Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ kr. 3.990,- Stærðir: 4-12 Etni: Polyester, bómull. Fóðrað með bómull. Sendum I póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur »hummél^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 * Uthlutun styrkja NÝLEGA var úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Theodórs Johnsons fyrir árið 1994. Tilgangur sjóðsins samkvæmt stofnskrá er að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta einn eða fleiri til náms við Háskóla ís- lands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Að þessu sinni var úthlutað fjórum styrkjum hver að upphæð 150.000 kr. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki: Ásta Bjarnadóttir við nám í vinnu- og skipulagssálfræði við University of Minnesota, Fjóla Guðrún Sig- tryggsdóttir við nám í byggingar- verkfræði við North Carolina State University, Bjarni Össurarson nem- andi í læknisfræði við Háskóla ís- lands og Baldur Þórhallsson við nám í stjómmálafræði við Univers- ity of Essex. Minningarsjóður Theodórs John- sons var formlega stofnaður 1980 og er í eigu Háskóla íslands. Frá þeim tíma hafa verið veittar úr sjóðnum samkvæmt stofnskrá 3,9 milljónir kr. Theodór Johnson fædd- ist að Fögrubrekku í Hrútafirði 1889. Hann var bóndi í Hjarðar- holti í Dölum í mörg ár. Síðan gerð- ist hann hótelhaldari í Reykjavík og rak Hótel Vík um langt árabil. Hann andaðist 1965 og hafði þá ánafnað Háskóla íslands hluta af eigum sínum. Heildareign Minning- arsjóðs Theodórs Johnsons 31. des- ember 1993 er 8.595.451 kr. Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir íconur Að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat. Að njóta sín til fulls í félagsskap annarra. Að svara fyrir sig og haldá uppi samræðum. Að auka lífsgleði og hafa hemil á kvíða og sektarkennd. Upplýsingar og innritun á sunnudagísímaöl 22 24 og 1 23 03 aðra daga. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur, Bræðraborgarstíg 7 Gjábakki Basar - sýning - afmælishátíd Þriðjudag 10. maí kl. 14.00 byrjar basar og sýning á handavinnu eldri borgara, Kópa- vogi. Miðvikudaginn 11. maí verður aímælis- hátíð í Gjábakka, sem hefst kl. 12.00 með sj á va r rétta h I að borð i. Afmælisdagskrá hefst kl. 14.00. Meðal flytj- enda verður leikfélagið Snúður og Snælda. Kl. 16.00 verður kaffihlaðborð og að end- ingu stiginn dans. Forstöðumaður. Dregið í verðlaunagetraun Morgunblaðsms DREGIÐ hefur verið í verðlaunagetraun sem birt var í Morgunblað- inu í blaðaukanum Á ferð um ísland. Fjöldi svara barst í getraun- inni og voru dregin út nöfn sex vinningshafa: Vinnungshafar María Jónsdóttir, Rjúpufelli 12 í Reykja- vík, fékk fyrstu verð- launjn, vikuferðalag um ísland að eigin vali fyrir fjölskylduna í boði Ferðamálaráðs íslands. Edda Hrönn Stein- grímsdóttir, Neðstaleiti 6 í Reykjavík, fékk ann- an vinninginn, helgar- skíðaferð að eigin vali fyrir fjölskylduna í boði Ferðamálaráðs íslands. Kristín Sjöfn Helga- dóttir, Þykkvabæ 2 í Reykjavík, fékk í vinn- ing helgardvöl á Hótel Búðum á Snæfellsnesi fyrir tvo í boði staðar- haldara á Hótel Búðum. Elísabet Mjöll Kristins- dóttir, Hveramörk 6 í Hveragerði, fékk í vinn- ing flug og bíl innan- lands fyrir fjölskylduna í eina viku í boði Flug- leiða. Kristján Pálsson, Bakkavegi 33 í Hnífs- dal, fékk fimmta vinn- inginn, Golde-svefn- poka frá Útilífí í Glæsibæ og Ásdís H. Ágústsdóttir, Garða- stræti 8 í Reykjavík, fékk ferðagrill frá Esso. Aukavinningar Auk þess fengu vinn- ingshafar bol og úr merkt Morgunblaðinu. Allir verðlaunahafar voru að vonum ánægðir með vinningana og þeir sem hlutu ferðavinn- inga höfðu flestir ekki Morgunblaðið/Júlíus ÞRÍR af vinningshöfum með verðlaunin. María Jónsdóttir hlaut fyrsta vinninginn, vikuferðalag innanlands fyrir fjölskylduna að eigin vali í boði Ferðamálaráðs íslands, Edda Hrönn Steingrímsdóttir fékk ann- an vinninginn, skíðaferð fyrir fjölskylduna að eigin vali í boði Ferða- málaráðs íslands, og Kristín Sjöfn Helgadóttir fékk helgardvöl á Hótel Búðum fyrir tvo. Á myndinni eru einnig Ásgeir Snorrason og Ása Þórdís Ásgeirsdóttir. enn ráðstafað sumarfrí- inu sínu og hlökkuðu til að leggja land undir fót í sumar. Morgunblaðið óskar vinningshöfum til ham- ingju og þakkar öllum þeim sem sendu inn úrlausnir. MARÍ A Steingríms- dóttir dró út nöfn vinningshafa í verð- launagetrauninni og eins og sést á mynd- inni barst fjöldi svara. Ijpti jmm Hið nýja hús Blindrabókasafnsins á Digranesvegi 5 í Kópavogi. Qkuskóli Islands Námskeiö til aukinna ökuréttinda (meirapróf) hefst 16. maí nk. Á sama tíma hefst rútunámskelð og fylgir því ókeypis skyndihjálparnámskeið. Síðasta námskeiðið á þessari önn. Innritun stendur yfir. ökuskóli íslands hf., Geymið auglýsinguna. Dugguvogi 2, sími 683S41. Blindra- bókasafn Is- lands flytur BLINDRABÓKASAFNIÐ verður lokað vegna flutninga frá 10. maí til 1. júní nk. Safnið flytur að Digranesvegi 5 í Kópavogi. Blindrabókasafnið hefur verið til húsa í-Hamrahlíð 17 frá stofnun safnsins 1984 en nú er orðið of þröngt um starfsemina þar. Hús- næðið á Digranesvegi 5 hefur ver- ið innréttað að nýju í samræmi við þarfír safnsins. Hefur safnið nú betri aðstöðu en áður til þess að veita blindum og sjónskertum bókasafnsþjónustu ásamt öðrum hópum fatlaðra sem safninu er ætlað að þjóna skv. lögum. Starfsmenn Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar hönnuðu húsnæðið á Digranesvegi 5, sem er í eigu ríkisins. Lánþegar safnsins sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og á Seltjamamesi geta fengið hljóð- bækur sendar heim en lánþegar búsettir annars staðar fá bækur með pósti. Opnunartími safnsins er frá kl. 10-16 virka daga. Nýtt símanúmer Blindrabókasafnsins er 644222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.