Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Háskólabíó haskölabío SÍMI22140 Áðgöngumiöi aö Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur af geislaplötunni meö rokktónlistinni dúndrandi úr myndinni í verslunum Skífunnar. Senna fékk fyrirboða ►kappaksturshetjan Ayrton Senna hringdi í kærustu sína, Adriana Galisteu, nokkrum klukkutímum áður en kappakst- urinn sem varð honum að aldur- tila hófst, að því er norska blaðið Se oghör segir. I samtalinu mun Senná hafa skýrt unnustunni frá ótta sínum um að eitthvað kæmi fyrir, en hann vonaðist til að það yrði ekkert alvarlegt. Ennfrem- ur segir að Senna og Galisteu hafi ætlað að ganga í hjónaband strax og þessu kappaksturstíma- bili lyki. Þá kemur fram að Senna sagði í nýlegu viðtali að hann ætti tvær stórar ástir í lífi sínu, ianu og kappakstursástríðuna. Senna og Galisteu Adr- Barnastjaman Jonathan Brandis sem lék í Sagan endalausa II er að fullorðnast ► JONATHAN Brandis segistalla tíð hafa langað til að verða leik- ari. Draumurinn hefur heldur bet- ur ræst því hann hefur vakið mikla athygli fyrir sjónvarpsþættina „seaQuest" sem eru um þessar mundir á dagskrá í Bandaríkjun- um. íslendingar þekkja Jonathan líklega betur úr kvikmyndinni Sagan endalausa II (Neverending Story II) og sjónvarpsmyndinni Það! (It!) byggð á sögu Stephens Kings. Hann hefur einnig leikið í fleiri þáttum og myndum eins og „Sidekicks" og „Ladybugs". Jonathan fæddist 13. apríl 1976 og er því nýorðinn 18 ára, kominn með bílpróf og segist hafa unun af því að keyra um. Hann hefur reyndar lent í árekstri og segir að sér hafi aldrei fundist eins leið- inlegt og þá að vera frægur, jafn- vel þótt áreksturinn hafi ekki ver- ið honum að kenna. Aður en hann fékk bílprófið fór hann oft á skauta, en nú fer mestur tími hans í að sinna sjónvarpsþáttunum og rúnta á bílnum þegar hann má vera að, auk þess sem hann heimsækir vini sína oft. Hann er svolítill safnari í sér og á bunka af Stjörnu- striðsköllum og tómum pez- hylkjum.Hann segist hafa séð þúsundir kvikmynda og hryllingsmyndir finnast honum skemmtilegastar. Jonathan á ekki kær- ustu, en hins vegar marg- ar vinkonur. Þegar vinur hans spurði hvort áhugi stelpnanna væri vegna sjónvarpsþáttarins eða hans sjálfs, segist hann hafa svarað: Hvaða máli skiptir það, fyrst þær vilja fara út með mér?Helsti draumur hans um þessar mundir er að verða bæði leikari og leikstjóri eins og Sylvester Stallone og Aronld Schwarzenegger. Stallone orðinn pabbi á ný ►SYLVESTER Stallone lýsti því yfir um áramótin að sam- býliskona hans, Jennifer Flavin, væri dásamleg kona og með því að kynnast henni hefði líf hans öðlast nýjan til- gang. Það kom því bæði Jenni- fer og öðrum í opna skjöldu Janice Dickinson þegar sýningarstúlkan og lj ós- ásamt barni sínu myndarinn Janice Dckinson • og barnfóstru. fæddi stúlkubarn 23. febrúar sl. sem hlaut nafnið Svannah Dickinson Stallone. Enn meiri undrun vakti að Sylvester Stall- one heimsótti þær mægður og sleit í kjölfarið sambandi sínu og Jennifer. Sagan segir einnig að hann hafi gefið Janice sjö milljónir króna ásamt hvítum Mercedes Benz og að nýja fjöl- skyldan hafi haldið í frí saman. Þau eru þó komin til baka úr þeirri ferð og mægðurnar flutt- ar inn stórhýsi Stallones í Holly- wood. Stallone hefur yfirgefið „ Jennifé^jj^yjjlniuntxfiH Skemmtilegar móttökur .strölsku íinoguu "^jtatókaranum °- Söngvarinn Prins stillir sér upp fyrir myndatöku eftir að hafa þegið verð- laun á hátíðinni. Það vildu eflaust margir vera í sporum Alberts Mónakóprins, sem gerir sig líklegan til að óska Whitney Houston til hamingju með kossi á tónlistarhátíðinni í Mónakó. Michael Hat- hense söngvari INXS og danska kærastan hans Helena Christi- ensen voru einn- ig viðstödd tón- listarhátíðina. Helena er meðal eftirsóttustu fyr- irsæta í heimi. FOLK FOLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.