Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Alþjóðleg ráðstefna um málefni fatlaðra 500 erlendra og inn- lendra gesta vænst ALÞJÓÐLEG ráðstefna um málefni fatlaðra verður haldin hér- lendis 1. til 3. júní næstkomandi, og er hún fyrsta alþjóðlega ráðstefna á vettvangi Sameinuðu' þjóðanna frá því að áratug fatlaðra lauk. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er verndari ráðstefnunnar og mun flytja setningarávarp hennar. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við og með stuðningi SÞ, ráðu- neyta félagsmála- og utanríkis, Háskóla Islands, auk fjölda stofn- ana annarra og fyrirtækja. Landssamtökin Þroskahjálp, Ör- yrkjabandalag Islands og bandarisku samtökin „United World Partnership on Developmental Disabilities" skipuleggja ráð- stefnuna, auk þess sem höfð er samvinna við öll helstu samtök fatlaðra á norrænum og alþjóðlegum vettvangi. „Von okkar er sú að á vett- vangi ráðstefnunnar skapist var- anleg alþjóðleg tengsl sem auð- velda muni miðlun á þekkingu og upplýsingum í framtíðinni," segir Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar og formaður Landssamtakanna Þroskahjálp- ar. „Jafnvel þótt að aðstæður fatlaðra á íslandi hafi tekið stór- stígum framförum, er enn langt í iand með að öllum baráttumál- um hafi verið náð fram. Því er ástæða til að hvetja sem flesta íslendinga til að nýta sér það einstæða tækifæri sem þessi ráð- stefna býður upp á til fræðslu um mikilvæg málefni. Þannig getur markmiðið um eitt samfé- lag fyrir alla fyrr orðið að veru- leika.“ Ásta kveðst reikna með að um 500 gestir muni sitja ráð- stefnuna, þar af um helmingur erlendis frá. Leiðir til að auka lífsgæði Aðdraganda ráðstefnunnar má rekja til ræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðherra, á Allsherjarþingi SÞ í október 1992 en þingið var þá helgað umræð- unni um málefni fatlaðra og var árangur af áratug fatlaðra met- inn. Kjörorð SÞ vegna vinnu í þágu fatlaðra næsta áratuginn er Eitt samfélag fyrir alla. Ráð- herra bauð til alheimsráðstefnu á Islandi um málefni fatlaðra af þessu tilefni. Á ráðstefnunni verður fjallað um leiðir til þess að auka lífs- gæði fatlaðs fólks, og koma ræðumenn úr röðum fatlaðra, foreldra, sérfræðinga og stjórn- málamanna. Þá munu fulltrúar SÞ skýra frá stefnu þeirra í mál- efnum fatlaðra og kynna viðmið- unarreglur sem SÞ hafa sam- þykkt, og leggja siðferðilegar og stjómmálalegar skyldur á aðild- amíki þeirrar um úrbætur í mál- efnum fatlaðra. Auk þess munu fulltrúar SÞ ijalla sérstaklega um aðstæður og leiðir til úrbóta í þróunarlöndum og í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Af hálfu íslands sitja í undir- búningsnefnd ráðstefnunnar Ásta B. Þorsteinsdóttir, Haukur Þórðarson, Sigrún Sveinbjörns- dóttir og Þórey Ólafsdóttir. Starfsmaður nefndarinnar er Helgi Hróðmarsson. Faglegir ráðgjafar eru Dóra S. Bjarnason og dr. Rannveig Traustadóttir. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Þátttakendur á námskeiðinu. Lengst til vinstri er Philip Voegler og stjórnandi námskeiðsins Magnús J. Jóhannsson honum á vinstri hönd. Námskeið 1 rímnakveðskap Egilsstöðum. RIMUR eru sér íslenskt fyrirbæri, eftir því sem næst verður kom- ist. Það var þó maður af erlendu bergi brotinn sem stóð fyrir nám- skeiði í rímnakveðskap um síðustu helgi á hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. Maður Þessi, Philip Voegler, stendur fyrir útileikhúsi næsta sumar í Egilsstaðaskógi og verður boðið upp á rímnakveðskap sam- hliða leiksýningum. Bændafundir um __> ________ sameiningu BI og SB ALMENNIR bændafundir verða haldnir í öllum sýslum landsins næstu tvær vikur þar sem kynntar verða tillögur um sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda í ein samtök. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal bænda um afstöðu þeirra til sam- einingarmálsins í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar 28. maí næstkomandi, en málið verður síðan tekið til endanlegrar afgreiðslu á aðalfundi Stéttarsambands bænda í lok ágústmánaðar og á auka Búnaðarþingi sem boðað verður til um svipað leiti. Fyrsti kynningarfundurinn um sameiningu BÍ og SB var haldinn að Þingborg í Árnessýslu síðastlið- inn sunnudag, og verður síðasti fundurinn haldinn að Sævangi í Strandasýslu 22. apríl. Jón Helga- son, formaður Búnaðarfélags Is- lands, Ilaukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, Guð- mundur Stefánsson, Gunnart Sæ- mundsson og Þórólfur Sveinsson munu skipta með sér að vera frum- mælendur á fundunum. Aðspurður um tilurð námskeiðis- ins sagðist hann hafa komist að því að fáir væru í stakk búnir að kveða, og því hafi hann ákveðið að standa fyrir námskeiði. Ennfremur er hann áhugamaður um rímnakveðskap og hann hafi ennfremur viljað kynna þessa fornu alþýðuskemmtun fyrir fólki á Austurlandi. Tólf manns tóku þátt í námskeiðinu undir öruggri handleiðslu Magnúsar J. Jóhanns- sonar frá kvæðamannaffélaginu Ið- unni í Reykjavík. Þátttakendur náðu góðum tökum kveðskapnum og í ráði er að stofna kvæðamannafélag á Austurlandi. Ben. S. ------» ♦ ♦ Fundur með frambjóðendum Stúdentaráð Háskóla íslands efnir til opins fundar með Áma Sigfússyni borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóraefni R-list- ans, í Háskólabíói, sal 3, miðvikudag- inn 13. apríl kl. 12.15. Að loknum stuttum framsögum gefst fundarmönnum færi á að spyrja frambjóðenduma. Einn bíll af 100 seldist Bíllinn sem seldist var af gerð- inni BMW, árgerð 1984, og fengust 250 þúsund krónur fyrir hann. Auk kaupverðs greiðir kaupandi 10% sölulaun, eða 25 þúsund krónur, og 24,5% virðisaukaskatt á sölulaun, eða alls 31.150 í þessu tilviki. Enn- fremur er beðið eftir staðfestingu Smflrbradkjeks avsukker Cnspy No sugar Svo stökkt... ...og gott! SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆIRE KJEKS • SÆIRE KJFKS • SÆIRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • Hilmar segir að öll eða nær öll bílaumboðin hafi átt bifreiðir á upp- boðinu og sé það fyrirkomulag al- gengt á sambærilegum uppboðs- mörkuðum erlendis. Það sé eðlilegt þar sem umboðin vilji reyna þennan nýja viðskiptahátt og koma bifreið- um sínum á framfæri. Fjöldi bif- reiða í eigu umboða hafi hins vegar verið mismunandi. Dýrasta bifreiðin á uppboðinu var af gerðinni Mercedes Benz, metin á um 6 milljónir króna að sögn Hilmars. Hæsta boð sem barst nam 1,1 milljón króna sem nær ekki lág- marki seljanda og verður bíllinn boðinn upp að nýju á næsta upp- boði. Hilmar segir að flestir seljend- ur hafi sett sanngjarnt lágmarks- verð á bifreiðir sínar, þótt fáein dæmi hafí einnig verið um hið gagn- stæða. Hörð gagnrýni hafí komið á að ekki væri tilkynnt um lágmars- kverð við uppboð og því hafi það verið tilkynnt síðari hluta uppboðs- ins. Hilmar segir að uppboðið á laug- ardaginn hafí verið n.k. prufu- keyrsla, og hafí ýmis vandkvæði komið í Ijós; m.a. hafi bifreiðar ver- ið skráðar allt að uppháfi uppboðs sem henti ekki þar sem kaupendum eigi að gefast kostur á að skoða bifreiðarnar með nægum fyrirvara. Þá hafi komið upp erfiðleikar í tölvukerfi og við akstur bifreiða að og frá uppboðspalli. Búið verði að leysa þessa erfiðleika á næsta upp- boði Krönu hf. á fyrsta uppboði Krónu EINN bíll seidist á bílaUppboði Krónu hf. sem var haldið sl. laugardag en um 100 bílar voru boðnir upp, auk þess sem beðið er staðfestingar á tíu tilboðum í bíla, að sögn Hilmars Kristjánssonar, eiganda uppboðs- markaðarins. Hann segir að 300 sæti á uppboðinu hafi verið setin og milli 150-200 manns hafi staðið og fylgst með þegar mest var, en aðeins 24 kaupendur hafi skráð sig og greitt tryggingagjald að upp- hæð 10 þúsund krónur. Hann segir þetta mun lakari árangur en búist hafði verið en um byrjunarörðugleika sé að ræða og næstu laugardaga eigi hann von á fleiri kaupendum og meiri sölu, enda sýni fjöldi þeirra sem mættu á uppboðið að um verulegan áhuga sé að ræða. á tíu tilboðum, en sala þarf að fara fram innan þriggja sólarhringa frá uppboði og heldur uppboðshaldari tryggingargjaldinu þangað til stað- festing fæst. Hætti tilboðsgjafar við kaupin fá þeir tryggingargjaldið endurgreitt en annars rennur það upp í kaupverð. Umboðin settu bíla á uppboðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.