Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 11 fara til Stokkhólms til að veita verð- laununum viðtöku af ótta við að honum yrði ekki leyft að snúa aftur heim. Ari síðar kom út á Vestur- löndum rit sem nefnist „Ágúst 1914“ en í henni veltir Solzhenitsyn fyrir sér ástæðum þess að Rússar biðu ósigur fyrir sveitum Þjöðverja í upphafi síðari heimsstyraldarinnar auk þess sem hann fjallar um hnign- unarskeið keisarastjórnarinnar í Rússlandi. í desembermánuði árið 1973 birt- ust í París fyrstu kaflarnir úr því verki Solzhenitsyns sem sennilega er hans þekktasta, „Gúlag-eyja- klasinn“ (Arkhipelag Gúlag). Þá höfðu þær fréttir borist frá Sovét- ríkjunum að KGB hefði gert eitt handritið upp- tækt. Bókin kom út á ensku í þremur bindum á árunum 1974-1978 og vakti hún gríðarlega athygli og kallaði fram sterk viðbrögð. í þessu ritverki gerir Solzhenti- syn grein fyrir vinnu- búðakerfinu og hvernig það þróaðist og stækk- aði í tíð Stalíns en slík refsivist var einnig við- tekin í tíð keisaranna þótt það hafi ekki farið hátt í gegnum tíðina. Gúlag-vinnubúðakerfið (nafnið er til komið úr TÚssneskri skammstöf- un) átti eins og flest annað í valdatíð sové- skra kommúnista rætur sínar að rekja til hins óskoraða valds keisar- ans yfir lífi _og limum þegna sinna. í þessu rit- verki leitast Solzhenits- yn við að gefa sögulegt yfirlit yfir þróun Gúlags- ins frá því í valdaráni kommúnista árið 1917 og fram yfir daga Stalíns en hann lést 1953. Bókin er ekki síst áhrifamikil fyrir þá sök að hún geymir sögu margra þeirra sem urðu á vegi Solzhenitsyns í þrælkunar- búðunum og hurfu þar ýmist eða sneru aftur bugaðir menn. „Hann kemur fljótlega heim aftwr" Útgáfa Gúlag-eyjaklasans mark- aði þáttaskil. Á Vesturlöndum þótti bókin sérlega áhrifamikil og and- stæðingar sovétkommúnismans vitnuðu óspart til hennar. Þegar fyrsta bindi hennar kom út sáu ráðamenn í Kreml enga ástæðu til að hlífa skáldmenninu lengur. Þann 11. febrúar 1974 bárust þær fréttir frá Moskvu að hann hefði öðru sinni neitað að mæta á fund sovéska rík- issaksóknarans til yfirheyrslu. Dag- inn eftir var hann handtekinn. Sam- kvæmt fréttum AP-fréttastofunnar ruddust átta öryggislögreglumenn, þar af sex óeinkennisklæddir, inn á heimili hans um klukkan 14 að ís- lenskum tíma. Að sögn Natalíju Svetlovu, eiginkonu hans, var hon- um sýnt skjal þar sem fram kom að lögreglumönnunum væri heimil- að beita valdi. Hann pakkaði því nauðsynlegasta niður í tösku og hvarf á braut með mönnunum. Einn þeirra sagði við eiginkonuna: „Þetta er enginn harmleikur. Hann kemur fljótlega heim aftur.“ Tilraunir fréttamanna til að afla nánari upp- lýsinga báru engan árangur, símtöl þeirra til vina og ættingja skáldsins voru öll rofin. Mjög kom á óvart daginn eftir er skýrt var frá því að Solzhenitsyn væri á leið frá Moskvu til Vestur- Þýskalands. Fólkið sem var með honum í Aeroflot-vélinni sem flutti hann til Frankfurt vissi ekki að hann væri um borð en nokkrir far- þegar sem gjörþekktu kerfið höfðu tekið eftir óeinkennisklæddum íög- reglumönnum við fyrsta farrýmið. Einkabifreið beið skáldsins á flug- vellinum í Frankfurt og sovéskir öryggislögreglumenn tryggðu að enginn óviðkomandi kæmist að vél- inni. Samt tókst hlaðfreyju einni að afhenda Solzhenitsyn rauða rós er hann gekk niður landganginn. Að sögn AP brosti skáldið þreytu- lega og kyssti hana á ennið. Hann vildi lítið tala við fréttamenn, bað þá um að sýna sér skilning, hann hefði enn verið í fangelsi fyrr um morguninn. Fullvíst þykir að það hafi verið Júrí Andropov, þáverandi yfirmaður KGB og síðar flokksleið- togi og pólitískur lærimeistari Mík- haíls Gorbatsjovs, sem lagði til við Leoníd Brezhnev að Solzhenitsyn yrði sendur úr landi. Mun Andropov hafa vísað til þess er Stalín lét reka Leon Trotskíj úr landi. Þann 15.febrúar kom Solzhenits- yn til Sviss og var ákaft hylltur við Solzhenitsyn við skólaslit Harvard-háskóla þegar elsti sonur hans, Jermolai, brautskráðist þaðan. Alexander Solzh- enitsyn hefur snúió aftur til Rússlands eftir 20 úra útlegó ú Vesturlöndum þar sem hann hef- ur freistaó þess i hvivetna aó hafa sem minnst kynni af vestrænni menningu komu sína en tveimur dögum síðar sagði Aleksei Kosygin þáverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna að fjölskylda hans væri fijáls ferða sinna. Bylgja mótmæla reis á Vestur- löndum er þær fréttir bárust að Nóbelsskáldið hefði verið gert út- lægt. Hér á landi urðu margir til þess að fordæma þessa ákvörðun Sovétstjórnarinnar. Mikla athygli vakti er sovéska sendiráðið í Reykjavík sá ástæðu til að mót- mæla ummælum Magnúsar Torfa Olafssonar, þáverandi menntmála- ráðherra, um mál Solzhenitsyns í sjónvarpsþætti. Var þessari fram- göngu Sovétmanna mótmælt kröft- uglega m.a. í Morgunblaðinu. Blað- ið tók síðar undir tillögu tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Alexander Solzhenits- yn yrði boðin búseta á íslandi. Solzhenitsyn veitti Nóbelsverð- laununum viðtöku í desember 1974 en árið 1975 kom út bók eftir hann sem nefnist „Lenín í Ziirich:Kafl- ar“. Árið 1980 sendi hann frá sér tvö ritverk „Eikin og kálfurinn", sem fjallar um sovéska bókmennta- hefð og „Hættan rnikla" en umfjöll- unarefnið þar er misskilningur Bandaríkjamanna á rússneskri menningu og arfleifð. Árið 1989 kom „Agúst 1914“ út í nýrri út- gáfu og tveimur árum síðar sendi Solzhenitsyn frá sér íjórða og síð- asta bindi þessa verks sem nefnist „Rauða hjólið:Ágúst 1914“.“ Að þessu verki hefur Solzhenitsyn unn- ið í útlegðinni og hann telur það mesta verk sitt, en í því fjallar hann um aðdraganda og forsendur þess að bolsjevikkar rændu völdum í Rússlandi. Til Bandarikjanna Eftir að útlegðardómurinn hafði verið kveðinn upp settist Solzhenits- yn að í Sviss eins og fyrr sagði en árið 1976 festi hann kaup á stórri landareign við bæinn Cavendish í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Þar lokaði hann sig af og þótti ýmsum kaldhæðnislegt að sjá fjölda skilta í nágrenni eignarinnar þar sem óviðkomandi var fyrirskipað að hafa sig á brott. Einhveijir sögðu að þetta líktist einna helst afgirtum lendum forréttindastéttarinnar í Sovétríkjunum. Bæjarbúar stóðu hins vegar vörð um skáldið sitt og vísuðu blaða- mönnum og öðrum þeim sem leituðu eftir viðtali við Solzhenitsyn frá. „Engar ' upplýsingar veittar um Solzhenits- yn,“ stendur enn á skilti einu í helstu verslun bæjarins. Solzhenitsyn talar litla ensku og hefur forðast sviðljósið á þeim 20 árum sem liðin eru frá því KGB sendi hann í útlegð. Hann hefur ein- ungis veitt örfá viðtöl en að öðrum kosti látið eiginkonu sína, Natalíju, og syni þeirra þijá, Jer- molai, Ignat og Stephan, um að koma sjónarmið- um hans á framfæri. Því vakti það athygli í febrú- armánuði er hann kall- aði nágranna sína sam- an og skýrði þeim frá þeirri ákvörðun sinni að flytjast til Rússlands. Þessa ræðu sína flutti Solzhenitsyn á rúss- nesku en einn sona hans þýddi. „Þið hafið sýnt mér mikinn skilning; þið gátuð fyr- irgefið mér þann sérkennilega lífs- máta sem ég valdi mér og stóðuð meira að segja vörð um einkalíf mitt. Útlegð er ávallt erfitt hlut- skipti en ég get ekki ímyndað mér að ég hefði getað fundið betri stað en Cavendish í Vermont er ég beið þess að geta snúið aftur heim,“ sagði Solzhenitsyn m.a. í þessu ávarpi sínu. Solzhenitsyn lagði þegar árið 1991 drög að því að flytjast aftur til Rússlands en þá hafði honum á ný verið fenginn sovéskur/rúss- neskur ríkisborgararéttur. Hús fjöl- skyldunnar í þorpinu Troisije- Lykovo á bökkum Moskvufljóts hef- ur verið í byggingu um nokkurt skeið. Fyrir nokkrum vikum lenti fjölskyldunni saman við verka- mennina sem unnu að byggingunni og hurfu þeir á braut og tóku með sér byggingarefnið! Ýmislegt breyt- ist ekki í Rússlandi. Nóbelsskáldið mun því neyðast til að halda til í íbúð sem hann hefur fest kaup á í skarkalanum í miðborg Moskvu þar til hús íjölskyldunnar verður tilbúið. Um Magadan til Moskvw Bið Solzhenitsyns er hins vegar loks á enda og táknrænt má það kallast að fyrsti áfangastaðurinn í Rússlandi var hafnarborgin Magad- án. Magadan var endapunkturinn á píslargöngu húndruð þúsunda manna sem flutt voru þangað vegna þess að viðkomandi þóttu óæskileg- ir í fyrirmyndarríkinu. Magadan var hin raunverulega höfuðborg Gú- lagsins, þessa ógnarhugtaks sem Solzhenitsyn ‘ kynnti fyrir íbúum hins fijálsa heims. Solzhenitsyn hefur ekki varið ævi sinni einvörðungu til að beijast gegn mannhaturskenningum kom- múnismans en vissulega hefur minna farið fýrir viðleitni hans til að skora á hólm lífsskilning og heimspeki Vesturlandabúa. í fyrir- lestri sem Alexander Soizhenitsyn flutti við Harvard-háskóla árið 1978 sagði hann meðal annars: „Ég hef alla tíð lifað undir kommúnískri harðstjórn og get borið um það að þjóðfélag þar sem ekki er nema ein lögleg viðiniðun er vissulega hræði- legt. En þjóðfélag sem hefur enga aðra viðmiðun en hina löglegu er heldur ekki mönnum bjóðandi." Síóustu dagar útsölunnar! Frá 30% afsláttur af öllum vörum i versluninni. Allt á aö seljast Snyrtivöruverslunin Soffía, Hlemmtorgi Ifl Störfuðuð þér hjá Reykjavíkurbæ 1944? Eigið þér ef til vill í fórum yðar myndir eða önnur gögn tengd starfinu á þeim tíma? Vinsamlegast hafið þá samband við Borgar- skjalasafn Reykjavíkur (sími 632370) eða Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar (sími 632530). IIV.VHJISVÍK Utivistarparadísm í Iijjds Veiði, golf, hestaleiga, veitingar, útigrill, hlöðugrill og tjaldsvæði. Góðar gönguleiðir í fallegu landslagi sem liggur að sjó. Fjölbreytt dýra- og fuglalíf. Kynnist náttúrunni í allri sinni dýrð, komið og finnið fyrir vorinu í sveit- inni. Aðeins um 40 km frá Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 667023. Flugvallaskattur forfallagjald: Kr. 3.215,- Beint flug vikulega kr. 19.900 Flug og hótel í viku kr. 29.900 Nýr góður gistivalkostur í París á góðu 2ja stjörnu hóteli. 3ja stjörnu hótel aðeins kr. 34.900 Öll hótel Heimsferða í París eru sérvalin Vikuleg flug til Parísar frá 6. júlí til 31. ágúst. Takmarkað sætamagn Austurstræti 17 Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.