Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KONANMEÐ KÓREUBÍLANA eftir Hildi Friðriksdóttur VIDSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ►SEGJA má að Erna Gísladóttir hafi rutt braut kyn- systra sinna inn á nýbílamarkaðinn þegar hún tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Bifreiðum & Land- búnaðarvélum (B&L) í byrjun árs 1992. Auk þess starfs sér hún um fjármál fyrirtækisins. Fáar konur eru í stj órnunarstöðum í greininni og engin sem stendur í sömu sporum. Erna er fædd 5. maí 1968 og var þar af leiðandi aðeins 23 ára þegar hún fékk stöðuna, í kjölfar þess að B&L tók við Hyundai-umboðinu. Hún er dóttir Gísla Guðmundssonar forstjóra B&L og Bessíar Jóhannsdóttur. Erna lauk BS gráðu í hajg- fræði frá Háskóla Is- Iands 1991 og hóf þá strax störf hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Fyrsta árið fór að mestu í að kynna sér starfsemina í hinum ýmsu deildum en þegar fyrirtækið var valið sem innflutningsaðili Hy- undai-bifreiða í desember 1991 kom í hlut Ernu að sjá um þann hluta. Hún sér einnig um fjármál allra deilda og vinnur áætlanagerð í samráði við skrifstofustjóra. „Við tökum stefnumarkandi ákvarðanir sem unnið er út frá. Ég lærði það af Kóreumönnum, sem eru mjög kröfuharðir, hversu mikils virði er að gera áætlanir. Við gerum sölu- áætlanir til lengri tíma en áður og setjum okkur ákveðnari mark- mið,“ segir Erna þar sem við sitj- um á nokkuð stórri skrifstofu hennar, en ekki íburðarmikilli, við Suðurlandsbrautina með útsýni yfir Laugardalinn. 870 bílar seldir frá upphafi Sala á Hyundai-bílum hófst í maí 1992 og er skemmst frá því að segja að bílarnir hafa hlotið afar góðar viðtökur á markaðnum. Hyundai hefur náð um 7% mark- aðshlutdeild á tveimur árum á sama tíma og sala nýrra bíla hefur dregist verulega saman. Hafa 870 bílar selst frá upphafi og raunar náði tegundin öðru sæti yfir mest seldu fólksbílana um tíma. Þennan árangur má eflaust þakka því að Hyundai-bílarnir eru svipaðir jap- önskum bílum að gæðum en eru hins vegar talsvert ódýrari. A sama tíma og uppgangur hefur verið í sölu kóreönsku bíl- anna hefur sala Lada-bfla dregist saman. Þannig má segja að fyrir- tækið hafi tekið hárrétta ákvörðun þegar það afréð að taka við Hy- undai-umboðinu. Um tíma kom fyrirtækið reyndar sterklega til greina sem umboðsaðili Mazda hér á landi en japönsku verksmiðjurn- ar afréðu að leita annað með umboðið. Þegar Ema er spurð hver sé skýringin á þessum góðu viðtökum Hyundai svarar hún að þær séu eflaust margar. „Sú mikilvægasta er án efa hve starfsmennirnir voru áhugasamir, jákvæðir og unnu að því sem einn maður að vel til tæk- ist.“ Gerðist pantanaglöð Pantanir á nýjum bílum verða að fara fram sjö vikum fyrir fram- leiðslu. Þannig verður ágústfram- leiðslan pöntuð í júní og kemur hún til landsins í október. „Þessi tilhögun gerir það að verkum að við verðum að sjá sveiflur þokka- lega fram í tímann. Það var nokk- uð flókið í byijun þar sem við viss- um ekki hver salan yrði. Ég hafði ekki mikla reynslu af innkaupum og gerðist mjög pantanaglöð í fyrstu sendingunum, bað um §öl- breytt úrval lita auk ýmissa auka- hluta.“ — Gekk dæmið upp? „Ég segi það nú kannski ekki alveg," svarar hún. „Reyndar voru topplúgur það eina sem ég pant- aði of mikið af. Mér fannst þær spennandi, auk þess sem þær voru í tísku á ákveðnu tímabili. íslend- ingar féllu hins vegar ekki fyrir þeim, enda býður veðráttan kannski ekki upp á það, sérstak- lega ekki á veturna." — Hefurðu orðið vör við gagn- rýni um að þú hafir fæðst með silfurskeið í munni og því ekki skrýtið að þú sért komin hér í framkvæmdastjórastöðu? „Já, auðvitað hef ég orðið vör við það. Það er engin launung á því. í hörðum heimi viðskiptanna hefur ekkert fyrirtæki efni á því að hafa vanhæfa stjórnendur og þar skipta ættartengsl engu máli. Það er jú eitt að fá stöðu og ann- að að halda henni. Ég hafði kannski ekki jafn mikla reynslu og aðrir í stjórnun- arstörfum en ég hafði starfað áður í öllum deildum fyrirtækisins öðr- um en verkstæði og þekkti því innviði fyrirtækisins vel. Ég læri af þeim sem eru reynslumeiri í kringum mig og það er góður skóli.“ — Hefurðu leitt hugann að „þriðjukynslóðarvandamáli“ nú þegar þú er sest í framkvæmda- stjórastól og átt kannski eftir að taka við forstjórastóli í framtíð- inni? „Nei,“ svarar hún. „Það mun tíminn leiða í ljós.“ Saga fyrirtækisins Bifreiðar & landbúnaðarvélar sem er fjölskyldufyrirtæki verður 40 ára nú í júní. Upphaflega var það stofnað af Félagi bifreiðainn- flytjenda fyrir tilstilli ríkisins. Einn af stofnendum var Guðmundur Gíslason afi Ernu, sem síðar varð forstjóri fyrirtækisins. Koma þurfti á vöruskiptum milli Sovét- rikjanna og íslands eftir að Bretar höfðu stoppað innflutning á fiski í kjölfar stækkunar landhelginnar. Þá var fluttur út fiskur til Sovét- ríkjanna en í staðinn var flutt inn olía, járn og timbur. Einnig var óskað eftir að íslendingar flyttu inn bifreiðar og landbúnaðarvélar. Reyndar varð lítið úr innflutningi á þeim síðarnefndu. „Alla tíð síðan hefur fyrirtækið staðið í innflutn- ingi frá Sovétríkjunum og nú Rússlandi. Fyrst voru fluttir inn Pobeda, Moskvitch, Volga og nú síðast Lada, sem átti geysilegum vinsældum að fagna á uppgangs- árunum í kringum 1986-88. Til dæmis seldum við 2.800 bíla árið 1987 sem þýddi að rúmlega 1% þjóðarinnar keypti sér Lödu. Markaðshlutdeild hennar hefur þó farið minnkandi síðan við tókum við Hyundai-umboðinu. Við hyggj- um þó á markaðssókn að nýju, því við teljum Löduna góðan kost fyr- ir það verð sem við getum boðið. Það er hægt að kaupa nýjan bíl fyrir 550 þús. kr.“ — Nú hefur fjöldi Lada-bifreiða verið afskrifaður og þeir eru vin- sælir af rússneskum sjómönnum. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að hefja aftur vöruskipti við Rússa og selja þeim notaðar Lödur? „Nei, það hefur ekki komið til tals vegna þess að flutningskostn- aður er hár og það mundi aldrei svara kostnaði.“ Nýtt húsnæði undir söludeild Á uppgangsárunum þótti for- svarsmönnum fyrirtækisins nauð- synlegt að bæta við húsnæði fyrir söludeildina og var því ráðist í að byggja 3.000 fm hús við Ármúla. Þangað flutti söludeildin árið 1988. Erna segir að þessi fjárfest- ing hafi ekki komið fyrirtækinu í koll þegar draga fór úr umsvifum á nýjan leik. „Söludeildin er á jarð- hæð en hinar hæðirnar eru í út- leigu. Við gættum þess að fara varlega á öðrum sviðum og skrif- stofuhúsnæðið var t.d. ekki stækk- að,“ segir hún. Með minnkandi eftirspurn eftir nýjum bílum hefur hluti af sam- keppni umboðanna legið í að taka eldri bíla upp í nýja. Hafa mörg þeirra gripið til þess úrræðis að selja þá með verulegum afslætti í ákveðinn tíma. Erna segir að for- svarsmenn B&L telji vænlegri kost að halda sölunni jafnri yfir árið. Hins vegar hefur fyrirtækið boðið Hyundai Elantra 94 árgerð með um 65 þúsund króna afslætti þennan mánuðinn í tilefni tveggja ára afmælis Hyundai á Islandi. „Mér fmnst sum umboðin hafa verið dugleg að auglýsa útsölur með reglulegu millibili,“ segir hún. „Fólk er farið að þekkja inn á þetta og kaupir ekki bíla á meðan, sem gerir það að verkum að salan verður treg þegar engin tilboð eru í gangi. Mér finnst raunar við ís- lendingar vera orðnir alltof gin- keyptir fyrir gylliboðum." Framtíðarsýn Þegar talið berst að markaðs- horfum greinarinnar í framtíðinni segist Erna ekki vera bjartsýn. Raunar hafi hún sennilega verið einna svartsýnust á nýafstöðnum Bílgreinasambandsfundi. Hún telur einnig að mikil upp- stokkun verði á markaðnum ef haldi áfram sem horfir, því aðeins fjögur umboð, Toyota hf., Hekla hf., Ingvar Helgason hf. og Bif- reiðar & landbúnaðarvélar hf. skipta með sér rúmlega 72% af markaðinum, en hin umboðin, sem eru í kringum tíu, beijast um 30%. „Það sér það hver maður að ekki er nóg að selja innan við 100 bíla á ári til að fyrirtækið standi undir sér, svo að búast má við einhveij- um breytingum á markaðinum." Hún segist ekki halda að þjóðfé- lagið sé á uppleið ennþá. Raun- verulegur hagvöxtur verði að auk- ast til þess að sala bifreiða sem og annarra vara aukist. „Fólk hef- ur mjög litlar ráðstöfunartékjur og meðan þær standa í stað verða ekki keyptir nýir bílar, sem er aft- ur neikvætt, því bílaflotinn er allt- af að eldast. Auk þess hafa stjórn- völd lækkað gjöld á bílum á upp- gangstímum þannig að sveiflan í bílainnflutningi varð enn meiri en ella. Fyrst jókst innflutningurinn verulega en síðan datt botninn úr. Ég yrði ekki hissa þótt sagan end- urtæki sig, því eftirspurnin er mik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.