Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 19S4 27 Hundruð útlendinga fluttir á brott frá Rúanda vegna skálmaldarinnar þar Talið að tug- ir þúsunda hafi fallið Kigali. Reuter. The Daily Telegraph. STARFSMENN Rauða krossins í Afríkuríkinu Rúanda óttast að tug- þúsundir manna hafi beðið bana í óöldinni í landinu undanfarna daga. Þúsundir uppreisnarmanna nálguðust höfuðborgina, Kigali, í gær og brottflutningur erlendra borgara hófst þar á sunnudag. Á meðal hundruða útlendinga, Bráðabirgðastjórn var mynduð í sem voru fluttir á brott á sunnu- Rúanda á laugardag en forystu- dag, voru tveir aldraðir trúboðar frá Bretlandi. Þeir voru báðir miður sín og áttu erfitt með að lýsa hörmung- unum sem þeir urðu vitni að þegar þeir gengu að flugvélinni á flugvell- inum í Kigali. „Við heyrðum fólk æpa fyrir utan gluggann hjá okkur og það var lamið til bana við girð- inguna,“ sagði annar trúboðanna, sem hafði starfað í Rúanda í 15 ár. „Á nóttunum lágum við á dýnum í þrengsta ganginum. Það var ómögulegt að vinna þar sem átökin voru alls staðar og allir voru að berjast." „Unglingar hlupu um með hnífa, kveiktu í húsum og drápu fólk,“ sagði hinn trúboðinn, kona frá Sussex, sem var í 22 ár í Rúanda og hafði aldrei áður þurft að flýja landið þrátt fyrir blóðugar ætt- bálkaeijur. „Okkur fannst að við yrðum að fara núna, annars kæm- umst við ekki burtu,“ sagði hún. Morð á hundruðum sjúklinga Á meðal þeirra sem voru fluttir á brott voru einnig 57 börn sem bjargað var úr munaðarleysingja- heimili þar sem 50 starfsmenn voru myrtir. Börnin vora flutt til Mið- Afríkulýðveldisins. Systir Rafaela, ein af pólskum nunnum sem ráku heimilið, sagði að ungir Hútúar hefðu drepið 50 starfsmenn af ættbálki Tútsa en þyrmt lífi barnanna og nunnanna. Þegar eríendir starfsmenn sjúkrahúss á Kigali komu þangað á sunnudagsmorgun blasti við þeim óhugnanleg sjón. Oþekktir menn, vopnaðir byssum, höfðu myrt hund- ruð sjúklinga um nóttina. Þá skýrði spænsk nunna að hóp- ar ungra Hútúa leituðu Tútsa uppi og dræpu þá hvar sem í þá næðist, sjúkrahúsum, kirkjum og skólum. menn uppreisnarmanna af ættbálki Tútsa, sem eru í minnihluta í land- inu, höfnuðu henni. Þeir sögðu í gær að þúsundir uppreisnarmanna nálguðust höfuðborgina og hygðust koma þar á lögum og reglu eftir fjöldamorð á Tútsum. Reuter Fórnarlömb borgarastyrjaldar TALIÐ er að tugir þúsunda hafi fallið í átökum í Rúanda undanfarna daga og eru götur höfuðborgar- innar Kigali stráðar líkum. Vesturveldin sýna aukna hörku og beita NATO-þotum gegn Serbum Bosníu-Serbar staðráðnir í að ná Gorazde af múslimum Pale í Bosníu, Washington, Sar^jevo, París. Reuter og The Daily Telegraph. TVÆR bandarískar orrustuþotur úr liði Atlantshafsbandalags- ins, NATO, gerðu árás á stöðvar Bosníu-Serba við múslimaborg- ina Gorazde á sunnudag en Serbar hafa gert harða hríð að borginni undanfarna daga. Það var Michael Rose hershöfðingi, yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sem bað um að gripið yrði til loftárása gegn umsátursliði Serba við Gorazde en borgin telst vera verndarsvæði SÞ. Talin er hætta á að Serb- ar leggi borgina undir sig en hún stendur við mikilvægan veg milli sjálfrar Serbíu og höfuðstaðar Bosníu-Serba, Pale. í síð- ustu viku hafði Radovan Karadsic, leiðtogi Bosníu-Serba, talið Rose á að hætta við för til Gorazde og hefja þess í stað friðar- viðræður í Sarajevo en ekkert varð úr þeim. ORRUSTUPOTUR NATO RAÐAST A SERBA Tvær bandarískar F-16C orrustu- þotur frá Aviano- flugstööinni á ítaliu réöust á sunnudag á stöövar Bosníu-Serba á Gorazde- svæðinu. Þetta var fyrsta árás NATO á stöövar á jöröu í Bosníustríöinu. Árásin á sunnudag var fyrsta atlaga NATO-flugvéla gegn skot- mörkum á jörðu niðri frá því að styijöldin í Bosníu hófst fyrir tveim árum og reyndar í sögu NATO. í febrúar skutu NATO-vél- ar niður fjórar serbneskar herflug- vélar sem brutu gegn flugbanni SÞ yfir Bosníu. Ljóst er að Banda- ríkjastjórn hyggst nú sýna Serb- um aukna hörku. Warren Christ- Major segist ekki láta undan gagnrýni London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands varði leiðtogahlutverk sitt í íhaldsflokknum af hörku á sunnudag í viðtali við blaðið Mail on Sunday í tilefni þess að þá voru Iiðin tvö ár frá ævintýralegum sigri íhaldsflokksins í þingkosningum. bijósti þeirra sem undanfarnar vik- ur hafa slegið skjaldborg um Maj- or. Sir Norman Fowler flokksform- aður hvatti á sunnudag til einingar í flokknum og sagði að umræðan um hugsanleg leiðtogaskipti væri ekki lengur á dagskrá, heyrði fortíð- inni til. „Forsætisráðherran mun leiða flokkinn í næstu þingkosning- um, um það eru engin áhöld," sagði Sir Norman. í viðtalinu sagðist Major fremur vilja vera óvinsæll og vinna í góðum málum en vera vinsæll og gera slæma hluti. Hann sagði þær full- yrðingar að sveitarstjórnarkosning- arnar 5. maí yrðu í reynd prófsteinn á leiðtogastarfs hans væru hlægi- lega fáránlegar. Sagðist hann myndu beita sér mikið í kosninga- baráttunni og fara út á meðal kjós- enda. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Sunday Times um helg- ina munu íhaldsmenn tapa tals- verðu fylgi í kosningunum. opher utanríkisráðherra sagði á sunnudag, skömmu áður en árásin var gerð, að Bandaríkjamönnum og félögum þeirra í NATO bæri skylda til að aðstoða friðargæslu- lið SÞ þegar það ætti við vanda að stríða. Bob Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeild þingsins, tók undir þetta sjónannið og sagði árásina „mikilvægt skref“. Síðar mun koma í ljós hvort Serbar líta svo á að með loftárásunum séu Vesturveldin og SÞ búin að taka afstöðu gegn þeim með múslim- um, margir óttast að Serbar muni þá hefna sín á starfsliði SÞ í land- inu. Fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ i Bosníu, Yasushi Akashi, lagði blessun sína yfir beiðni Rose um aðstoð NATO gegn Serbum við Gorazde en þar lágu eftirlitsmenn samtakanna undir skothríð Serba og munu tveir hafa særst. Serbar beittu loftvarnabyssum og hugs- anlega einnig loftvarnaflaugum gegn F-16C orrustuvélunum á sunnudag en misstu marks. Liðs- menn SÞ á jörðu niðri leiðbeindu vélunum sem vörpuðu þrem 230 kílógramma sprengjum að stjórn- stöð Serba í borginni. Herir Serba höfðu um sunnu- dagsmorguninn tekið hæðina Uhotica Brdo í grennd við Gorazde og hófu þegar að skjóta þaðan með stórskotaliði og þungum vél- byssum á miðborgina. Fyrir helg- ina höfðu þeir að sögn heimildar- manna rekið íbúa nokkurra tuga múslimaþorpa við ána Drínu yfir hana til Gorazde, að jafnaði komu um 150 flóttamenn á klukkustund til borgarinnar. Frá því að Bosníu-Serbar hófu að nota herlið og vopn, sem áður voru notuð í umsátrinu við Sarajevo, gegn Gorazde í lok mars hafa um 150 óbreyttir borg- arbúar fallið og rámlega 600 særst. Spítali borgarinnar getur ekki lengur sinnt öllum þeim sem þarfnast hjálpar. Vinsældir Majors hafa þorrið hraðar en nokkurs annars forsætis- ráðherra frá því mælingar hófust á fjórða áratugnum og nýtur hann minna trausts meðal kjósenda en nokkur forveri hans. Vonast Major til að efnahagsleg viðreisn verði til þess að bæta um fyrir honum og sagðist hann í viðtalinu ekki hafa skap til þess að láta undan andstæð- ingum sínum. „Eg breyti ekki um stefnu til þess að geðjast gagnrýn- endum, ég breyti heldur ekki um stíl til að geðjast þeim og ég breyti ekki um markmið til þess að geðj- ast gagnrýnendum," sagði Major. „Hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr þá er ég ennþá samur maður. Ég breytist ekki og ég held að það sé engin ástæða til þess að ég breytist,“ sagði hann. Samkvæmt skoðanakönnun virð- ist Michael Heseltine viðskiptaráð- herra helst ógna stöðu hans. Heselt- ine hefur sjálfur farið í fylkingar- Smyrsl til viðgerðar á DNA? San Francisco. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ er alkunna, að útfjólubláir geislar sólar valda húðkrabba- nieini, en nýjar rannsóknir benda til þess að þeir geti bælt, ónæmis- kerfi líkamans. Brautryðjendur þessara rannsókna greindu frá því á ársþingi samtakanna American Association for Cancer Research, að óttast megi að smitsjúkdómar færist í aukana um heim allan eftir því sem ósonlagið eyðist. Margaret L. Kripke, forseti sam- takanna, hélt því fráín á sunnudag, að „fjöldi rannsókna gæfí til kynna að útfjólubláir geislar svipti líkam- ann náttúrulegu ónæmi sínu“, en bætti því við, að „ónæmisbælingin, sem þeir orsaka [væri] mjög ógreinileg og afmörkuð", er hún ávarpaði ráðstefnugesti, Rannsóknir á þessu fyrirbæri hafa til þessa að mestu verið gerð- ar á dýram, en dr. Daniel B. Yar- osh, sem starfar hjá fýrirtækinu Applied Genetics í New York-fylki, sagði á blaðamannafundi á sunnu- dag, að þess yrði sennilega ekki langt að bíða, að á markað kæmi ný tegund sólvarnar, sem myndi ryðja þeirri sem nú er notuð úr vegi. Dr. Yarosh starfar að þessum rannsóknum ásamt dr. Kripke, sem starfar hjá M.D. Anderson Cancer Center í Houston í Texas. Tilraunir eru hafnar til að kanna hvort nota megi smyrsl, sem inni- heldur ensím til að gera við erfða- efnið DNA og koma þannig í veg fyrir bælingu ónæmiskerfisins. Smyrslið er þannig gert, að lipo- somar eru settir utan urn ensímin. Liposomarnir lijálpa viðgerðarens- ímunum að bijóta sér leið gegnum húðina til þess að þau geti tekið til óskiptra málanna við að laga skemmdir á DNA. Að sögn dr. Yarosh, valda út- fjólubláir geislar skemmdum á DNA, sem leiða til þess að húð- frumur framleiða ákveðin mólekúl, þar á meðai TNF-alfa og IL 10, sem skipa ónæmiskerfinu að halda sig á mottunni. Venjulega sjá um- rædd mólekúl til þess, að ónæmis- kerfið hættir að virka þegar að- steðjandi hættu hefur verið bægt frá, en í þessu tilfelli er kerfið lam- að áður en vandinn hefur verið leystur. Nú er verið að gera tilraunir með umrætt smyrsl á sjúklingum með erfðasjúkdóminn xeroderma pigmentosum. Þeir sem iiafa þenn- an sjúkdóm era mjög viðkvæmir fyrir útfjólubláum geislum og framur þeirra geta ekki lagfæit skemmdir sem geislarnir valda á DNA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.