Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ1994 31 MIIMNINGAR AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR + Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, fyrrverandi al- þingfismaður og formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar, var fædd á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vest- ur-Skaftafellssýslu 8. ágúst 1921. Hún lést á Vífilsstaða- spitala 26. apríl 1994, 72 ára að aldri. Minningarat- höfn um Aðalheiði fór fram í Hall- grímskirkju í gær, en jarðarför hennar fer fram frá Stórólfs- hvolskirkju í dag. ÞAÐ er ekki oft á lífsleiðinni sem maður nýtur þeirra forréttinda að kynnast eins einstakri konu og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og þeim mun erfiðara er að kveðja. Heiða var „hvunndagshetja“. Hún var baráttukona sem ekkert aumt mátti sjá og aldrei þoldi að hallað væri á þá sem minna mega sín. Hún var verkalýðssinni og hug- sjónin endurspeglaðist í öllu sem hún sagði og gerði og hún var óhrædd við að stökkva til varnar þeim sem þess þurftu með, hvar sem var og hvenær sem var. Á einum eftirmiðdegi talaði hún sig beint inn í hjörtu íslenskra kvenna og varð ímynd alþýðukon- unnar sem þorði og gat. En á þessum degi varð hún líka lands- þekkt og líf hennar gjörbreyttist. Að sumu leyti fannst henni þetta óþægilegt en hún mat líka mikils að hafa tækifæri til að koma sínum hugðarefnum á framfæri við al- þjóð og þá einkum konur. Þegar ég hóf afskipti af verka- lýðsmálum var ég að ýmsu leyti ólík þeim konum sem þá unnu mest að þeim málum. Það hefði orðið mér mun erfiðara en raun varð á, ef ég hefði ekki átt Heiðu að. Ef á mig var hallað, snerist hún mér tafarlaust til varnar og talaði máli mínu. Sá stuðningur var mér ómetanlegur, því á hana var alltaf hlustað og það var eink- ar gott að vita af henni sér við hlið. Það ríkti einlæg vinátt milli okkar Heiðu þó að við hittumst ekki oft síðustu árin og aldurs- munurinn væri all nokkur. Við skiptumst aðallega á kveðjum í gegnum ættingja og vini en fyrir örfáum vikum skrifaði hún mér bréf á tölvu. Hún var að æfa sig á tölvuna, því að sjálfsögðu var ekki of seint að læra meira. Þetta bréf yljaði mér mjög um hjartaræturnar, því ég vissi að hún var mikið veik og ég var ákaflega stolt af því að vera í hópi þeirra, sem hún „þorði“, eins og hún orð- aði það sjálf, að æfa sig á að skrifa bréf á tölvuna. Við kynntumst fyrir 33 árum eða þegar ég var 12 ára gömul og hún gerðist póstur í Vestur- bænum. Hún stendur mér enn skýrt fyrir hugskotssjónum þar sem hún kom gangandi þungum og ákveðnum skrefum með níð- þunga pósttösku í byl og vonsku veðri enda var þá óþekkt að konur bæru út póst um háyetur. Þetta var ákaflega. etfitt verij «g það hofðu margir í hverfínu áhyggjur. af henni í verstu veðrunurt ehda eignaðist hún þar fljótt margá viiý. Mér fannst mikið til henpár koma og dáðist að líkamlegum styrk hennar enda var taskan þungog svæðið mjög stórt. Seinan áttaði ég mig á því að líkamlgga var hún mjög heilsuveil og hafði verið lengi- eri styrkurinn var þyí meiri á ahðlega sviðinu.. Heiða var mjög sterkur pet- sónuleiki. Hún var óvenju vel greind og vel lesin kona með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um. Hún hafði margar hliðar eins og flestir og gat verið nokkuð hranaleg við einstaka fólk en því ljúfari og betri við aðra. Ég og fjölskylda mín vorum lánsöm að vera í hópi þeirra sem nutu einlægrar vin- áttu hennar og um- hyggju og hún talaði aldrei til nema af hlýleika og ljúf- mennsku. Afí minn og amma voru á heimilinu en þau voru bæði ættuð austan úr Skaftafellssýslu og það- an var Heiða. Þegar hún var að bera út póstinn gaf hún sér oft tíma til að setjast inn, fá sér kaffi- sopa og spjalla við ömmu og afa um heimahagana og fólkið sem þau þekktu sameiginlega. Við okk- ur hin ræddi hún um heima og geima og gerði engan greinarmun á börnum og fullorðnum. Þetta kunni ég vel að meta enda vön því heima hjá mér að við mig væri talað eins og fullorðið fólk en það skorti oft hjá öðrum. Því lengur sem ég þekkti Heiðu því meira fannst mér til um hana og mér fannst alltaf ákaflega gott að hitta hana. Það‘ var alveg sama hvar við vorum staddar hún ljóm- aði af gleði, breiddi út faðminn, faðmaði mig þétt og innilega að sér og kyssti mig fast á kinnina. Síðan spurði hún eftir allri fjöl- skyldunni og síðast en ekki síst að hveiju ég væri að starfa þá stundina. Það kom alltaf í ljós að hún hafði fylgst vel með mér og tók þannig þátt í því sem ég var að gera, sem ég mat mikils. Það eru fáir sem ég hef kynnst sem hafa hlegið eins innilega og Heiða. Fyrir nokkuð mörgum árum keypti ég mér nokkrar jarð- arbeijaplöntur og hugðist rækta jarðarber. Ég hef ekki mjög græna fingur og það fór ekki betur en svo að kassinn gleymdist með öllu saman uppi á svölum allt sumarið. Árið eftir fór eins en á þriðja árinu var kassinn fullur af grænum plöntum og fannst mér mikið til um úthald plantnanna sem ég hafði ekki svo mikið sem vökvað allan tímann. Þetta var þó ekki raunin því þegar betur var að gáð þá átti ég fullan kassa af birkip- löntum en fræin höfðu fokið í fijó- an jaðveg í kassanum eftir að jarðarbeijaplöntumar voru allar. Heiða hló innilega að þessum tilburðum mínum en henni fannst afraksturinn góður. Hún hafði mikla ánægju af tijárækt og endir- inn varð sá að hún og Guðsteinn eignuðust kassann og gróðursettu plönturnar af mikilli natni við sum- arbústaðinn þeirra og skírðu Ingu- lund mér til heiðurs. Þannig fékk ég umbun fyrir kæruleysið. Heiða skilur víða eftir sig skarð, sem erfitt verður að fylla. Hún var góður vinur, kvenréttindakona, baráttukona fyrir bættum kjörum verkafólks og talsmaður þeirra sem minna mega sín. Hún talaði beint frá hjartanu þannig að allir skildu. Ég læt öðrum eftir að rekja æviferil hennar og ættir en ég þakka af alhug samfylgdina við þessa einstöku konu. Ég og móðir mín sendum Guðsteini, börnum hennar, barnaþörnum og systkin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. ÞegarAðalheiður Bjarnfreðsdóttir var komin á eftirlaun flutti hún ásamt manni sínum Guðsteini Þor- steinssyni að Kirkjuhvoli í Hvol- hreppi. Fljótlega eftir að þau fluttu austur kom Aðalheiður á fund í ITC-deildinni Stjörnu í Rangár- þingi. Flestir sem ganga í ITC-sam- tökin fara á nokkra fundi áður en þeir ganga í deildir, en svo var ekki með Aðalheiði. Hún sagði á fyrsta fundi: „Mér líkar það sem þið eruð að gera — ég verð með.“ Það var ekki nein hálfvelgja í hennar fari. Hún talaði blaðalaust í þeim verkefnum sem henni var úthlutað og við hlýddum á og það hefði mátt heyra saumnál detta. Eitt af þeim verkefnum sem aðilar í ITC-samtökunum glíma við er svokallaður „ísbrjótur" — sjálf- skynningarræða. í fyrravetur var komið að því að Aðalheiður flytti „ísbijótinn“. Við biðum allar spenntar, vitandi að nú kærti inni- haldsrík ræða. En þegar komið var að því að fundurinn hæfíst kom eiginmaður Aðalheiður bar kveðju og sagði að hún hefði ekki komist nema niður í gang. Okkur setti hljóðar. Fyrst Aðalheiður komst ekki hlaut eitthvað verulegt að vera að. Enda kom á daginn að lungun voru hætt að sinna sínu hlutverki nema með hjálp súrefnis- tækja. Það var mikil eftirsjón að Aðal- heiði úr deildinni okkar. Þó hún hefði ekki heilsu til að vera með okkur lengur en raun bar vitni þá er hún okkur öllum sterkur eftir- minnilegur persónuleiki sem við bánim virðingu fyrir. Á síðasta fundi Stjörnu minntist deildarforseti Jórunn Eggertsdótt- ir Aðalheiðar. í virðingu og þökk stóðum við allar upp og minntumst hetjunnar sem var ekki lengur á meðal okkar. Við óskum Aðalheiði fararheilla. Við komum seinna og hver veit nema við sláum upp fundi og þá væri gaman að fá að heyra „ís- brjótinn". Félagar í ITC Stjörnu, Rangárþingi. GUÐLAUGUR SVAN- UR KRISTINSSON HANNA KRISTIN HARALDSDÓTTIR + Hanna Kristín Haraldsdóttir var fædd á Borgum við Akureyri 20. maí 1939 og lést á heimili sínu á Akur- eyri 25. apríl 1994. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Guðný Jensdóttir frá Akureyri og Haraldur Jónsson úr Aðaldal. Systkin- in voru þijú: Geir, Hulda og Hanna, sem var yngst. Hanna giftist eftir- lifandi eiginmanni sínum, Ei- ríki Eyfjörð Jónssyni, hinn 25. október 1958. Dóttirin, Anna, fæddist 7. september 1980. Út- för Hönnu fór fram frá Akur- eyrarkirkju 2. maí. HANNA vinkona mín og samstarfs- kona ólst upp á Akureyri, gekk í Barnaskóla Ákureyrar og síðan í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Snemma hóf Hanna að vinna við verslun. Hún vann við fatasaum hjá Heklu og afgreiðslustörf m.a. hjá Bernhard Laxdal, Gullsmiðum Sig- tryggi og Pétri og Akurliljunni. Verslunarstörf voru hennar líf og yndi og má segja að hún hafi verið fædd afgreiðsludama. Eflaust munu margar konur hér á Akur- eyri taka undir það. Draumur Hönnu var að setja á stofn eigin verslun. Sá draumur rættist þegar hún opnaði verslunina Sjö-sjö í Brekkugötu. í maí 1992 opnaði hún í annað sinn kvenfataverslun, „Hjá Hönnu“. Haldin var tískusýning kvöldið fyrir opnun og var þar troðfullt hús kvenna sem glöddust með Hönnu við þessi tímamót. Kynni mín og Hönnu hófust þegar ég flutti f Skálagerði 1. Helst sá kunningsskapur þó ég flytti úr götunni. Samstarf hófum við í september í fyrra. Ég var reynslulaus hvað viðkom verslunar- rekstri og var það mik- ii lífsreynsla að fara með Hönnu í fyrstu innkaupaferðina til Amsterdam. Hún gekk af öryggi milli heild- sala, heilsaði í austur og vestur brosandi og hress. Margir þekktu hana og vor- um við boðnar velkomnar víða. í þessari ferð varð ég vör við að Hanna gekk ekki heil til skógar, þó ekki léti á neinu bera. Mánuði seinna kom úrskurðurinn, krabba- meinið sem hún virtist hafa sigrast á fjórum árum áður var aftur kom- ið af stað. Bjartsýn og ákveðin ætlaði hún líka að sigra í þetta sinn. Þegar svo andlátsfregnin kom trúði ég varla að þetta væri satt. Ég hafði kvatt hana viku áður, v því ég var að fara utan. Ræddum við komandi sumar, hvemig best væri að haga innkaupunum, hvað hún hlakkaði til að fara að vinna. Auðvitað grunaði mig að þessi plön okkar gengju ef til vill ekki upp. En ég gat ekki annað en hrifíst með bjartsýni hennar. Þegar ég lít yfír þessa mánuði sem hún barðist við sjúkdóminn dáist ég að kraftinum og ákveðn- inni sem bjó í henni. Um páskana var einkadóttirin Anna fermd og Hanna hlífði sér hvergi til þess að gera þennan dag eftirminnilegan. Elsku Eiríkur og Anna. Guð gefi ykkur styrk. Megi góðu minning- arnar lifa. Helga S. Guðmundsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN GUÐLAUGSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést 6. maí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR vélstjóra, Hjarðarhaga 13, Reykjavík. Guðrún Á. Ingvarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Hjördís Smith, Sigrún Sigurðardóttir, Brynjólfur Gfslason, Ásgeir Sigurðsson, Arndts Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Guðlaugur Svanur Kristins- son var fæddur 27. febrúar 1968 og dáum 10. apríl 1994. Útför hans fór, fram frá Fá- skrúðsfjaröárkirkju 16. apríl. MEÐ fáum orðum vil ,ég minnaát Gulla sem var mér kær, og votta a,ðstandendum mína dýpstu samúð. Guíli var alltaf rólgur og gott að tala við hann um öll heimsins mál, inndæll og skilningsríkur. Hann hafði orðið fyrir mikilli lífsreynsiu, sem þjakaði hann alla tíð. Guð gaf þennan myndarlega dreng og Guð tók hann. ’ í . . Við skiljum ekki hvers vegná hann fékk ekki að vera lengur hjá okkur. Kallið kemur oft mjög óvænt. Við .skiljum ekki alitaf vegi JGjjiðs, enda oft sagt að þeir sem Guð,elskar deyi ungir. ■ Sælir þeir, et sárt tíi finha . sinnar ahdang ntktór hér, • ' : ■ þeir fá bætur þrauta sinna, . þeirra himnaríkið er. Sælir þeir, er sýta og gráta ..sorgin beisk þó leggist á. Guð mun hugga, Guð mun láta gróa.sár og þoma bri . . (VÆriem) Jóhanna Ragnarsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIKH.F. Hamarshöfda 4 — sími 681360

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.