Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórólfur Freyr Guðjónsson var fæddur í Reykjavík 8. júní 1921. Hann lést þar í borg 23. þessa mánaðar. Þó- rólfur Freyr var sonur hjónanna Guðjóns Þóróifsson- ar, sem lengi var verkstjóri hjá "Ííveldúlfi hf., og konu hans Guðlaug- ar Pálsdóttur. Hann var yngri af tveim- ur börnum þeirra hjóna. Systir hans er Guðný, f. 27. febrúar 1916, gift Sveinbimi Erlingssyni vél- sljóra, og fósturbróðir Jóhann- es Jóhannesson, f. 18. desember 1918, giftur Þórdísi Gunnlaugs- dóttur. Eftirlifandi kona Þór- ólfs Freys er Regína Magdalena Erlingsdóttir, f. 30. september 1923, og eru böm þeirra fimm: Sverrir, flugstjóri, kvæntur Laufeyju Kristjónsdóttur, Guð- •rún Gyða, sjúkraliði, gift Lofti Bjaraasyni, Kristín Erla, fata- hönnuður, gift Gylfa Guð- mundssyni, Guðlaug, sjúkraliði, gift Sigfúsi Cassada og Auður, kennari, gift Inga Steini Gunn- arssyni. Afkomendur þeirra Þórólfs Freys og Regínu era orðnir tuttugu og einn í þrem ættliðum. Utför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag. FREYR, eins og hann var venjulega nefndur, lagði alla starfsævi sína stund á trésmíðar, lengst af húsa- smíðar, og hafði sveinspróf í þeirri grein, en síðustu ellefu starfsárin stundaði hann smíðar og viðhalds- störf hjá Flugleiðum, eða allt þar til starfsþrekið þraut af völdum þess sjúkleika sem ágerðist jafnt og þétt síðustu átta æviárin og dró hann til dauða. Starfa sinna hjá Flugleiðum minntist hann af mikilli hlýju, ekki síst í garð þeirra sem hann átti þar samleið með og batt við einlæga vináttu sem var gagn- kvæm og entist honum til æviloka. Störf hans þar, svo sem einnig öll Steris störf önnur, báru vott um næman smekk, natni og vand- virkni. Þá ber og heimili þeirra hjóna látlausum hagleik, næmri og tildurslausri smekkvísi þeirra beggja órækt vitni. Freyr var ljúfur maður í um- gengni, hlýr í viðmóti og laus við alla áreitni eða ágengni. Hann var hógvær maður og dagfarsprúður, áreiðanlegur í viðskiptum og ein- staklega góður heimilisfaðir. Þótt þar á heimili væri aldrei auður í garði,- komu þau hjón þó sínum myndarlega barnahópi vel til manns svo sem dæmin sanna, enda hafa bömin og afkomendurnir allir gold- ið fósturlaunin með þeirri alúð, ást- úð’ug umhyggju að til fyrirmyndar er, ekki síst í hinum langvarandi og þungu veikindum. Það var Frey mikið gæfuspor þegar hann bast Regínu systur minni tryggðaböndum er bæði vom vart af unglingsaldri. Oft vill svo fara, er unglingar fella hugi saman, að hnútarnir rakna og allt fer úr böndunum með aukn- um þroska og við nán- ari kynni. Svo fór ekki hjá Frey og Regínu. í hálfrar aldar sambúð þeirra eru engir blá- þræðir né hnökrar, böndin hafa orðið því traustari sem lengra leið. Á það reyndi ekki síst í hinum langvinnu veikindum Freys. Þá var Regína honum sú stoð og stytta sem aldrei brast. Síðustu vikurnar má heita að hún hafi varla vikið frá sjúkrabeði hans. Við sem áttum því láni að fagna að njóta hlýju og drenglundar Freys um langan aldur, eigum nú vinar að sakna. Þó hlýtur söknuður okkar og eftirsjá að blandast þakklæti yfir því að nú skuli honum þjáning- ar þessa lífs að baki í líknarfaðmi svefnsins langa. Farðu vel, bróðir og vinur. Gissur Ó. Erlingsson. Fyrstu geislar morgunsólarinnar baða Kársnesið ljóma sínum og kirkjan á Borgarholtinu lýsir sem eldhnöttur. Fréttin berst um elsku- legan tengdaföður minn sem var að kveðja eftir erfitt stríð við óljós- an sjúkdóm til margra ára. Á slíkum degi er við hans hæfí að kveðja. Með Frey, eins og hann var ávallt kallaður, er genginn góður og mætur maður sem mikil eftirsjá er að. Á tæplega þijátíu ára samferða- tíma í ljölskyldunni á ég aðeins ljúf- ar minningar um hann. Virðing og væntumþykja var gagnkvæm. Dag- farsprúður maður, glettinn, traust- ur og bóngóður með afbrigðum. Samskipti okkar voru alltaf hin bestu frá fyrstu stundu er ég var kynnt fyrir tengdafjölskyldu minni tilvonandi því bæði hann og Regína Erlingsdóttir kona hans tóku mér opnum örmum, eins og þau vissu- lega tóku öðrum tengdabörnum sín- um á svipuðum tíma. Freyr var alinn upp hjá foreldrum sínum ásamt eldri systur sinni og fósturbróður sínum á þeim tímum þegar nægjusemi og góð meðferð á því sem fólk hafði handa á milli þótti sjálfsögð, og alla tíð síðan fylgdi honum. Hann nam húsa- smíði, og lengst af starfaði hann hjá Herði Þorgeirssyni húsasmíða- meistara, en síðustu ellefu ár starfs- ferils síns vann hann á Trésmíða- verkstæði Flugleiða á Reykjavíkur- flugvelli, þar sem hann eignaðist afar góða vini og samstarfsmenn og var metinn að verðleikum. I starfí var hann eftirsóttur sökum þess hve mikla natni hann sýndi í hverju því verk smáu sem stóru sem hann tók sér fyrir hendur, þar nutu sín hæfileikar fagurkerans og lista- mannsins, þó oft væru launin sem hann þáði fyrir vinnu sína aðeins í formi ánægju yfír að gera eitthvað sem öðrum kom vel. Á heimili þeirra hjóna var ávallt gott að koma og gestum fagnað. Ættingja- og vinahópurinn var stór og því oft mjög gestkvæmt og glatt á hjalla. Minnisstæðar eru góðar stundir er hann vann hér í húsinu í Haukanesinu þegar við Sverrir vorum nýflutt í húsið okkar og mikið var óklárað. Þá komu þau hjónin hér um nær hveija helgi um átta mánaða skeið og var unnið frá morgni til kvölds án eftirtölu. Oft var þó brugðið út af vananum og tekið á stökk út í garð í leik með barnabörnunum, í boltaleik eða snú- snú. Og þá var gaman. Dætrum mínum var hann ekki aðeins afi heldur líka vinur sem gott var að leita til. Þar er hans sárt saknað. Að kynnast góðu fólki er íjársjóð- ur sem aldrei, aldrei glatast. Ég þakka fyrir mig. Laufey Kristjónsdóttir. Kveðja Nú morgnar ekki lengur í lífí vinar míns og svila, Þórólfs Freys Guðjónssonar, í þessum heimi. Hann hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða á allra síðustu árum og því má segja að andlátsfregn hans hafi ekki komið á óvart. Engu að síður er alltaf sárt að sjá á bak gömlum og góðum vini, en von okkar og huggun felst í því að nú hvílir hann í traustum og hlýjum faðmi þess skapara sem gaf honum lífíð. Vinskapur okkar Freys hafði staðið frá því að við vorum litlir strákar á Bragagötunni. Þó að fjöl- skylda hans byggi þar reyndar ekki lengi rofnuðu aldrei þau tengsl sem þá mynduðust. Síðar urðu ýmis at- vik til þess að styrkja vináttu okkar enn frekar en ella. Við kynntumst t.d. konunum okkar um svipað leyti, þeim systrum Soffíu og Regínu Erlingsdætrum. Við trúlofuðumst meira að segja sama daginn - í ágúst 1941. Svo fæddust börnin og það var mikill samgangur á milli heimilanna. Ófáar voru ökuferðirn- ar sem við fórum í saman á björtum sumardögum á árum áður og einn- ig við hjónin eftir að börnin voru öll flogin úr hreiðrinu. Þá var gjam- an ekið um kunnuglegar slóðir til að riija upp liðna daga. Við Freyr tengdumst á fleiri svið- um en ég hef áður nefnt þar sem við völdum okkur sama starfsvett- vang, húsasmíðina. Atvikin höguðu þvi til að eftir að ég var orðinn meistari í greininni komst hann á samning hjá mér en við störfuðum þó lítið saman eftir að hann varð sjálfur fullgildur í greininni. Freyr þótti mjög laghentur smiður, sann- kallaður listasmiður, og fór orð af vandvirkni hans og snyrtimennsku á því sviði. Um Frey get ég sagt að hann var afar trygglyndur að eðlisfari, oftast léttur í lund, ljúfur og þægi- legur í viðmóti. Hann var ótrúlega minnugur á liðna atburði og nöfn fólks. En núna þegar hann er fall- inn frá verða margar þær auðnu- stundir sem við Soffía áttum með þeim hjónum og börnum þeirra afar verðmætar og kærar í endurminn- ingunni. Á meira en hálfrar aldar vegferð féll aldri skuggi á vináttu okkar og það lýsir þvi vel hve traust hún var. Á kveðjustund erum við Soffía mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Frey og eiga hann að vini og samferðamanni í jafnlangan tíma og raunin varð. Reg'nu og börnum þeirra fimm, sem nú sjá á eftir góðum eiginmanni og föður, vottum við dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu góðs vinar. Ingvi E. Valdimarsson. Á tímamótum sem þessum koma fram í huga manns ótal minningar. Fyrsta minning mín um afa er sú að ég sit hjá honun og er að skoða hendur hans. Þær voru svo stórar og sterkar samanborið við mínar. Eg hugsaði með mér að hann hlyti að geta allt, hann var svo sterkur, eins og börn hugsa gjarnan um feður sína. Afí var nefnilega mín föðurímynd. Margar góðar minningar á ég úr boðum og heimsóknum okkar barnabarnanna til afa og ömmu á Langó, en mér eru kærastar þær stundir sem ég átti ein með þeim. Til dæmis þegar ég var að skottast í kringum afa þegar hann var að smíða úti í bílskúr. Hann lánaði mér stundum verkfæri og kenndi mér að umgangast þau. Eða þá þegar ég fór með afa og ömmu til Englands. Afi hafði svo gaman af því að ferðast. Afi var svolítill grallari, hann hafði lúmskt gaman af vitleysunni sem börn taka upp á. En hann leið- beindi mér og sinnti vel því hlut- verki sem afar hafa. Hapn skamm- aði mig aldrei og kannski þess vegna reyndi ég enn betur að gera eins og til var ætlast. Mig langaði svo að gera afa til geðs, og það var auðvelt því hann gerði litlar kröfur til manns aðrar en þær að vera góður við ömmu. Minningamar em margar og flestar frá þeim ámm sem ég bjó hjá þeim. Þegar ég kvaddi afa, hélt ég í hönd hans og þá riíjaðist upp fyrsta minning mín um hann. Mér fannst ég aftur verða ósköp lítil afastelpa. Ég vona að við getum stutt ömmu í sorg hennar og missi eins mikið og hún studdi og styrkti afa í veikindum hans. Chien Tai. Til afa Líkt og rótföst angan er ímynd þín í hjarta mér. Minning þína þar ég geymi, þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Arthur Symons) Sandra Sif. Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll böm þín svo sofi rótt. (M. Joch.) Elsku afi. Við vitum að lífíð og dauðinn eru systkini eins og við, og að allt sem hefur líf mun einhvem tíma deyja. En við trúum því að allt sem deyr fæðist um leið til nýs lífs í öðrum og fallegri heimi, heimi sem leiðir okkur saman á ný. Og þótt við söknum þín nú, þá minnumst við þess sem við höfum lært um stöllumar óaðskiljanlegu, sorgina og gleðina, og að við syrgj- um ekki nema af því að við glödd- umst áður. Við áttum, því söknum við. Með þessa vitneskju í huga hljót- um við fyrst og fremst að finna til þakklætis í hjarta. Þakklætis fyrir stundirnar sem við áttum áður og minningamar sem við eigum nú. Elsku amma. Við biðjum Guð um að gefa þér styrk á erfiðri skilnaðar- stundu. Guð geymi þig, elsku afí. Soiya og Sólrún Sverrisdætur. Afi minn, vinur og nafni hefur nú hvatt eftir margra ára heilsu- leysi og baráttu við veikindi sem að lokum leiddu hann til dauða. Þó svo að maður gerði sér grein fyrir því í hvað stefndi voru það einkenni- legar tilfinningar sem fóru um mann, þega kallið að lokum kom. Samvera okkar frá því að hann- bar mig til skírnar, til síðustu sam- tala okkar við rúmstokkinn á Borg- arspítalanum, þar sem hann dvald- ist síðustu mánuði ævi sinnar, erti hugann með söknuði til þeirra tíma sem við afí áttum saman frá því að ég var barn. Afi var mikill handverksmaður á nánast hvað sem var. Hann var trésmiður og bar miklar tilfínningar til viðarins sem lék í höndum hans. Ég minnist oft þeirra tíma, þegar afí gjarnan tók mig með sér niður á trésmíðaverkstæði Flugleiða þar sem hann starfaði. Þar aðstoðaði hann mig við að smíða leikföng um leið og hann sinnti eigin verkefnum. Húsgögn sem fáir hefðu talið end- umýtanleg urðu sem ný eftir að t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES JÚLÍUSSON, matsveinn, áðurtil heimilis að Gnoðavogi 16, sem lést í Landspítalanum þann 18. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu, mánudaginn 30. maí, kl. 10.30. Skúli G. Jóhannesson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Þór Maríuson, Sigrfður Ólafsdóttir, Helena S. Jóhannesdóttir, Smári Þór Svansson, Heimir Már Maríuson, Berglind Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞOROLFUR FREYR GUÐJÓNSSON hann hafði handleikið þau og oft eyddi hann miklum tíma í að end- urnýja illa leikna hluti sem honum fannst þess virði. Frímerkjum hafði hann safnað á sínum yngri árum og þó svo að hann hafi lítið sinnt söfnuninni svo ég muni, þá handlék hann oft safn sitt sem var talsvert að stærð, dáð- ist að fallegum merkjum og talaði um að einhverntímann mundi hann selja safnið í útlöndum og þau amma færu í heimsreisu. Heims- reisan var hans draumur fram á síðustu stundu, á ferðalögum naut hann sín best hvort sem það var innanlands eða utan. Áður en afí fór að tapa heilsu, sá maður hann sjaldan öðruvísi en við einhveija iðju. Hann eyddi mikl- um tíma í bílskúrnum þar sem hann dundaði í bílnum eða föndraði með tré enda hafði hann sína hluti á hreinu, allt viðhald var afgreitt áður en það varð að vandamáli. Hann hafði alla tíð ákaflega góða tilfínn- ingu fyrir list og fegurð. Ég hafði þó litla trú á að þeirra hæfíleika nyti enn við, þar til fyrir síðustu jól að hann kom heim með litlar silki- málaðar myndir sem hann hafði gert í föndrinu niðri á Dalbraut. Afí hafði greinilega fundið sér mýkra form þar sem viðurinn var ekki viðráðanlegur lengur. Litasam- setning og form voru þannig valin að ég hélt í fyrstu að afi hefði keypt þær af fagfólki þar til hann sagði mér stoltur að hann hefði málað þær sjálfur og þetta væru jólakort. Það boðaði ávallt vorkomu hjá okkur krökkunum þega afi end- urnýjaði sandinn í sandkassanum og sumarið var komið þegar afí gerði sláttuvélina tilbúna til sláttar. Svona mældum við krakkamir tím- ann í gegnum verkin hans afa. Afi hafði mikið dálæti á börnum og þegar þau voru annarsvegar var oft eins og hann gleymdi stað og stund. Ég minnist sérstaklega við- bragða hans þegar ég heimsótti hann á Borgarspítalann með tveggja ára dóttur minni. Þá var eins og hann ljómaði allur þrátt fyrir allar sínar þjáningar, ham- ingju-svipurinn leyndi sér ekki í gegnum brosið og hlýja augnaráðið hans afa sendi mann' aftur í tím- ann, þegar hann gjarnan laumaði að manni sælgæti eða aurum sem glöddu bamsins hjarta. í hvert skipti sem fjölskyldan stækkaði gladdist afí mjög. Þegar síðasta langafabamið fæddist ósk- aði ég honum til hamingju og minntist á það um leið hversu stór fjölskylda hans væri orðin. Afi þakkaði fyrir, við fórum lítillega yfír stærð fjölskyldunnar og skyndi- lega var eins og hann fylltist lífs- orku þegar hann ræddi stoltur um fjölskylduna, börnin, barnabörnin og börnin þeirra. Fram á síðustu stundu var afi mikill húmoristi og þó fámáll væri nú síðustu árin komu ávallt frá honum hnitmiðaðar setningar sem fengu mann til að brosa eða hlæja. Aldrei heyrði ég hann minnast á veikindi sín og eftir á að hyggja held ég að maður hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir hversu al- varleg þau voru, vegna þess hversu vel hann bar sig. Við afi vorum alla tíð nánir, hann gaf mér nafn sitt, með honum sleit ég barnsskónum þegar ég bjó hjá honum og ömmu fyrstu fjögur ár ævi minnar og svo aftur eftir að ég fluttist til afa og ömmu hans síðustu mánuði heima á Langholts- vegi. Ég vil þakka fólkinu sem annað- ist afa sl. þrjá mánuði á Borgarspít- alanum fyrir hlýjar tilfinningar í hans garð, sem hann minntist svo oft á. Ömmu mína styrki ég í sorg hennar um leið og ég þakka henni hversu vel hún hugsaði um afa í veikindum hans, allt fram á síðustu stundu. Þegar dauðinn aðskilur vini, verða straumar minninganna sterk- ir. Áður ómerkilegir smáviðburðir verða að ómetanlegum atburðum sem sitja sterkt í minningunni um ókomin ár og fortíðin glæðist lífí þess sem á hana hafði áhrif. Þórólfur Freyr Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.