Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 29 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Kallið hennar Þóru kom skyndi- lega og alltof snemma. Enn einu sinni erum við minnt á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Enn einu sinni spyrjum við okkur hvers vegna? Hvers vegna er lífsglöð kona á besta aldri kölluð brott? Og enn einu sinni verður fátt um svör. En í minningu okkar, sem auðnaðist það lán að verða henni Þórveigu samferða spölkorn á lífs- leiðinni, mun minningin um góða konu ávallt lifa. Á þeim stutta tíma sem ég naut þess að starfa með Þórveigu fór það ekki fram hjá mér að þar fór traustur og góður félagi. Félagi, sem með glaðlyndi sínu og traustri framkomu ávann sér virðingu sam- ferðamanna sinna. Þórveig hafði brennandi áhuga á félagsmálum, ást á ættjörð sinni og íslenskri menningu. Það var því ekki að undra að hún gæfí kost á sér til starfa fyrir íslendinga bú- setta í Danmörku, eftir að hún flutti til Óðinsvéa. Síðar leiddi það til þess, að hún var kosin til starfa í aðalstjórn SÍDS - Félags íslend- inga á Norðurlöndum. Þórveig hóf störf innan SÍDS í byrjun árs 1991. Ogþað kom strax í ljós að þar fór kona sem lét að sér kveða. í aprílmánuði sama ár var hún valin til að gegna emb- ætti formanns svæðisstjórnar SÍDS í Danmörku. í mars 1992 var Þórveig kjörin fulltrúi Dan- merkur á ársþingi SÍDS, um leið tók hún sæti í aðalstjóm SÍDS. Á fyrsta fundi aðalstjórnar var Þór- veig valin gjaldkeri SÍDS. Því starfi gegndi hún til síðustu stundar. Auk starfa sinna innan SÍDS gegndi Þórveig ýmsum trúnaðar- störfum innan íslendingafélagsins í Óðinsvéum, frá því hún gekk í félagið árið 1990. Fyrst sem með- stjómandi, þá sem gjaldkeri og loks sem formaður. Öllum störfum sínum sinnti hún af alúð og ein- lægni og þolinmæði hennar og hreinlyndi voru eiginleikar sem all- ir báru virðingu fyrir og nýttust henni vel í starfi. Með þessum orð- um vill stjórn SÍDS kveðja Þór- veigu og þakka henni vel unnin störf og góða samfylgd. Ómari, eiginmanni hennar, og dætrunum tveimur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill. Guð veri með ykkur. Guðmundur Hafsteinsson. Það er erfitt að trúa því að elsku- leg vinkona mín hún Þóra sé dáin. Hún er nýbúin að vera í heimsókn á Islandi með yngri dóttur sinni Ástu Maríu og eiginmanni Ómari Magnússyni. Meðan á heimsókn hennar stóð vísiteraði hún alla sína ættingja og vini og var allta full- bókað hjá henni frá morgni til kvölds. Ég kynntist Þóru fyrir þijátíu árum og urðum við strax mjög góðar vinkonur. Um sama leyti kynntist ég Siggu vinkonu eigin- lega í gegnum Þóru. Urðum við þijár mjög nánar og góðar vinkon- ur sem haldist hefur alla tíð. Hún var góður og traustur vinur og gott að tala við hana um alla hluti. Þegar við vorum unglingar þá héngum við mikið saman eins og unglinga er vandi og þá var vís staður í Grænuhlíðinni þar sem Þóra átti heima. Þar vorum við Sigga ávallt velkomnar og fleiri ef því var að skipta, hvenær sem var hvort sem var inni hjá Lillu mömmu hennar Þóru eða á neðri MIIMNINGAR hæðinni hjá henni Nennu. Þetta var yndislegur tími sem við minnt- umst oft. Þóra og Ómar áttu 25 ára brúð- kaupsafmæli núna 3. maí og var haldin mikil veisla hjá þeim á heim- ilinu í Danmörku og tókst hún vel eins og við mátti búast. Fyrir öllum þessum 25 árum fórum við fjögur, Þóra og Ómar, ég og Böðvar í brúðkaupsferð vestur á fírði og alla leið til Bolungarvíkur til vina- fólks Lillu og Nennu sem bjuggu þar. Við vorum ung og vitlaus þá og hlógum oft að þessari ferð okk- ar. Við ferðuðumst í Volkswagen bjöllu með allan okkar farangur á toppgrind sem var á þakinu á bíln- um. Það var ansi þröngt um mann- skapinn með öllu ferðadótinu. Einhversstaðar á miðri leið vest- ur kastaðist eitthvað í kekki hjá unga fólkinu og var stoppað til að ræða málin. Ekki voru nú öll mál út rædd þegar lagt var aftur af stað og gefið ansi fast í þannig að í næstu beygju kastaðist topp- grindin af bílnum og út í skurð. Brá okkur öllum mikið en skelli- hlógum síðan og öll ágreiningsmál fuku út í veður og vind og gekk ferðin vel eftir það. Þóra og Ómar fluttu til Dan- merkur fyrir nær sex árum með dætur sínar Hildi og Ástu Maríu. Hildur var ekki lengi úti og flutti heim. Ásta María mun ljúka stúd- entsprófi núna í júní. Það hafði verið draumur þeirra hjóna um árabil að prófa að búa erlendis um einhvern tíma. Nú var tækifærið komið og best að skella sér í það. Ómar fékk vinnu hjá Stöð tvö í Óðinsvéum og Þóra hóf nám í kerf- isfræði við háskólann þar. Lauk hún því námi með ágætiseinkunn eins og hún hafði gert á stúdents- prófinu sem hún tók frá MH vorið 1988 ásamt mörgum verðlaunum. Þóra var svo minnug að ef ég og Sigga vorum ekki með eitthvað á hreinu þá var viðkvæðið alltaf að við spyijum bara Þóru. Þóra hló oft að okkur hvað við værum orðn- ar kalkaðar. Söknuðum við hennar mikið eftir að hún flutti út og var ekki alveg í kallfæri. Elsku Þóra mín, með þessum orðum kveð ég þig _og þakka þér fyrir allt. Elsku Ómar, Hildur, Ásta María, foreldrar og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Margrét Berndsen (Systa). Það er sárt að kveðja góða vin- konu svona alltof snemma en marg- ar ljúfar minningar leita á hugann. Kynni okkar Þóru hófust í Verzlun- arskólanum þegar við vorum 15 ára og efldist vinátta okkar næstu árin og varði alla tíð. Eftir að hafa verið samferða Þóru og fjölskyldu hennar í 28 ár er margs að minnast. Æskuheimili hennar í Grænuhlíðinni var opið okkur vinum hennar svo að sem unglingur kynntist ég ekki bara henni, heldur allri fjölskyldu henn- ar. Báðar giftum við okkur ungar, eiginmenn okkar voru æskufélagar og lá leið okkar mikið saman. Við höfum þannig fylgst að á lífsleið- inni og verið þátttakendur í merkis- atburðum og tímamótum hvor hjá annari. Hugurinn er því uppfullur af ótal góðum minningum um sam- veru liðinna ára með Þóru, Ómari og dætrum þeirra. Eftir að Þóra, Ómar og dæturnar fluttust til Danmerkur fyrir tæpum 6 árum hittumst við að vísu sjaldn- ar en héldum góðu sambandi að öðru leyti, mest í gegnum síma. Við heimsóttum þau einu sinni til Danmerkur og nutum gestrisni þeirra í nokkra daga og Þóra spurði reglulega hvort við færum nú ekki að koma í heimsókn. Þóra, Ómar og Ásta María dóttir þeirra komu til Islands í páskafrí í vor og dvaldi Þóra í heilan mánuð á íslandi. Margir nutu samveru hennar þá og er ég ákaflega þakk- lát fyrir þær stundir, sem við áttum saman. Hún fór aftur til Danmerk- ur 'fyrir silfurbrúðkaupsafmæli þeirra Ómars 3. maí sl. full tilhlökk- unar að halda daginn hátíðlegan að dönskum sið. Þegar ég hringdi til þeirra um kvöldið ljómaði hún af gleði yfir ógleymanlegum degi, sem enn var ekki lokið. Elsku Ómar, Hildur, Ásta María og aðrir aðstandendur, við Doddi sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur. Minning okkar um Þóru mun lifa áfram. Sigríður Halldórsdóttir. Elskuleg vinkona mín, hún Þóra er dáin. Þvílík harmafregn. Við höfðum verið vinkonur í 30 ár og talað saman nánast daglega, þar til hún flutti til Danmerkur fyrir sex árum. Ég saknaði hennar mikið þá og enn meiri verður söknuðurinn nú að leiðarlokum. Kynni okkar hófust þegar Þóra kom úr Æfíngadeild Kennaraskól- ans í Hlíðaskóla í 1. bekk gagn- fræðaskóla. Var hún aðeins einn vetur í skólanum, tók hæstu ein- kunn að vori og fór beint í Verslun- arskóla Islands. Heimili foreldra Þóru í Grænu- hlíð 8 var alltaf opið vinum og kunn- ingum hennar. Öft var þá glatt á hjalla og þröngt á þingi í herbergi Þóru og Önnu. Þegar vinirnir voru að ráðgera ballferðir eða annað því um líkt, lá Þóra oft upp í sófa og las, lét okk- ur ekki trufla sig. Engan vissi ég hraðlæsari en Þóru. Það var eins og hún fletti bókunum. Samt var innihaldið al- gjörlega á hreinu. Margar eru minningarnar eftir öll þessi ár og allar góðar. Aldrei rifumst við þó báðar værum ákveðnar vel. Ég kveð þig, elsku Þóra mín, og hvíl þú í friði. Dýpstu samúð votta ég Ómari, Hildi, Ástu Maju, Gísla, Lillu og öllum aðstandendum. Sigríður Hjálmarsdóttir. Elsku Þóra vinkona okkar er dáin, fjarri heimaslóðum, á heimili sínu í Danmörku. Hún og fjölskylda hennar fluttu þangað fyrir tæpum sex árum til að Þóra gæti hafið nám í kerfisfræði sem hugur hennar stóð til. Þar stóð hún sig með prýði eins og svo oft áður. Við söknuðum hennar mikið, ekki síst vegna þess að hún var aðal driffjöður saumaklúbbsins okkar og varð hann hvorki fugl né fiskur eftir það, nema þegar Þóra var á landinu. Saumaklúbburinn varð 25 ára á síðasta ári. Þá stakk Þóra upp á því að við héldum upp á af- mælið hjá henni í Danmörku. Ekki varð þó úr því vegna ýmissa ástæðna. í apríl síðastliðnum var Þóra hér og stansaði óvenju lengi og þá héld- um við okkar síðasta saumaklúbb nákvæmlega mánuði áður en hún dó. Þá var mikið rætt og skrafað og ekkert saumað frekar en fyrri daginn. Það var svo gaman að tala við Þóru því hún var svo einstak- lega minnug á bæði menn og mál- efni. Við ræddum um veikindi henn- ar sem höfðu hijáð hana undanfar- in ár og virtist hún bjartsýn á að allt væri á leiðinni til betri vegar. Þóra hafði mikið hlakkað til að halda upp á silfurbrúðkaup sitt sem var núna 3. maí, hún ræddi mikið um það í síðasta saumaklúbbnum og þegar við hittumst í október 1993. I Danmörku er víst fátt sem er eins mikið gert úr eins og þeim tímamótum. Gleði frá því eld- snemma að morgni og langt fram á nótt. Þessi dagur var einn besti dagur í lífi Þóru. Við þökkum Þóru samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Byrði betri berr-at maðr brautu at en sé mannvit mikit; auði betra þykkir þat í ókunnum stað; slíkt er válaðs vera. (Hávamál) Sigríður Hj., Margrét, Sigríð- ur H., Gerður og Laufey. t Útför móður okkar, tengdamóður, vin- konu og ömmu, ÞORBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Hringbraut 30, verður gerð frá Dómkirkjunni, þriðju- daginn 31. maí kl. 13.30. Ólafur Óskar Axelsson, Svana Víkingsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Anna Axelsdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Stefanía, Víkingur Heiðar og Anna Vala, Höskuldur, Þorbjörg og Anna Þórhildur, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, KONRÁÐ INGIMUNDARSON fyrrv. lögregluþjónn, Dalbraut 20, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júní kl. 13.30. Þuríður Snorradóttir, Ingigerður Konráðsdóttir Hallidy, Malcholm Halliday, Hrafnhildur Konráðsdóttir, Halldór Sigurðsson, Gylfi Konráðsson, Þóra Grönfeldt, Ingimundur Konráðsson, Áslaug Hafstein, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, PÁLMAR ÞÓR INGIMARSSON, ráðgjafi, Laugateigi 56, Reykjavík, sem lést 21. maí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 31. maí, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þökkuð, en þeim sem vilja minnast Pálmars, er bent á Minningarsjóð Heimastoðar, Krabbameins- lækningadeildar Landspítalans, sími 601300. Fénu sem þannig safnast verður varið í gjöf til deildarinnar í nafni Pálmars, sem verður fólgin í ferðageislaspilurum, heyrnartólum og safni geisla- diska með sígildri tónlist. Á þennan hátt vildi Pálmar veita öðrum hlutdeild í þeirri gleði og hugarró sem tónlistin veitti honum í sjúkdómslegu hans. Hildur Jónsdóttir, Erlingur Atli Pálmarsson, Ragna Bjarnadóttir, Matthea K. Guðmundsdóttir, ingimar Einarsson, Guðrún K. Ingimarsdóttir, Ásgeir Helgason, Jóhanna S. Ingimarsdóttir, Marinó Flóvent Birgisson, Jóhanna G. Erlingsson, Jón Sigurðsson og tengdasystkini. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur og systur, ÞÓRVEIGAR GÍSLADÓTTUR, verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 30. maí, kl. 15.00. Ómar Magnússon, Hildur Ómarsdóttir, Þorleifur Bjarnason, Ásta Maria Ómarsdóttir, Brynhildur Jensdóttir, Gísli Þórðarson, Ásta Helgadóttir og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlót og útför eiginmanns míns, föð- ur, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS JÖKULS PÉTURSSONAR, Kvisthaga 15, Reykjavík. Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðný Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Þorgrímur Guðmundsson, Aðalsteinn Jökull Kristjánsson, Kolbrún Ásdfs Valdimarsdóttir, Torfi Hermann Pétursson, Anna Björg, Guðmundur Jökull, Valdimar Þór, Kristján Jökull og (ris Kolbrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.