Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 37 I DAG BRIDS U m s j ó n (i u ð m . P á 11 A r n a r s o n Fyrsta Kjördæmakeppni BSÍ fór fram á Akranesi um síðustu helgi og lauk með öruggum sigri Reykja- víkur. Suðurland varð í öðru sæti. Hvert kjördæmi hefur á að skipa ij’órum sveitum, en samkvæmt reglum móts- ins mega ekki vera fleiri en þrjú pör frá hveiju bridsfé- lagi. Á fyrsta borði fyrir Reykjavík spiluðu Jón Bald- ursson og Sævar Þorbjörns- son annars vegar og Hrólf- ur Hjaltason og Valur Sig- urðsson hins vegar. Jón og Sævar þurftu yfirleitt ekki nema einn ás til að komast í slemmu. Hér er ein slík gegn Austurlandi: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD9643 V - ♦ D1082 ♦ K85 Vestur * 52 V 1086 * K765 * ÁD106 Austur ♦ - V Á9542 ♦ ÁG943 * 943 Arnað heilla A ára afmæli. I dag, 29. maí, er sextugur Karl A. Guðnason, starfs- maður í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufu- nesi, Mjölnisholti 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðbjörg Einarsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. £í A ára afmæli. Þriðju- daginn 31. maí nk. verður sextugur Sigurður Helgason. Hann og eigin- kona hans taka á móti gest- um í félagsheimili Karla- kórsins Þrasta, Flatahrauni 21, Hafnarfirði, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Suður ♦ KG1087 V KDG73 ♦ - ♦ G72 Vestiir Norður Austur Suður - - 2 hjörtu' Pass 2 spaðar"Pass 3 tíglar Pass Pass Dobl Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass ■ (1) veikir tveir í spaða, eða (2) veikt með 5-5+ í hjarta og öðrum lit " leitandi Eftir hægfara bytjun í sögnum taka Jón og Sævar hraustlega við sér, ekki síst Jón í norður. Vestur spilaði út smáu hjarta og Sævar var eld- snöggur að vinna spilið. Sér lesandinn hvemig? Ekki það? Nú, jæja, það er svo sem engin örugg leið til. En Sævar fann líklega leið þegar hann henti tígli úr borðinu í fyrsta slag!! Austur drap á hjartaás og verður nú að spila laufi til að fella slemmuna, en það blasir engan veginn við. Og hver getur álasað honum fyrir að leggja niður tígulás? Á hinu borðinu spiluðu NS 5 spaða doblaða, sem unnust auðvitað. Pennavinir EINHLEYP þrítug banda- rísk kennslukona með áhuga á íþróttum og safnar símkortum: Julie E. Reece, Seventy Bame Avenue, Buffalo, New York 14215, U.S.A. NÍTJÁN ára þýsk stúlka sem fékk mikinn áhuga fyr- ir Islandi eftir að hafa séð myndaflokkinn um Nonna og Manna og vonast til að geta heimsótt það: Jessica Werth, Agricolastrasse 7, D-10555 Berlin, Germany. SAUTJÁN ára enskur pilt- ur með margvísleg áhuga- mál vill skrifast á við 15-25 ára pilta eða stúlkur: David Williams, 11 Moss St., Garston, L19 2NA, England. MYNT-, frímerkja- og seðlasafnari í Litháen von- ast eftir að komast í bréfa- samband við íslendinga: Arvydas Vaisiunas, Ukmerges 2-14, Panevezys, 5300, Lithuania. KA ára afmæli. Á morg- un, 30. maí, verður fimmtugur Kristján Pétur Iiigimundarson, fram- kvæmdastjóri, Lundar- brekku 12, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs milli kl. 18 og 20 á afmælis- daginn. Fí A ára afmæli. í dag, 29. maí, er fimmtug Hallfríður Baldursdóttir, starfsmaður í Árbæjar- laug, Frostafold 54, Reykjavík. Hún er að heim- an. STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc F7 A ára afmæli. Á morg- un, 30. maí, verður fimmtugur Sigurður Sig- urðarson, sóknarprestur á Selfossi. Kona hans er Arndís Jónsdóttir, kenn- ari. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 8. janúar sl. af sr. Sigurði Sigurðarsyni, Hye Young Kim og Jóhann- es Gunnar Pálsson. Þau eru búsett í Kóreu. Barna- og íjölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 5. mars sl. í Langholtskirkju af sr. Ólafi Skúlasyni biskupi þau Edda Guðrún Guðnadóttir og Sveinn Vignisson. Afmæiisbam dagsins: Þú hef- ur mikinn áhuga á mannúðar- málum og vinnur vel fyrir góðan málstað. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu deilur um peninga árdegis og • hafðu hemil á eyðslunni. Þér hentar betur að heimsækja vini en að bjóða heim gestum. Naut (20. apríl - 20. maþ (tfö Þvermóðska getur spillt góðu sambandi ástvina. Þú ert á réttri leið að settu marki í vinnunni. Ferðalag er í undir- búningi. Tvíburar (21. maí -- 20. júní) Eitthvað getur valdið þér leið- indum árla dags, en úr rætist og þú skemmtir þér með góð- um vinum. Ferðalag er fram- undan. Krabbi (21. júní- 22. júlf) Vinur er eitthvað miður sín í dag. Þú hefur tilhneigingu tit að ganga einum of langt í skemmtanaleit og eyða of miklu. Ljón (23. júll - 22. ágúst) *ef Nú er ekki hagstætt að lána öðrum peninga. Þú kemur vel fyrir þig orði og nýtur þess að fá að blanda geði við aðra í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð góðar fréttir í dag er varða framtíð þína í vinn- unni. Þú átt ánægjulegt kvöld með ástvini og vinum. Vog (23. sept. - 22. október) Skemmtanir eru þér ofarlega í huga, en þér hættir til að eyða of miklu. Spennandi ferðalag gæti verið í vændum. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Reyndu að komast hjá deilum í morgunsárið. Þú gleðst yfir því að geta átt góðar stundir heima með fjölskyldunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) sSO Gættu þess að vera stundvís ef þú mælir þér mót í dag. Ástvinir eru mjög samstíga og kvöldið verður skemmti- legt. Steingeit (22. des. - 19.janúar) & Láttu það ekki of mikið á þig fá þótt vinur standi ekki við gefið loforð í dag. Þú finnur leið til bættrar afkomu. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Ættingi er eitthvað úrillur, en að öðru leyti verður dagurinn ánægjulegur. Ástvinir gætu skroppið í stutt ferðalag. Fiskar Barna- og fjöTskylduljösriiýridir HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 23. apríl sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Rannveig Björnsdóttir og Diðrik Ás- geir Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Kambsvegi 20, Reykjavík. (19. febniar - 20. mars) Þú þarft tíma út af fyrir þig, en aðrir sækjast eftir nærveru þinni. Þú hefur meiri ánægju af að vera heima en að fara út. Stjörnuspúna ú aó lesa sem dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni vtsindalegra stað- reynda. @ YOGASTQfUN heilsubót, Hátúni Sa, auglýsir: Okkar vinsæla sumarnámskeið hefst 2. júní. Við bjóðum yður alhliða æfingar í formi HATHA-YOGA sem eru undir- staða fyrir líkamlega vellíðan og andlegt jafnvægi. Byrjendatímar og almennir tímar. Tími fyrir barnshafandi. Yogastöóin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 27710. Viltu skokka áhyggjulaust? Viltu hlægja hjartanlega? Það vildi ég, svo ég fór til Berglindar og fékk styrkingu á grindarbotnsvöðvunum með Trim-From - það virkar. Hvað með þig? Við getum hjálpað þér. Opið alla virka daga frá kl. 8-23. Tímapantanir í síma 33818. Trim-Form Berglindar, Geitlandi 37, kjallara. Þórdís Malmquist, starfsm. Félagsmálastofnunar, 44 ára. Efnahagsmál og verðbréfamapkaöir í Japan og SA-Asíu Morgunverðarfundur fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 8.00 á Hótel Holiday Inn, Hvammi. John Sheppard, aðalhagfræðingur eins stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, Yamaichi, flytur erindi um ofangreint efni. Erindið verður flutt á ensku. Til umræðu á fundinum verða m.a. eftirfarandi efnisatriði: - Eru líkur á að minnihlutastjórnin í Japan nái fram efnahags- bata? - Ef yenið styrkist á kostnað bandaríkjadollars, hver verða áhrifin á efnahagskerfið og hlutabréfamarkað í Japan? - Hefur Hong Kong markaðurinn tekið að fullu tillit til yfirvofandi breytinga 1997? - NAFTA, ESB, hvernig fellur SA-Asía inn í myndina? - Hversu mikilvægt er Kína fyrir vöxt á Kyrrahafssvæðinu? Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um umræðuefnið eru hvattir til að mæta. FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Styrkir til markaðssetningar á EES-svæðinu Ríkisstjórnin veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sértækra markaðsaðgerða á hinu Evrópska efna- hagssvæði (EES). Starfshópur á vegum utanríkis- ráðuneytis annast úthlutun. Ekki verða veittir styrkir vegna almennra launa starfsmanna, vöruþróunar, fjárfestinga í aðföngum, vélum eða tækjum. Um styrki geta sótt fyrirtæki, einstaklingar eða stofn- anir. Umsækjendur skulu leggja fram umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá utanríkisráðu- neytinu og hjá útflutningsráði íslands. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af kostnaðaráætlun hvers verkefnis, þó aldrei meiru en helmingi og ber umsækjendum að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. Utanríkisráðuneytið auglýsir hér með eftir umsókn- um um ofangreinda styrki. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. og umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytisins, viðskiptaskrifstofu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, bréfasími 624878 eða Útflutningsráðs íslands, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, bréfasími 17222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.