Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Gagnrýni á réttásér HALLDÓR Guðmundsson arkitekt var einn þeirra sem sóttu nám- skeið Margaretu A. Christenson, en Halldór teiknaði einmitt hið nýja hjúkrunarheimili Eir og hefur teiknað mörg fleiri mannvirki sem ætluð eru öldruðu fólki. I samtali við blaðamann sagði Halldór að hann hefði heyrt og séð ýmislegt gagnlegt á umræddu nám- skeiði en þar hefði einnig verið drepið á marga hluti sem hann hefði áður haft vitneskju um. að er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að hjúkruanrheim- ili er í senn heimili fyrir aldrað fólk og starfsaðstaða fyrir þá sem sinna því,“ sagði Halldór. „Þarfir beggja þessara hópa þarf að sam- eina þannig að öllum líði vel. Auð- vitað eru verk okkar arkitekta litin gagnrýnisaugum, margir hafa t.d. tal- að um að þessi hjúkrunarheimli sem ég hef teiknað séu allt of stór. Því er til að svara að víst eru lítil heimili notaleg, en þau geta ekki boðið upp á það sama og stór hjúkrunarheimili. Allt snýst um pen- inga í dag og við höfum vissa fjár- hæð sem á að duga fyrir rekstri svona heimila. Til þess að það gangi upp þá þurfa einingar að ná ákveðinni stærð. Því miður hef ég ekki komist í þá aðstöðu að geta teiknað húsnæði af þessu tagi án þess að þurfa að taka tillit til sjónarmiða af þessu tagi. Að ýmsu leyti á sú gagnrýni rétt á sér að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til þarfa aldraðs fólks þegar reistar hafa verið íbúðir sem kallaðar hafa verið þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Þessar íbúðir eru ekki með þröskulda en það er líka það eina sem gerir þær frábrugðn- ar venjulegum íbúðum. Ef hanna á- íbúð fyrir aldraða á að gera ráð fyrir öllu, svo sem því að fólk þurfi að vera í hjólastól, göngugrind eða nota lyftara. Þessar íbúðir sem hér hafa verið hannaðar fyrir aldrað fólk gera yfirleitt ekki ráð fyrir neinu slíku. Þegar fólk kaupir slík- ar íbúðir er því oftast um bráða- birgðalausn að ræða í reynd, ekk- ert er þó hægt að alhæfa í þeim efnum. Þá þarf við hönnun slíkra íbúða að gera ráð fyrir aðstöðu þeirra sem þjóna eiga aldraða fólkinu ef þörf gerist og sú aðstaða er víðast ekki fyrir hendi. Eldhúsin eru ekki hönn- uð fyrir hreyfihamlaða heldur fyrir fullfrískt fólk. Á Norðurlöndum er lögð mikil áhersla á að íbúðir fyrir aldraða uppfylli slíkar kröfur." Hver skyldi bera ábyrgð á að hönnun íbúða fyrir aldraða er eins ábótavant og raun virðist bera vitni? „Líklega er eru það bygginga- meistararnir sem teljast vera ábyrgir fyrir þessu mikið til. Þeir vita þá ekki nógu vel hvað þeir eru að gera. Bygg- ingameistarar eru þó auðvitað mis- jafnir, sumir þeirra gera mjög góða hluti en aðrir síðri. Markaðurinn ræður þessu líka, ef fólkið myndi gera kröfur til þess að íbúðir fyrir aldraða væru eins vel og skyn- samlega úr garði gerðar og ná- grannaþjóðir okkar gera kröfur til þá myndu byggingaaðilar koma til móts við það, en fólk yrði þá að vera tilbúið til að borga fyrir það.“ Ef þessar kröfur hafa ekki verið uppfylltar, hvað gerir þá íbúðir fyr- ir aldraða eins dýrar og þær sannan- lega hafa verið? „Ég get ekki svar- að því,“ sagði Halldór. Er hann var spurður hvar væru bestu íbúðir fyr- ir aldraða hér á höfuðborgarsvæð- inu, sagði hann: „Ég tel að það sem best er til hér séu íbúðir sem byggð- ar voru í Jökulgrunni og eru í beinu sambandi við heilsugæslu Hrafn- istu.. Ef fólk þarf á hjálp að halda þá þrýstir það á hnapp og kemst í samband við hjúkrunarfræðing strax, á hvaða tíma sólarhrings sem er, þar getur fólk farið í mat á Hrafnistu, og einnig í föndur, iðju- þjálfun og hárgreiðslu. Það getur Ííka fengið hjálp iðnaðarmanna og aðstoð við slátt og viðhald húsa og auðvitað eru þær íbúðir hannaðar með það í huga að fólk geti verið í þeim í hjólastólum eða með önnur þau hjálpartæki sem fatlað fólk kann að þarfnast." Halldór Guómundsson ..■■■■■!■........III ..I ' ' ntniWTd- íhfiðum aldraðra er ábótavant eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur UNDANFARIN ár hefur mikið verið byggt af íbúðum sem ætlað- ar hafa verið öldruðu fólki og auglýstar hafa verið sem svokall- aðar þjónustuíbúðir. Ekki eru all- ir sáttir við þá nafngift og eru sumir iðjuþjálfar í þeirra hópi. Anne Grethe Hansen er iðjuþjálfi á Reykjalundi. Hún sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins að sér þætti sérkennilegt að sjá margar þessar íbúðir auglýst- ar sem sérhannaðar fyrir aldrað fólk, oft án þess að meira væri hugað að þörfum aldraðra við hönnun þeirra en að sjá um að þær væru hæfilega stórar, væru allar undir sama þaki, gjarnan í háhýsum og hefðu sumar ein- hvern aðgang að þjónustumið- stöðvum. að sem vantar fyrst og fremst að tryggja er að fólk geti verið í slíkum íbúðum þótt það verði fatl- að, þurfi að nota hjólastól, göngu- grind eða bara starf, það er ekki gerlegt vegna aðstöðunar í mörgum þessum íbúðum," segir Anne Grethe. „Þá er ekki síður slæmt að fólk sem er i svona íbúðum þar sem kallkerfi á að vera nýtur þess oft ekki nema bara á vinnutíma á virkum dögum, um kvöld, nætur og helgar er enginn á vakt og enga aðstoð að fá þótt eitthvað komi fyrir. Hinir sem búa í íbúðum sínum út í bæ eiga hins vegar rétt á að tryggingar taki veru- legan þátt í að borga fyrir öryggis- hnapp sem hægt er að ýta á og fá tafarlausa aðstoð ef mikið liggur við, þetta er neyðarþjónusta sem er allan sólarhringinn, alla vikuna. Þannig er fólk í raun tryggara hvað þetta snertir í venjulegum íbúðum en í flestum hinna svokölluðu íbúð- um fyrir aldraða." Anne Grethe kemur frá Dan- mörku, skyldi kerfið þar vera frá- brugðið því sem hér er? „Vissulega, hér er mikið um eign- aríbúðir fyrir aldraða sem einkaaðil- ar byggja, en i Danmörku byggja lójuþiálfar telja aó mikió skorti á aó íbúóir þær sem byggóar eru ffyrir aldraóa þjóni til- gangi sinum. Anne Grethe Hansen lýsir hér sjónarmióum iójuþjálfa bæjarfélögin íbúðir fyrir aldraða borgara sína. Þar eru gerðar strang- ar kröfur til þess að fólk geti notað þær íbúðir þótt það verði fatlað og þurfi mikla aðstoð. Mjög margar þær íbúðir sem þar eru byggðar fyrir aldraða eru 60 fermetrar fyrir ein- stakling. Hér eru leiguíbúðir sem hið opinbera byggir ekki nema um 30 fermetrar, það et' alltof lítið. Mér finnst að ekki eigi að byggja annað en tveggja herbergja íbúðir, fólk þarf að hafa almennilegt svefnher- bergi,“ segir Anne Grethe. Hér er hönnun oft alltof tilviljanakennd, baðherbergi eru t.d. alls ekki hentug fyrir aldrað fólk í mörgum íbúðum sem byggðar eru sérstaklega fyrir það,“ segir hún. „Ef á annað borð er boðið upp á heitan mat í íbúðum fyrir aldraða þarf sú þjónusta að vera fyrir hendi alla daga ársins. Eldhúsin í þessum íbúðum eru mjög ófullkomin þannig að fólkið á erfitt með að athafna sig þat', þótt það sé fært um það. Við iðjuþjálfar höfum bent á nauðsyn þess að hafa góð eldhús en þá er svarið að fólkið fái heitan mat í þjón- ustumiðstöðinni, sem er svo oft ekki opin nema á virkum dögum. Á öðrum Norðurlöndum er mikið rneira geri af því að innrétta góð eldhús í íbúð- um aldraðra og þá þannig að hægt sé að hafa skápa og borð í mismun- andi hæð eftir því sem hentar hvetj- um og einum. í þeim efnum eru til ýmsar lausnir, dýrar og ódýrar. En fyrir öllu slíku þarf að hugsa fyrk áður en íbúðirnar eru byggðar, það er dýrt og erfitt að ætla að koma slíku á í fullbúnum íbúðum.“ Leigja þær ungu fólki Hvað á þá að gera við allar þess- ar íbúðir hér sem byggðar hafa ver- ið fyrir aldrað fólk en ekki eru sér- hannaðar fyrir þarfir þess? „Sum- ar þeirra ætti bara að leigja út fyrir ungt fólk,“ svarar Anne Grethe. J öðru lagi mætti breyta þeim þegar þær þurfa á endurnýjun að halda, * Furugerði t.d. mætti slá saman tvær íbúðir í eina og breyta um leið inn- réttingum, gera góð eldhús, hafa sæmilegt rými í kringum rúm og góða aðstöðu á baðherbergjum þannig að komast megi að því að hjálpa fólki sem er hjálparþurfi." Nú hafa íbúðir sem byggðar hafa verið hér fyrir aldraða þótt dýrar, hvers vegna eru þær svona dýrar ef þær eru lítið sem ekkert frá- brugðnar venjulegum íbúðum? „Eg veit ekki af hveiju það er, hurðirnar eru kannski eitthvað breiðari en í venjulegum íbúðum, en slíkt kostar ekki neitt að ráði. í þess- um húsum eru lyftur, en þær eru 1 öllum stórum fjölbýlishúsum án þess að íbúðirnar verði óhóflega dýrar þess vegna. Sumir arkitektar vilja leggja mikla áherslu á sameiginleíA Sveinsstaðir í Þingi Ábúð haldist í fimm ættliði í beinan karleg’g BlönduAsi. í EITT hundrað og fimmtíu ár hafa búið fimm ættliðir í beinan karllegg á Sveinsstöðum í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu. Sá sem upphafinu réð var Olafur bóndi Jónsson kvæntur Oddnýju Olafs- dóttur en núverandi bóndi á Sveinsstöðum er Magnús Ólafs- son. Ætlunin er á sumri komanda að efna til ættarmóts og taka saman niðjatal þeirra Oddnýjar og Ólafs en afkomendur þeirra eru eitthvað á áttunda hundrað að sögn Magnúsar Ólafssonar á Sveinsstöðum. Magnús bóndi Ólafsson á Sveinsstöðum telur það fullvíst að það séu ekki margar jarðir hér á landi sem undanfarin hundrað og fimmtíu ár hafi verið setnar af sömu ætt í beinan karl- legg. Til að varpa nokkru ljósi á manninn Ólaf Jónsson er hóf búskap á Sveinsstöðum til vegs Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sveinsstaðir í Þingi. Sjöttu ættliðirnir á Sveinsstöðum, börn Magnúsar Olafssonar og Bjargar Þorgils- dóttur á hlaðinu á Sveinsstöðum. Frá vinstri: Ólafur, Elín Ósk og Þorgils. og virðingar má nefna að skógar- lundur sá sem stendur við Norð- urlandsveg á Vatnsdalsvegamót- um er kenndur við hann. Einnig má geta þess að faðir Magnúsar, núverandi ábúenda, Ólafur Magnússon, var við það ásamt föður sínum að grafa upp bein þeirra Agnesar og Friðriks sem síðust voru líflátin hér á landi og koma þeim fyrir í kirkjugarð- inum á Tjörn á Vatnsnesi. Ólafur og Oddný áttu fjórtán þörn og komust tíu þeirra upp þannig að ljóst er að afkomenda- fjöldinn er mikill og kennir þar margra grasa. Að sögn Magnús- ar Ólafssonar verður í sumar haldið niðjamót þeirra Ólafs og Oddnýjar, nánar tiltekið daganna 5. og.6. ágúst. Magnús vildi einn- ig koma því á framfæri að hann hefur hug á að þeir sem ættir eiga að rekja til þeirra hjóna, Ólafs og Oddnýjar, hafi samband' við hann. Jón Sig 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.