Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
3U«nrgunMafrí&
BRÉF
TEL BLAÐSINS
Dýraglens
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Tommi og Jenni
Hver platar
hvem?
Frá Ólafi Gíslasyni:
TRAUST almennings á stjómmála-
mönnum hefur minnkað verulega á
undanförnum ámm, m.a. vegna
aukinna samskipta þeirra við fjöl-
miðla, þannig að almenningur hefur
nánast fengið þá inn í stofu til sín.
Þeir hafa sem sagt stigið niður af
stallinum væntanlega sér til frama,
en um leið hefur okkur orðið það
ljóst að margir þessara manna hafa
komist til valda frekar vegna ýtni
og góðs talanda en dáða í daglegu
starfi.
Ýmsir telja enn fremur að vin-
sældir stjómmála- og annarra for-
ráðamanna hafi dvínað mikið eftir
uppljóstranir fjölmiðla á hátterni
og afskiptum margra þeirra sem
verða því miður að fiokkast undir
spillingu. Hvernig getur það t.d. átt
sér stað að þingmenn, ráðherrar
o.fl. skammti sér ótæpilega há eftir-
laun á sama tíma sem hinn almenni
borgari getur varla lifað af ellilíf-
eyri sínum? Annað dæmi era laun
bankastjóra sem eflaust eiga að
vera svona há vegna mikillar
ábyrgðar. í reynd eru þessir menn
í langflestum tilvikum ábyrgðar-
lausir - hver hefur t.d. heyrt nokkra
opinbera umræðu eða kröfur um
að setja ætti bankastjóra af, þrátt
fyrir bullandi taprekstur ár eftir ár?
Bankastjórafarganið í okkar litia
þjóðfélagi er reyndar glöggt dæmi
um þá óheyrilegu yfirbyggingu sem
viðgengst og þrífst á íslandi. Þessir
bankar em minni eða álíka og vana-
leg bankaútibú í nágrannalöndun-
um, en láta sér ekki nægja minna
en 2-3 bankastjóra auk fleiri að-
stoðarbankastjóra. Erlendis mundi
nægja einn útibústjóri og hér ætti
líka að nægja einn bankastjóri, því
að bankastarfsmenn okkar standast
fyllilega samanburð við erlenda
starfsfélaga sína, svo að margföld
yfirstjórn á engan rétt á sér.
Það virðist ekki skipta máli, hvort
stjórnmálamenn koma úr röðum
hægri eða vinstri manna, þeir falla
flestir ljúflega inn í ríkjandi valda-
mynstur.
Vissulega era meðal kosinna
ráðamanna okkar margir hæfír
menn og tel ég Davíð Oddsson einn
þeirra. Hann sýndi og sannaði sig
sem leiðtogi í starfí borgarstjóra,
framkvæmdamaður sem þorði að
taka ákvarðanir og standa við þær.
Mér brá þess vegna heldur betur í
brún, þegar Davíð lét fyrir nokkra
hafa eftir sér, að það væri verið
að plata fólk með því að auglýsa
lausar stöður, sem fyrirfram væru
ætlaðar ákveðnum mönnum. Sé
þetta rétt haft eftir, þá kemur þarna
að mínu áliti fram veralegt vanmat
á almenningi. íslendingar era þrátt
fyrir allt ákaflega umburðarlyndir
við ráðamenn sína og hafa fram
að þessu látið flestar refskáksað-
gerðir afskiptalausar. Allir hafa séð
í gegnum tilfæringar þeirra til að
hygla vinum eða losna við keppi-
nauta. Hingað til hefur fólk látið
sér nægja að gera gys að þessum
aðgerðum, en nú er sennilega mæl-
irinn orðinn fullur. Þessu til stuðn-
ings má t.d. benda á fall nokkurra
borgarstjómarmanna út af lista
Sjálfstæðisflokksins og nú hina gíf-
urlegu andstöðu manna við skipan
66 ára gamals stjórnmálamanns í
stöðu Seðlabankastjóra.
Ég las nýlega grein í „The New
York Times“, sem fjallaði um dvín-
andi álit á stjómmálamönnum. Þar
segir m.a. að almenningur hafí gef-
ið ráðamönnum allt of fijálsar hend-
ur í góðæri eftirstríðsáranna og
þeir hafi undantekningalítið misnot-
að aðstöðu sína. Nú, þegar kjör
manna hafa almennt rýrnað hefur
afskipti og athygli fólks beinst að
atferli ráðamanna og eru þá kveðn-
ir upp óvægir dómar. Telur blaðið
að fólk á Vesturlöndum kreíjist
þess að ráðamenn víki, ef misferli
eða misnotkun valds sannist á þá.
Ég tel að umrædd hugarfars-
breyting sé að eiga sér stað á ís-
landi þrátt fýrir náin tengsl og
kunningskap og má þakka það
góðri menntun og árvekni almenn-
ings. Það er eins gott að stjómmála-
menn átti sig á þessum breyttu við-
horfum, geri sér ljóst að við ætl-
umst til að siðgæði þeirra sé fyrir
ofan en ekki neðan meðallag og
þeir skynji kröfur nýrra tíma.
ÓLAFUR GÍSLASON,
verkfræðingur.
Að varpa sprengjum á
börn er alltaf glæpur
Smáfólk
Vegna bréfs frá Predrag Dokic
IN THE OLD
DAYS, IF
SOMEONE 0JA5
PEFEATER HE
HELP UP A
U)HITE FLA6..
zc
Ef einhver tap-
UJELLJHAT'5 IT, CHARLIE
BR0U)N..UE L0STA6AIN
Jæja þá, Kalli Bjarna... við
töpuðum aftur aði í gamla daga
hélt hann uppi
hvítum fána...
Frá Gunnari Haukssyni:
ELSKU VINUR, Predrag Dokic.
Ekki saka okkur íslendinga um
fordóma þó við séum sumir að
setja út á framferði Serba í þessu
dapurlega stríði sem þeir taka
þátt í. Ég ætla samt ekkert að
verja aðra stríðsaðila. Það að
varpa sprengjum á börn að leik,
hvort sem það er inn á leikskóla-
lóð, fótboltavöll eða í sleðabrekku,
er bara glæpur. Það hefur ekkert
með fordóma að gera. Það hefur
ekkert með hermennsku að gera.
Það hefur heldur ekkert með ein-
hveija glæpi í fortíðinni að gera.
Það er bara sóðaleg morð.
Hugsaðu þér ástandið ef öll
heimsbyggðin léti svona. Ég leyfi
mér að fullyrða að allflestar þjóðir
og þjóðabrot á þessari þjáðu jörð
okkar eiga einhverra harma að
hefna úr fortíðinni.
Eigum við kannski að efna til
heimsstyijaldar til að leiðrétta allt
það ranglæti sem dunið hefur á
mannkyninu í gegnum aldirnar?
Engan æsing, vinur.
GUNNAR HAUKSSON,
landi Magnúsar
Skarphéðinssonar,
Vallartröð 10,
Kópavogi.