkinana, «v* -ywHRp'k
Arnfríður Vilhjálmsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir,
VALDIMAR JÓNSSON,
Kópavogsbraut 8,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. apríl
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Þóra Helgadóttir,
Heiðdís Valdimarsdóttir.
t
Minningarathöfn um
STEINÞÓR HELGASON
frá Akureyri,
fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verðurfrá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 13.30.
Guðríður Brynjólfsdóttir,
Skúli Br. Steinþórsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Hugrún Steinþórsdóttir,
Helgi H. Steinþórsson,
Hrafnkeil S. Steinþórsson, Sigrún Magnúsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
BJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Hofsvaliagötu 16,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, í dag, þriðjudag-
inn 12. apríl, kl. 13.30.
Halldór Guðmundsson,
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Óskar Jóhannesson,
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Bjarni Björnsson,
Auður Sigurbjörnsdóttir, Hjörtur Guðmundsson,
Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir, Skúli Þórsson,
Hans Sigurbjörnsson, Ásta Jónsdóttir,
Sveinn Sigurbjörnsson.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhg við andlát og útför móður okk-
ar, tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU ELÍASDÓTTUR.
Andrea Elísabet Kristjánsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Jón Friðgeir Einarsson,
Bragi Kristjánsson, Bjarnfríður Árnadóttir,
Sjöfn Kristjánsdóttir
og barnabörn.