Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 48
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 Bankl allru landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: IIAFNARSTRÆTI 86 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landsmenn tóku kosningadaginn snemma í blíðskaparveðri KOSNINGAR til sveitarstjórnar fóru fram í blíðskaparveðri um allt land í gær. Þátttaka í kosn- -^-rógunum framan af degi var góð. Á hádegi höfðu víðast hvar rúm- lega 10% þeirra sem eru á kjör- skrá neytt atkvæðisréttar síns. Kosningaþátttakan í Reykjavík klukkan 12 var orðin um 15% sem er aðeins meiri þátttaka en í síð- ustu borgarstjómarkosningum. í öllum stærstu sveitarfélögum landsins hófst kosning klukkan 9 um morguninn, en í sveitahrepp- um hófst kosning víða ekki fyrr en á hádegi. Ekki var vitað til þess að nein- ir erfiðleikar hefðu komið upp Góðþátttaka í kosningum varðandi framkvæmd kosning- anna. Nokkuð var þó um að fólk gleymdi að taka persónuskilríki með sér á kjörstað, en nú hefur sú regla verið tekin upp að allir verði að bera þau þegar kosið er. Á kjörskrá í Reykjavík eru 74.438 manns Á hádegi í gær höfðu 11.216 greitt atkvæði eða 15,06% af þeim sem eru á kjör- skrá. Á sama tíma í sveitarstjórn- arkosninunum árið 1990 höfðu Atkvæði greidd árdegis ÁRNI Sigfússon og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir komu ásamt mökum sínum £ kjörstað snemma á laugardagsmorgun í blíð- skaparveðri. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og eigin- maður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, komu til kjörfundar í Melaskóla kl. 9.30 og greiddu atkvæði. Árni Sigfússon og eigin- kona hans, Bryndís Guð- mundsdóttir, komu á kjör- stað í Álftamýrarskóla um „tíuleytið. í fylgd með þeim voru synir þeirra tveir, þeir Guðmundur Egill og Sigfús Jóhann. Upphaflega ætluðu bæði Árni og Ingi- björg Sólrún að kjósa á sama tíma, um tíuleytið, en af tillitssemi við fjölmiðla *var ákveðið að hún myndi kjósa hálftíma fyrr. Morgunblaðið/Bjarni 14,27% greitt atkvæði í Reykja- vík. í Kópavogi eru 12.079 á kjör- skrá. Klukkan tólf höfðu 1.425 greitt atkvæði eða 11,8%. Þetta er svipuð þátttaka og í kosningun- um fyrir ijórum árum. í Hafnar- firði eru 11.448 á kjörskrá. 1.232 höfðu greitt atkvæði á hádegi eða 10,8%. Síðast var kosningaþátt- takan orðin 10,4% klukkan 12. Seltjarnarnesi eru 3.152 á kjör- skrá og á hádegi höfðu 366 greitt atkvæði eða rúmlega 10%. í Mos- fellsbæ eru 3.136 á kjörskrá. Klukkan 12 höfðu 349 greitt at- kvæði eða 11%. Þetta er um 2% minni þátttaka en á sama tíma árið 1990. í Garðabæ eru 5.334 á kjör- skrá og á hádegi höfðu 575 greitt atkvæði eða 10,8%. Kosningarnar fara talsvert hægar af stað í Garðabæ en fyrir fjórum árum en þá höfðu 13,2% þeirra sem voru á kjörskrá greitt atkvæði á hádegi. Kosið í nýju sveitarfélagi í nýju sveitarfélagi á Suður- nesjum eru 6.975 á kjörskrá. Á hádegi höfðu 573 greitt atkvæði eða um 8,2%. Þetta mun vera svipuð þátttaka og í síðustu kosn- ingum. Þess ber þó að geta að kjördeild í Höfnum opnaði ekki fyrr en klukkan 12. Á Akureyri eru 10.511 á kjör- skrá. Klukkan 12 höfðu 947 greitt atkvæði eða um 9%. Þetta er held- ur meiri þátttaka en á sama tíma í fyrra. Láglauna- bætur og orlofsupp- bót greidd í sumar LAUNÞEGAR með laun undir 80 þúsund krónur á mánuði, sem eru í stéttarfélögum sem hafa kjarasamninga til næstu áramóta, fá sérstakar launabæt- ur greiddar í næsta mánuði og svo aftur í desember, með sama hætti og á seinasta ári, sam- kvæmt ákvæðum kjarasamn- ings ASÍ og vinnuveitenda sem gerður var í fyrra. Þessar launabætur koma til viðbótar þeirri 6.000 króna launauppbót sem iaunanefnd ASI og samtaka vinnuveitenda samdi um í seinustu viku að greidd yrði launþegum 1. júní. Þá eiga allir samningsbundnir launþegar í fullu starfi að fá greidda 8.000 króna orlofsupp- bót við upphaf orlofstöku í sum- ar, eða ekki síðar en 15. ágúst en það er samskonar uppbót og greidd var launþegum á seinasta sumri skv. kjarasamningum. Launabæturnar reiknast þannig, að fundið er meðalta! heildartekna síðustu þriggja mánaða Sú upphæð er dregin frá 80 þús. kr. miðað við fullt starf á viðmiðunartímanum og helmingur þeirrar upphæðar er greiddur út sem launabætur. Viðmiðunarupphæðin lækkar í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma. Átta mánaða uppgjör Vinnslu- stöðvarinnar Vestmannaeyjum Hagnaður 308 milljónir HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. Vestmannaeyjum fyrstu átta mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs, þ.e. frá 1. september sl. til 30. apríl í ár, reyndist vera 308 milljónir króna. Tap á sama tímabili á síð- asta fiskveiðiári var 183 milljónir. Sighvatur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vihnslustöðvarinnar þakkar þessa stórbættu afkomu fyr- irtækisins fyrst og fremst loðnuver- tíðinni og starfsfólki fyrirtækisins til lands og sjávar. Að því er stefnt, að sögn Sighvats, að auka hlutafé fyrirtækisins og Vinnslustöðin fari á almennan markað með haustinu. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið að rekstrartekjur fyr- irtækisins að frádregnum afla til eigin vinnslu hefðu þessa átta mán- uði numið 2.234 milljónum króna, samanborið við 1.881 milljón króna fyrir sama tímabil á síðasta fiskveiði- ári. Hagnaður fyrir afskriftir hefði í ár numið 517 milljónum króna, miðað við 277 milljónir króna. Hagn- aður af reglulegri starfsemi reyndist vera 125 milljónir króna, en sama tímabil á liðnu fiskveiðiári, reyndist vera taprekstur upp á 267 milljónir króna. Söluhagnaður Vinnslustöðv- arinnar fyrir þessa átta mánuði var 183 milljónir króna, en 84 milljónir í fyrra. „Við þökkumloðnuvertíðinni sem gekk gríðarlega vel þessa bættu af- komu. Þá þökkum við þennan árang- ur ekki síður starfsfólki okkar, bæði til lands og sjávar, því starfsfólkið skapaði þessa góðu afkomu, með mikilli vinnu,“ sagði Sighvatur, Lægri vextir skila sér Auk þess sagði Sighvatur að vext- ir nú væru mun lægri en í fyrra. „Slíkt er fljótt að skila sér í jafn skuldsettu fyrirtæki og okkar. Við erum einnig búnir að hagræða heil ósköp hjá okkur. Við erum með færri skip og búnir að skera niður mikinn kostnað, sem gerir það að verkum að við erum að reka fyrir- tækið mun hagkvæmar en áður, sem sýnir sig m.a. í því að rekstrargjöld- in í vinnslunni hækkuðu um 50 millj- ónir á þessu tímabili, en tekjurnar jukust um 340 milljónir króna. Við erum búnir að bæta skuldastöðu fyrirtækisins um 700 milljónir frá 1. september, þannig að við erum komnir vel áleiðis með það sem við ætluðum að gera. Við teljum að við munum geta skilað fyrirtækinu með 250 til 308 milljóna króna hagnaði, þegar fiskveiðiárið verður gert upp,“ sagði Sighvatur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.