Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM DAVID LEE ROTH OG VOLTAIRE Bruce Willis í Suður-Kóreu BANDARÍSKI kvikmyndaleikar- inn Bruce Willis kampakátur eft- ir tónleika í herstöð Bandaríkja- hers í Seoul. Willis heimsótti Suður-Kóreu ásamt hljómsveit sinni til þess að efla baráttuvilja bandarískra og kóreskra her- manna. SÚPA nefnist tólf hundruð fer- metra sýningarsalur sem opnað- ÞAÐ HEFUR aldrei verið hljótt um ólátabelgur- inn David Lee Roth. Hann lýsti nýlega skoðun sinni á því fólki sem hann um- gekkst á upphafsá- rum sínum sem rokk- söngvari: „Ég var umset- inn fólki sem hélt að Volta ire væri loftræstikerfi." Pavarotti leiddi stjörnuliðið Listaverk í súpunni Sljömulið Pavarottis. ÁRLEGIR fjáröflunartónleikar voru nýlega haldnir í Carnegie Hall í New York til styrktar baráttunni fyrir varðveislu regnskóga. Sting og kona hans Trudie Styl- er stóðu að tónleikunum en þau stofnuðu Regnskóga- samtökin árið 1989. Það sem kveikti ástríðu hjónanna var bón Indíánahöfðingjans Raonim, sem þau hittu í Brasilíu árið 1987, er hann bað þau að þjarga fólki sínu. Og baráttan hefur þegar skilað miklum árangri. Samtökunum hefur tekist að ná í gegn friðun á regn- skógalandi að svipaðri stærð og Sviss. Tónleikarnir heppnuðust afar vel. og öfluðu sam- tökunum um sjötíu milljónum ísl. króna til áframhald- andi baráttu fyrir varðveislu regnskóga. Margar stór- stjörnur tróðu upp í stjömuliði sem kennt var við óperu- söngvarann Pavarotti. Tammy Wynette þótti njóta mestrar hylli áhorfenda fyrir lagið „Stand by Your Man“. Söngkonan Whitney Houston var hinsvegar næstum afsakandi á svip þegar hún söng lagið vin- sæla „I Will Always Love You“. „Ef að þið eruð ekki orðin þreytt á að hlusta á það, er ég vissulega orðin þreytt á að syngja það.“ HASKÖLABÍÖ SÍMI 22)40 Háskólahíó Aögöngumiði að Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur af geislaplötunni með rokktónlistinni dúndrandi úr myndinni í verslunum Skífunnar. ur verður á Manhattan í sumar. í honum verða sýningar á verk- um frægs fólks. Meðal þess sem boðið verður upp á við opnunina má nefna teikningar eftir Taylor Dayne, heklaða hatta eftir Carly Simon og perluskreytta skart- gripi eftir tennisstjörnuna Jenni- fer Capriati. Annar meðeigenda sýningarsalarins er leikkonan Emily Lloyd sem segir: „Oll tján- ing er Iist.“ En það hjálpar ef þekkt nafn fylgir. TENNISSTJARNAN Jennifer Capriati. Það eru væntanlega engin listaverk í þessari súpu. Sting og James Taylor. Elton John og Whitney Hous- ton. FOLK Hvað varð um frið- helgi einkalífsins? ►„ÞEGAR ég steig mín fyrstu skref í kvikmyndum virti fólk vissa þætti einka- lífsins og lét þá í friði. Nú á dögum býst ég við að finna fyrr eða síðar hljóð- nema og upp- tökutæki ofan í klósettskálinni heima hjá mér.“ Leikarinn stórefnilegi Leon- ardo DiCaprio í hlutverki sínu í kvikmyndinni „What’s eat- ing Gilbert Grape?“. Lærði af þroskaheftum ►LEONARDO DiCaprio hefur slegið í gegn fyrir túlkun sína á þroskaheftum strák að nafni Arnie í kvikmyndinni „What’s eating Gilbert Grape?“. Þó hann væri aðeins nítján ára gamall fékk hann cinróma lof gagnrýn- enda og var tilnefndur til ósk- arsverðlauna. Til að undirbúa sig undir hlutverkið fór liann m.a. með leikstjóranum Lasse Hallström á heimili þroska- heftra og dvaldi þar um skeið. „Margir lialda að þroskaheft fólk sé stórskrítið og ekki í neinu sambandi við umheiminn. En það er mjög gaman að um- gangast það. Fyrir því er allt svo nýtt og spennandi og það kennir raanni að upplifa heiminn á ferskan hátt,“ segir DiCaprio. Leikarinn ástsæli Paul Newman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.