Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
33
Sundraðir 1990 -
sameinaðir 1994?
eftir Kjartan
Magnússon
Pjölmargar spurningar hafa
vaknað meðal Reykvíkinga vegna
sameiginlegs framboðs Framsókn-
arfiokks, Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags, Kvennalista og ýmissa
flokksbrota fyrir borgarstjórnar-
kosningu í vor. Spurt er hvort
möguleiki sé á að svo margir flokk-
ar geti unnið saman af einhveiju
viti og líta menn þá helst til þess
hve illa slíkt samstarf hefur tekist
áður, bæði í borgarstjórn 1978-82
en einnig í mörgum ríkisstjórnum.
Það er fullkomlega eðlilegt að fólk
skuli velta þessu fyrir sér enda er
eitt helsta hlutverk sögu að gera
okkur mögulegt að skýra samtíma-
viðburði með hliðstæðum úr fortíð-
inni. Það verður að segjast alveg
eins og er að sagan ber samstarfi
vinstri manna í borgarstjórnarmál-
um ekki gott vitni.
Baráttan fyrir borgarstjórnar-
kosninguna árið 1990 líður mörg-
um Reykvíkingum til dæmis seint
úr minni. Hvorki meira né minna
en sex flokkar og flokksbrot buðu
þá fram jafnmarga lista til borgar-
stjórnar. í upphafi baráttunnar
reyndu frambjóðendur vinstri
manna að fela þann djúpstæða
ágreining sem ríkti á milli þeirra
en þegar Ieið að kosningu drógu
þeir úr árásum sínum á sjálfstæðis-
menn en hófu skítkast hver á ann-
an. Skýringin á þessu háttalagi var
sú að smáflokkamir mátu aðstæð-
ur þannig að ekki væri möguleiki
á að fella meirihluta sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn. Þess í stað
hófust grimmileg átök á milli
þeirra um það fylgi sem ljóst var
að myndi ekki kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn.
Til slíkra átaka kom þó ekki í
fyrsta sinn árið 1990. Síður en
svo. Margir Reykvíkingar muna
vel eftir því hvernig efstu menn á
listum vinstri flokkanna og þáver-
andi samstarfsmenn í borgarstjórn
háðu hatrammar deilur fyrir kosn-
ingarnar 1982 og kenndu hverjir
öðrum um stórkostleg afglöp við
stjórn borgarinnar árin þar á und-
an. Frambjóðendur vinstri fiokk-
anna í kosningunni 1986 létu held-
ur ekki sitt eftir liggja og auglýstu
sundurlyndi sitt rækilega fyrir al-
þjóð á besta útsendingartíma.
Þessi samskipti frambjóðenda
vinstri manna rétt fyrir kosningar
hafa sannfært Reykvíkinga um að
þessir aðilar geti ekki unnið saman
að þeim loknum. Á þessu kjörtíma-
bili hefur ekkert gerst sem bendir
til þess að vinstri menn gætu unn-
ið betur saman að stjórn borgar-
innar en hingað til. Það verður því
athyglisvert að fylgjast með fram-
bjóðendum R-listans á næstu vik-
um reyna að sannfæra Reykvík-
inga um að þeim sé treystandi til
að vinna saman af fullum heilind-
um eftir kosningar.
Fyrst völd — síðan hugsjónir
Þegar kjósendur velja á milli
framboðslista hafa þeir stefnu-
skrár þeirra gjarnan til hliðsjónar.
Þar sem Smáflokkabandalagið er
nýtt af nálinni er heldur ekki óeðli-
legt að menn velti því fyrir sér
hvernig það varð til.
Við eðlilegar aðstæður samein-
ast þeir sem hafa afskipti af stjórn-
málum fyrst um hugsjónir og því
næst er tekin ákvörðun um hvort
efna eigi til framboðs til þess að
fylgja þeim eftir. Að lokum er síð-
an raðað á framboðslista, gjarnan
með lýðræðislegum hætti.
Hjá R-listanum var röðin önnur.
Fyrst var samið um sætin á fram-
boðslistanum á lokuðum klíku-
fundum, síðan var tekin ákvörðun
um að bjóða fram en að lokum var
samið um hugsjónimar. Þetta kom
vel í ljós þegar „stefnuyfirlýsing"
R-listans var birt fyrir nokkru.
Yfirlýsingin var svo almennt orðuð
að nánast hver sem er gæti skrifað
undir hana. Höfundar yfirlýsingar-
innar hafa greinilega gætt sín vel
á því að minnast ekki á neitt sem
vinstri flokkana hefur greint á um
í borgarstjórn á síðustu árum.
KONUR
i f ramboði
til sveitarstjórna
eru boðaðar til fundar á Holiday Inn - Hvammi -
miðvikudaginn 13. apríl kl. 18.00-21.00.
Þátttökugjald er kr. 1.400.
DAGSKRÁ:
Fundarstjóri: Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
á Akureyri og stjórnarmaður í
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Setning: Lilja Ólafsdóttir, Kvenréttindafélagi íslands.
1. Stefanía Traustadóttir, Jafnréttisráði, skýrir frá
niðurstöðum könnunar á verkaskiptingu kvenna
og karla í sveitarstjónum.
2. Katrín Gunnarsdóttir, varaborgarfulltrúi, og Ólína
Þorvarðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi:
Reynsla kvenna af starfi í stjórn sveitarfélaga.
Fundarhlé: Kvöldverður
3. Elín Ólafsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, og
Kristjana Bergsdóttir, bæjarfulltrúi:
Ersamvinna kvenna í sveitarstjórnum möguleg?
4. Almennar umræður og fyrirspurnir.
Samantekt og fundarslit: Þórunn Gestsdóttir, for-
maður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar.
Allt áhugafólk velkomið!
Kvenréttindafélag íslands - Jafnréttisráð
- Jafnréttisnefnd Reykjavíkur
- Samband ísl. sveitarfélaga
Kjartan Magnússon
„Vinstri raenn í Reykja-
vík eru jafn sundraðir
og þeir voru fyrir kosn-
ingarnar 1982,1986 og
1990 og hafa aðeins
sameinast um tvennt:
Að skipa sama fram-
boðslista og fela allan
ágreining sín á milli
fram yfir kosningu.“
Frambjóðendur Smáflokkabanda-
lagsins hafa því greinilega samið
um það sín á milli að minnast ekki
á neitt sem þeir eru ósammála um
fram að kosningum. Niðurstaðan
er ótvíræð. Það eru ekki sameigin-
legar hugsjónir þessara flokka eða
stefna sem sameinar þá í framboði
til borgarstjórnar heldur viljinn til
að ná völdum. Vinstri menn í
Reykjavík eru jafn sundraðir og
þeir voru fyrir kosningarnar 1982,
1986 og 1990 og hafa aðeins sam-
einast um tvennt: Að skipa sama
framboðslista og að fela allan
ágreining sín á milli fram yfir
kosningu.
Höfundur er sagnfræðinemi.
Bjúgverpill Har-
alds Blöndals
eftir Guðrúnu
*
Agústsdóttur
Þar sem Haraldur Blöndal hefur
ítrekað haldið því fram á opinberum
vettvangi að Reykvíkingum hafí
fækkað á árum vinstri meirihlutans
í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978
til 1982 þykir undirritaðri rétt að
beina því til hæstaréttarlögmanns-
ins að hafa orð Ara fróða að leiðar-
ljósi að hafa það heldur er sannara
reynist. Haraldur hélt þessari firru
síðast fram í útvarpsþættinum
Hringborðið á Rás 2 sunnudaginn
10. apríl þó að hún hafi áður verið
rekin ofan í hann.
Samkvæmt Árbók Reykjavíkur-
borgar 1993, sem gefin er út af
Fjármáia- og hagsýsludeild borgar-
innar, var fjölgun Reykvíkinga und-
ir landsmeðaltali allt frá árinu 1965
en þó keyrði fyrst um þverbak í
stjórnartíð Birgis ísleifs Gunnars-
sonar borgarstjóra. Árið 1975 fjölg-
aði aðeins um 84 í Reykjavík eða
um 0,10 prósent. Næstu þrjú árin
fækkaði íbúum Reykjavíkur. Arið
1976 fækkaði þeim um 363 (0,4%),
árið 1977 um 606 (0,72%) og 1978
um 511 (0,61%)! Síðasta kjörtíma-
bil Birgis ísleifs fækkaði því Reyk-
víkingum um nálægt 1500 manns
og er þetta nánast eina tímabilið í
gjörvallri sögu Reykjavíkur sem
Reykvíkingum hefur beinlínis
fækkað.
Strax á fyrsta heila ári vinstri
meirihlutans snerist þessi þróun við.
Árið 1979 fjölgaði íbúum um 160
(0,19%) og síðan jókst þetta skrið
verulega. Árið 1980 fjölgaði íbúun-
um um 230 (0,28%), árið 1981 um
827 (0,99%) og árið 1982 um hvorki
meira né minna en 1499 manns
(1,77%). Það er meiri fjölgun á
milli ára en flest árin sem síðan
hafa komið.
Ef Haraldur Blöndal hæstarétt-
arlögmaður ætlar því að nota þá
röksemd að „fækkun" Reykvíkinga
á dögum vinstri meirihlutans 1978
til 1982 sé til marks um það hversu
Guðrún Ágústsdóttir
„Ef Haraldur Blöndal
hæstaréttarlögmaður
ætlar því að nota þá
röksemd að „fækkun“
Reykvíkinga á dögum
vinstri meirihlutans
1978 til 1982 sétil
marks um það hversu
borginni hefur verið
illa sljórnað á þeim
árum hittir sú röksemd
hans hann sjálfan og
Sjálfstæðisflokkinn fyr-
ir eins og bjúgverpill.“
borginni hefur verið illa stjómað á
þeim árum hittir sú röksemd hans
hann sjálfan og Sjálfstæðisflokkinn
fýrir eins og bjúgverpill.
Höfundur skipar 2. sæti á
Reykjavíkurlistanum.
SIEMENS
D
cc
LLI
oc
<
Ní
O
NÝ ÞVOTTAVÉL Á NÝJU VERÐI!
• 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott,
mislitan þvott, straufrítt og ull
• Vinduhraði 500 - 800 sn./mín.
• Tekur mest 4,5 kg
• Sparnaðarhnappur (1/2)
• Hagkvæmnihnappur (e)
• Skolstöðvunarhnappur
• Sérstakt ullarkerfi
• íslenskir leiðarvísar
Og verðið er ótrúlega gott.
Siemens þvottavél á aðeins
kr. 59.430 stgr.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
LU
l/l
Q
O
0Q
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður
Rafstofán Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrimsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
ísafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Blönduós:
Hjörleifur Júlíusson
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Si(
Torgi
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavik:
öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Neskaupstaður:
Rafalda
Revðarfjörður:
Rarvélaverkst. Áma E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guömundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn f Hornafirði:
Kristall
Vestmannaeyjar
Tréverk
Hvolsvöllur
Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkinn
Garður
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarfjörður.
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði
VUjir þú endingu og gæði