Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
21
Halldór Blöndal vegna aukinnar hlutdeildar smábáta í jiorskafla
Vill setja smábáta
undir kvótakerfið
Utvegsmannafélag Norðurlands óskar eftir
fundi með þingmönnum - Smábátasjómenn segja
að verið sé að efna til stríðs gegn smábátum
HALLDÓR Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, segir, að
setja verði smábáta undir sljórn kvótakerfisins. Reynslan sýni að
það gangi ekki að hafa kerfið opið fyrir hluta fiskiskipaflotans.
Halldór sagði þetta í tilefni af útkomu skýrslu Háskólans á Akur-
eyri um afla smábáta á Norðurlandi. Arthur Bogason, talsmaður
smábátaeigenda, segist líta svo á, að með skýrslunni séu útvegsmenn
að efna til stríðs. Markmið stórútgerðanna sé greinilega að reyna
að sölsa undir sig aflaheimildir smábáta. Utvegsmannafélag Norður-
lands, sem óskaði eftir að skýrslan yrði gerð, hefur óskað eftir fundi
með öllum þingmönnum Norðurlands um þetta mál.
Arthur Bogason, talsmaður
Landssambands smábátaeigenda,
sagði, að það sé greinilegt að eigend-
ur stórútgerða ætli sér með þessari
skýrslu að reyna að sölsa undir sig
aflaheimildir smábáta. „Þeir gefa
þarna ákveðið til kynna að það eigi
að fara stríð í gang. Það verður þá
að vera þeirra val.“
Arthur sagði að það væri stór
ágalli á skýrslu Háskólans á Akur-
eyri, að smábátar veiði mikið fyrir
stórútgerðina og ekki sé tekið tillit
til þess. Þar muni nokkur þúsund
tonnum. „Sverrir Léosson [formaður
Útvegsmannafélgs Norðurlands] var
að gera lítið úr þessu í Ríkisútvarp-
inu um helgina, og sagði, að þetta
væri óverulegt magn. Ef nokkur
þúsund tonn eru óverulegt magn,
hljótum við að geta náð samkomu-
lagi um, að smábátar fái bara að
veiða þau áfram.“
Hlutdeild smábáta í heild-
arveiði hefur minnkað
Arthur sagðist ekki draga skýrsl-
una sjálfa í efa. Talsmenn smábáta
hafi aldrei borið á móti því að hlut-
deild smábáta í þorskveiði hafi auk-
ist. Hlutur smábáta í heildarveiðinni
hafi hins vegar verið að minnka.
Hann sagði, að tölur Fiskifélagsins
sýni þetta glögglega. Smábátar hafi
aukið hlutdeild sína í heildarveiðinni
fram undir 1990, en eftir það hafi
smábátar verið að tapa sinni afla-
hlutdeild.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Samhetja, gagnrýndi
smábátasjómenn harðlega í fjölmiðl-
um um helgina, einkum talsmann
þeirra, Arthur Bogason. „Ég ætla
að leyfa Þorsteini Má alveg að sjá
um þessa skítkastsdeild. Hann er
snillingur í skítkasti og það er langb-
est að þeir, sem eru hæfastir í því,
sjái um það. Það er hins vegar rétt
hjá Þorsteini, að fyrirtæki það í
Vestmannaeyjum, sem hann nefndi
í frétt Sjónvarpsins, fór á höfuðið.
Það er ekkert launungarmál. Það
fyrirtæki fékk aldrei 3.500 tonn í
fæðingargjöf eins og Þorsteinn fékk
á sínum tíma,“ sagði Arthur.
Þorsteinn Már baðst undan því
að ræða skýrslu Háskólans á Akur-
eyri við Morgunblaðið og vísaði á
Sverri Leósson, formann Útvegs-
mannafélags Norðurlands.
Þetta gengur ekki lengur
Sverrir sagði, að Útvegsmannafé-
lag Norðurlands hefði ákveðið að
láta gera þessa skýrslu til þess að
menn hefðu öruggan grunn til að
byggja á umræðu um þessi mál. Til
þess hafi verið fengin óvilhöll
stofnun sem allir beri virðingu fyrir,
Háskólinn á Akureyri. „Veruleikinn
er bara sá, að árið 1984, þegar
kvótakerfinu var komið á, var
hlutdeild smábáta í þorskaflanum
6%, utan kvóta 2% og innan
kvótakerfisins 92%. í dag er þetta
komið upp í 22% hjá smábátunum,
7% eru utan kvóta, 67% eru innan
kvótakerfisins og síðan tekur Hag-
ræðingarsjóður 4%. Þegar
þorskkvótinn er dreginn svona mikið
saman, eins og gert hefur verið á
síðustu árum, kemur þetta ákaflega
þungt við útgerðina. Smábátarnir,
sem spila frítt í kerfinu, eru alltaf
að taka meira til sín. Þar sem
smábátar vega miklu minna á
norðursvæðinu en í öðrum
landshlutum, er verið að flytja
þorskveiðiheimildir frá Norðurlandi
yfir til annarra landshluta. Við erum
að reyna að koma þessum
skilaboðum til stjórnmálamanna,
sem bera ábyrgð á þessu. Að okkar
mati gengur þetta ekki lengur,“
sagði Sverrir.
Sverrir sagði, að talsmenn smá-
bátasjómanna hafi verið ansi fyrir-
ferðarmiklar í umræðunni. Þeir hafi
í fjölmiðlum leyft sér að fara með
staðlausa stafi. „Arthur Bogason
heldur, að með því að hamra nógu
mikið á lyginni geti hann talið mönn-
um trú um hvað sem er. Við ætlum
einfaldlega ekki að láta hann kom-
ast upp með það,“ sagði Sverrir.
Langtímastefnu vantar
Halldór Blöndal, landbúnaðar- og
samgönguráðherra, sagði að sú þró-
un sem átt hafi sér stað í smábáta-
útgerð sé afleiðing þess að Alþingi
treysti sér ekki til þess að móta
stefnu í sjávarútvegsmálum til fram-
tíðar. Þessi lausatök hafi leitt til
þess að smábátum hafi fjölgað úr
hófi. Löggjafinn hafi búið svo um
hnútana að það séu glufur í kerfinu,
sem margir hafi nýtt sér. Hann sagði
að þess væri dæmi að 45 tonna bát-
ur hafi verið skráður 9,9 tonn í þeirr
tilgangi að snúa á kerfið og fá sókn-
arheimildir sem í raun og veru stön-
guðust á við ákvæði laga.
„Það er alveg óhjákvæmilegt ac
setja stíf mörk um þessa hluti og
marka skýrar leikreglur. Okkui
dreymdi marga um það til að byija
með, að það yrði hægt að heimila
smábátaútgerðina eins og hún var
rekin fyrir daga kvótakerfisins, en
reynslan hefur sýnt að það gengur
ekki upp,“ sagði Halldór.
Halldór sagði, að menn verði að
gera sér grein fyrir, að með aukinni
hlutdeild smábáta í þorskkvótanum
sé verið að flytja atvinnu frá Norður-
landi. Það sé að mörgu leyti erfitt
að stunda smábátaútgerð frá
Norðurlandi. Þeir hafi tilhneigingu
til að færa sig í aðra landshluta sem
betur eru fallnir til smábátaútgerðar.
Finna þarf lausn
Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaður á Norðurlandi eystra,
sagði, að þegar menn fjalli um afla-
tölur smábáta verði menn að hafa í
huga þær forsendur sem á bak við
tölurnar liggja. Það sé enginn vafi
á að smábátar hafi á síðustu árum
aukið aflahlutdeild sína í þorski.
Hins vegar hafi smábátar tapað afla-
hlutdeild, sé litið á tölur um heildar-
afla. Þá verði menn að hafa í huga,
að smábátum hafi fjölgað mikið á
seinni árum þannig að afli hvers og
eins hafi ekki verið að aukast. „Sú
ákvörðun að leyfa þessa fjölgun
smábáta er auðvitað umdeilanleg.
Það má segja, að það hafi verið
kjarkleysi að taka ekki á þessu fyrr.
En þessi fjölgun átti sér stað í sam-
ræmi við lög landsins og það þýðir
ekkert að koma eftir á og krefjast
þess að refsa mönnum fyrir það.
Menn verða bara að horfa á stöðuna
eins og hún er. Ef litið er á málið
þjóðhagslega, verður að segjast, að
stærri skipin hafa miklu meiri mögu-
leika á að nýta sér hluti sem smábát-
ar hafi enga möguleika á. Við sjáum
þetta í stórauknum veiðum á rækju
og veiðum utan landhelgjnnar. Það
gera smábátarnir ekki. Ég held að
aðalatriðið í þessu máli sé að reyna
að enda þessar deilur á þann hátt
að öllum sé gefinn kostur á að lifa
og bjarga sér,“ sagði Steingrímur J.
Steingrímur sagði, að smábáta-
útgerð væri geysilega mikilvæg fyr-
ir marga staði á landinu. Þá væri
hann ekki bara að tala um staði eins
og Grímsey og Bakkafjörð. Hann
sagði, að margir stærri staðir
byggðu mjög mikið á smábátaút-
gerð. Til dæmis kæmu um 40% af
bolfiskafla, sem berst á land á Húsa-
vík, frá bátum og smábátum.
Steingrímur sagði nauðsynlegt að
finna einhveija sátt í þessu máli, en
hann sagðist ekki vera sannfærður
um, að sú aðferð, sem ríkisstjórnin
hefur valið í frumvarpi til stjórnar
fiskveiða, sé heppileg. Hann sagðist
telja best að allir smábátar, sem eru
undir 6 eða 10 tonnum, væru á einu
og sama kerfinu. Þeir ættu að hafa
einhvern tiltekinn fjölda sóknardaga
á árinu og síðan ætti að setja þak
á hvern og einn. Steingrímur sagðist
telja, að vandamálið í þessu dæmi
öllu sé ekki samanburður á afla
smábáta og togara heldur saman-
but'ður á afla smábáta og afla báta
í stærðarflokkunum næst fyrir ofan
10 tonn.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagðist ekki geta tjáð sig
um þetta mál, þegar Morgunblaðið
leitaði eftir því í gær, vegna þess
að hann hefði ekki séð skýrslu Há-
skólans á Akureyri.
Morgunblaðið/Sverrir
Norrænu tónlistar-
verkefni að ljúka
ÞRIGGJA ára verkefni um norræna tónlist í skólum lýkur um þess-
ar mundir. Þrír íslenskir grunnskólabekkir hafa tekið þátt í verk-
efninu og hefur því verið skipt í þrennt.
Byijað var á því að kynna þjóð-
lega tónlist. Því næst tók við sam-
starf við tónskáld og hljóðfæraleik-
ara og unnu íslensku nemendurnir
tónverk undir handleiðslu Þorkels
Sigurbjörnssonar tónskálds.
Þriðji og síðasti hlutinn hófst
síðasta haust og fólst hann í því
að hver bekkur valdi þijú íslensk
dægurlög til flutnings. Flosi Ein-
arsson spilaði lögin inn á snældu
og nemendur æfðu sönginn. Síðan
gerðu nemendurnir myndband
ásamt textahefti og var því dreift
til annarra þátttakenda á Norður-
löndunum. Myndin að ofan er tek-
in á jasskynningu fyrir hópinn í
sal Tónlistarskóla FIH á laugar-
dag.
Lokatónleikar verkefnisins
verða í sal Fjölbrautarskóla Vest-
urlands á Akranesi laugardaginn
23. apríl kl. 14. Þar flytja nemend-
ur eigin lög og texta við undirleik
hljómsveitar Vilhjálms Guðjóns-
sonar og hljómsveit Sigurðar
Flosasonar leikur norrænan djass.
Nemendur sem tóku þátt í verkefn-
inu eru úr Grundaskóla á Akra-
nesi. Flataskóla í Garðabæ og
Melaskóla í Reykjavík. Þeir eru á
aldrinum 8 til 10 ára.
Ljósmynda-
sýningu
að ljúka
SIÐASTI sýningardagur ljós-
myndasýningarinnar í List-
húsinu í Laugardal, sem hald-
in er á vegum Blaðamannaf-
ékags íslands og Blaðaljós-
myndarafélagsins er á mið-
vikudaginn. Sýningin er opin
frá 12-19.
MORE
More tölvan njtnr
vavaiid i vinsælda
Veistn af hverjn?
PCI/ISA 486 tölvur
P24T, SX/DX/DX-2.
25-66MHz örgjörvar.
128/256/512KB flýtiminni.
2 til 128MB vinnsluminni.
3 PCI og 4 ISA tengiraufar.
32 bita PCI SCSI stýring.
Flash EPROM BIOS.
VESA/ISA 486 tölvur
P24T, SX/DX/DX-2.
25-66MHz'örgjörvar.
1 til 32MB vinnsluminni.
2 VL-Bus 32 bita tengiraufar.
7 ISA 16 bita tengiraufar.
PCI/EISA Pentium tölvur
60-66MHZ.
256/512KB flýtiminni.
2 - 192MB vinnsluminni.
3 PCI og 5 EISA tengiraufar.
Flash EPROM BIOS.
VIRUSVÖRN í BIOS
LOCALBUS
PENTIUM READY
ZIF SÖKKULL
'GREEN COMPUTER'
More tölvurnar eru einfaldlega í
hópi þeiixa bestu sem fáanlegar eru
á markaðnum í dag. Það sannar
fjöldi smárra og stórra fyrirtækja
sem hafa valið More. Stækkunar-
og tengimöguleikar eru allir til
staðar í tölvunum og því einfalt og
ódýrt að auka afl tölvunnar eftir því
sem verkefnin vaxa. ViewSonic
skjáir fylgja öllum More tölvum.
View Sonic
ViewSonic skjáimir fást frá
14" til 21" og mæta þeim
kröfum, sem gerðar eru til
skjáa í dag. MPR-II staðallinn
fellur þar undir. Þeir hafa
afbragðs skerpu og ekkert
flökt og nýta myndflötinn vel.
Allir ViewSonic skjáir standa
á veltifæti.
Bæði 20" og 21" skjáimir hafa
"Dual Page Display",
"ViewMatch" litastýringu og
21 forritanlegar skjástillingar.
^BOÐEIND-
Austurströnd 12 • Sími 612061 • Fax 612081
________________________
Vi* %,