Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 17 verða útbúin þrjú bílastæði fyrir allt að 18.000 bíla, í námunda við hátíðarsvæðið. Þá hvetjum við það fólk sem ætlar að koma á einkabíl- um, að nýta sætaplássið og slá sig saman um einn bíl í stað tveggja eða fleiri, þ.e.a.s. ef möguleiki er á. Auk þess hvetjum við hreinlega til þess að menn aki á jöfnum hraða, forðist framúrakstur og hlýði á fréttir af umferð í útvarpi. Sýni menn tillitssemi eiga hlutirnir að geta gengið hnökralaust fyrir sig. Síðan vil ég endilega minna á, að nokkrir strætisvagnar verða í notk- un. Hvaðan þeir leggja í hann verð- ur auglýst síðar, en verið er að útbúa snúningsblett fyrir vagnana inni á svæðinu. Fólk mun því geta komið og farið í almenningsvögnum ef því hentar.“ En hvað segja menn um jarðrask sem hlýtur að verða á viðkvæmum tíma árs í miðjum þjóðgarði? „Það hefur að sjálfsögðu verið rætt ítar- lega og vitaskuld verður jarðrask á svæðinu. Hjá því verður varla kom- ist. Því er hins vegar að svara, að allt rask verður lagfært að hátíðinni lokinni. Menn höfðu í fyrstu áhyggj- ur af gæsavarpi á flötunum neðar- - lega með Öxará. En það hefur vorað vel og fuglinn er fyrir nokkru orp- inn. Sérfræðingarnir segja okkur að ungar verði komnir úr eggjum og verði jafnvel orðnir tiu daga gamlir. Það verða þvi hæg heima- tökin fyrir gæsafjölskyldumar að forða sér rétt á meðan,“ segir Steinn. „Síðasti sjens“ Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað margt verði um manninn á Þingvöllum þann 17. júní. Steinn segist hafa íhugað þetta og gjarnan sett það í samband við hvernig það komi til með að viðra. En hann seg- ist jafn framt hafa tilhneigingu til þess að skoða málið frá eigin sjónar- horni. Hann segist ekki muna nokk- urn skapaðan hlut eftir síðustu stóru hátíðinni 1944, en sér eldra fólk minnist hennar með mikilli gleði og sýni að auki mikla eftiivæntingu vegna hátíðarhaldanna nú. „Þetta er svo markvert afmæli nú, að ég sé þessa hátíð sem siðasta sjensinn minn að upplifa svona stórþjóðhátíð og mér yngra fólk fær möguleika á að upplifa slíka hátíð í fyrsta skipti. Ég hef því á tilfinningunni að mæt- ing landsmanna verði framúrskar- andi,“ segir Steinn. En hvernig fara saman hátíðar- höld í Reykjavík annars vegar og á Þingvöllum hins vegar? „Reykjavík- urborg hefur haft miklar dýrðir á hverju ári, en við erum að tala núna um 50 ára afmæli lýðveldisins og þá þarf meira að koma til. Það hafa verið umræður um að laga uppá- komumar hvora að annari og niður- staðan er sú, að þegar allt er að klárast á Þingvöllum, eru hlutimir nýlega farnir í gang í Reykjavík. Það var tímasetning skrúðgangna sem ekki var breytt. Þeir íslending- ar sem vilja taka þátt i hátíðarhöld- unum, bæði í Reykjavík og á Þing- völlum, ættu því að geta gert svo. Tökum sem dæmi að það allra síð- asta á Þingvöllum er að klárast klukkan 18 og það er ekkert ball hjá okkur.“ Ekkert „plan B“ Steinn minntist aðeins á veðrið og hin viðkvæma spurning, hvað með veðrið? lætur á sér kræla. Úti hefur verið sól og sumar í nærfellt tvær vikur samfleytt, en maí er að öllu jöfnu þurrasti og jafnvel sólrík- asti mánuður ársins þegar á heildina er litið. Steinn grettir sig aðeins er minnst er á veðrið, lítur til himins og segir:. „Veðrið verður svona!“ Hann bætir svo við: „Hvað veðrið varðar, þá er ekkert „plan B“. Það er ekkert hægt að skipuleggja og ætla að vera að velta fyrir mér veð- urhorfum og spám, sérstaklega svona langt fram í tímann og aiveg sérstaklega þegar við eram að tala um ísland. Það er alveg ljóst, að hvað veður varðar, rennum við blint í sjóinn og verðum hreinlega að vona það besta. Ef veður verður slæmt, breytir það því ekki að hátíð- in fer fram. Ég ímynda mér að útiat- riði kynnu að styttast eitthvað og ugglaust kæmi það eitthvað niður á þátttöku landsmanna. En við reyn- um ekki að hugsa á þessum línum. Veðrið verður einfaldlega að vera gott.“ Stuttri yfirreið um Þingvelli lýkur á hlaðinu við Hótel Valhöll. Þar blakta við hún fánar íslenska þjóð- hátíðarársins, hönnun Jóns Ágústs Pálmasonar. Þeir fánar eru enn sem komið er helsta vísbendingin um það sem í vændum er. Þingvellir eru sem óðast að klæðast sumarskrúðanum. Steinn er að skilnaði að fræða okk- ur um að fullbúin dagskrá dagsins verði gerð opinber á allra næstu dögum. Talar um blaðamannafundi og þess háttar. Spurningunni um kostnað er laumað að Steini. Hann brosir og segir: „Við reiknum það út á leiðinni í bæinn...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.