Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Menningarsetrið að Reykholti er baðað í sól, þegar blaða- mann ber að garði. Hros- sagaukur og lóa kyrja vor- söngva og nemendur í próflestri sitja utan við heimavist til að njóta veðurblíðunnar. Nokkrir eni í prófum, aðrir inni í tölvustofu við ritgerðasmíð, enn aðrir á hlaup- um milli skóla og heimavistar. - Skólastjórinn er uppi á skrif- stofu, gakktu bara upp stigann þama! Hurðin á skrifstofu skólameist- ara Reykholtsskóla er galopin, og nemendur ganga þar inn og út, eins og á eigin heimili. Spurningarnar eru svo brennandi: - Hvort búið sé að fara yfir próf- ið? - Hvort komið hafi símbréf til þeirra? - Hvort búið sé að senda umsögn um þau? Og síminn glymur, foreldrar að spyija um árangur bama sinna. Ungi maðurinn í skólameistara- stólnum sýnist ekki miklu eldri en nemendumir. Hann brosir til blaða- manns, eins og hann geti lesið hugs- anir, segir síðan: „Uppreisnargjam- ir unglingar tala oft um sjálfa sig sem „við-liðið“, okkur kennarana sem „þau-liðið.“ Ef skólastjórinn er ungur og nálægt nemendum í hugsun, þá er uppreisnartilfinning- in Tangt undan.“ Á skrifborði skólameistara suðar lítil ferðatölva í miðri prófblaða- hrúgu. í hillum er lítið um skjöl og þykka doðranta. Aftur á móti gefur hér að líta ótal myndbandaspólur af þekktum kvikmyndum og full- komna upptökuvél á borði til hlið- ar. Oddur Albertsson mætir ungl- ingunum í myndheiminum, þeim heimi sem þau þekkja best. „Unga fólkið kann vel myndmál- ið og auðvitað reynum við að not- færa okkur það, skapa tengingu frá myndmáli yfir í lesmál. Árangurinn lýsir sér kannski best með nemanda okkar sem vann þriðja sæti í sam- keppni um stuttmyndir í vor. Dug- mikill strákur, en hafði lent í ein- elti. Ástæðan? Hann var búinn að vera lokaður einn inni í herbergi í fjögur ár - yfír myndböndum og tölvu, segir Oddur.“ - Það er greinilegt að nýi tíminn hefur haldið innreið sína í skóla- stjórastofuna, en hvemig viltu gera grein fyrir breytingum í skólastarf- inu? „Fyrir tveimur árum var gamli Reykholtsskóli kominn út á enda - ekki lengur inni í umræðunni. Núps- skóli var í svipaðri stöðu, aðeins 20 nemendur sóttu um skólavist þar árið 1991, markaðslögmálið ræður og skólinn var lagður niður. Eg kynnti lýðháskóla-stórfjölskyldu- hugmyndina fyrir skólanefndinni, sem féllst á að gera smátilraun með nýjar áherslur í heimavistarskólan- um hérna. Hvernig tilraunin hefur tekist sést best á því, að nemendum fjölgaði um 40 milli ára - og nú er ljóst að hægt verður að velja úr nemendaumsóknum næsta vetur." - Viltu segja með þessu að hefð- bundinn heimavistarskóli i gamla forminu sé að líða undir lok? „Ég vil breyta ímynd heimavist- arskólans. Áður var hann staður þang- að sem hægt var að senda vand- ræðagemlinga. Hér erum við að skapa vett- vang fyrir hressa skáta- krakka, skap andi listamenn - andstöðuna við skemmd- arvarga og vandræða- gemlinga. I heima- vistarskóla er hægt að dekra við þá krakka sem eru metn- aðarfullir og nenna að læra, fá þau til að skilja bet- ur sín fög, sína stöðu í samfélag- inu. mota ungliifflno Ruóningsliðið í heimavistinni! Oddur Albertsson skólameistari eftir Oddný Sv. Björgvins Á TVEIMUR síðustu árum heíur framhaldsskólinn að Reykholti risið úr öskustó, trá hví að vera að logn- ast út af vegna nemendaskorts, upp í hað að vera skóli har sem færri kom- ast að en vilja. Hvað veldur? Hvað er hér að mútast? Til að fá heim spurningum svarað, var Reykholt sútt heim. Hermann Hermannsson fró Akureyri sýn- ist býsna efnilegur kokkur - matartækna- nóm gefur 43 einingar Þau mega hafa vini sína með sér. Það er Sigríður Ellingsen fró Kópavogi sem lætur vel að hestinum sínum Nýjar áherslur í fjölbrautakerfinu Gamli menntaskólinn er dæmi um hús sem þú gekkst inn og út þegar þú varst búinn að fullnægja öllum fastmótuðum, hefðbundnum kröfum skólans. Fjölbrautaskólinn byggist á þeirri hugmyndafræði að leyfa öllum að koma inn til að fá að njóta sín. - En hver er árangurinn? Éinn þriðji nemenda fær stúdentshúfu; einn þriðji fer úr skóla, geymir nám- ið í nokkur dýrmæt ár; einn þriðji týnist og gleymist.“ Að áliti Odds er nauðsynlegt að opna fleiri leiðir, fara út úr húsinu tímabilsbundið. „Skóli er ekki hús, heldur fólk“ er slagorð kynning- arbæklings Reykholtsskóla, sem býður upp á tveggja ára nám í ýmsum kjarnagreinum til 70 ein- inga. Síðan geta krakkarnir haldið áfram eins og þau vilja, fá prófskír- teini sem gilda allsstaðar. „Reykholtsskóli er 100 manna fjölskylda, þar sem nemendur og kennarar eru alltaf saman. Við borð- um saman, höldum veislur saman, heilsumst á hverjum morgni á hlað- inu. Hér er allt til staðar sem krökk- um býðst á ríkmannlegum heimilum - og miklu meira, því að hér er fólk og mannleg samskipti í fyrirrúmi. Unglinga skortir geysilega ör- yggistilfinningu, en hana fá þau hér í skólanum. Nemendum er skipt nið- ur í 10 manna stöðuhópa sem einn kennari starfar með og ber ábyrgð á - gegnir hlutverki mjúkrar móður. Hjúkrunarfræðingur skólans sér um að svara spurningum um kynferðis- mál sem brenna mjög á þessum ald- ursflokki. Félagsfræðingur og kenn- arar aðstoða nemendur við lausn samskiptavandamála. Fjölskylda getur yfírleitt ekki veitt unglingum sambærilegt öryggi." - Ertu að segja með þessu, að íslenska íjölskyldan sé í upplausn? „Samsetning fjölskyldunnar hef- ur breyst mikið. Kynningarbækling- ar um íslensku þjóðina hafa logið mjög lengi. Við erum ekki lengur þessi bókmenntaþjóð á kafi í menn- ingu. íslendingar eru Vesturlanda- þjóð í andlegri og félagslegri kreppu. Horfum á lestrarkunnáttu þjóðarinnar. Notkun myndbanda er mikil og 20-30% íslendinga geta ekki lengur lesið sér til gagns og ánægju." Nú er öldin önnur! Um aldamótin, þegar kennari kom inn í skólastofuna, stóðu börn- in á bak við stóla sína og sögðu: Góðan dag, herra kennari. Sextíu- ogátta-kynslóðin sat sem fastast og sagði: „Halló kennari, við erum í hópvinnu, viltu ekki bara fara í kaffi.“ í dag, þegar kennarinn kem- ur inn og segir „góðan dag“ - skrifa þau setninguna niður, dauðhrædd um að missa af einhverju í þessu samkeppnisþjóðfélagi. Krakkarnir skapa ekki lengur sjálf, heldur herma!“ Oddur segir að í Reykholtsskóla sé barist við að glæða sköpunar- kraftinn, en það taki langan tíma að leiðrétta þetta hermi-form. „Því miður eru þessir gömlu, skapandi hugsjóna-uppeldisfræðingar orðnir rykfallnir í nútímanum, eins og Freire, Freinet, Dewey og Brunet. En við störfum í þeirra anda, reyn- um að fá nemendur til að skynja, að hver einstaklingur er einstakur og á að vera skapandi í merking- unni að þora að hafa frumkvæði til að leysa hin ýmsu mál án hræðslutil- finningar við umhverfið. Einelti er stór þáttur. Það verður að hjálpa þeim sem er eineltur að skapa lausn á sínum vanda. Þannig tölum við um rétt hvers og eins til að tjá sig, skyldu hans til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í rétt töluðu máli,“ segir Oddur. „Hjá bældu ungmenni segir innri rödd: „þú ert svo vitlaus - átt engan rétt á að segja neitt!“ Þessa rödd verðum við að uppræta og tölum í því sambandi um einlægn- ina. Ef einhver stendur upp, þorir að tjá sig í einlægni, sigrar hann salinn, jafnvel þó að hann tali ekki í réttu formi.“ Auglýsinga-áreitið og herbrögð Göbbels Skólameistari Reykholtsskóla er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.