Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 Gaukshreiðnð frumsýnt a Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu ÞJOÐLEIKHUSIÐ frumsýnir nk. fimmtudag, 14. apríl, leikritið Gaukshreiðrið eftir Dale Wasser- man, sem byggt er á samnefndri skáldsögu eftir bandaríska rithöf- undinn Ken Kesey, One Flew Over the Cockoo’s Nest. í frétt fra' Þjóðleikhúsinu segir: Skáldsagan Gaukshreiðrið er talin tímamótaverk í skáldsagnagerð á Vesturlöndum og hafði geysileg áhrif á samtíma sinn, enda féll ádeila Keseys í ftjóan jarðveg. Gaukshreiðrið segir frá lífsnautna- manninum og fjárhættuspilaranum McMurphy sem reynir að koma sér undan fangavist með því að fá sig vistaðan á geðsjúkrahús. Koma McMurphys hristir upp í stöðnuðu kerfi geðdeildarinnar og lendir hann í útistöðum við yfírhjúkrunarkonuna Ratched, sem stýrir deild sinni styrkri hendi. Ken Kesey fæddist í Colorado 1935. Hann var talinn einn af upp- Ragnheiður Steindórsdóttir og Hilmar Jónsson í hlutverkum sín- um í Gaukshreiðrinu. hafsmönnum þeirrar hugmyndafræði sem sótti í sig veðrið í lok sjötta áratugarins og var síðar kennd við hippatímann. Kesey skrifaði Gauks- hreiðrið 1962. Það er Pálmi Gestsson sem fer með hlutverk McMurphys, Ragnheið- ur Steindórsdóttir leikur Ratched yfírhjúkrunarkonu og Jóhann Sig- urðarson er í hlutverki'Bromden indj- ánahöfðingja. Með hlutverk sjúkling- anna fara Sigurður Skúlason, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Sig- urður Siguijónsson, Erlingur Gísla- son og Stefán Jónsson. Randver Þor- láksson, Halldóra Bjömsdóttir, Flosi Ólafsson, Kristján F. Magnússon og Björn Ingi Hilmarsson leika starfs- fólk deildarinnar en Tinna Gunn- laugsdóttir og Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir leika vinkonur McMurphys. Tónlist er eftir Lárus Grímsson, leikmynd og búningar í höndum Þór- unnar Sigríðar Þorgrímsdóttur og lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson. Karl Ágúst Ulfsson þýddi verkið en leikstjóri er Hávar Siguijónsson. Cabaret sýning í Tjarnarbíói SÖNGLEIKJADEILD Söngsmiðj- unnar heldur sýningu í Tjarnar- bíói 14., 15. ög 16. apríl kl. 20 og kennir þar ýmissa grasa. Viða- mest er Cabaret-sýning þar sem siðameistarinn, kabarett stúlkurn- ar og fleiri syngja, dansa og leika valin atriði úr þessum fræga söng- leik. Þá verður hippatíminn tekinn fyrir og unglingahópur Smiðjunn- ar rokkar og rólar. Á fyrstu sýn- ingu munu yngri nemendurnir flytja valin atriði úr Disney-mynd- inni „Jungle book“ eða Skógarlífi. í fréttatilkynnigu segir: „Nú á þriðja starfsári skólans flutti hann í stórt og glæsilegt húsnæði í Skip- holti 25 í Reykjavík. Söngsmiðjunni hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg í vetur því nemendafjöldi nálg- ast 400 og er því orðinn stærsti söng- skóli landsins. Fjórar deildir eru starfandi við skólann; Almenn deild, einsöngvara- deild, söngleikjadeild og barna- og unglingadeild. Grieg á Vest- fjörðum GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Peter Maté píanóleik- ari munu halda tónleika á Vest- fjörðum dagana 13. og 14. apríl. Á efnisskránni verða allar þrjár fiðlusónötur norska tónskáldsins Edvards Grieg. Miðvikudaginn 13. apríl verða tónleikar í mötuneyti Hjálms á Flat- eyri kl. 20.30 og í Frímúrarasalnum á ísafirði fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30. Þau Guðný og Peter léku sömu efnisskrá á Akureyri í síðasta mánuði og verða í Norræna húsinu í Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl. TOnLflKflP OIL ÁSKRIfTflPPÖÐ tlflSltÓLflbíÓI fimmtudaginn 14. apríl, kl. 20.00 Hljómsueitarstjóri: Petri Sakari Einleikari: Guðríður St. Sigurðardóttir ffniSSKRfl Josef Haydn: Sinfónía nr. 93 Camille Saint Sáens: Píanókonsert nr. 5 Béla Bartók: Tónlist fyrir strengi, slagverk og celesta SINFÓNÍUHLJOMSVEITISLANDS a™ Hl)ómsveit allra íslendlnga 622255 Kammersveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Víðistaðakirkju i Hafn- arfirði miðvikudaginn 13. apríl. Kammersveit Hafnarfjarðar Tónleikaferð til Eng- lands og Rúmeníu KAMMERSVEIT Hafnarfjarðar heldur tónleika í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 13. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá tónleik- anna verða eingöngu ný íslensk tónverk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hljómsveitina í tilefni af tónleikaferð hljómsveitarinnar til Englands og Rúmeníu. Verkin sem frumflutt verða eru; Flug fjórtán sérhljóða eftir Atla Ingólfsson, Svíta úr óperunni „Leggur og skel“ eftir Finn Torfa Stefánsson, Ljóð eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og Þulur eftir Pál P. Pálsson. Að tónleikunum loknum heldur hljómsveitin til Englands þar sem hún heldur tónleika í Sant Giles í Barbican Center, London föstudag- inn 15. apríl. Síðan heldur hljóm- sveitin til Rúmeníu þar sem henni hefur verið boðið að taka þátt í Alþjóðlegri tónlistarhátíð nútíma- tónlistar sem kennd er við Bacau. Þar heldur hljómsveitin tónleika 21. apríl á sérstökum degi á hátíðinni sem tileinkaður er tónlist frá Norð- ur-Evrópu. Alls taka 14 hljóðfæra- leikarar þátt í tónleikunum en ein- söngvari verður Sverrir Guðjónsson kontratenór. Stjórnandi Kamm- ersveitarinnar er Örn Óskarsson. MENNING/LISTIR Myndlist Sýningu Karin Sander að ljúka Breyting hefur orðið á dagskrá sýn- ingarsalarins „Önnur hæð“ að Lauga- vegi 37. Sýning þýsku listakonunnar Karin Sander átti að standa út apríl en 17. apríl mun bandaríski listamaðurinn Richard Tuttle opna sýningu. Miðvikudagurinn 13. apríl er því síð- asti dagur á sýningu Karin Sander. Síðasti sýningardagur Guðrúnar Krisljáns- dóttur í Gallerí Sólon íslandus I dag þriðjudag lýkur sýningu Guð- rúnar Kristjánsdóttur í Gallerí Sólon íslandus við Bankastræti. Guðrún sýn- ir þar lágmyndir og málverk. Sýningin er opin til kl. 18. £ | i j i •* i I i í h i i i i i < < < < < < < 13 da?a aukaferð til á staðgreiðsluverði frá Kcilloi Cri Mocc |#r ■ IVI ■ á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Vegna gífurlegrar eftirspurnar verður aukaferð til sólskinsparadísarinnar Mallorca þann 26. maí. Verðið er mjög hagstætt. Þannig kostar aðeins 39.955 kr. á mann m.v. 4 manna fjölskyldu til Cala d'Or. Staðgreiðsluverð þangað fyrir 2 fullorðna í íbúð er 49.090 kr. á mann. Innifalíð í þessu verði er flug, gisting í 12 nætur á Playa Ferrera, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. Sainvliniiiferijir-Laiidsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbról 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Söqu við Hagatoro • S. 91 - 62 22 77 • Símbrél 91 - 62 24 60 Hafnarfjöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbréf 91 - 655355 Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbróf 93 -111 95 Akureyti: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbróf 98 - 1 27 92 ©ATLA S* ! eurocard-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.