Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 41 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX Nýjasta mynd Charlie Sheen (Hot Shots) og Kristy Swanson. í gær var hann sak- laus maður. í dag er hann bankaræningi, bilaþjófur og mann- ræningi á rosalegum flótta... Ein besta grín- og spennumynd ársins. Meiriháttar áhættuatriði! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. hir.i sam GRANT ‘ FITZGEIUID NEILL Ein umtalaðasta mynd ársins. „MISSIÐ EKKIAFHENNI" ++*S.V. Mbl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. TOMBSTOIUE Einn aðsóknarmesti vestri fyrr og síðar í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. niytsamir sakleysingjar GERÐ EFTIR EINNI SÖLUHÆSTU SKÁLDSÖGU STEPHENS KINGS. Hvernig bregðast íbúar smábæjarins Castle Rock við þegar útsendari Hins illa ræðst til atlögu? Sannkölluð háspenna og lífshætta í bland við lúmska kímni. Aðalhlutverk: Max von Sydow og Ed Harris. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. KALIFORIMIA Ótrúlega magnaður og hörkuspennandi tryllir úr smiðju Sigurjóns Sighvatssonar og félaga í Propaganda Films. Aðalhlutverk: Brad Pitt og Jullette Lewis. Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. PÍAIUÓ KRYDDLEGIN TRYLLTAR NÆTUR Þreföld Óskarsverðlaunamynd. HIÖRTU „Eldheit og rómantísk ástarsaga Sýnd kl. 6.55, Mexikóski gullmolinn. aö hætti Frakka" A.I. Mbl. 9 og 11.05. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Sýnd kl. 9. B. i. 12 ára Tolli í Galleríi Regnbogans Njótið málverkasýningar Tolla fyrir sýningar og í hléi í spánýju Galleríi Regnbogans. Aðeins fyrir bíógesti Regnbogans. UTSKRIFTIR Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 501 nemandi á 17 brautum Sauöárkróki. Morgunblaðið. SKÓLASLIT Fjölbrautii- skólans á Norðurlandi vestra fóru fram við hátíð- lega athöfn í íþróttahúsinu síðastliðinn laugardag þann 21. maí. Jón Friðberg Újart- arson skólameistari setti samkomuna og Ólafur Jón Arnbjörnsson aðstoð- arskólameistari flutti annál skólastarfsins frá vetrinum, þar sem fram kom, að í vet- ur stundaði 501 nemandi nám við skólann, á alls 17 bFautum. 23 voru í iðnnámi, 50 stunduðu nám á starfs- tengdum brautum, 128 voru á tveggja ára brautum og 235 eða rétt helmingur nem- enda var skráður til stúd- entsprófs. Tvær framhaldsdeildir voru starfræktar við skól- ann, á Blönduósi þar sem 24 nemendur stunduðu al- mennt bóknám, og á Siglu- firði þar sem kennslan fór fram í tveim deildum, ann- arsvegar sjúkraliðabraut með 16 nemendum og á haustönn luku 8 nemendur námi og brautskráðust af vélstjórnarbraut. í ræðu Ólafs kom fram að bróðurpai-tur nemenda er af Norðurlandi vestra, en annars koma nemendur skólans úr öllum landsfjórð- ungum, þá dvöldu um 160 nemendur á heimavist. Þrátt fyrir hefðbundið snið á skólastarfi gat aðstoð- arskólameistari tveggja mikilvægra breytinga, sem gerðar voru. Annarsvegar voru nýnemar boðaðir til skólans nokkrum dögum fyrir upphaf kennslu, og þeim kynntir helstu þættir skólastarfsins. Þá var á skólaárinu komið á starfí umsjónarkennara, sem haft hefur sérstakt eftirlit með ástundun nemenda, og veitt deildarstjórum, námsráð- gjafa og áfangastjóra aðstoð við námsval nemenda. Ólafur sagði að kennsla hefði í vetur farið fram á sex stöðum, en nú fyrir upp- haf skólaárs yrði hið nýja bóknámshús skólans tekið í notkun, sem bæta mundi aðstöðu nemenda og kenn- ara að miklum mun. 44 hvítir kollar Að þessu loknu braut- skráði Jón Fr. Hjartarson skólameistari 44 nýstúdenta, 3 af atvinnulífsbraut, 7 sjúkraliða, 3 með almennt. verslunarpróf, og 5 af iðnn- ámsbrautum og afhenti þeim viðurkenningar sem framúr höfðu skarað, hvort sem var í námi, félagsstörf- um eða öðrum þáttum tengdum skólastarfi. Við athöfnina léku á píanó tveir nemendur skólans, þau Ragnheiður Bjarnadóttir nýstúdent sem brautskráðist af félagsfræði- og tónlistar- braut, og Róbert Badí Bald- ursson, og einnig söng kór Fjölbrautaskólans undir sljóni Hilmars Svenissonar. Ávarp nýstúdenta flutti Kristín Jóna Sigurðardóttir. Myndlista- og handíðaskóli 47 nemendur brautskráðir MYNDLISTA- og handiða- skólinn brautskráði 47 nemendur að þessu sinni. Hlaut Kristbjörg Guð- mundsdóttir sérstök leir- listarverðlaun sem veitt voru í fyrsta sinn. Alls útskrifaðist 31 nem- andi úr myndlistadeild, þar af 12 úr málun, 6 úr skúlpt- úr, 5 úr jfrafík og 7 úr fjöl- tækni. Úr listiðna- og hönnunardeild brautskráð- ust 16, þar af 5 úr leirlist, 4 úr textíl og 7 úr graf- ískri hönnun. Viðurkenn- ingar fyrir ágætan náms- árangur í myndlistadeild hlutu Kristinn Pálmason í málun, Valgerður Guð- laugsdóttir í skúlptúr og Anna Snædís Sigmarsdótt- ir í grafík. í listiðna- og hönnunardeild hlutu viður- kenningar Kolbrún Sigurð- ardóttir i leirlist, Valdís Harrysdóttir í textíl og Unnur Gígja Gunnarsdótt- ir i grafískri hönnun. Við- urkenningu fyrir ágætan námsárangur í listasögu hlaut Kristbjörg Guð- mundsdóttir i leirlist en hún hlaut einnig sérstök verðlaun sem fyrr er getið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eiríkur R. Eiríksson dúx tekur við verðlaunum úr hendi Kristínar Bjarna- dóttur áfangastjóra. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 49 fá hvíta kolla SÍÐASTLIÐINN laugardag settu 49 nemendur Fjöl- brautaskólans í Garðabæ upp stúdentshúfur. Auk þess luku átta nemendur prófí af eins til tveggja ára brautum. Bestum námsárangri náði Eiríkur R. Eiriksson. Athöfnin fór fram í safnað- arheimilinu i Garðabæ og flutti Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari ávarp og af- henti prófskírteini. Eiríkur __ R. Eiríksson og Pálína Benjamínsdóttir hlutu viður- kenningar fyrir bestan námsárangur en bæði luku þau 169 námseiningum. Hlaut Eríkur ágætiseinkunn í 53 áföngum á eðlisfræði- braut. Einnig söng kór skól- ans undir stjórn Sigurðar Halldórssonar og var gest- ' um boðið að þiggja veitingar að athöfn lokinni. <■ ii-ic*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.