Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
17
I
i
í Tískuskóla Andreu lærðu dömur að ganga á pöllum. „Fæstar leikkon-
ur kunna að hreyfa sig fallega á sviði,“ segir frúin.
skóm. Leikkonur eru þar engin und-
antekning. Fæstar kunna að hreyfa
sig fallega á sviði, og hreint ekki á
háum hælum. Það eru aðeins örfáar
sem hafa gert það með þokka, eins
i og til dæmis Sigríður Hagalín og
Helga Jónsdóttir.“
- Fyrir mörgum árum voru konur
svo ódannaðar að þær fóru út á
götu með rúllur í hárinu, síðan voru
þær í æfingagöllum úti að versla,
hvorugt þetta þótti fínt, en hefurðu
tekið eftir nokkrum nýjum ósið hjá
þeim?
„Ég man það nú ekki í svipinn,"
segir hún. „En ég hef aldrei átt
æfingagalla, ég hef ofnæmi fyrir
i þeim.
| Mér finnst einkum áberandi hvað
kvenfólk er feitt núna. Kannski er
það rangt mataræði. Fólk er líka
síborðandi, úti á götu og hvar sem
er. Reykjandi líka. Og að fara í ís-
lenskt kvikmyndahús er eins og að
koma í hænsnabyrgi. Við fórum í
fyrra á frumsýningu franskrar kvik-
myndar. Þar sem við sitjum þama
koma vel klædd hjón inn í salinn,
og eru ekki bæði með kók og popp-
kornspoka í höndunum! Ég veit ekki
■ hvað franski sendiherrann hefur
haldið.
* Ég get nú kannski nefnt það, að
þegar fólk gengur inn eftir sætaröð
og þarf að láta viðstadda standa
upp fyrir sér, á það að snúa baki
frá fólkinu en höfðinu að, og biðjast
afsökunar.
Fólk er svo héralegt
hér á landi og hrætt
við að vera öðruvísi.
En það er einmitt svo
| gaman að vekja eftir-
tekt með fallegri fram-
' komu.“
Borðhald
Margir halda því
fram að á íslandi sé að
vaxa upp heil kynslóð sem kunni
ekki mannasiði, hvað þá borðsiði.
Beiti gaflinum eins og garðskóflu,
sötri, smjatti og þurrki sér um
munninn með fingrunum eða á er-
minni. Þess utan kunni hún ekki að
heilsa, sé athyglissjúk og sígjamm-
andi. Ófögur lýsing. En hvenær á
að bytja að kenna börnum manna-
siði að mati Andreu?
„Strax meðan þau eru á koppn-
um,“ segir hún án hiks. „Þá eigum
við að hjálpa þeim við að þvo sér
um hendurnar til að þau venjist
þeirri athöfn frá upphafi. Síðan
verður að kenna þeim að sitja til
borðs. Það er farsælt veganesti að
I heiman að kunna borðsiði.
í kringum tíu ára aldur ættu þau
Daman sem elskar dýr og ætlaði
að búa í sveit. „En það vildi mig
enginn bóndi.“
að kunna að nota hníf og gaffal.
Það er ágætt ráð að setja pappírs-
blað undir handleggi þeirra og láta
þau halda blaðinu meðan þau borða.
Þeim finnst það spennandi og reyna
að missa ekki blaðið.
Það er svo gaman að kenna böm-
um ýmsa siði. Ég er
hissa ef fólk hefur ekki
áttað sig á því.
Það er mikill ósiður
þegar börn venjast á
það að rífa upp ísskáp-
inn í tíma og ótíma, eða
horfa upp á fjölskyldu
sína gleypa í sig matinn
hingað og þangað og á
hlaupum. Borðhald er
ein mikilvægasta stund
fjölskyldunnar.
En mér fínnst það alveg út í hött
að skella allri skuldinni á skólana.
Kennararnir eiga ekki að kenna
börnum mannasiði, það eru fyrst
og fremst foreldrarnir sem eiga að
gera það.
Þankagangurinn er ekki réttur
þegar uppeldi er annars vegar. Hér
er fólk að eignast börn .jafnvel á
fyrstu árum sínum í framhaldsskóla
og ætlast svo til að þjóðfélagið ali
þau upp.
Mér finnst við stundum ekki nógu
góð hvert við annað, menn snúa sér
ekki í hringi fyrir aðra nema að
gera eitthvað fyrir sjálfa sig í leið-
inni. Þetta er einhver vöntun.“
Ég vildi ekki
vera tengda-
dóttir þín,
segir Halldór
við mig
Riddaramennska
Við ræðum í framhaldi af þessu
um uppkomin börn, giftingar og
sambúð. Aður fyrr var það siður að
foreldrar brúðarinnar byðu foreldr-
um brúðgumans heim fyrir brúð-
kaupið, en hvað eiga menn nú að
gera þegar ungt fólk býr sundur og
saman án þess að nokkur gifting sé
í sjónmáli?
„Þú átt við þegar það býr saman
í opinberum hórdómi eins og Bryn-
leifur Tobíasson kennari sagði eitt
sinn!
Ef fólk hefur áhuga á að kynnast
geta foreldrar stúlkunnar boðið for-
eldrum piltsins heim þegar þau sjá
að það er nokkum veginn ömggt
að sambandið verði varanlegt. En
ég er alveg á móti því að fólk sé
að taka kærustur eða kærasta inn
til sín. Að stúlkur eða piltar flytji
inn á mánn í mánuð eða svo og
gangi í allt. Það er bara foreldrum
sjálfum að kenna þegar það kemur
fyrir.
Ég er gamaldags, en það er ekki
af því ég er gömul, heldur hef ég
alltaf verið svona. Ég vildi ekki vera
tengdadóttir þín, segir Halldór við
mig. En ég er viss um að ég verð
góð við hana!
Ég er til dæmis alveg á móti því
að fólk sem býr saman fari út hvort
í sínu lagi. Það er allt annað mál
að fara út að borða án makans, en
ekki á skemmtistaði. Hvað á kven-
fólk líka að vera að flækjast á
skemmtistaði og láta aðra karla
vera að abbast upp á sig? Það býð-
ur bara hættunni heim.“
- Þá erum við komnar að karl-
mönnunum, Andrea. Ungar konur
segja að íslenskir karlmenn séu leið-
inlegir egóistar sem kunni sig ekki.
Þær segjast til dæmis oft sjá karl-
menn strunsa út á undan konunum
á veitingastöðum. Konan er rétt að
teygja sig í veskið þegar þeir eru
komnir út í dyr. Ög við fínni borð-
hald sitja þeir sem fastast þegar
daman stendur upp og fer fram?
„Þegar daman stendur upp, á
herrann að gera það einnig," segir
frúin með festu. „Hann á alltaf að
standa upp þegar hún stendur upp.
í kvikmyndahúsi á hann að ganga
á undan og halda niðri sætinu fyrir
dömuna, og þegar hún hefur fengið
sér sæti, sest hann.
Ég veit ekki hvers vegna íslensk-
ir karlmenn hafa fengið svona
slæmt orð á sig. Kannski ættu kon-
ur að gera meiri kröfur til þeirra
en hvernig á nú karlmaður til dæm-
is að geta opnað bílhurð fyrir konu
ef hún er komin út meðan hann er
enn að borga bílinn? Við verðum
að gefa þeim tækifæri til að sýna
okkur riddaramennsku en vaða ekki
áfram eins og naut í flagi.“
Munaður
Því miður hafa íslenskir karlmenn
ekki notið leiðsagnar Andreu en
vera má að þeir njóti fræðslu henn-
ar í framtíðinni ef hún lætur verða
af því að gefa út bók um mannas-
iði. Andrea er þó ekki alveg hætt
að kenna því stundum tekur hún
konur í einkatíma. Skólastofan er
enn fyrir hendi, eða pallurinn sem
dömurnar gengu á forðum, og það
er vissara að vera vel til hafður í
þessu húsi því speglarnir góðu eru
á sínum stað, vægðarlausir að
vanda.
„Ég hef alltaf sagt að konur ættu
að vera vel til hafðar jafnvel þótt
þær séu heimavinnandi. Það er víst
orðinn munaður að vera húsmóðir
nú til dags. Ég kann vel við það
starf, mér finnst gaman að elda og
að leggja á borð.“
Svo sest hún í húsmóðursætið við
enda borðsins og segir hugsandi:
„Hvað skyldu annars margir kunna
að skála á Islandi? Og hve margir
vita að enginn má setjast fyrr en
húsmóðirin hefur fengið sér sæti?
Annars ætlaði ég alltaf að verða
bóndakona. Ég er mikið náttúru-
barn, er bijáluð í öll dýr og var allt-
af í sveit. En það vildi mig enginn
bóndi.“
Að þeim orðum sögðum kemur
tíkin Táta inn af svölunum aftur,
lokar hæversklega á eftir sér og
gengur til húsmóður sinnar. Hún
veit örugglega hvað bændur fóru á
mis við.
Bókunarstaða í
Bókunarstaða
í aðrar brottfarir
Sértilboð á
RAUÐUM BROTTFÖRUM
rennur út
l.maí
Mallorca
30. maí
6. júní
13. júní
27. júní
6 sæti laus
örfá sæti laus
örfá sæti laus
laus sæti
Portúgal
i Wkjmj
-ÍllÍlflllíiÍ
18. maí
25. maí
1.júní
15. júní
29. júní
örfá sæti laus
uppselt
9 sæti laus
örfá sæti laus
laus sæti
Pantaðu sóiarlandaferðina fyrir 1. maí
- og fjöiskyldan sparar þúsundir króna.
^IÍRVAL-IÍTSÝN
Lágmúla 4: sími 699 300, íHafnarfiröi: stmi 65 23 66,
i Keflavík: sími 13400, viö Ráðhúslorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og bjá umboðsmönnum um land alll.
Mallorca
23. maí uppselt
20. júní uppselt
11. júlí uppselt
19. sept. laussæti
Portúgal
15. júní 9sætilaus
29. júní örfá sæti laus
6. júlí laus sæti
21. sept. laus sæti