Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. l’ lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Sparnaður í heilbrigðis- og tryggingakerfimi Ljóst er að aðhald og hagræð- ing í heilbrigðis- og trygg- ingageiranum undanfarin ár hefur skilað umtalsverðum árangri. Þannig lækkuðu útgjöld til sjúkratrygginga um 935 milljónir króna, eða um 9% á föstu verðlagi, árið 1993. Lyfja- kostnaður lækkaði einnig um 10% milli áranna 1992 og 1993. Ennfemur náðist fram umtals- verð lækkun á sérfræðikostnaði og kostnaði vegna tannlækna- þjónustu, að því að segir í frétt hér í blaðinu síðastliðinn laugar- dag sem byggð er á upplýsing- um frá Svanhvíti Jakobsdóttur, skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins. Skrifstofustjórinn segir að stefnt hafi verið að því í fjárlög- um ársins 1993 að ná fram 700 milljóna króna lækkun á útgjöld- um sjúkratrygginga. Þetta hafi gengið eftir og gott betur. Sparnaðurinn milli ára hafi numið 935 milljónum. Þetta eru mikil umskipti, en sjúkratrygg- ingar hafa aukizt ár frá ári und- anfarið og oft farið fram úr fjár- lagaheimildum. Lyíjakostnaður lækkaði bæði árið 1992 og 1993, meðal annars í kjölfar nýrra reglna um hlutfallsgreiðslur fyr- ir lyf. Sérfræðikostnaður lækk- aði og vegna meiri kostnaðar- þátttöku sjúklinga. Sama gildir um tannlæknaþjónustu, en þar lækkuðu útgjöld hins opinbera um þriðjung í fyrra. Skrifstofu- stjóri ráðuneytisins telur að út- gjöld sjúkratrygginga lækki áframhaldandi á líðandi ári. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um lægri heildsöluálagningu lyfja og hærri greiðsluhlutdeild sjúklinga í magasárslyfjum. Það hefur einnig náðst um- talsverð hagræðing og sparnað- ur í rekstri sjúkrastofnana, eink- um á síðastliðnum þremur árum, þ.e. í rekstri sjúkrahúsa, hjúkr- unarheimila og endurhæfingar- og meðferðarstofnana. Þetta hefur tekizt þrátt fyrir ýmiss konar nýja starfsemi, svo sem hjartaskurðaðgerðir og glasa- frjóvganir, og þrátt fyrir kostn- aðarsaman hátæknibúnað. Aðhaldið í rekstri sjúkrastofn- ana veldur því hins vegar að ekki hefur verið hægt að mæta framkvæmdaþörf í heilbrigðis- geiranum að því marki sem æskilegt hefði verið, eða nauð- synlegri endurnýjun og viðhaldi tækjabúnaðar. Það hefur heldur ekki verið hægt að byggja upp rannsóknarstarf að þeim kröfum sem gerðar eru til háskóla- sjúkrahúsa í umheiminum. Á þessum vettvangi þarf því að taka til hendi strax og rofar til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið er af eðlilegum ástæðum útgjaldaþyngsta ráðu- nejlið í ríkisbúskapnum. Af tæplega 113 milljarða króna útjöldum ríkisins árið 1993 voru rúmlega 47 milljarðar á vegum þessa ráðuneytis, en undir það heyra meðal annars sjúkrastofn- anir, heilsugæzlan, lífeyris- tryggingar, sjúkratryggingar, fæðingarorlof, atvinnuleysis- tryggingasjóður og eftirlauna- sjóður aldraðra. Á samdráttar- tímum í þjóðarbúskapnum, eins og hér hafa verið undanfarin ár, er eðlilegt að aðhald og hagræð- ing nái til þessa langviðamesta útgjaldaráðuneytis, sem ann- arra. Það var raunar óhjá- kvæmilegt, ef sporna átti að ein- hverju ráði við um sumt „sjálf- virkri“ útgjaldaaukningu í ríkis- búskapnum. Ljóst er hins vegar að fara verður með gát í þessum efnum. Það er sjálfgefið að veita að- hald, hagræða og spara í heil- brigðiskerfinu, sem öðram út- gjaldaþáttum í ríkisbúskapnum, með það að leiðarljósi að nýta fjármuni skattborgaranna eins vel og frekast er kostur. Keppi- keflið á að vera að veita sömu eða betri þjónustu fyrir svipað eða minna Qármagn en varið hefur verið til þessa útgjalda- þáttar á undangengnum árum. Það má hins vegar aldrei hvika frá því markmiði að íslendingar hafi um alla framtíð aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem þoli samanburð við það bezta sem þekkizt á þessu sviði í grannríkj- um. Og þaðan af síður frá þeirri meginreglu að allir þjóðfélags- þegnar hafi aðgang að nauðsyn- legri heilbrigðisþjónustu, án til- lits til búsetu eða efnahags. Margvísleg rök mæla með því, að til verði einkarekinn val,- kostur innan heilbrigðisþjón- ustunnar, þar sem fólk eigi kost á þjónustu, sem greidd er að fullu. Slíkur valkostur getur flýtt fyrir meðferð þeirra, sem leita til hins opinbera heil- brigðiskerfis. En hvað sem því líður er fagn- aðarefni að raunverulegur og verulegur árangur hefur náðst til sparnaðar í heilbrigðisgeiran- um. Sjaldgæft er að hægt sé að sýna fram á slíkan árangur í opinberum rekstri og hann vekur þess vegna þeim mun meiri athygli. AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR Ríkisstjórnin ræðir kaup á þyrlukosti fyrir Landhelgisgæsluna Verður keypt ein Super Puma eða Sikorsky-sveit? KAUP á nýrri og öflugri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna hafa marg- oft verið til umræðu undanfarin ár og tillaga um að ganga til samn- inga um slík kaup hefur áður verið á borði ríkisstjórnarinnar. A föstudag lagði dómsmálaráðherra til að keypt yrði frönsk Super Puma-þyrla, en í Ijós kom að á þriðjudeginum hafði utanríkisráðu- neytinu borist tilboð,-frá bandarískum stjórnvöldum um að Islending- ar keyptu 3 Sikorsky-þyrlur, eins og nú eru notaðar af björgunar- sveit varnarliðsins og tækju að sér verkefni fyrir varnarliðið í verk- töku, samhliða björgunarstörfum fyrir islensku þjóðina. Ekki er ljóst nú hvaða upphæðir er verið að tala um í því sambandi, en sam- kvæmt ummælum Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og Sighvats Björgvinssonar, viðskiptaráðherra og starfandi utanríkisráðherra í fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar, verður málið ekki afgreitt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, heldur beðið nánari upplýsinga frá Bandaríkjunum um tilboðið. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, segist ekki hafa séð tilboð þetta, en leggur áherslu á að brýnt sé að taka ákvörðun um þyrlukaup hið fyrsta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt um kaup á Sikorsky BANDARÍSK sljórnvöld hafa boðið íslendingum 3 Sikorsky-þyrlur til kaups, sömu tegundar og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli rekur. Rætt hefur verið um þyrlukaup af sívaxandi þunga frá árinu 1991, en fyrir þann tíma hafði málið einn- ig skotið upp kollinum. Árið 1991 gerðist það hins vegar, í marsmán- uði, að Alþingi samþykkti ályktun um að ríkisstjórnin skyldi semja um kaup á nýrri þyrlu það ár. Ráðgjaf- arhópur hafði komist að þeirri nið- urstöðu að þyrla af gerðinni Super Puma myndi henta Landhelgisgæsl- unni (LHG) best. í mai þetta ár skipaði Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra nýja þyrlunefnd til að undirbúa samning um þyrlu- kaup, í samræmi við þingsályktun- ina. Formaður nefndarinnar var Björn Bjarnason og á Ijárlögum ársins var heimild til 100 milljóna króna lántöku vegna þyrlukaupa. Fyrst verði rætt við bandarísk stjórnvöld í október 1991 skilaði nefnd Björns áliti sínu og sagði að stjórn- völd yrðu að taka afstöðu til þess hvort ganga ætti til samstarfs við varnarliðið um rekstur björgunar- þyrlna. Nefndin taldi brýnt að LHG fengi öfluga þyrlu, en treysti sér ekki til að segja til um hvernig sú þyrla ætti að vera fyrr en ljóst væri orðið hvort af samstarfi við varnarliðið yrði. Um haustið lögðu átta þingmenn úr öllum flokkum fram frumvarp til laga um að ríkisstjórnin skyldi á árinu 1992 semja um kaup á björg- unarþyrlu fyrir LHG. Dómsmála- ráðherra sagði að viðræður við bandarísk stjórnvöld væru hafnar og gætu haft áhrif á val á þyrlu. Flugstjórar LHG sögðu í viðtali, að fullkomin björgunarþyrla í þeirra höndum væri betri kostur en sam- starf við varnarliðið. í febrúar árið 1992 skipaði dóms- málaráðherra ráðgjafarhóp, sem átti að gera tillögur um val og að- stoða við kaup á hentugri björgun- arþyrlu. Hópurinn átti að hafa hlið- sjón af þeim möguleikum, sem end- urnýjun þyrlukosts björgunarsveit- ar varnarliðsins og náin samvinna LHG og björgunarsveitarinnar byði upp á við lausn björgunarverkefna og reksturs. I nóvember þetta ár skaut frum- varp til laga um þyrlukaup aftur upp kollinum. Forsætisráðherra sagði frumvarpið óþarfa sem fyrr, enda hæfust viðræður um þyrlu- kaup innan nokkurra. vikna, á grundvelli þingsályktunarinnar frá 1991. Ráðherrum falið að kaupa þyrlu í maí 1993 fól ríkisstjórnin dóms- málaráðherra og íjármálaráðherra að leita samninga um kaup á björg- unarþyrlu. Enn var þá mælt með Super Puma. I september kemur fram niður- staða ráðgjafarhópsins um val á þyrlu og er þar horft til 12 ára gamallar, en nýuppgerðrar, Super Puma-þyrlu. Ríkisstjórnin fjallaði um málið 7. september og vísaði því tiL þingflokka stjórnarflokk- anna. í október hafði málið enn ekki verið afgreitt í ríkisstjórn, en ráðherrar sögðu að svo yrði fljót- lega. Viðræður um framtíð þyrlu- björgunarsveitarinnar í Keflavík voru þá í gangi, auk þess sem önn- ur tilboð í þyrlur, svo sem frá Bell- verksmiðjunum, höfðu borist og fór ráðgjafahópurinn yfir þau. Skömmu eftir síðustu áramót var ljóst, að þrátt fyrir samdrátt hjá varnarliðinu yrði þyrlubjörgunar- sveit þess staðsett hér áfram. ís- lensk og bandarísk stjórnvöld sam- þykktu að hefja viðræður um hvern- ig íslendingar gætu komið að rekstri hennar, eða yfirtekið hann. Dómsmálaráðherra sagði í mars að ekkert væri að vanbúnaði varðandi þyrlukaup og tafir á samningum um þau með vísan til frekari við- ræðna við bandarísk stjórnvöld væru ekki gildur kostur, vegna þess hve langt væri þar til niðurstaða fengist um hvernig íslendingar gætu komið inn í rekstur þyrlusveit- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Á föstudag í síðustu viku lagði dómsmálaráðherra svo þá tillögu fyrir ríkisstjórn, að gengið yrði til samninga um kaup á 8 ára gamalli Super Puma-þyrlu. Ríkisstjórnin frestaði málinu þar til í dag, þriðju- dag, og fram kom að nýtt tilboð hefði borist frá bandarískum stjórn- völdum, á þá leið að Islendingar keyptu 3 Sikorsky-þyrlur eins og þær sem nú eru í sveit varnarliðs- ins. í tilboðinu er reiknað með að áhafnir fái nauðsynlega þjálfun og þessi íslenska þyrlusveit myndi taka að sér ýmis verkefni fyrir varnarlið- ið sem verktaki. Björgunarstarfsemi tryggð til frambúðar Sighvatur Björgvinsson, starf- andi utanríkisráðherra, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að komið hefðu fram alveg ný viðhorf í þyrlukaupamálum með viðræðum við bandarísk stjórnvöld um yfir- töku á þyrlusveitinni. „Það liggja enn ekki fyrir fullnægjandi upplýs- ingar um þetta tilboð, en það er ljóst að málið horfir allt öðru vísi við nú þegar farið er að ræða að íslendingar taki að sér björgunar- flug fyrir varnarliðið sem verktakar og svo þetta tilboð, sem felur í sér þyrlur, þjálfun áhafna og varahluta- þjónustu. Við erum að kanna nánar verðhugmyndir-x>g mér þykir óðs manns æði að ætla að láta sem þetta tilboð hafi ekki borist. Ein stór þyrla fullnægir ekki þeim kröf- um sem við þyrftum að uppfylla til að taka að okkur verktakastarfsemi fyrir varnarliðið á þessu sviði. Þarna býðst talsvert umfangsmikill samn- ingur og í honum felast auðvitað atvinnutækifæri langt umfram það sem kaup á einni þyrlu fælu í sér. Þá verðum við að kanna hvort við teljum borga sig að greiða jafn mikið fyrir eina franska þyrlu og fyrir heila þyrlusveit, sem hugsan- lega fengist á svipuðu verði. Með því að fá slíka sveit væri líka búið að tryggja björgunarstarfsemi hér til frambúðar, en ein þyrla er auð- vitað engin framtíðarlausn." Sighvatur sagði að málið þyrfti ekki að teíjast þó gengið yrði til samninga við bandarísk stjórnvöld. „Þjálfun áhafna tekur 1-1V ár og framhjá því verður ekki komist, þó við fengjum þyrlu strax á morgun. Bandaríkjamenn taka fram í tilboði sínu að ef okkur lítist á þessar frum- hugmyndir séu þeir reiðubúnir að senda menn hingað innan tveggja vikna. Þetta þurfum við að ræða á ríkisstjórnarfundi og ég legg áherslu á að menn hlaupi ekki fram í óðagoti." Ekki hægt að draga endalaust Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, sagði að hann hefði ekki séð tilboð bandarískra stjórnvalda, enda hefði því ekki verið komið á fram- færi við dómsmálaráðuneytið eða Landhelgisgæsluna. Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa gengið eftir því að fá að sjá tilboðið. „í raun þykja mér bandarísk stjórn- völd heldur svifasein, því við bárum upp svipað erindi við þau fyrir 2 árum. Eg veit ekki hvað býr að baki þessu tilboði, en auðvitað hljót- umn við að fagna hagstæðum til- boðum. Þeir hafa hins vegar ekki snúið sér til Landhelgisgæslunnar eða þeirrar nefndar sem hefur farið yfir þau tilboð sem borist hafa, svo bandarísk stjórnvöld fara svolítið sérkennilega leið í þessu.“ Þorsteinn sagði að hann legði mikla áherslu á að nú yrði tekin ákvörðun um þyrlukaup. „Það er ekki hægt að draga þetta enda- laust. Við verðum að taka ákvörðun um kaup á þyrlu sem er fullnægj- andi fyrir Landhelgisgæsluna. Eg geri ráð fyrir að þetta nýja tilboð verði kynnt á ríkisstjórnarfundin- um.“ Mikil fjárfesting Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að enn væru upphæðir í sambandi við tilboð bandarískra stjórnvalda ekki nægilega Ijósar. „Eg vona að það skýrist fyrir ríkis- stjórnarfund á föstudag, en nú er ekki hægt að nefna neinar tölur. Við erum þó að tala um fjárfesting- arkost sem fer nærri einum millj- arði króna. Við þær aðstæður skip- ir ekki öllu máli hvort gripur er keyptur vikunni fyrr eða síðar. Landsmenn allir vita að menn eru á þeim buxunum núna að tryggja þyrlukost. Það er ótvíræður vilji rík- isstjórnarinnar að ljúka þessu máli, en ef vísbendingar fást um að aðrir kostir séu álitlegri en kaup á frönsku þyrlunni viljum við auðvitað kanna það til hlítar.“ Forsætisráðherra sagði að það hefði ótvírætt gildi að sá sem hafði frumkvæði að málinu af hálfu Bandaríkjamanna, bæði við hann sjálfan og utanríkisráðherra, Will- iam Perry, væri nú sjálfur landvarn- arráðherra Bandaríkjanna. „Það gildir miklu í bandaríska stjórnkerf- inu að um þetta ijalli maður sem þekkir það frá fyrstu stundu.“ Eins og fram kemur í máli ráð- herranna verður tilboð bandarískra stjórnvalda rætt á fundi ríkisstjórn- arinnar í dag, en vegna ónógra upplýsinga verður því án efa frestað fram að fundi á föstudag. Eftir þann fund ættu línur hins vegar að fara að skýrast. Tillögur sjálfstæðismanna um markmið og leiðir Reykjavíkurborgar í fjölskyldumálum Tuttiign lyklar að öruggara og skemmtilegra umh verfi „ # # Morgunblaðið/Sverrir Arni Sigfússon borgarstjóri kynnir blaðamönnum tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins um markmið og leiðir Reykjavíkurborgar í fjölskyldumálum á göngustígnum við Ægissíðu í gær. ÁRNI Sigfússon borgarstjóri kynnti í gær tillögur frambjóð- enda Sjálfstæðisfiokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 28. maí næstkomandi um markmið og leiðir Reykjavíkurborgar í fjöl- skyldumálum. Tillögurnar eru kynntar undir yfirskriftinni Fjöl- skyldan - hornsteinn samfélags- ins, og byggja þær á tuttugu lykl- um að öruggara og skemmtilegra umhverfi fjölskyldunnar. I tillög- unum er m.a. gert ráð fyrir að biðlistum á leikskóla verði út- rýmt, stuðningur við barnafjöl- skyldur verði aukinn og 100 millj- ónum króna verði varið til upp- byggingar barnaspítala Hrings- ins. Þá verði þjónustan við aldraða aukin, forvarnarstarfi ýmiss kon- ar verði sinnt enn frekar, og unn- ið verði að bættri og öryggari umferð. Árni Sigfússon sagði, að þeir tíu lyklar sem sjálfstæðismenn í Reykja- vík hefðu áður kynnt í atvinnumálum væru undirstaða þess að vel tækist upp í öðrum þáttum fjölskyldumál- anna. Fyrsti lykillinn af þeim tuttugu sem varða fjölskyldumálin miðaði að því að biðlistum á leikskóla yrði út- rýmt á næstu tveimur árum. Annar lykillinn benti á að með áframhald- andi uppbyggingu í grunnskólum yrði stuðlað að betri grunnskóla og einsetnum skóla á næstu 3-4 árum. í þriðja lagi væri mikil áhersla lögð á heildstæða fjölskyldustefnu og þá yrði að huga að þjónustu við sjúk börn og þar kæmi tvennt til. „Ann- ars vegar viljum við stuðla að því að barnadeild verði byggð upp á Borgarspítala, en jafnframt viljum við stuðla að því að það verði komið fyrir þjónustu eins og fyrir hefur verið lagt á Landspítala og Reykja- víkurborg geti með virkum hætti stuðlað að því að upp rísi barnaspít- ali á Landsspítalalóð og Reykjavík sé tilbúin til að leggja fram 100 milljónir króna næstu tvö ár til þess að svo megi verða, og viijum við styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins með því verkefni,“ sagði Árni. í fjórða lyklinum eru hugmyndir um aukinn stuðning við barnafjöl- skyldur, en Árni sagði það stað- reynd, að mjög þyrfti að huga að verkefnum í samstarfi við ríkið til að ná heildstæðri stefnu í fjölskyldu- málum. „Við höfum lagt það til að ná samstarfi og viðræðum við ríkið á ýmsum sviðum og þá sérstaklega sem varðar bætta aðstöðu, mögulega lengingu fæðingarorlofs og ekki síst með tilliti til þess að við feður getum tekið virkari þátt í þeim tíma sem okkar ungbörn þurfa á að halda og einnig með beinum fjárhagslegum stuðningi við barnafjölskyldur," sagði borgarstjóri. Þjónusta við aldraða felst í þremur lyklum sjálfstæðismanna. Hvað varðar heimaþjónustuna sem byggð hefur verið upp á undanförnum árum er lögð áhersla á að reynt verði að samræma heimahjúkrun, sem er á vegum ríkisins, heimilishjálp á veg- um borgarinnar, en Árni sagðisttelja að með góðu samstarfi þessara aðila mætti auðveldlega koma þessu við. Tekin verður upp aðstoð við nauð- synlegar breytingar og viðhald á húsnæði aldraðra, sem sérstaklega miðar að því að þeir geti búið lengur heima, og lagðar eru fram hugmynd- ir um að auk hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd, sem nú er í undirbún- ingi, verði hafinn undirbúningur að nýju hjúkrunarheimili \ grennd við Borgarspítala. Sagði Árni, að með þeim hætti yrði málefnum sjúkra aldraðra sinnt eins vel og hægt væri og þannig yrði hægt að útrýma bið- listum í hjúkrunarmálum aldraðra. Forvarnir bestu fjárfestingarnar Fimm lyklar í tillögum sjálfstæðis- manna lúta að forvörnum af ýmsu tagi, en Árni sagðist telja þær bestu fjárfestingarnar sem hugsast gætu í borgarsamfélagi Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir eflingu íþrótta og auk- inni samvinnu æskulýðsfélaga, sam- hæfðu átaki gegn fíkniefnanotkun sem nú er unnið að með frekara samstarfi við frjáls félagasamtök, og jafnframt stefna sjálfstæðismenn að því að koma á upplýsingamiðstöð með samstarfi lögreglu, mennta- málaráðuneytis, æskulýðssamtaka og Reykjavíkurborgar, þar sem veitt- ar verða upplýsingar um nám, vinnu, íþróttir, æskulýðsstarf og algengar hættur sem verða á vegi unglinga. Þá munu sjálfstæðismenn í því skyni að bæta þjónustu lögreglunnar við íbúa í hverfum borgarinnar óska eft- ir viðræðum við ríkið um þátttöku Reykjavíkurborgar í afbrotavörnum og löggæslu sem nú er undir stjórn ríkisins. Sjálfstæðismenn vilja færa grunnskólann, heilsugæsluna, mál- efni aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, og miðar áttundi lykiil- inn hvað varðar forvarnir að því að viðræðum við ríkið um breytta verka- skiptingu verðið hraðað í þeim til- gangi að þessi breyting geti átt sér stað sem fyrst. 950 g af Ota-haframjöli I Kjöti og fiski lækkuðu úr 179 kr. í 164 kr., eða um 8,38%, 200 g Weber Sesam hrökkbrauð í Bónusi í Skútu- vogi lækkaði úr 99 kr. í 91 kr., eða um 8,08%, 425 g af Cheerios í Fjarð- arkaupum lækkaði úr 223 kr. í 204 kr., eða um 8,52%, 450 g af Ora grænum baunum í Breiðholtskjöri lækkaði úr 82 kr. í 75 kr., eða um 8,54%, 200 g SS-pylsusinnep í Nóat- úni lækkaði úr 78 kr. í 71 kr., eða um 8,97%, 575 g af Heinz-tómatsósu í Kaupfélagi Suðurnesja lækkaði úr 173 kr. í 158 kr. eða um 8,67%, 300 g Sólblóma borðsmjörlíki í Staðar- kjöri í Grindavík lækkaði úr 133 kr. Samstarf um umferðaröryggi og slysavarnir Bætt umferð og aukið öryggi er umfjöllunarefni í þremur lyklanna í tillögum sjálfstæðismanna. Árni sagði forvarnir skipta þar miklu máli, en þar væri um að ræða aukið samstarf um umferðaröryggi og slysavarnir sem sinnt hefði verið og með margvíslegum hætti mætti þar gera enn betur. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að sem fyrst verði gerð mislæg gatnamót til að greiða fyrir umferð, draga úr slysahættu og eignatjóni, og brýnast sé að það verði gert við Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut og ennfremur við Vest- urlandsveg og Höfðabakka. Þá ætla sjálfstæðismenn að ljúka við gerð göngu- o g hjólreiðastígs innan tveggja ára sem liggur frá Seltjarn- arnesi, meðfram ströndinni fyrir enda flugbrautarinnar, inn í Foss- vogsdal, upp Elliðaárdal og inn í Heiðmörk. Jafnframt munu sjálf- stæðismenn láta vinna sérstaka áætlun um framkvæmdir við göngubrýr og undirgöng til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Hreinna og betra umhverfi Þeir fimm síðustu af lykiunum í 122 kr., eða um 8,27%, og 450 g af frosnu spergilkáli hjá Einari Ólafssyni á Akranesi lækkaði úr 185 kr. í 169 kr., eða um 8,65. Rétt er að ítreka að seinni umferð könnunarinnar var gerð í janúar og kann verð að hafa breyst eitthvað síðan. Verðhækkun í einni verslun Könnunin var gerð fyrir ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin og náði til 105 verslana, á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landi. Mest lækkaði matarverð frá nóvember til janúar í versluninni Esju á Akureyri, eða um 10,05%. Af öðrum verslunum má tuttugu snúa að betra, hreinna og skemmtilegra unihverfi. Stefnt er að því að í Nauthólsvík verði hægt að stunda böð og sund eftir tvö ár, en það tengist því að Reykjavíkurborg hefur gert mikið átak í hreinsun strandlengjunnar, en framkvæmdir við fráveitukerfið eru stærsta um- hverfisátak sem gert hefur verið hér á landi. „Það er ljóst, að við höfum lagt mikla áherslu á uppbyggingu í gróð- urrækt hér i borginni og teljum að það sé ekki langt í það að Reykjavík- ursvæðið verði ein gróðurvin. Það er æskilegt að halda áfram þeirri uppbyggingu sem verið hefur þannig að árið 2000 séum við búin að ljúka þeim þætti verkefnisins þó þetta sé auðvitað óþijótandi þáttur. Við mun- um halda áfram að byggja upp íbúð- arhverfi og atvinnuhverfi og höfum reyndar lagt áherslu á að það sé vel að þeim málum staðið,“ sagði Árni. Hann sagði að sjálfstæðismenn hygðust jafnframt halda áfram að byggja upp gamla miðbæinn, og tutt- ugasti og jafnframþ síðasti lykillinn lýtur að uppbyggingú á aðstöðu fyr- ir íjölskyldur í Laugardal, Öskjuhlíð, Elliðaárdal og Heiðmörk. nefna að vöruverð í Sparkaup í Keflavík lækkaði um 7,36%', í Kaup- félagi Vopnfirðinga um 7,20%, í versluninni Vísi á Blönduósi um 6,78%, í Kaupfélagi Breiðdalsvíkur um 6,32% og Bónusi í Skútuvogi um 5,43%. í nokkrum verslunum lækkaði matarverð aðeins um innan við 5% og fengust þær upplýsingar hjá ASÍ að yfirleitt mætti rekja svo litla lækkun til skipulags- eða rekstrar- breytinga í verslununum. Ein versl- un, þ.e. Matvörumarkaðurinn, Kaup- angi á Akureyri, reyndist hafa hækk- að vöruverð um 3,11% á tímabilinu en verslunin varð gjaldþrota í jan- úar. Nýir rekstraraðilar reka nú aðra matvöruverslun á sama stað. Ekki var í öllum verslunum, skv. heimildum ASÍ, miðað við sömu vör- ur. Hins vegar voru vöruflokkarnir þeir sömu og hægt að sjá nokkuð skýra heildarmynd af breytingunni. Lækkun á matarskatti skilaði allt að 10% lækkun KÖNNUN Samkeppnisstofnunar á verðlagi í matvöruverslunum fyrir og eftir lækkun mátarskatts um áramót leiddi í ljós allt frá 10,05% lækkun upþ í 3,11% hækkun vöruverðs. Lækkun matarskatts leiddi að meðaltali til 6,7% lækkunar samkvæmt könnuninni. Dæmi um lækk- un er að eitt kíló af Dansukker-strásykri í Hagkaup á Eiðistorgi lækk- aði úr 59 kr. í 54 kr., eða um 8,47%. Tvö kíló af Kornax-hveiti í Mela- búðinni við Hagamel lækkaði úr 99 kr. í 91 kr., eða um 8,08%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.