Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 15 FRÉTTIR Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra Hátíðar- fundur sam- þykki stefnu- mörkum í ferlimálum SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hefur óskað eftir því að hátíðarfundur á Þingvöllum 17. júní samþykki stefnumörkum um að gera allar opinberar byggingar á landinu aðgengilegar fötluðum á næstu árum. „Við höfum í bréfí til forseta Alþingis, forsætisráðherra og þing- flokksformanna óskað eftir því að hátíðarfundur á Þingvöllum sam- þykki að stefna að því að gera allar opinberar byggingar hér á landi aðgengilegar fötluðum á næstu árum. Mörgu er ábótavant og kannski dæmigert að umhverfis- ráðuneytið, sem fer með þennan málaflokk, hefur ómögulegt að- gengi fyrir hjólastóla. Okkur fannst þess vegna að stefnumörkun í þessa átt gæti verið bæði vegleg og góð afmælisgjöf fyrir íslendinga á lýð- veldisafmælinu," sagði Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann sagði að ekki hefði borist svar frá Alþingi og ýtt yrði á eftir því á næstunni. Sigurður sagði að óskin tengdist átakinu Þjóðfélag án þröskulda. Áhersla hefði verið lögð á ferlimál og yrðu þau aðalumræðuefnið á 27. þingi Sjálfsbjargar 10.-12 júní næstkomandi. Happdrættissala til styrktar Sjálfsbjörgu fer fram um þessar mundir. ♦ ♦ ♦ Erindi á vegum Sið- fræði- stofnunar PÁLL Skúlason, prófessor, flytur mánudaginn 30. maí fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar sem ber heitið Hvernig verður mannheimur til? í fyrirlestrinum mun Páll halda því fram að það sé ákveðinn háttur á að nema náttúruna sem heild sem liggi skilningi okkar á veruleikanum til grundvallar og að sá skilningur skipti sköpum við mótun mann- heims. í fréttatilkynningu segir að Páll muni lýsa þeim kynnum af náttúr- unni sem hann telur hér skipta mestu og taka dæmi af eigin reynslu af Öskju í því sambandi. Þá mun hann ræða ýmsar efasemd- ir um slíka reynslu og náttúrulýs- ingu sem á henni er byggð. Einnig mun hann leitast við að skýra hvernig hugurinn vinnur úr reynslu sinni af náttúrunni og skapar það sem við köllum menningu. Fýrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.15. HP DeskJet 310 bleksprautuprentarinn: Kr. 33.500," staðgreitt m/vsk. Hewlett-Packard DeskJet 310 bleksprautuprentarinn er án efa einn sá allra sniðugasti á markaðinum í dag. Hann er fyrirferðalítill, vandaður og skilar góðum afköstum. Hann er hljóðlátur, hefur möguleika á litaprentun og arkamötun, er auðveldur í notkun og hentar í raun nánast hvar sem er. Verðið er einnig álitlegt HP DeskJet 310 bleksprautuprentari og fylgihlutir: Stgr.verð m/vsk. • HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara* kr. 33.500,- • HP DeskJet 310, sv/hv, með arkamatara kr. 39.900,- • HP DeskJet 310 litaprentari með arkamatara kr. 46.900,- HP DeskJet 310 bleksprautuprentarinn fæst til afgreiðslu strax! < Kynntu þér heila fjölskyldu af Hewlett-Packard prenturum í Tæknivali og þú finnur örugglega álitlegan kost fyrir þig. Viðskiptavinir athugið: v, Frá og með 28. maí er verslunin lokuð á laugardögum. ^ ' s* Verið velkomin alla virka daga - í allt sumarl c _ \ ÖMJ ^ TÆKNILEG ATRIÐI: 1 Fyrirferðalítill, þyngd aðeins 2 kg. i Prentar I svart/hvítu og í lit á A4 pappír og glærur. i Ársábyrgð frá framleiðanda. i Hljóðlát bleksprautuprentun. i Arkamatari. i Aukabúnaður fæst fyrir þá sem vilja ferðast með prentarann, s.s. rafhlöður með hleðslutæki og þægileg handtaska. tlegur kostur Hewlett-Packard Tæknival Skeifunni 17 - Sími 681665 - Fax 680664 I ' i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.