Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 33 Sundraðir 1990 - sameinaðir 1994? eftir Kjartan Magnússon Pjölmargar spurningar hafa vaknað meðal Reykvíkinga vegna sameiginlegs framboðs Framsókn- arfiokks, Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Kvennalista og ýmissa flokksbrota fyrir borgarstjórnar- kosningu í vor. Spurt er hvort möguleiki sé á að svo margir flokk- ar geti unnið saman af einhveiju viti og líta menn þá helst til þess hve illa slíkt samstarf hefur tekist áður, bæði í borgarstjórn 1978-82 en einnig í mörgum ríkisstjórnum. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk skuli velta þessu fyrir sér enda er eitt helsta hlutverk sögu að gera okkur mögulegt að skýra samtíma- viðburði með hliðstæðum úr fortíð- inni. Það verður að segjast alveg eins og er að sagan ber samstarfi vinstri manna í borgarstjórnarmál- um ekki gott vitni. Baráttan fyrir borgarstjórnar- kosninguna árið 1990 líður mörg- um Reykvíkingum til dæmis seint úr minni. Hvorki meira né minna en sex flokkar og flokksbrot buðu þá fram jafnmarga lista til borgar- stjórnar. í upphafi baráttunnar reyndu frambjóðendur vinstri manna að fela þann djúpstæða ágreining sem ríkti á milli þeirra en þegar Ieið að kosningu drógu þeir úr árásum sínum á sjálfstæðis- menn en hófu skítkast hver á ann- an. Skýringin á þessu háttalagi var sú að smáflokkamir mátu aðstæð- ur þannig að ekki væri möguleiki á að fella meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Þess í stað hófust grimmileg átök á milli þeirra um það fylgi sem ljóst var að myndi ekki kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Til slíkra átaka kom þó ekki í fyrsta sinn árið 1990. Síður en svo. Margir Reykvíkingar muna vel eftir því hvernig efstu menn á listum vinstri flokkanna og þáver- andi samstarfsmenn í borgarstjórn háðu hatrammar deilur fyrir kosn- ingarnar 1982 og kenndu hverjir öðrum um stórkostleg afglöp við stjórn borgarinnar árin þar á und- an. Frambjóðendur vinstri fiokk- anna í kosningunni 1986 létu held- ur ekki sitt eftir liggja og auglýstu sundurlyndi sitt rækilega fyrir al- þjóð á besta útsendingartíma. Þessi samskipti frambjóðenda vinstri manna rétt fyrir kosningar hafa sannfært Reykvíkinga um að þessir aðilar geti ekki unnið saman að þeim loknum. Á þessu kjörtíma- bili hefur ekkert gerst sem bendir til þess að vinstri menn gætu unn- ið betur saman að stjórn borgar- innar en hingað til. Það verður því athyglisvert að fylgjast með fram- bjóðendum R-listans á næstu vik- um reyna að sannfæra Reykvík- inga um að þeim sé treystandi til að vinna saman af fullum heilind- um eftir kosningar. Fyrst völd — síðan hugsjónir Þegar kjósendur velja á milli framboðslista hafa þeir stefnu- skrár þeirra gjarnan til hliðsjónar. Þar sem Smáflokkabandalagið er nýtt af nálinni er heldur ekki óeðli- legt að menn velti því fyrir sér hvernig það varð til. Við eðlilegar aðstæður samein- ast þeir sem hafa afskipti af stjórn- málum fyrst um hugsjónir og því næst er tekin ákvörðun um hvort efna eigi til framboðs til þess að fylgja þeim eftir. Að lokum er síð- an raðað á framboðslista, gjarnan með lýðræðislegum hætti. Hjá R-listanum var röðin önnur. Fyrst var samið um sætin á fram- boðslistanum á lokuðum klíku- fundum, síðan var tekin ákvörðun um að bjóða fram en að lokum var samið um hugsjónimar. Þetta kom vel í ljós þegar „stefnuyfirlýsing" R-listans var birt fyrir nokkru. Yfirlýsingin var svo almennt orðuð að nánast hver sem er gæti skrifað undir hana. Höfundar yfirlýsingar- innar hafa greinilega gætt sín vel á því að minnast ekki á neitt sem vinstri flokkana hefur greint á um í borgarstjórn á síðustu árum. KONUR i f ramboði til sveitarstjórna eru boðaðar til fundar á Holiday Inn - Hvammi - miðvikudaginn 13. apríl kl. 18.00-21.00. Þátttökugjald er kr. 1.400. DAGSKRÁ: Fundarstjóri: Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Setning: Lilja Ólafsdóttir, Kvenréttindafélagi íslands. 1. Stefanía Traustadóttir, Jafnréttisráði, skýrir frá niðurstöðum könnunar á verkaskiptingu kvenna og karla í sveitarstjónum. 2. Katrín Gunnarsdóttir, varaborgarfulltrúi, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi: Reynsla kvenna af starfi í stjórn sveitarfélaga. Fundarhlé: Kvöldverður 3. Elín Ólafsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Kristjana Bergsdóttir, bæjarfulltrúi: Ersamvinna kvenna í sveitarstjórnum möguleg? 4. Almennar umræður og fyrirspurnir. Samantekt og fundarslit: Þórunn Gestsdóttir, for- maður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar. Allt áhugafólk velkomið! Kvenréttindafélag íslands - Jafnréttisráð - Jafnréttisnefnd Reykjavíkur - Samband ísl. sveitarfélaga Kjartan Magnússon „Vinstri raenn í Reykja- vík eru jafn sundraðir og þeir voru fyrir kosn- ingarnar 1982,1986 og 1990 og hafa aðeins sameinast um tvennt: Að skipa sama fram- boðslista og fela allan ágreining sín á milli fram yfir kosningu.“ Frambjóðendur Smáflokkabanda- lagsins hafa því greinilega samið um það sín á milli að minnast ekki á neitt sem þeir eru ósammála um fram að kosningum. Niðurstaðan er ótvíræð. Það eru ekki sameigin- legar hugsjónir þessara flokka eða stefna sem sameinar þá í framboði til borgarstjórnar heldur viljinn til að ná völdum. Vinstri menn í Reykjavík eru jafn sundraðir og þeir voru fyrir kosningarnar 1982, 1986 og 1990 og hafa aðeins sam- einast um tvennt: Að skipa sama framboðslista og að fela allan ágreining sín á milli fram yfir kosningu. Höfundur er sagnfræðinemi. Bjúgverpill Har- alds Blöndals eftir Guðrúnu * Agústsdóttur Þar sem Haraldur Blöndal hefur ítrekað haldið því fram á opinberum vettvangi að Reykvíkingum hafí fækkað á árum vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 þykir undirritaðri rétt að beina því til hæstaréttarlögmanns- ins að hafa orð Ara fróða að leiðar- ljósi að hafa það heldur er sannara reynist. Haraldur hélt þessari firru síðast fram í útvarpsþættinum Hringborðið á Rás 2 sunnudaginn 10. apríl þó að hún hafi áður verið rekin ofan í hann. Samkvæmt Árbók Reykjavíkur- borgar 1993, sem gefin er út af Fjármáia- og hagsýsludeild borgar- innar, var fjölgun Reykvíkinga und- ir landsmeðaltali allt frá árinu 1965 en þó keyrði fyrst um þverbak í stjórnartíð Birgis ísleifs Gunnars- sonar borgarstjóra. Árið 1975 fjölg- aði aðeins um 84 í Reykjavík eða um 0,10 prósent. Næstu þrjú árin fækkaði íbúum Reykjavíkur. Arið 1976 fækkaði þeim um 363 (0,4%), árið 1977 um 606 (0,72%) og 1978 um 511 (0,61%)! Síðasta kjörtíma- bil Birgis ísleifs fækkaði því Reyk- víkingum um nálægt 1500 manns og er þetta nánast eina tímabilið í gjörvallri sögu Reykjavíkur sem Reykvíkingum hefur beinlínis fækkað. Strax á fyrsta heila ári vinstri meirihlutans snerist þessi þróun við. Árið 1979 fjölgaði íbúum um 160 (0,19%) og síðan jókst þetta skrið verulega. Árið 1980 fjölgaði íbúun- um um 230 (0,28%), árið 1981 um 827 (0,99%) og árið 1982 um hvorki meira né minna en 1499 manns (1,77%). Það er meiri fjölgun á milli ára en flest árin sem síðan hafa komið. Ef Haraldur Blöndal hæstarétt- arlögmaður ætlar því að nota þá röksemd að „fækkun" Reykvíkinga á dögum vinstri meirihlutans 1978 til 1982 sé til marks um það hversu Guðrún Ágústsdóttir „Ef Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður ætlar því að nota þá röksemd að „fækkun“ Reykvíkinga á dögum vinstri meirihlutans 1978 til 1982 sétil marks um það hversu borginni hefur verið illa sljórnað á þeim árum hittir sú röksemd hans hann sjálfan og Sjálfstæðisflokkinn fyr- ir eins og bjúgverpill.“ borginni hefur verið illa stjómað á þeim árum hittir sú röksemd hans hann sjálfan og Sjálfstæðisflokkinn fýrir eins og bjúgverpill. Höfundur skipar 2. sæti á Reykjavíkurlistanum. SIEMENS D cc LLI oc < Ní O NÝ ÞVOTTAVÉL Á NÝJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 LU l/l Q O 0Q Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður Rafstofán Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur: Rafsjá Si( Torgi Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörður: Rarvélaverkst. Áma E. Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn f Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði VUjir þú endingu og gæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.