Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ frumsýnir eftir helgina gamanmyndina Guarding Tess sem Qallar um um erfiðleika leyniþjónustumanna við að gæta fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkj- anna. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Shirley MacLaine og Nicolas Cage. Tess í pössun í AUGUM almennings í Bandaríkjunum er Tess Carl- isle (Shirley MacLaine) þjóðargersemi. Út á við er hún virðuleg fyrrverandi forsetafrú, en á bak við luktar dyr er hún duttlungafull, viljasterk gömul kona sem virðist hafa það eina markmið í lífinu að komast að því hve hún getur gengið langt gagnvart leyniþjónustumanninum Doug Chesnic (Nicolas Cage) áður en hann springur í loft upp. Þessi ósanngjarna en fjöruga kona sem fædd er til að segja öðrum fyrir verkum veit svo sannarlega hvernig hún á að koma úr jafnvægi þessum unga manni sem fengið hefur það hlutverk að gæta hennar á gamals aldri. Hann fer eftir öllum settum reglum, sem reyndar eru sniðnar til þess að gæta Tess, en þessar reglur hindra hins vegar fyrrum forsetafrúna í því að haga lífinu eins og hún helst óskar. Skiljanlega verða þess- ar aðstæður þess valdandi að hún verður svolítið stygglynd, og skoðun hennar er sú að ef hún þarf að þjást þá skulu þeir Doug og félagar hans sex sem starfa við gæslu hennar sko líka fá að þjást. Tjótt Doug sé af þeirri -I. manngerð sem alltaf fer eftir settum reglum þá þráir hann það innst inni að vera þar sem mest á mæðir og hættan er mest hveiju sinni. í stað þess að fá þessar óskir sínar upp- fylltar er hann hins vegar niðurkominn í smábæ í Miðvesturríkjunum þar sem Tess heldur honum við efnið, jafnvel þótt það felist ekki í öðru en færa henni morgunverðinn í rúmið. Það virðist nefnilega vera svo að hún telji leyniþjón- ustumann vera leyniþjón, og ekkert í þjálfunarhand- bók leyniþjónustunnar hef- ur undirbúið hann fyrir skyldustörf af þessu tagi. Hann gerir því uppreisn að lokum og í kjölfarið fýlgir kátleg og þijóskuleg bar- átta hans við þá manneskju sem hann er eiðsvarinn til að vernda. Eftir að eiginmaður Tess, forseti Bandaríkj- anna, lætur lífið á meðan hann gegnir embætti, kýs hin dáða ekkja hans að eyða ævikvöldinu í heimabæ sínum í Ohio, en þar verður Doug Chesnic einn af fáu föstu punktun- um í lífi hennar. Hann er í þjónshlutverki LENIÞJÓNUSTUMAÐURINN Doug Chesnic innir af hendi þjónustu sem hvergi var minnst á í kennslu- bókum leyniþjónustunnar. Vel varin FORSETAFRÚIN fyrrverandi í öruggri gæslu leyni- þjónustumanna sem alls ekki eru sáttir við það hlut- verk sitt að gæta hennar. metnaðarfullur og ákveð- inn leyniþjónustumaður ■ sem þjónaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Carlisle, og stjórnar hann nú því sjö manna liði sem ætlað er að gæta Tess. Dbug þráir ekkert heitar en að sleppa við þetta varðhundshlut- verk, og þolinmóður og af skyldurækni klárar hann eina ferð með Tess og und- irbýr sig síðan fyrir að halda til höfuðborgarinnar þar sem hann væntir þess að axla skyldur við leyni- þjónustustörf sem hann geti verið stoltur af. Tess hefur hins vegar svolítið annað í huga hvað hann varðar og eftir að hún hef- ur rætt, í síma við núver- andi húsbónda í Hvíta hús- inu verður Doug ólgandi af reiði að sætta sig við það á nýjan leik að færa henni morgunverðinn í rúmið. Hann er haldinn full- komnunaráráttu og er heið- arlegur eins og skáti, og undir öllum kringumstæð- um í lífinu hefur hann reynt að gera gott úr öllum að- stæðum sem hann hefur lent í. En í þetta sinn hefur Tess gengið of langt, og það allt of langt. Hún nýtur þess að pota svolítið í fag- mannlegt háttalag hans og reyna að bijóta eins margar reglur og hún getur í nær- veru hins ósveigjanlega gæslumanns. Það er ekki einungis það að hún njóti þess að kvelja Doug, heldur hefur hún það á stefnuskrá sinni að fá hann til þess að veita sjálfum sér ein- hverja ánægju í lífínu og til þess að svo megi verða heldur hún áfram að tuska hann til á allan hátt. Töffari á rólegn nótunum NICOLAS Cage sem leikur leyniþjónustumanninn þjáða í Guarding Tess var aðeins tólf ára gamall þeg- ar frægur kvikmyndaleikstjóri bað hann í fyrsta sinn að koma fram. Þá hét hann reyndar Nicolas Coppola og leikstjórinn sem um ræðir var enginn annar en frændi hans, Francis Ford Coppola, sem þá hafði öðlast bæði frægð og frama. Þetta var árið 1976 og ætlaði Francis að nota þennan litla frænda sinn til að heilla nokkra japanska gesti sína upp úr skónum, en snáðinn kunni nokkur orð í japönsku. Nicolas Cage er nú að verða þrítugur og er hann þekktastur fyrir að leika óheflaða og eirðarlausa töffara sem skapað hefur honum frægð sem einhvers trylltasta leikarans í Hollywood. Sannleikurinn er þó sá að Nicolas Cage er í dag ákaflega venjulegur, en þegar hann var yngri skvetti hann vissulega úr klaufunum og notaði þá reynslu sem hann öðlaðist af því í kvikmyndaleikinn. Hann hætti námi á síðasta ári í menntaskóla og snéri sér að leiklistinni, og það gerði hann með fullu sam- þykki föður síns sem hann bjó hjá eftir skilnað for- eldra sinna. Til að byija með lék hann í nokkrum misheppn- uðum sjónvarpsþáttum en að því kom að hann fékk aukahlutverk í nokkrum kvikmyndum, og þeirra á meðal var Rumble Fish (1983) sem Francis frændi leikstýrði. Hið fræga eftir- nafn, Coppola, olli honum þó nokkrum óþægindum og því breytti hann því í Cage, og í kjölfarið fékk hann fyrsta aðalhlutverkið í kvikmynd, en það var í myndinni Valley Girl (1983). Síðan lék hann ill- NICOLAS Cage hefur heldur róast með árunum. skeyttan glæpamann í Cot- ton Club (1984), en henni leikstýrði Francis frændi. Lifði hann sig svo inn í þetta hlutverk að hann rú- staði húsvagni sem hann bjó í á meðan á kvikmynda- tökunni stóð. í Birdy (1984) lék hann síðan her- mann sem skaddast hafði í Víetnam og lét hann draga úr sér tvær tennur til að geta túlkað hlutverk- ið sem best. Engu munaði að Nicolas Cage yrði rekinn þegar hann lék í Peggy Sue Got Married (1986), en Kathle- en Tumer sem lék á móti honum þoldi ekki óheflaða framkomu hans og henni voru reyndar sammála flestir aðrir sem að gerð kvikmyndarinnar komu. Það var svo leikstjórinn Francis Ford Coppola sem hafði lag á að róa alla við- komandi og koma á sáttum. Þessi mynd varð geysivin- sæl og í kjölfarið kom önn- ur sem varð enn vinsælli, en það var Moonstruck (1987). í þeirri mynd lék Nicolas rómantískt hlutverk á móti Cher. Hann kunni þó ekki að öllu leyti við sig í því hlutverki og því lék hann í Vampire Kiss þar sem hann gat látið öllum illum látum og í henni sporðrenndi hann til dæmis lifandi kakkalakka. í Wild At Heart (1990) sem David Lynch leikstýrði lék hann svo enn einn töffarann, en í Honeymoon in Vegas (1992) var greinilega mesti uppreisnarmóðurinn runnin af honum. Meðal annarra mynda sem þessi kraftmikli leikari hefur komið fram í eru Amos & Andrew, Red Rock West, Deadfall og hin væntanlega rómantíska gamanmynd Cop Tips Wai- tress $2M, en í henni leikur hann á móti Bridget Fonda og Rosie Perez. Margt til lista lagt SHIRLEY MacLaine sem leikur hina ástsælu en uppá- tektarsömu fyrrverandi forsetafrú i Guarding Tess hefur leikið í rúmlega 40 kvikmyndum auk þess að gefa út fjölda bóka og leika á sviði og í sjónvarpi. Árið 1983 vann hún óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlut- verki fyrir frammistöðu sína í myndinni Terms of Endear- ment, en hún hefur einnig verið tilnefnd til óskarsverð- launanna fyrir leik sinn í Some Came Running, The Apartment, Irma La Douce og The Tuming Point. Shiriey MacLaine sem er systir leikarans Warren Beatty sást fyrst á hvíta tjaldinu í myndinni The Tro- uble With Harry. Síðan hefur hún meðal annars leikið í myndum á borð við Can Can og Sweet Charity, og upp á síðkastið hefur hún hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndunum Steel Magnolias, Postcards From the Edge, Used People og Wrestling Ernest Hemingway. Þessi fjölhæfa leikkona hefur einnig leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum sem hún hefur hlotið fyrir fimm til- nefningar til Emmy-verð- launa og hlotið þau einu sinni, og þá hefur hún sett aðsóknarmet þegar hún hef- ur komið ein fram á sviði. Hún er jafnframt mikilvirkur rithöfundur og hefur sent frá sér ijölda metsölubóka sem margar hverjar hafa fjallað SHIRLEY MacLaine er fjölhæfur listamaður með áhuga á andlegum mál- efnum. um andleg málefni, en fyrstu metsölubókina sendi hún frá sér 1970 og var hún byggð á endurminningum hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.