Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 31 HULDULYKILL - Primula elatior HULDULYKILL hún þar villt, aftur á móti er mjög vinsælt afbrigðið „Hose in Hose“, sem lítur út eins ogtveim- ur blómum sé stungið hvoru inn í annað. Hér á landi hafa verið prófaðar ýmsar undirtegundir Huldulykils sem hafa reynst vel og má þar nefna Prim. elatior ssp. pallasii, sem er ættuð frá Úralfjöllum og Kákasus. Vor- prímúlumar mynda auðveldlega blendinga innbyrðis, bæði nátt- úrulega á vaxtarstaðnum og eins fyrir mannanna tilstuðlan. Þar er einkum um að ræða tvo flokka, Primula x polyantha og Primula x pruhoniciana. Þessar prímúlur eru mjög vinsælar og mikið ræktaðar, bæði hérlendis og erlendis, þar sem oft má sjá stærðar prímúlubreiður í görð- um, nánast eins og sumarblóm. Ég get sjálf vottað þetta laus- læti huldulykilsins þar sem ég hef fundið í garði mínum nokkr- ar plöntur skammt frá Huldulyk- ilsbrúski, sem bera allt ytra útlit móðurinnar, en litinn hafa þær þegið frá föður, sem hefur gefið þeim rósrautt yfirbragð, þar sem rósrauði liturinn er mismunandi áberandi frá einni plöntu til ann- arrar, þótt guli móðurtónninn sjáist líka. Þessi lausaleiksbörn eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Huldulykillinn getur myndað töluert af fræi og sáð sér dálítið eins og áður segir. Til að koma í veg fyrir sjálfsáningu má klippa blómstönglana þegar blómin fara að visna. Ég freistast þó til að láta nokkra fræbelgi þroskast þar sem þeir eru skemmtilegir í þurrskreytingar. Fræ 'Huldulyk- ils er venjulega á frælista Garð- yrkjufélagsins en hann er sjálf- sagt á boðstólum í flestum gróðr- arstöðvum. (Primula elatior) PRÍMÚLUR eða lyklar eru meðal vin- sælustu garðbló- manna enda er af miklu að taka, innan prímúluættkvíslar- innar eru liðlega 600 tegundir, sem hafa mismunandi útlit og misjafnan blómgun- artíma, en sagt er að unnt sé að eiga garð, þar sem ein- ustu blómplönturnar væru prímúlur, en alltaf væri eitthvað í blóma frá því fyrst á vorin þangað til síðla hausts. Því ætti hver og einn að geta fundið sér prímúlu „til að elska“, að minnsta kosti hefur mér tekist það, líklega er Huldu- lykillinn mín uppáhalds prímúla. Þar sem prímúlutegundirnar eru jafn margar og raunin er, hafa þær verið flokkaðar niður í deildir, sem eru hvorki meira né minna en 30 talsins. Huldu- lykillinn er í 30. hópnum, Verna- les-deildinni. Þessi deild hefur stundum verið kölluð vorprím- úludeldin, vegna þess að til henn- ar teljast margar þeirra villtu, vorblómstrandi tegunda, sem eru algengar í norðlægum Evrópu- löndum. Þessar villitegundir eru með afbrigðum harðgerðar og auðræktaðar og blómstra mikið, blómgunin hefst snemma og stendur lengi. Þeim er auðfjölgað með sáningu eða skiptingu og þrífast ljómandi vel í venjulegri garðmold og þurfa ekkert. sér- stakt dekur. Því er ekki að undra þótt þær séu vinsælar hjá hinum venjulega garðeiganda, þótt mestu snillingar og grúskarar telji þær e.t.v. ekki nógu verðugt við- fangsefni vegna þess hve auðvelt er að rækta þær. Al- gengustu vorprímúl- urnar hér á landi eru Primula veris - Sif- jarlykill, Primula vulgaris - Laufeyjar- lykill, Primula juliae - Júlíulykill og Prim- ula elatior - Huldu- lykill. Huldulykillinn er kallaður Oxlip á ensku en á dönsku fladkravet Kodriver. Hann er algengur um Mið- og Norður-Evrópu og vex allt austur til íran og Kákas- us. Náttúrulegir vaxtarstaðir er raklendi í skógum og engjum og lækjarbakkar. í Pyreneafjöllun- um vex hann allt upp í 2600 m hæð. Blöðin eru 10-20 sm löng, öfugegglaga, bylgjuð, dúnhærð og óreglulega tennt, á alllöngum stilk. Þau visna alveg niður að hausti. Blómin eru dálítið lútandi og eins og hjá öðrum prímúlum eru blómblöðin vaxin saman í pípu utan um frævuna, en krónu- flipamir eru útbreiddir og mynda kraga. Blómin eru ljósgul, nán- ast brennisteinsgul með rauðg- ulri kverk. Þau sitja 10-20 sam- an í einshliða sveip á 20-30 sm háum stöngli. Huldulykillinn blómstrar mjög snemma, eða í maí og stendur í fullum blóma þessa dagana. Snemma var farið að rækta Huldulykil, hans er getið sem garðjurtar í Englandi um 1611, en hollenskir iðnaðar- menn, sem fluttust til Englands um það leyti, ræktuðu margar prímúlutegundir. í Danmörku er sjálf tegundin lítið ræktuð í görðum, enda vex BLÓM VIKUNNAR 289. þáttur limsjón Ágústa Björnsdóttir SIGMAR BJÖRNSSON + Sigmar Björnsson fæddist 22. maí 1954. Hann lést 29. mars 1994. Útför hans fór fram frá Fossvogskapellu 8. april ER ég frétti um andlát Sigmars, vinar míns og félaga, þá setti mig hljóðan og yfir mig kom eins konar doði, sem engin orð fá lýst. Er þess- um doða var létt af mér, þá hóf ég að hugsa um það, hvers vegna öllum er ekki gefinn jafn langur tími hér á meðal okkar. Ekki komst ég að neinni niðurstöðu hvað það varðar, nema það hvarfiaði að mér að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. En ekki getur það staðist vegna þess að guðirnir hljóta að elska alla jafnt. Þannig, að mínu viti, hlýtur hvetjum og einum að vera ætlað ákveðið hlutverk, sem flestum okkar er hulið. Hvaða hlutverki Sigmar gegndi hér skal ég ekki fullyrða um, en það sem ég þekkti hann, var allt bjart. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Sigmari sem ungum dreng á Norðfirði þar sem við störfuðum saman um tíma. Og alltaf gekk allt upp sem við tókum okur fyrir hendur. „Þetta reddast allt,“ sagði Sigmar alltaf. Leiðir okkar Simma skildu um nokkurra ára bil, þar sem hvor fór í sína áttina, en alltaf höfð- um við samband. Ékki miðluðum við miklu hvor til annars en það sem sagt var sat eftir. Góður drengur genginn er á braut gangan sú er honum ekki hál. Helst biðjum Guð í okkar jiungu þraut þá gefí honum frið í sinni sál. Hvíl í friði. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan vin og félaga, sem ég sakna og þakka honum fyr- ir samfylgdina. Um leið vil ég votta foreldrum, bróður, börnum og öðr- um vandamönnum mínar innileg- ustu samúð. Helgi Oskarsson, Neskaupstað. KERFISLOFT fs avarac ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ JaF z: LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVÖRUR Pí verslun, Armúla 29 - 108 Reykjavik - símar 38640 - 686100 / Gamli miðbærinn Vorum að fá í sölu vel skipulagða 45 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð við Snorra- braut. Þessi er góð fyrir unga parið. Hagstætt verð 3,9 millj. Grjótasel Geysistórt og mikið hús sem hefur mikla möguleika fyrir stóra fjölsk. Nátt- úran rótt hjá á óbyggðu svæði. Húsið skiptist m.a. í 6 hérb. og góða stofu með arni og útsýni. Arkitekt Vífill Magnússon. Athugaðu málið á Hóli. Gímstaðamúli - sumarhús A sumartilboði þetta fallega 50 fm sum- arhús sem stendur á hálfs hektara lóð við Grímstaðamúla á Mýrum í Borgar- firði. Bústaðurinn er fullfrág. að utan og innan. Verði er sérl. hagst. 3,5 millj. Seijahverfi Falleg 4ra herb. 93 fm íb. við Engjasel. Býðst nú þegar þór og þínum til sölu. Gott bílskýli fyrir bílinn og fallegar innr. fyrir frúnna. Áhv. 3,7 millj. Verð 7,9 millj. Drápuhlíð Ujómandi falleg og snyrtil. 75 fm 3ja herb. kjíb. í þessu margrómaða hverfi. Sérinng. Góður garður. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 6,3 millj. Þó tapar ekki kosn- ingunum hér. Víkurás - útsýni Falleg 2ja herb. íb. ó 4. hæö. Gullfallegt útsýni út yfir Rauðavatn. Makaskipti mögul. ó 3ja herb. íb. í Hraunbæ. Áhv. byggsj. 1,9 millj. Verð 5,3 millj. © 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Víðihlíð - nýtt í sölu Vorum að fá gullfallegt rúml. 200 fm raðhús til sölu. Húsið er á tveimur hœðum með innb. bílsk. auk kj. Stórar svalir með fráb. útsýni. Eign fyrir vand- láta. Verð 16 millj. Vorum að fá gullfallegt 130 fm raðhús til sölu á þessum vinsæla stað. Allar innr. og gólfefni sérl. vandaðar. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð 12,5 millj. Tvær flugur í einu höggi Nú getur þú eignast 190 fm raðhús viö Seljabraut með tveimur íbúðum. Húsinu fylgir stórt bílskýli. Fallegar innr. Verðið er ekki af lakara tæginu aðeins 12,9 millj. fyrir allan pakkann. Glæsieign í Mosfellsbæ Stórgl. 160 fm raðhús í Mosfellsbæ. Flísar og parket á öllum gólfum. Falleg- ar límtrósinnr. í eldhúsi. Á baði er m.a. nuddbaökar og hiti í gólfum svo eitt- hvað sé nefnt. Áhv. 2,2 millj. Verð 11 millj. Fannafold OPIÐHUS Bauganes 6 Geysifalleg 86 fm 3ja herb. íb. í þessu virðulega húsi. Bankaðu uppá hjá Kol- beini í dag, milli kl. 14.00 og 17.00. Áhv. byggsj. 2,3 millj. Verð aðeins 5,9 millj. Heppinn er sá sem fyrstur fær. Álfhólsvegur 45 ......................"" i þessu húsi kaupir þú í dag 72 fm 3ja herb. íb. auk bílsk. sem er kjörinn fyrir jeppakarlinn. Áhv. 3 millj. Sumartilboð 5,9 millj. Þú heimsækir Ottó og Elínu í dag milli kl. 14.00 og 17.00, að hika er sama og tapa. OPIÐIDAG KL. 14-17 blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.