Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 36
,6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 WtAWÞAUGL YSINGAR Kennara vantar að Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu næsta starfsár. Kennslugreinar: Tréblásturshljóðfæri og píanó, æskilegt væri að viðkomandi gæti einnig sinnt organistastörfum. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 95-37438 og 95-37437 og yfirkennari í símum 95-38195 og 95-38819. Frá Sólvallaskóla Selfossi Nokkrar stöður eru lausar til umsóknar við skólann. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla yngri barna, líffræði, eðlis- fræði, myndmennt og erlend mál. Upplýsingar í símum 98-1256 og 98-21178. Skólastjóri. Frá Háskóla íslands Sérstök, tímabundin lektorsstaða við félags- vísindadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Staðan verður innan sálfræði en fel- ur einnig í sér kennslu í öðrum greinum. Kennsla lektorsins verður einkum á sviði námssálarfræði og felur í sér umfjöllun um námsörðugleika, prófagerð og greiningu og mótun atferlis. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi reynslu af sálfræðilegu mati í skóla- starfi. Áætlað er að ráða í stöðuna frá 1. ágúst 1994 til þriggja ára, en um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Háskóla íslands. Umsækjendur um stöðuna skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís- indastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1994 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. HÚSNÆÐIÓSKAST íbúð eða hús f sumar Fimm manna fjölskylda, sem hvorki reykir né drekkur, vantar íbúð á rólegum stað í Reykja- vík eða nágrenni í fimm vikur, frá 1. júlí fram í ágúst. Upplýsingar í síma 684910 frá kl. 10-18. ■ ■ Orbylgjuofnanámskeið Grunnnámskeið í matreiðslu í örbylgjuofnum standa yfir. Námskeiðið er eitt kvöld og ger- ir þér kleift að nýta betur kosti ofnsins. Henta ungum sem öldnum. Verð kr. 2.200. Afsláttur fyrir eldri borgara. Matreiðsluskóli DRAFNAR, Borgartúni 28,2. hæð, s. 622900. Frá Grunnskólum Reykjavikur Innritun barna og unglinga, sem þurfa að skipta um skóla fyrir næsta haust, fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, á morgun, miðvikudaginn 13. apríl, og fimmtu- daginn 14. apríl, sími 28544. Það er mjög áríðandi að allir skólaskyldir nemendur, sem þurfa að skipta um skóla, verði þá innritaðir. Sömu daga fer fram í grunnskólum borgar- innar innritun sex ára barna, þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1988. Vítamín til varnar langvinnum sjúkdómum? Manneldisfélag íslands heldur fund í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. apríl kl. 20.30 um áhrif A, C, E vítamíns og annarra andoxunar- efna á æðakölkun og krabbamein. Fyrirlesarar verða Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum, og Sigurður Árnason, sérfræðingur í krabba- meinslækningum. Fundurinn er öllum opinn, en aðalfundur félagsins verður haldinn frá kl. 20.00-20.30 á sama stað. Aðalfundur Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra verður haldinn í húsakynnum félagsins, Háaleitisbraut 11, þriðjudaginn 19. apríl nk. kl. 20.00. Fundarefni: Almenn aðalfundarstörf. Stjórn Styrktarféiags lamaðra og fatlaðra. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisf irði, föstudaginn 15. aprfl 1994 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Deildarfelli, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Lagarfelli 4, Fellabæ, þingl. eig. Fljótsbær hf., Fellabæ, eftir kröfu Búnaðarbanka íslands, Egilsstöðum. 11. apríl 1994. Sýslumaðurinn, Seyðisfirði. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, föstudaginn 15. apríl 1994 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Barmahlíð 25, Sauðárkróki, þingl. eigandi Valgarð Fl. Valgarðsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði. Suðurgötu 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason, gerðar- beiðandi Guðbjörg Kristín Jónsdóttir. Ms. Hafey SK-194, talinn eigandi Steindór Árnason, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki. 113fm Til sölu er 113 m2 verslunarhúsnæði á jarð- hæð í vönduðu húsi á góðum stað í austur- bænum. Húsnæðið hentar vel fyrir sérverslun, sambland af verslun og heildverslun o.fl. Söluverð er 6.990 þús. Útborgun 1.690 þús. Til greina kemur að taka nýlega bifreið upp í útborgun. Upplýsingar í síma 812300 á daginn. Sltlfl ouglýsingar FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖffKINNI 6 • SÍMI 682533 Myndakvöld Ferðafélagsins miðvikudaginn 13. aprll kl. 20.30. f Við lítum til baka til vetrarferða og horfum einnig fram á við til sumarsins á þessu næstsíðasta myndakvöldi vetrarins. Það er að venju í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Gustav Stolzenwald sýnir vetrar- myndir teknar af Sigurði Sig- urðssyni í páskaferö F.l. á Fjalla- bakssvæðinu. Árni Tryggvason sýnir sumarmyndir m.a. úr Ferðafélagsferðum og minnir á einhverjar af ferðum sumarsins, t.d. Langavatnsdal, Þingvalla- svæðið (lýðveldisgangan), Lón (sbr. Suöurfjarðaferð) o.fl. Við ábyrgjumst prýðilega myndasýningu fyrir unga sem aldna. Allir velkomnir, jafnt fé- lagar sem aðrir. Ferðaáætlun liggur frammi. Góðar kaffiveit- ingar i hléi. Aðgangseyrir aðeins 500 kr. (kaffi og meðlæti innifal- ið). ÍSLAND, sækjum það heim í Ferðafélagsferðum. Munið upphaf lýðveldisgöng- unnar sunnudaginn 17. apríl. Brottför kl. 13.00 frá BSl, aust- anmegin. Nánar auglýst síðar. Helgarferð 16.-17. apríl: Hlöðuvallaskáli-Lyngdalsheiði, skíðagönguferð. Brottför kl. 09.00. Kvöldvaka um Hornstrandir verður 17. apríl. Ferðafélag (slands. □ EDDA 5994041219 III 2 Frl. I.O.O.F. Rb. 1 = 1434128-M.A. □ HL(N 5994041219 VI 2 Frl. □ FJÖLNIR 5994041219 I ADKFUK Holtavegi „I skóla hjá Jesú“ Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá Ástráðs Sigursteindórssonar. Allar konur velkomnar. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Flóamarkaður verður í Kirkju- stræti 2 í dag og á morgun frá kl. 10-17. Góðfötávæguverði. Verið velkomin. Aðalsafnaðarfundur IMessóknar í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 17. apríl kl. 15 í safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- stöf. Sóknarnefnd. m u Metsölubloð á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.