Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 199- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, INGIBERGUR SÆMUNDSSON fyrrv. yfirlögregluþjónn í Kópavogi, lést í Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra föstudaginn 27. maí. Elfn Dóra Ingibergsdóttir, Örn Sævar Ingibergsson, Jón Kristinn Ingibergsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR MATTHÍASSON fyrrv. aðalvarðstjóri, Háaleitisbraut 71, Reykjavík, lést í Landspítalanum 21. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 31. mai kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Pétursdóttir. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Sogabletti 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 10.30. Margrét A. Þórðardóttir, Árni Guðmundsson, Ása H. Þórðardóttir, Gísli J. Ólafsson, Anna J. Þórðardóttir, Þórhallur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES GUÐJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 31. maí kl. 15.00. Guðjón Hannesson, Tryggvi Hannesson, Valdís Vilhjálmsdóttir, Grétar Hannesson, Sigrún Steingrimsdóttir, Guðni Hannesson, Valgerður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, tengdadóttur og ömmu, NÖNNU DÍSU ÓSKARSDÓTTUR, Erluhólum 1, » Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans 19. maí, fer fram í Fossvogskirkju kl. 13.30 þriðjudaginn 31. maí. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd. Halldór Geir Lúðvíksson, Lúðvik Thorberg Halldórsson, Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Sveinn Óskarsson, Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Gfsli Björnsson, Lúðvík Thorberg Þorgeirsson, Guðrfður Halldórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar VILHJÁLMS KRISTJÁNSSONAR frá Skerðingsstöðum, Stigahlíð 32, Reykjavik, Systkinin. ÞÓRVEIG GÍSLADÓTTIR + Þórveig Gísladóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1950. Hún lést á heimili sínu í Munkebo, Danmörku, 19. mai 1994. Hún var dóttir hjónanna Gísla Þórðarsonar, loftskeyta- manns, og Brynhildar Jensdótt- ur, sjúkraliða. Þórveig var elst fjögurra systkina. Hin eru Anna, f. 3. október 1952; Jens, f. 4. apríl 1954, og Brynhildur, f. 17. maí 1957. Eftirlifandj eig- inmaður Þórveigar er Omar Magnússon, kvikmyndatöku- maður, lengst af hjá Sjónvarp- inu en síðustu sex ár hjá danska sjónvarpinu, TV2. Þau giftust 3. maí 1969. Dætur þeirra tvær eru Hildur, f. 11. ágúst 1970, sambýlismaður hennar er Þor- leifur Bjarnason, og Asta Mar- ía, f. 19. janúar 1975. Þórveig lauk verslunarskólaprófi 1968, stúdentsprófi frá MH 1987 og lauk prófii tölvunarfræðum frá EDB-háskólanum í Óðinsvéum 1991. Hún starfði hjá Trygg- ingastofnun ríkisins um árabil, einnig hjá Norsk Veritas hér í Reykjavík og hjá TV2 i Dan- mörku. Hún var formaður Is- lendingafélagsins í Óðinsvéum og gjaldkeri Félags Islendinga á Norðurlöndum. Útförin verður gerð frá Foss- vogskirkju á morgun, mánu- dag. HÚN Þóra mágkona mín er dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur meðal okkar. Aðeins rúmum sjö mánuðum eftir að hún kom frá Danmörku til að fylgja ömmu sinni og nöfnu, Þór- veigu Axfjörð, til grafar er hún öll. Það er einkennilegt þetta líf. Enginn veit hver verður næstur. Það var oft glatt á hjalla hjá Þóru og Ómari í Kjarrhólmanum meðan þau bjuggu þar. Fjölskyld- unni lætur það vel að koma oft saman og ef einhver á afmæli er ekki óalgengt að u.þ.b. 20 manns mæti í afmælið, og er það bara nánasta fjölskyldan. Sérstaklega eru mér minnisstæð gamlárskvöld- in þegar fjölskyldan Qölmennti í Kjarrhólmann og var þá kátt í Kjarrhólmanum fram undir morg- un. Það hafði lengi blundað með Þóru og Ómari að flytja til Dan- merkur og létu þau verða af því árið 1988 ásamt dætrunum tveim- ur, Hildi og Ástu Maríu. Ómar fékk vinnu hjá dönsku sjónvarps- stöðinni TV2, en Þóra og stelpurn- ar fóru í skóla. Lærdómurinn lá vel fyrir Þóru og útskrifaðist hún úr tölvuskóla með góðum vitnis- burði vorið 1991. Það er erfitt að fá vinnu í Danmörku, sérstaklega fyrir útlendinga, en Þóra fékk vinnu, tímabundið að vísu, hjá TV2 þar sem hún vann skrifstofustörf og einnig lítið eitt við að þýða ís- lenska sjónvarpsþætti og fréttir sem stöðin sýndi. Þóra starfaði töluvert að félags- málum og þegar hún dó var hún m.a. formaður íslendingafélagsins í Odense. Hér heima vann Þóra hjá Tryggingastofnuninni í mörg ár og síðar hjá Norsk Veritas þang- að til hún flutti til Danmerkur. Þóra var vinsæl og rækti sína vini vel, hafði oft samband við þá símleiðis eða með bréfaskriftum. Það var því oft gestkvæmt hjá Þóru og Ómari og vel tekið á móti gestum. Fjölskyldan, vinir og kunningjar, fyrrum samstarfs- menn þeirra beggja, eða bara þeir sem vissu af þeim í Odense komu í heimsókh þegar þeir áttu leið um. Það var gott að koma til þeirra. Þóra saknaði þess að hitta ekki fjölskyldu sína oftar, hún hringdi oft í systur sínar og bróður, sér- staklega Önnu, konu mína, vegna þess að hún sá um ýmis mál fyrir þau hér á íslandi. Öll vildum við heimsækja hana oftar til Danmerk- ur, og Þóra og Ómar vildu einnig koma oftar í heimsókn til okkar en raun varð á af eðli- legum ástæðum. Þau komu þó um páskana síðustu og Þóra var þá hér í mánuð. Hún hitti fiesta vini sína og ætt- ingja í þessari ferð. Hún hlakkaði til að fara heim aftur, því þau Ómar áttu 25 ára brúðkaupsafmæli 3. maí, en í Danmörku er haldið upp á þau tímamót og naut Þóra þes að undirbúa veisl- una og taka á móti vinum og kunningjum sem þau höfðu eignast í Dan- mörku. Við þessi tímamót hitti hún flesta vini sína í Danmörku. Á stuttum tíma var hún því búin að hitta flesta ættingja sína og vini bæði hér heima og í Danmörku. Þetta er sérkennileg tilviljun. Þóra var vel liðin af öllum sem hana þekktu og er hennar sárt saknað. Þó er missir Ómars, Hildar og Ástu Maríu, foreldra hennar og systkina mestur. Elsku Ómar, Hildur og Ásta María, ég votta ykkur innilega samúð mína. Guð blessi ykkur. Eiríkur. Kveðja frá íslendingafélag- inu í Odense Það er með söknuði að við Is- lendingar búsettir í Odense kveðj- um formann okkar, Þórveigu Gísla- dóttur, sem lést skyndilega og langt um aldur fram á heimili sínu 19. maí síðastliðinn. Þórveig og maður hennar Ómar Magnússon fluttust búferlum til Odense árið 1988 ásamt dætrum sínum Hildi og Ástu Maríu. Þórveig tók fljótlega upp úr því virkan þátt í starfi íslendingafé- lagsins (ÍFO) og sat hún í stjórn þess frá janúar 1990. Fyrst sem meðstjórnandi, síðan gjaldkeri í tæp þijú ár og loks formaður fé- lagsins frá aðalfundi 1993 til dauðadags. Auk þess að sitja í stjórn félagsins okkar, var hún árið 1991 valin fulltrúi IFO í stjórn SÍDS, Félag Íslendinga á Norður- löndum. Það starf útheimtir mikinn tíma og ferðalög, sem Þórveig tók sem sjálfsögðum hlut og innti af hendi með dugnaði og ákveðni sem henni einni var lagið. Það eru ófá vandamálin sem nýfluttur íslendingurinn rekst á þegar flutt er til ókunnrar borgar í framandi landi. Ef aðstoðar þurfti við til að leysa úr þeim vandamál- um og gefa ráðleggingar, þá var haft samband við Þórveigu, sem jafnskjótt veitti aðstoð og greiddi úr vandamálunum, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Félaginu okkar stjórnaði hún af skörungsskap og festu og gaf sig alla í það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða stærri eða smærri mannfagnaði, útgáfu fréttabréfsins eða hvaðeina sem slíkum félagsskap fylgir. Það var Þórveigu kappsmál að halda fjárhagi félagsins réttum megin við núllið. Þrátt fyrir það flutti hún tillögu um það á síðasta aðalfundi félagsins að lækka árs- gjöld félagsmanna. Eitthvað sem gjaldkerar félagasamtaka láta sjaldan frá sér fara. En þó lýsir þetta Þórveigu á sinn hátt. Hún sá fram á að fjárhagur félagsins leyfði lægri tekjur og þá var sjálf- sagt að gefa hinum almenna fé- lagsmanni tækifæri til að njóta þess. Tillaga hennar var að sjálf- sögðu samþykkt. Þórveig var ætíð glöð í bragði og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kom. Hún hafði mikla athafna- þörf og þess fengum við að njóta, sem henni kynntumst, með fórn- fúsu starfi hennar að félagsmálum „nýbúanna" hér á Fjóni. Við íslendingar hér í Odense þökkum Þórveigu samfylgdina um leið og við vottum ykkur, Ómar, Hildur og Ásta María, okkar dýpstu samúð á erfiðum tímum. Guð blessi minn- ingu Þórveigar Gísla- dóttur. „ F.h. ÍFO Árni Björnsson, Magnús Magnússon. Mig langar til að minnast yndislegrar mágkonu minar með nokkrum kveðjuorð- um. Þórveig Gísladótt- ir varð bráðkvödd á heimili sínu á fögrum vordegi og það haustaði snögglega í hugum okkar sem áttum hana að vini. Óréttlætið er beiskt. Þegar fólk eins og hún, í blóma lífs síns, að- eins 43 ára, er fyrirvaralaust kallað á brott spyija aðstandendur forviða um vilja almættisins. Hvers vegna Þóra? Hvers vegna svona alltof snemma? En vegir Guðs eru víst órann- sakanlegir og hver og einn verður að finna svörin við þessum spum- ingum með sjálfum sér í rólegheit- um þegar sárasti hjartaverkurinn linast. Andlát Þóru minnir okkur sem eftir stöndum hinsvegar með óvægnum hætti á að gleyma því ekki sem mestu máli skiptir — að lifa lífinu lifandi, að nota vel þann tíma sem okkur er gefinn. Því það gerði Þóra svo sannar- lega. Hún ólst upp í faðmi stórrar fjölskyldu, fyrst í Auðarstrætinu og svo fram á fullorðinsár í Grænu- hlíðinni. Hún giftist ung fágætum öðlingi, Ómari Magnússyni kvik- myndatökumanni, og þau eignuð- ust tvær yndislegar dætur, Hildi og Ástu Maríu, sem urðu henni sem bestu vinkonur þegar þær uxu úr grasi. Heimili þeirra hjóna ein- kenndist af gagnkvæmri ást og virðingu, húmor og afslappaðri gestrisni. Það var mikið hlegið og spjallað, börn jafnt og fullorðnir, í ótal heimsóknum í Kjarrhólmann og síðan í Sólbakkann á Fjóni. Það leið öllum vel í nærveru Þóru, hún var skarpgreind og skemmtileg og kunni lagið á fólki. Þegar mesta bamastússið var að baki skellti hún sér í Öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð, hún vildi bæta við sig mennt- un, læra meira. Það kom engum á óvart að henni sóttist námið vel, og stúdentshúfan var sett upp 1987. Með náminu vann hún alla tíð, fyrst í Tryggingarstofnun og síðar hjá Norsk Veritas. Hún lét ekki staðar numið í náminu. Þau hjónin höfðu lengi verið afskaplega veik fyrir Dan- mörku og_því sem danskt er, eins og fleiri Islendingar. Um svipað leyti og Þóra var að ljúka náminu fékk Ómar freistandi atvinnutilboð frá danska sjónvarpinu, TV2, og fyrir tæpum sex árum fluttust þau búferlum til Óðinsvéa. Þóra hélt áfram að mennta sig, og lauk námi í tölvunarfræðum frá tækniháskó- lanum þar í borg í hitteðfyrra. Þóra var elst samhentra syst- kina, og var virkur þátttakandi í lífi fjölskyldunnar, jafnvel þó hún byggi erlendis síðustu árin. Hennar verður sárt saknað en vitneskjan um að hún átti ríkt og gott líf er okkur huggun í harminum. Hún hélt áfram að mennta sig og þroska alla ævi, og ræktaði jafnfiamt fjöl- skylduna og vinina eins og henni var lagið. Og kórónaði lífshlaupið með stórkostlegri silfurbrúðkaups- hátíð 3. maí sl. Ég vil að lokum þakka henni fyrir allt og allt. Öllum sem um sárt eiga að binda við fráfall henn- ar sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og sérstaklega Ómari, Hildi og Ástu Maríu, og Lillu og Gísla, foreldrum hennar. Missirinn er sár en margar og góðar minn- ingar munu lifa. Blessuð sé minn- ing Þórveigar Gísladóttur. Guðjón Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.