Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 19 mikill hugsjónamaður sem íýnir í tákn myndmálsins og áhrif auglýs- inga-áreitis á mótun unglinga. „Við eigum í stöðugri baráttu við blekk- ingar,“ segir hann fastmæltur. „Sú mynd af tilverunni, sem við erum að gefa ungu kynslóðinni, er aigjör blekking! Hið sífellda auglýsinga- áreiti minnir á herbrögð Göbbels." Ein prófspurning í sálfræði í Reykholtsskóla er svohljóðandi: „Hver er skynjun þín við upplifun þessarar myndar?“ Birt er mynd af mótorhjóli. Einn nemandinn, strák- ur, svarar því svona: „Þegar ég horfi á mótorhjól, fæ ég sterka löng- un til að eignast það og aka því.“ Síðan þarf viðkomandi að rökstyðja af hverju hann fær þessa tilfinningu fyrir myndinni. „í þessum unglingaheimi kemur mjög skýrt fram, hvað er búið að stimpla inn í krakkana. Einriig hvað máttur auglýsinganna er mikill. Það er mikilvægt að krakkamir geri sér grein fyrir þessu áreiti. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að kenna þeim að vera gagnrýnin, svo að þau geti séð í gegnum þennan blekkingaheim, reyni ekki að lifa samkvæmt honum.“ Oddur tiltekur sérstaklega, hvað kvenímynd aug- lýsinganna geri venjulegum ungl- ingsstúlkum erfitt fyrir. Þroska nemendur í lýðræðislegri samvinnu Lýðháskóla-stórfjölskyldu-hug- myndafræðin sem Reykholtsskóli vinnur eftir er metnaðarfull mann- gildishugsjón þar sem hver einstak- lingur er tekinn á nafnverði og sköp- unarkraftur nemenda virkjaður. Fögur orð, en hvemig em þau í framkvæmd? í fylgd með Oddi er gengið upp í turnstofu yfir skrifstofu skóla- meistara. Turnstofan er einstaklega skemmtilega hönnuð, með góðum útsýnisgluggum yfír menningar- setrið. Hornréttar raufar em greipt- ar inn í einskonar hvolfþak, sem gera það mögulegt að nema hvísl úr sitt hvomm enda herbergisins. Hér var áður tölvuver skólans. Nú er búið að koma fyrir gömlum, virðulegum stólum og skrifborðum. Hátíðleg málverk af fyrri skóla- meisturum hanga á veggjum. Virðu- leiki hvílir yfír tumstofunni sem sérhver skóli mætti vera fullsæmdur af. „í skólum erlendis gegnir turninn alltaf virðulegu hlutverki. Því fannst mér tilheyra að ALÞINGI Reyk- holtsskóla yrði haldið hér í tumstof- unni,“ segir skólameistari, „en ALLSHERJARÞING em haldin á sal vikulega. „Hér fá nemendur að snerta birt- ingarform lýðræðis, taka þátt í kosningum, fínna lausnir á „prak- tískum" og félagslegum málum. Fjórir nemendafulltrúar sitja á Al- þingi og skipa þannig 1/3 af skóla- ráði, en allir nemendur sitja Alls- heijarþing. Undir nemendafulltrú- um starfa síðan klúbbar og stjórn- arhlutverkum er dreift til nemenda, sem taka ábyrgð á heimavist, að hún sé þrifín og allt sé komið í ró og næði um miðnætti. í öðmm skól- um er oft einangraður hópur nem- enda, lokuð klíka, sem er í valda- stöðunum. Hér er miklu minna bil á milli nemenda, eins og vera ber hjá menntastofnun í anda íýðræðis- hugsjónar." Skóli er ekki hús, heldur fólk Skólahúsið frá 1931, eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara ríkisins, ér sannarlega ver- ið að laga að breyttum kröfum nem- enda og kennara. I fylgd með skóla- meistara er gengið um húsið - „al- veg stórkostlegt hús sem auðvelt er að móta að kröfum nútímakennslu- hátta,“ segir hann. í litlum kennslustofum er kenn- arinn svo nálægur þegar kennt er í hringlaga formi, ef nemandinn er ósjálfstæður í vinnubrögðum. í litlu herbergi situr Sævar Einarsson frá Isafirði önnum kafínn við að klippa saman þætti um Simpson-fjölskyld- una. „Þetta er útvarps- og kvik- myndaverið okkar,“ segir Oddur. „Við erum með útvarpsráð og hingað kemur gestakennari til að kenna gerð útvarpsþátta. Nemendur sjá sjálfur um vikulega skemmtiþætti en yfírleitt er það valin tónlist sem útvarpað er yfír á heimavist.“ í stórri ráðstefnu- og kennslustofu gefur að líta dýnustafla til hliðar. „Þetta er líka bíósalurinn okkar. Við erum með myndbandsvarpa á dúk eins og í kvikmyndahúsi. Það er ekki nema 5% nýting á sjónvarpi í stórri skólastofu." í stórum sal, sem áður var hluti af eldhúsi skólans, er nú björt og skemmtileg raungreinastofa. Hér fara fram líffræði- og efnarannsókn- ir. En gamli matsalurinn og eldhúsið nýtast vel í allt sullið sem fylgir list- sköpuninni. Sveinn Víkingur er myndlistarkennari skólans og hefur kennt við Reykholtsskóla í þijá ára- tugi. - Hvað hefur aðallega breyst í kennslunni? „Áður var kennt eftir ákveðnum línum í námskrá sem ekki mátti breyta út af. Nú kenni ég vel undir- stöðuatriðin, leyfi þeim síðan að þreifa fyrir sér með litum og sköp- unargleði. Þetta er orðið miklu víð- tækara," segir Sveinn. Arkitekta- og handverkshópur skólans fékk að spreyta sig við að skipuleggja setustofuna sína í sam- ráði við innanhússarkitekt. Krakk- arnir völdu skærbláa veggliti, rauð- brúna sófa, halógen-ljós og parkett á gólfíð. Litasamsetningin er nýstár- leg og útkoman býsna góð. I kjallara er fullkomin ljósmynda- stofa með lömpum, skermum og bakgrunnstjöldum. Nemendur fram- kalla allt sjálfír og eiga orðið safn ljósmynda, - sumir komnir með skemmtileg tilþrif í faginu. Hér er líka snókerklúbbur skólans til húsa. Litagleði ræður ríkjum, einkum vekja litskrúðug gólf eftirtekt. „Krakkarnir munsturmála gójfin með vatnslitum, síðan er lakkað yfir með slitþolnu efni,“ segir Oddur. I litlu bakhúsi á skólalóð fengu krakkamir að útbúa sér reykinga- stofu. Tilfínningaríkar veggskreyt- ingar æpa á móti gestinum, í þeim fá ýmsir sinn skerf, bæði hugmynda- fræðingar og pólitíkusar. Hér situr framtíðarkynslóðin á rökstólum. En skólameistari hefur áhyggjur af hvað ofbeldið er ríkur þáttur í allri myndskreytingu þessa aldurshóps. „Einnig þegar þau fara að vinna kvikmyndir, þá bregst það ekki að ofbeldi í einhverri mynd er vinsæl- asta myndefnið." Nemendahópurinn í hnotskurn Þetta eru aðallega 16-17 ára ungl- ingar, en örfáir fara yfír tvítugt. Um 15% eru úr sveitinni í kring, um 35% frá Reykjavík og nágrenni, tölu- vert margir frá Snæfellsnesi, og Vestfjörðum eftir að Núpsskóli hætti, einnig nokkrir frá Austfjörð- um. - Ef þú ættir að skipta þeim nið- ur, gætirðu þá skilgreint ákveðna hópa? Skólameistarinn er ekki lengi að hugsa sig um. „Þorpara, sveita- krakka og Reykjavíkurkrakka. Svei- takrakkarnir skera sig úr, eru róleg- ir og samviskusamir, en lítill munur er á milli þorpara og Reykjavíkur- krakka. Segja má að þarna mætist tveir menningarhópar. Sveitakrakk- arnir kynnast hinum stóra heimi í félagsskap við Reykjavíkurkrakk- ana, en þau aftur á móti fá að kynn- ast gömlum gildum þjóðfélagsins í gegnum sveitakrakkana. Samkvæmt skýrslu Barna- verndarnefndar eru engin vandamál úti á landi. Það tel ég ekki rétt, vandamálin eru meira hulin þar sem fólk þekkist vel innbyrðis. Aftur á móti hefur einstaklingurinn meira gildi í litlum samfélögum, þannig að vandamálin verða færri.“ Samkvæmt námsgetu má skipta nemendahópnum í þijá undirhópa: a) Hópur með metnað í námi, mætir vel í skólann, góðir skólaþegnar. b) Hópur sem hefur metnað til að ná sér á strik, en skortir undirstöðu í einstökum fögum, góðir skólaþegn- ar, oft litríkir persónuleikar, en skap- andi og samvinnuþýðir. c) Hópur sendur í skólann af Félagsmála- stofnum Reykjavíkur, öðrum sveit- arfélögum eða foreldrum. Lítill metnaður, slæmar mætingar, sífellt eftirlit nauðsynlegt. „Nemendur í b-hóp njóta sín vel í minni skólum og ná sér yfirleitt vel á strik, sömuleiðis hópur a sem verður oft leiðandi í skólastarfínu, en c-hópurinn má ekki fara yfír 5%,“ segir skólameistari. „Skóli fyr- ir vandræðaunglinga verður að vera minni, ef til vill fyrir 20 nemendur, þeir þurfa það mikið eftirlit, félags- og sálfræðilega aðstoð. Tákn- og tungumál unglinga segir margt Oddur segir að sænska orðið FOLK BILDNING yfír lýðháskóla sé lýsandi fyrir það sem þar fer fram. „Okkur skortir íslenska orðið, sem er kannski mannrækt og „að fínna sjálfan sig“- ferlið. Þau skila- boð sem ég les út úr tungumáli unglinganna, hegðun alla og jafnvel fatnað eru skýr. Þau óska eftir end- urnýjuðu sambandi við foreldrakyn- slóðina. Þau vilja sálarleg sam- skipti, ekki efnisleg. Þau vilja sam- skipti sem byggjast á manneskja/ manneskja-hugmyndinni, - ekki skjárúða/ manneskja-forminu. Þessi mannskilningur er ekki nýr heldur runninn undan rifjum klassískrar“menningar sem reiknar með því að maðurinn sé ekki fuli- mótaður, og mótist ekki af patent- lausnum í bókum, heldur með því að eiga möguleika á að uppgötva eitthvað nýtt á hveijum degi, vera leitandi félagsvera á sífelldri þroska- braut. Dagleg uppörvun er m.a. fólgin í því að kynslóðir og menningarhóp- ar skiptist á reynslu, sérþekkingu og táknum. Unga fólkið er með lyk- il að hröðum myndlestri á meðan fullorðna fólkið er með sögulegt yfirlit sem ungmennin skortir. Báðir hópar eru kannski of einangraðir til afj fá heildarmynd af heiminum, en gætu þeir ekki skipst á myndlykl- um?“ - spyr Oddur.“ Þegar horft er tilbaka á menning- arsetrið Reykholt, er sem ólgandi straumur tilfinninga svífí yfír skóla og heimavist. Það er ekki skrítið. Tilfínningalífíð á þessum mótunará- rum er oft býsna sterkt og óhamið. Það er ekki sama hvernig skólinn brúar bilið á milli unglings- og full- orðinsára. Á því byggist oft hvernig líf einstaklingsins mótast. INDESÍT INDESIT INDESIT INDESiT ÍNDESIT INDESIT INDESIT ui Q 1 35 Ul 2 fc: UI Q 2 i/i m z Heimilistœkin frá Indesit hafa fyrir löngu sannað gildi sitt í Evrópu. Þér bjóðast þessi sterku ítölsku tœki á einstöku verði! m ut a z tz m Z m a z & 0 Kæliskápur A R2600 W H-152 B-55 D-óO 187 I kælir 67 I frystir VeríS kr. 49.664,- 47.181,- stgr. ▲ Eldavél KN 6043 WY H-85 B-óO D-óO Undir/yfirhiti Grill.Snúningsteinn Vei* kr. 51.492,- 48»917fm stgr. Þvottavél A WN 802 W VindingahraSi 400-800 sn/mín. Stigalaus hitarofi 14 þvottakerfi Tekur 4,5 kg. Verb kr. 59.876,- 56.882,- stgr. Uppþvottavél D3010W 7 þvottakerfi Fyri 12 manns Ver& kr. 56.544,- 53.717,- stgr. Umbofismenn Reykjavík og nágrennl: BrœOurnir Ormsson Reykjavík BYKO Reykjavlk, Hafnarfiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavík Brúnás innréttingar.Reykjavlk Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavik H.G. Guöjónsson, Reykjavík Rafbúöin, Kópavogi. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bíldudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Straumur.lsafiröi Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavlk Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga. Vopnafiröi Stál, Seyölsfiröi Verslunin Vik, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Sufiurland: Kt. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Jón Þorbergsson Kirkjubæjarklaustri Reykjanes: Stapafeíl, Keflavík Rafborg, Grindavík. Heimilistæki Umbo&smertn um land allt as! Sönglög eftir Wilhelm Furtwángler, Karl Böhm, Robert Heger, Siegfried OWagner, Hans Knappertsbusch, Richard Strauss • - þekkta hljómsveitarstjóra í Bayreuth. o. Islenska óperan Mánudaginn 30. maí kl. 20:00 f f gf : ^ I K'J i , . í! } w § rt s cSa* Kammertónleikar Flutt verða verk eftir Mozart, Bozza, Poulenc og Rimsky - Korsakov. íslenska óperan miðvikud. 1. júní kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.