Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Alþjóðleg ráðstefna um málefni fatlaðra 500 erlendra og inn- lendra gesta vænst ALÞJÓÐLEG ráðstefna um málefni fatlaðra verður haldin hér- lendis 1. til 3. júní næstkomandi, og er hún fyrsta alþjóðlega ráðstefna á vettvangi Sameinuðu' þjóðanna frá því að áratug fatlaðra lauk. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er verndari ráðstefnunnar og mun flytja setningarávarp hennar. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við og með stuðningi SÞ, ráðu- neyta félagsmála- og utanríkis, Háskóla Islands, auk fjölda stofn- ana annarra og fyrirtækja. Landssamtökin Þroskahjálp, Ör- yrkjabandalag Islands og bandarisku samtökin „United World Partnership on Developmental Disabilities" skipuleggja ráð- stefnuna, auk þess sem höfð er samvinna við öll helstu samtök fatlaðra á norrænum og alþjóðlegum vettvangi. „Von okkar er sú að á vett- vangi ráðstefnunnar skapist var- anleg alþjóðleg tengsl sem auð- velda muni miðlun á þekkingu og upplýsingum í framtíðinni," segir Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar og formaður Landssamtakanna Þroskahjálp- ar. „Jafnvel þótt að aðstæður fatlaðra á íslandi hafi tekið stór- stígum framförum, er enn langt í iand með að öllum baráttumál- um hafi verið náð fram. Því er ástæða til að hvetja sem flesta íslendinga til að nýta sér það einstæða tækifæri sem þessi ráð- stefna býður upp á til fræðslu um mikilvæg málefni. Þannig getur markmiðið um eitt samfé- lag fyrir alla fyrr orðið að veru- leika.“ Ásta kveðst reikna með að um 500 gestir muni sitja ráð- stefnuna, þar af um helmingur erlendis frá. Leiðir til að auka lífsgæði Aðdraganda ráðstefnunnar má rekja til ræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðherra, á Allsherjarþingi SÞ í október 1992 en þingið var þá helgað umræð- unni um málefni fatlaðra og var árangur af áratug fatlaðra met- inn. Kjörorð SÞ vegna vinnu í þágu fatlaðra næsta áratuginn er Eitt samfélag fyrir alla. Ráð- herra bauð til alheimsráðstefnu á Islandi um málefni fatlaðra af þessu tilefni. Á ráðstefnunni verður fjallað um leiðir til þess að auka lífs- gæði fatlaðs fólks, og koma ræðumenn úr röðum fatlaðra, foreldra, sérfræðinga og stjórn- málamanna. Þá munu fulltrúar SÞ skýra frá stefnu þeirra í mál- efnum fatlaðra og kynna viðmið- unarreglur sem SÞ hafa sam- þykkt, og leggja siðferðilegar og stjómmálalegar skyldur á aðild- amíki þeirrar um úrbætur í mál- efnum fatlaðra. Auk þess munu fulltrúar SÞ ijalla sérstaklega um aðstæður og leiðir til úrbóta í þróunarlöndum og í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Af hálfu íslands sitja í undir- búningsnefnd ráðstefnunnar Ásta B. Þorsteinsdóttir, Haukur Þórðarson, Sigrún Sveinbjörns- dóttir og Þórey Ólafsdóttir. Starfsmaður nefndarinnar er Helgi Hróðmarsson. Faglegir ráðgjafar eru Dóra S. Bjarnason og dr. Rannveig Traustadóttir. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Þátttakendur á námskeiðinu. Lengst til vinstri er Philip Voegler og stjórnandi námskeiðsins Magnús J. Jóhannsson honum á vinstri hönd. Námskeið 1 rímnakveðskap Egilsstöðum. RIMUR eru sér íslenskt fyrirbæri, eftir því sem næst verður kom- ist. Það var þó maður af erlendu bergi brotinn sem stóð fyrir nám- skeiði í rímnakveðskap um síðustu helgi á hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. Maður Þessi, Philip Voegler, stendur fyrir útileikhúsi næsta sumar í Egilsstaðaskógi og verður boðið upp á rímnakveðskap sam- hliða leiksýningum. Bændafundir um __> ________ sameiningu BI og SB ALMENNIR bændafundir verða haldnir í öllum sýslum landsins næstu tvær vikur þar sem kynntar verða tillögur um sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda í ein samtök. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal bænda um afstöðu þeirra til sam- einingarmálsins í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar 28. maí næstkomandi, en málið verður síðan tekið til endanlegrar afgreiðslu á aðalfundi Stéttarsambands bænda í lok ágústmánaðar og á auka Búnaðarþingi sem boðað verður til um svipað leiti. Fyrsti kynningarfundurinn um sameiningu BÍ og SB var haldinn að Þingborg í Árnessýslu síðastlið- inn sunnudag, og verður síðasti fundurinn haldinn að Sævangi í Strandasýslu 22. apríl. Jón Helga- son, formaður Búnaðarfélags Is- lands, Ilaukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, Guð- mundur Stefánsson, Gunnart Sæ- mundsson og Þórólfur Sveinsson munu skipta með sér að vera frum- mælendur á fundunum. Aðspurður um tilurð námskeiðis- ins sagðist hann hafa komist að því að fáir væru í stakk búnir að kveða, og því hafi hann ákveðið að standa fyrir námskeiði. Ennfremur er hann áhugamaður um rímnakveðskap og hann hafi ennfremur viljað kynna þessa fornu alþýðuskemmtun fyrir fólki á Austurlandi. Tólf manns tóku þátt í námskeiðinu undir öruggri handleiðslu Magnúsar J. Jóhanns- sonar frá kvæðamannaffélaginu Ið- unni í Reykjavík. Þátttakendur náðu góðum tökum kveðskapnum og í ráði er að stofna kvæðamannafélag á Austurlandi. Ben. S. ------» ♦ ♦ Fundur með frambjóðendum Stúdentaráð Háskóla íslands efnir til opins fundar með Áma Sigfússyni borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóraefni R-list- ans, í Háskólabíói, sal 3, miðvikudag- inn 13. apríl kl. 12.15. Að loknum stuttum framsögum gefst fundarmönnum færi á að spyrja frambjóðenduma. Einn bíll af 100 seldist Bíllinn sem seldist var af gerð- inni BMW, árgerð 1984, og fengust 250 þúsund krónur fyrir hann. Auk kaupverðs greiðir kaupandi 10% sölulaun, eða 25 þúsund krónur, og 24,5% virðisaukaskatt á sölulaun, eða alls 31.150 í þessu tilviki. Enn- fremur er beðið eftir staðfestingu Smflrbradkjeks avsukker Cnspy No sugar Svo stökkt... ...og gott! SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • SÆIRE KJEKS • SÆIRE KJFKS • SÆIRE KJEKS • SÆTRE KJEKS • Hilmar segir að öll eða nær öll bílaumboðin hafi átt bifreiðir á upp- boðinu og sé það fyrirkomulag al- gengt á sambærilegum uppboðs- mörkuðum erlendis. Það sé eðlilegt þar sem umboðin vilji reyna þennan nýja viðskiptahátt og koma bifreið- um sínum á framfæri. Fjöldi bif- reiða í eigu umboða hafi hins vegar verið mismunandi. Dýrasta bifreiðin á uppboðinu var af gerðinni Mercedes Benz, metin á um 6 milljónir króna að sögn Hilmars. Hæsta boð sem barst nam 1,1 milljón króna sem nær ekki lág- marki seljanda og verður bíllinn boðinn upp að nýju á næsta upp- boði. Hilmar segir að flestir seljend- ur hafi sett sanngjarnt lágmarks- verð á bifreiðir sínar, þótt fáein dæmi hafí einnig verið um hið gagn- stæða. Hörð gagnrýni hafí komið á að ekki væri tilkynnt um lágmars- kverð við uppboð og því hafi það verið tilkynnt síðari hluta uppboðs- ins. Hilmar segir að uppboðið á laug- ardaginn hafí verið n.k. prufu- keyrsla, og hafí ýmis vandkvæði komið í Ijós; m.a. hafi bifreiðar ver- ið skráðar allt að uppháfi uppboðs sem henti ekki þar sem kaupendum eigi að gefast kostur á að skoða bifreiðarnar með nægum fyrirvara. Þá hafi komið upp erfiðleikar í tölvukerfi og við akstur bifreiða að og frá uppboðspalli. Búið verði að leysa þessa erfiðleika á næsta upp- boði Krönu hf. á fyrsta uppboði Krónu EINN bíll seidist á bílaUppboði Krónu hf. sem var haldið sl. laugardag en um 100 bílar voru boðnir upp, auk þess sem beðið er staðfestingar á tíu tilboðum í bíla, að sögn Hilmars Kristjánssonar, eiganda uppboðs- markaðarins. Hann segir að 300 sæti á uppboðinu hafi verið setin og milli 150-200 manns hafi staðið og fylgst með þegar mest var, en aðeins 24 kaupendur hafi skráð sig og greitt tryggingagjald að upp- hæð 10 þúsund krónur. Hann segir þetta mun lakari árangur en búist hafði verið en um byrjunarörðugleika sé að ræða og næstu laugardaga eigi hann von á fleiri kaupendum og meiri sölu, enda sýni fjöldi þeirra sem mættu á uppboðið að um verulegan áhuga sé að ræða. á tíu tilboðum, en sala þarf að fara fram innan þriggja sólarhringa frá uppboði og heldur uppboðshaldari tryggingargjaldinu þangað til stað- festing fæst. Hætti tilboðsgjafar við kaupin fá þeir tryggingargjaldið endurgreitt en annars rennur það upp í kaupverð. Umboðin settu bíla á uppboðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.