Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 1 ÍDAG Halldór Ásgrímsson segir aö hafi utanríkisráöherra veríb meö einleik í Brussel um aöild áö Umskiptum spáð í ferðaþjónustu Aþenu. Morgunblaðið. SÉRFRÆÐINGAR á sviði ferða- mála innan Evrópusambandsins spá verulegum breytingum innan ferðaþjónustunnar á komandi árum sem kalla á auknar áherslur á dreifbýlið og menningu þjóð- anna. I Aþenu stendur nú yfir ráð- stefna á vegum Evrópusambands- ins og Ferðamálaráðs Grikklands undir yfirskriftinni „Eurotourism — Culture and Countryside“ þar sem helstu sérfræðingar eru sam- an komnir til að bera saman bæk- ur sínar, en þetta er fyrsta ráð- stefnan sinnar tegundar sem hald- in er, en Grikkir gegna nú for- mennsku í ráðherraráði ESB. í gær, föstudag, voru kynnt 48 ný verkefni á sviði ferðamála í dreifbýli sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur árum, það er á árunum 1992—’9B, í aðildarríkjum Evrópusambandsins og það með dyggum fjárhagsstuðningi þess einnig, en til þessara verkefna hefur ESB kostað til sem svarar 1,2 milljón ECU, eða staðið straum af allt að 60% kosnaði við þessi verkefni. Um tilraunaverkefni var að ræða sem að sögn ferðamálafröm- uða hér hafa tekist mjög vel, en i alls bárust á sjöunda hundrað * umsóknir um fjárstuðning til , ýmissa verka áður en þær voru grisjaðar niður í 48. Verkefni þessi eru m.a. ætluð til að vera fyrhmynd annarra, þar sem þau eiga við og geta íslend- ingar sótt um stuðning í samvinnu við tvö eða fleiri aðildarríki ESB til nýsköpunar í ferðaþjónustu. Stærsta atvinnugreinin í máli Heinrich von Moltke, , framkvæmdastjóra hjá Evrópu- j sambandinu í Brussel, kom fram að ferðaþjónustan væri á heildina litið stærsta og mikilvægasta at- vinnugrein innan sambándsins sem rekja mætti til batnandi lífs- I kjara. Samkvæmt skýrslu Evrópu- þingsins nema meðaltekjur aðild- arríkja af ferðaþjónustu 5,5% af ! þjóðartekjum þó sú tala geti verið hærri í sumum löndum, t.d. nema 1 tekjur af ferðaþjónustu nálægt 9% hér í Grikklandi. Þá hafa um 8 milljónir Evrópuþjóða innan ESB 1 atvinnu sína af ferðaþjónustu. Ungir og gamlir flykkjast á kjörstað Áhugi á kosningun- um í Kópavogi er mikill enda spáð spennandi kosning- um. Þessi fullorðna kona lét hvorki háan aldur né lúna fætur varna sér að fara á kjörstað. Hafnfirð- ingar árrisulir Heldur fleiri höfðu greitt atkvæði í kosningunhm í Hafnarfirði á há- degi en á sama tíma I fyrra. Morgunblaðið/Bjarni Morgunblaðið/Árni Sæberg Rólegt á Sel- tjarnamesi Á Seltjarnarnesi fóru kosningarnar hægt af stað, kannski vegna þess að margir telja að spennan í kosn- inunum þar sé ekki eins mikil og víða annars staðar á land- inu. Morgunblaðið/RúnarÞór Sam- göngu- ráðherra kýs Halldór Blön- dal, samgöngu- og landbúnað- arráðherra, og kona hans, Kristrún Ey- mundsdóttir, kusu á Akureyri í gærmorgun. Morgunblaðið/Bjarni Fyrstir til að kjósa KOSNING hófst klukkan 9 í Stýrimannaskólanum í Reykjavík eins og víðast hvar annars staðar á landinu. Þó nokkrir kjósend- ur biðu fyrir utan þegar lögreglan opnaði húsið og voru greini- lega ákveðnir í því hvað þeir ætluðu að kjósa. ki I j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.