Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
Betra seint en aldrei
MANGOSOTHO Buthelezi, pólitískur leiðtogi Zúlumanna, á kosninga-
fundi i Ulundi.
FYRSTU FRJALSU
ÞINGKOSNINGARNAR
í SUÐUR-AFRÍKU
eftir Steingrím Sigurgeirsson
ÁTTA dögum áður en allir íbúar Suður-Afríku áttu að ganga
að kjörborðinu í fyrstu lýðræðislegu kosningunum, sem haldn-
ar hafa verið í landinu, ákvað Mangosotho Buthelezi, pólitísk-
ur leiðtogi Zúlumanna, að Inkatha-flokkur hans tæki þátt í
kosningunum. Áður en samkomulag náðist um það sl. þriðju-
dag hafði Buthelezi harðneitað þátttöku og krafist þess að
Zúlumenn fengju sjálfstjórn í héruðunum KwaZulu og Natal
í vesturhluta landsins. Er talið að með þessari ákvörðun hafi
líkurnar á friðsælli framtíð hinnar nýju Suður-Afríku aukist
til muna. Það er hins vegar óvíst hvernig Inkatha mun vegna
í kosningunum sökum þess hve skammur tími er til stefnu.
Viðurkenndi Buthelezi sjálfur á kosningafundi nú fyrir helgi
að kraftaverk yrði að koma til ef flokki hans ætti að ganga vel
í kosningunum. Kosningarnar hefjast á þriðjudag og munu
standa í þrjá daga. AIls eru 22,7 milljónir manna á kjörskrá.
Akvörðun Buthelezis um
kosningaþátttöku kom
flestum mjög á óvart.
Fæstir bjuggust við sinnaskiptum
Zúluleiðtogans þegar svo áliðið var
á kosningabaráttuna ekki síst í
ljósi þess að einungis nokkrum
dögum áður hafði alþjóðleg sendi-
nefnd sáttasemjara, undir forystu
þeirra Henry Kissingers, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Carrington lávarðar, fyrrum
utanríkisráðherra Bretlands og
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, mistekist að fá
deiluaðila í Suður-Afríku að samn-
ingaborðinu.
Buthelezi átti samt að lokum
fárra annarra kosta völ en að taka
þátt í kosningunum. Ef hann hefði
haldið áfram að beijast gegn þeim
hefði hann staðið uppi embættis-
laus, tekjulaus og áhrifalaus í
stjórnmálum landsins að afloknum
kosningum. Það hefði eflaust einn-
ig leitt til enn frekari blóðsúthell-
inga, ef Zúlumenn hefðu reynt að
sniðganga kosningarnar, og dóm-
ur sögunnar yfir Buthelezi hefði
að öllum líkindum orðið óvæginn.
Inkatha-flokkur Zúlumanna og
Afríska þjóðarráðið, þar sem menn
af Xhosa-ættbálkinum ráða ríkj-
um, hafa eldað grátt silfur um
langt skeið. Á annað þúsund hafa
fallið í átökum Inkatha og ANC
það sem af er þessu ári (á annan
tug þúsunda frá árinu 1990) og
óttuðust margir að Zúlu-stríð hefði
skollið á ef Buthelezi hefði ekki
skipt um skoðun.
Ekki samkomulag um
stjórnskipan
Deilurnar hófust þegar í viðræð-
unum um framtíðar stjórnskipan
Suður-Afríku. Buthelezi lagði of-
uráherslu á að nýja stjórnarskráin
myndi byggjast á því að Suður-
Afríka yrði sambandsríki, þar sem
hinir einstöku landshlutar hefðu
verulega sjálfstjóm. Buthelezi,
sem er 65 ára gamall og hefur
verið valdamesti maður KwaZulu
í um tvo áratugi, ákvað að hætta
þátttöku í samningaviðræðunum
er þessar kröfur náðu ekki fram
að ganga þar sem jafnt ANC sem
ríkisstjórn hvíta minnihlutans
vildu stjórnkerfi sem byggði á
miðstýringu. Óttuðust Inkatha-
menn að slíkt gæti leitt til þess
að ANC (og þar með Xhosa-ætt-
bálkurinn) myndi geta kúgað
Zúlumenn, þar sem allt bendir til
að Afríska þjóðarráðið vinni stór-
sigur í kosningunum.
Sumar skoðanakannanir benda
til að ANC muni fá tvo þriðju at-
kvæða í kosningunum og gæti þá
ríkisstjórn þeirra í raun ráðskast
með stjórnarskrána eins og henni
sýndist án þess að hafa samráð
við aðrar þjóðir landsins.
Til að afla kröfunni um sjálfs-
stjórn KwaZulu-héráðsins fylgis
fékk Buthelezi Goodwill Zwelit-
hini, konung Zúlumanna, í lið með
sér. Margir Zúlumenn voru hins
vegar ósammála þessari stefnu og
lýstu yfir óánægju með að konung-
inum hefði verið „rænt“ af Ink-
atha-flokknum. Ekki gerði það
Buthelezi auðveldara fyrir að þeg-
ar hann beitti Goodwill Zwelithini
fyrir sig voru viðbrögð Nelsons
Mandela, forseta ANC, og F.W.
de Klerks, forseta Suður-Afríku,
þau að koma til móts við kröfur
konungssinnaðra Zúlumanna. Á
leiðtogafundi þann 8. apríl sl. buð-
ust þeir til að viðurkenna embætti
konungs Zúlumanna, tryggja
stöðu hans í stjórnarskránni,
tryggja honum ákveðnar tekjur
og rétt á hirð og ákveðnum fjölda
ráðgjafa. Þó að Zwelithini hafí
talið þetta vera mjög hagstætt til-
boð hafnaði hann því vegna mikils
þrýstings frá Buthelezi.
„Balkansiðir
Grikkja ðgnun við
Evröpusambandið
Brussel. The Sunday Telegraph.
LÖNGU áður en Grikkir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópu-
sambandsins, ESB, voru embættismennirnir í Brussel og frammá-
menn í öðrum aðildarríkjum þess farnir að kvíða fyrir. Grikkir komu
þeim heldur ekki á óvart. Nú þegar þrír mánuðir eru liðnir af for-
mennskutíma þeirra og þrír mánuðir eftir, hafa allar hrakspárnar
ræst og meira en það og enn verra er í vændum.
Ovinsæll
ANDREAS Papandreou og aðrir ráðherrar í ríkissljórn Grikklands
eru ekki hátt skrifaðir í Brussel þessa dagana.
að var vitað, að allt að því
sjúkleg afstaða Grikkja til
Makedóníu, landlukts og örsnauðs
smáríkis, myndi ekki hjálpa til.
Þeir höfðu háð og tapað tveggja
ára baráttu fyrir því, að önnur
Evrópusambandsríki neituðu að
viðurkenna makedónsku stjórnina
og raunar tók sambandið upp
formlegt stjórnmálasamband við
hana hálfum mánuði áður en
Grikkir tóku við formennskunni í
ráðherraráðinu. Það var gert til
að ESB-sendiráðin þyrftu ekki að
opna skrifstofur sínar í Skopje,
höfuðborg Makedóníu, á sama
tíma og Grikki væri í forsvari fyr-
ir sambandið. Það varð hins vegar
til þess, að Theodoros Pangalos,
aðstoðarutanríkisráðherra Grikk-
lands, sá ástæðu til að úthrópa
Þjóðverja sem „risavaxinn rum
með barnsheila“. Byijunin lofaði
því ekki góðu en tónninn hafði
verið gefinn.
Óskammfeilnin kom á óvart
Þrátt fyrir þetta óraði engan
fyrir því, að Grikkir myndu bijóta
lög og reglur Evrópusambandsins
með jafn óskammfeilnum hætti og
þegar þeir ákváðu einhliða við-
skiptabann á Makedóníu í febrúar
sl. Það er ein af grundvallarreglum
sambandsins, að það sjái sjálft um
alla viðskiptasamninga og -sam-
skipti. Eftir tveggja mánaða hik
og bið ákvað loks framkvæmda-
stjórnin fyrir skömmu að höfða
mál á hendur grísku stjórninni
fyrir brot á Rómarsáttmálanum.
Andsvör Grikkja hafa verið eins
og uppvakningar úr kalda stríðinu
meðan það var í algleymingi og
minna mest á „Milosevic með
hausverk", hinn stóryrta Serbíu-
forseta, eins og einhveijir orðuðu
það. Svona ástand, sem sumir líkja
við borgarastríð, hefur aldrei kom-
ið upp í sögu Evrópusambandsins
og það á eftir að verða enn alvar-
legra þegar Evrópudómstóllinn
kveður upp sinn dóm undir maílok.
Framtíð ESB í hættu
Ef dómstóllinn úrskurðar, að
viðskiptabannið á Makedóníu sé
ólöglegt, sem er mjög líklegt, og
Grikkir neita að hlíta dómnum,
sem er líka mjög sennilegt, þá
verður skyndilega öll tilvera og
framtíð Evrópusambandsins íjiú-
verandi mynd í voða. Þegar ríkis-
stjórn eins aðildarríkis — og sá,
sem er í forsvari fyrir sambandið, •
hvorki meira né minna — hunsar
Rómarsáttmálann og Evrópudóm-
stólinn, þá hefur fyrsta skrefið í
átt til upplausnar verið stigið.
Takist Grikkjum að lauma sínum
„Balkansiðum" inn í ESB, þá er
afturförin hafín, þá mun samband-
ið breytast úr hópi nátengdra,
samstæðra ríkja í getulaust sam-
anskrap eins og Sameinuðu þjóð-
irnar.
Gríska sendinefndin hjá Evr-
ópusambandinu ætti að vera önn-
um kafin í sjávarútvegsmálum,
landbúnaðarmálum, umhverfis-
málum, iðnaðarmálum og öllum
hinum málunum, sem tilvera sam-
bandsins snýst um, en hún er með
Makedóníu á heilanum og hana
eina. Á hveijum fundinum á fætur
öðrum er ákvörðunum frestað til
næsta fundar og þannig koll af
kolli.
Það bætir eklki úr skák, að
mánuði áður en Grikkir tóku við
formennskunni í ESB rak hina
nýja ríkisstjórn Papandreous
sendiherra landsins hjá samband-
inu, ekki heldur, að Papandreou
er svo heilsulaus, að hann getur
aðeins unnið i tvo, þijá tíma á
dag, og þá ekki, að enginn hátt-
settur embættismaður í Grikklandi
hefur gegnt starfinu lengur en í
sjö mánuði.
Frá því í janúar hefur ekkert
gerst í Brussel. Þeir, sem hafa
formennskuna á hendi, eiga að
ákveða dagskrána, boða fundi,
stjórna þeim og sjá til, að ákvarð-
anir séu teknar, en fyrir því hefur
lítið farið. Engar tilskipanir, sem
máli skipta, hafa verið gefnar út
og engar mikilvægar ákvarðanir
teknar. Þó var að því stefnt að
Maastricht-samningunum sam-
þykktum að móta sameiginlega
stefnu í utanríkis- og öryggismál-
um en Grikkir hafa eyðilagt allt
með Makedóníu. Það átti líka að
vinna að því að samræma efna-
hagsstefnu ESB-ríkjanna og koma
á sameiginlegum gjaldmiðli en
þótt enn eigi flest ríkin nokkuð í
land með að uppfylla nauðsynleg
skilyrði, þá eru engir fjær þeim