Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Börnin í Hlíðaskóla gáfu gangbrautaverðinum sínum gjafir Mikill styrkur frá börnunum EFNT var til sérstakrar athafnar í Hlíðaskóla seinasta miðvikudag þar sem Erlendi Guðmundssyni, gangbrautaverði við skólann, voru afhentar gjafir og viðurkenningarskjal í þakklætisskyni fyrir störf hans í vetur. Engin umferðaslys hafa orðið á börnum í vetur. Erlendur starfaði við vörsluna í þrjá mánuði í fyrra og í allan vet- ur. Erlendur fékk afhent ljóðsafn eftir Stein SteinaiT, bækur um Jó- hannes Kjarval og úipu til að klæð- ast við.vinnu sína, auk blómvandar. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Erlendur ánægður með starf sitt sem fólgið er annars veg- ar í gangbrautarvörslu við umferð- argötur hjá skólanum, auk þess sem hann sér til þess að halda ró á leiksvæði í frímínútum og gæta yngri nemenda við skólann. Erlendur vinnur frá klukkan 8-17 alla virka daga og hjálpar börnunum yfir gangbrautir við skólann, klukkutíma í senn nema á miðvikudögum, þegar hann stendur gangbrautavaktina tvær klukkustundir í senn, auk þess sem börnin sækja hann á öðrum tímum þegar þau þurfa að fara yfir gang- braut. „Það verður stundum kalt í starfinu, sérstaklega þegar maður er orðinn vanur því að sitja inni, en þakklæti barnanna hlýjar manni. Ég á mikil samskipti við nemendur, skólastjóra og kennara og hef meðal annars fengið lögregl- una til að koma á haustin og ráð- leggja krökkunum sem hefur gefist afskaplega vel,“ segir Erlendur. Hann kveðst telja það nær eins- dæmi að gangbrautavörður við skóla sé leystur út með gjöfum að vori. „Ég er búinn að fá það mik- inn styrk frá börnunum, að hann hefði nægt mér, en foreldrarnir og börnin vildu gera eitthvað sýni- legt,“ segir hann. Erlendur segist ekki eiga von á að geta starfað við gangbrauta- vörsluna næsta vetur, þótt hann feginn vildi — launin séu of lág. Hann fái aðeins útborgaðar 51 þúsund krónur og fyrir 58 ára gamlan mann sé það ekki mann- sæmandi. „Mér finnst það sárt að þurfa að hætta, ekki síst þar sem nýr hópur sex ára bama kom í skólann í gær til að kynna sér skól- ann og þau vonuðustu öll tit að sjá mig í haust. Ég afhenti þeim bækl- inga frá Umferðarráði um notkun öryggisbelta og bókamerki, en gat því miður ekki heitið þeim því að vera hérna þegar skólinn byijar," segir Erlendur. MIKIL gleði ríkti þegar Erlendur Guðmundsson, gangbrauta- vörður, tók við þakklætisvotti frá nokkrum af yngri nemendum Hlíðaskóla. Hvalveiðiráðið samþykkir kvótareiknireglur en hvalveiðar eru áfram bannaðar Breytir ekki afstöðu íslenskra stjómvalda ÁLYKTUN um reiknireglur fyrir hvalveiðikvóta var samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Mexíkó á föstudagskvöld. Bann við atvinnuhval- veiðum er þó í gildi eftir sem áður þar sem hvalveiðiráðið telur að hrinda þurfi víðtækri veiðistjórnunaráætlun í framkvæmd áður en hægt sé að fjalla um hvort aflétta eigi banninu. Yera Moda í Þýskalandi Islendingur opnar fyrstu verslunina KRISTINN Már Gunnarsson opn- ar á miðvikudag í Trier fyrstu Vera Moda-verslunina í Þýska- landi. Verslunin er um 150 fer- metrar og stendur við aðalgöngu- götuna í miðborg Trier. Sólrún Lísa Kristjánsdóttir, unnusta Kristins, verður verslunarstjóri og sér hún um öll innkaup og dagleg- an rekstur, en til að byija með selur verslunin eingöngu kven- mannsföt. Kristinn Már hefur búið í Þýska- landi í um fjögur ár. Hann segist hafa verið að vinna í þessu undan- farin tvö ár. Ástæðan fyrir því að Trier varð fyrir valinu sé meðal annars að borgin sé tilvalinn stað- ur til að læra af. Á svæðinu sé sæmilega mikið af fólki og það sé gott verslunarsvæði. Hann segir að Vera Moda sé lítt þekkt í Þýskalandi en margir Þjóðveijar þekki merkið frá öðrum löndum. íslenskir fjárfestar Að versluninni stendur hópur íslenskra fjárfesta, að sögn Krist- ins, sem búinn er að rannsaka markaðinn í tæp 2 ár. Þeir hafi verið með nokkur önnur fyrirtæki í huga áður en Vera Moda varð ofan á. „Gkkur finnst að þetta sé ágætis millistig sem vantar," segir hann. „Það er til mikið af dýrum og ódýrum fötum en lítið þar á milli.“ Engin lán Kristinn segist vera orðinn mjög spenntur vegna opnunarinnar. Þetta sé dýrt dæmi og hafi kostað meira en hann hélt í upphafi, en nánast engin lán voru tekin til að opna verslunina. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði við Morgunblaðið að hann sæi ekki að niðurstaða ársfundar hvalveiðiráðsins hefði áhrif á þá afstöðu íslenskra stjórn- valda að standa fyrir utan ráðið. „Mér finnst niðurstaða hvalveiði- ráðsins afar lítil raunveruleg breyt- ing. Ákvörðunin um friðunarsvæði sýnir að það er ekki mikill vilji tii þess að láta vísindalegar niðurstöð- ur ráða. Það er ljóst að þó að veiði- stjórnunaraðferðir séu viðurkennd- ar þá eru hvalveiðar á þeim grunni ekki leyfðar, þannig að því leyti er þessi fundur vonbrigði," sagði Þor- steinn. En hvalveiðiráðið samþykkti fyrr í vikunni verndarsvæði fyrir hvali í Suðurhöfum og samkvæmt því er bannað að veiða hvali á svæðinu án tillits til veiðiþols hvalastofna. Reutersfréttastofan hafði eftir Clif Curtis talsmanni Grænfriðunga á ársfundinum að sú samþykkt benti til þess að hvalveiðiráðið hefði breyst úr hvalveiðiráði í hvalfriðun- arráð. Viðhorfsbreyting? Bandaríkin lögðu fram ályktun- ina um samþykkt veiðistjórnunar- reglnanna ásamt fleiri ríkjum og ályktunin var samþykkt án at- kvæðagreiðslu. Fyrir ári lýstu bandarísk stjórnvöld því yfir að Bandaríkin væru á móti hvalveiðum þótt þær væru stundaðar á vísinda- legum grunni. Eftir ársfundinn á föstudagskvöld sagði Brian Gorman talsmaður bandarísku sendinefnd- arinnar við Reutersfréttastofuna að ef stunda ætti hvalveiðar af ein- hveiju tagi ætti það að vera á vís- indalegum grundvelli og undir yfir- stjóm Alþjóðahvalveiðiráðsins. Re- utersfréttastofan hafði einnig eftir James Baker formanni bandarísku sendinefndarinnar að Bandaríkin styddu ekki að atvinnuhvalveiðar hæfust á ný og sæju ekki fyrir sér að atvinnuveiðar hæfust í náinni framtíð. Þegar Þorsteinn Pálsson var spurður hvort orðið hefði viðhorfs- breyting hjá Bandaríkjamönnum sagði hann óvíst hvort svo væri í raun. „Þeir hafa ekki sýnt á þau spil. Það er augljóst að úrsögn okk- ar úr hvalveiðiráðinu hefur haft mjög mikla þýðingu. Hún hefur knúið menn til að taka afstöðu og knúið menn til að viðurkenna að minnsta kosti í orði vísindalegar forsendur fyrir veiðum. Hún hefur gert það að verkum að bandarísk stjórnvöld hafa óttast að fleiri þjóð- ir gengju á eftir ef þau sýndu ekki einhvern lit. Ég held hins vegar að niðurstaða hvalveiðiráðsins sé afar lítil raunveruleg breyting.“ R-listinn kvartar vegna starfsemi D-listans á kjörstöðum Ekkí ástæða til aðgerða R-LISTINN kvartaði til yfírkjör- stjómar í gær vegna starfsemi Sjálf- stæðisflokksins á kjörstað og fullyrti að hún truflaði kjósendur. I yfírlýs- ingu frá yfirkjörstjóm segir að það hafi tíðkast í mörg ár í Reykjavík að stjórnmálaflokkar fengju aðstöðu á kjörstöðum til að auðvelda eftirlit þeirra með framkvæmd kosning- anna. Starfsemin megi þó ekki trufla kosningarnar. I kvörtun R-Iistans segir að í Breiðagerðisskóla reki sjálfstæðis- menn skrifstofu og hafi R-listanum borist kvartanir vegna starfseminn- ar. Yfirkjörstjóm kannaði hjá hverfis- kjörstjórn í Breiðagerðisskóla hvort starfsemi D-listans truflaði fram- kvæmd kosninganna og taldi hún að svo væri ekki. Því hafí ekki verið ástæða til aðgerða. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að þessi kvörtun sé ekkert ann- að en örvæntingarfull tilraun til þess að hafa áhrif á kosningamar. Það sé ákvörðun kjörstjórnar á hveijum stað að útvega húsnæðið og svona hafið þetta verið gert athugasemda- laust í 50 ár. Solzhenitsyn snýr aft- ur ►Alexander Solzhenitsyn snýr aftur til Rússlands eftir 20 ára útlegð á Vesturlöndum þar sem hann hefur freistað þess í hvívetna að hafa sem minnst kynni af vest- rænni menningu./lO íbúðum aldraðra ábótavant ►iðjuþjálfar telja að mikið skorti á að íbúðir þær, sem byggðar eru fyrir aldraða þjóni tilgangi sín- um./12 Styttist í stóra daginn ►Undirbúningur vegna þjóðhátíð- ar á Þingvöllum er kominn á loka- stig./16 Að móta unglinginn ►Heimsókn í menntasetrið að Reykholti í Borgarfirði./18 Konan með Kóreubíl- ana ► Segja má að Erna Gísladóttir hafi rutt braut kynsystra sinna inn á nýbílamarkaðinn þegar hún tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um./20 B ► 1-28 í stjörnufiokki ►Elín Ósk Óskarsdóttir segir frá söngferli sínum, æskuárum og starfi sem kjötmatsmaður./l Aftur til steinaldar ►Sumarið er gósentíð afþreying- armyndanna frá Hollywood og bráðlega taka stórmyndir sumars- ins sér bólfestu í bíóunum á ís- landi./4 Veiðisögur að vestan ►Jón Jens grenjaskytta er enn að og kominn á níræðisaldurinn. /8 Barnið skal heita Mót- taka ►Björg Pálsdóttir, fjörkálfurinn af Seltjamarnesinu, sem sinnt hef- ur hjúkrunar- og ljósmóðurstörfum meðal blásnauðra og stríðshijáðra í Asíu og Afríku tekin tali./12 Hnykkurinn 1999 ►indverska bókin sem sameinar vísindi og dulhyggju. /14 BÍLAR____________ ► 1-4 Ágreiningur um æf- ingakennslubraut ►Stefnir í að byggðar verði tvær brautir en hvor mun kosta á annað hundrað millj. kr. /3 Reynsluakstur ►Honda Accord Si, aflmikill og lipur bíll sem hefur fengið andlits- lyftingu./4 FASTIR bÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 38 Leiðari 24 Bíó/dans 39 Helgispjall 24 íþróttir 42 Reykjavíkurbréf 24 Útvarp/sjónvarp 44 Minningar 26 Dagbók/veður 47 Myndasögur 34 Gárur 6b Brids 34 Mannlífsstr. 6b Stjörnuspá 34 Kvikmyndir lOb Skák 34 Dægurtónli8t ltó Bréf til blaðsins 35 Samsafnið 26b Velvakandi 36 INNLENDAR FF tÉTTlR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.