Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk IF U)E'RE A COUPLE OF FARM D065, OLAF, DON'T VOU THINK WE 5H0ULD BE P0IN6 50METHIN6? - - — * DONTYOUTHINK WE 5HOULD BE U5EFUL? Ef við erum tveir hundar á sveitabæ, Lubbi, heldurðu þá ekki að við ættum að vera að gera eitt- hvað? Heldurðu ekki að við ættum að vera til gagns? Við erum til Hlaðan hrynur ef við færum okk- gagns... ur... BREF TIL BLAÐSBSÍS Kringlan 1103 Reyly'avík • Sími691100 # Símbréf 691329 Heimsglæpir koma okkur við Frá Guðrúnu Jacobsen: STUNDUM þegar ég ber saman refs- ingu fyrr og nú, fyrir glæpi, við lest- ur gamalla og nýrra sakamála, hefur „fyrirgefning syndanna“ í dag, vinn- inginn! Hér áður fyrr voru menn al- mennt kaghýddir á almannafæri fyr- ir að taka ófijálsri hendi sauðalæri til að seðja sárasta hungrið. Núna eru auðgunarglæpir, til- gangslaust ofbeldi og skemmdarverk á eigum annarra, að ég minnist ekki á borgareigum, viðurstyggilegri en orð fá lýst, ef trúa má fjölmiðlum. En hvað gerist? Gerendur fá í mesta lagi eitthvert sýnishom af fangelsisdómi, sem þeir þurfa ekki að taka út fyrr en eftir dúk og disk, það er að segja, ef þeir höggva ekki einn og annan í millitíð- inni! Svo er undir hælinn lagt hvort pláss er laust, frítt fæði og húsnæði mitt í kreppunni. Svo maður snúi sér að heimsmál- unum. Sömu syndafyrirgefninguna, hjálpræðið, fá Serbar, samanber vnpnahlésáskorun sameinuðu þjóð- anna, trekk í trekk, sem býður þeim að hætta að myrða og limlesta börn í einni borg. í millitíðinni snúa þeir sér bara að þeirri næstu. Kettir ku hafa níu líf. Serbar hafa tíu. Meðal annarra orða. Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Sérhagsmun- ir? Innanfélagsmafíur? Metorða- gjamir forystusauðir, löngu hættir að kunna að finna til, virðast eiga þá hugsjón heitasta að sleppa burt með ríkiskassann, þegar nógu mikið er komið í hann? Spyr sá sem ekki veit. Landsglæpir og heimsglæpir koma okkur öllum við, sem vinnum í sveita okkar andlits. - Svokölluð yfirvöld, sem hafa meiri samúð með gerendum en fórnardýmm, em ekki starfi sínu vaxnin. Okkur vantar ekki lengur samúð með óþokkum - hét illt inn- ræti hér áður fyrr. Okkur vantar aðhaldið okkar, orð, sem virðast komin úr tísku í dag: Siðferði í verki. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Furðuleg tillaga um vegalögn um Búðaós Frá Vigfúsi Þráni Bjarnasyni: ÞAÐ ERU nú liðin rúmlega 50 ár síðan hafist var handa um lagningu vega vestast í Staðarsveit frá Urr- iðaá að Fróðárheiði, 7 km leið. Áður hafði leiðin legið með sjónum vestur að Búðaósum en þar varð að sæta sjávarföllum yfir við mjög erfið skil- yrði. Það hafði lengi verið áhugamál þeirra sem bjuggu á bæjunum með fjallinu og raunar fleiri vegfarendum að fá þennan veg og vom þeir ötul- lega studdir af Stefáni heitnum Kristjánssyni þáverandi vegaverk- stjóra í Ólafsvík, svo og Ásgeiri heitnum Ásgeirssyni frá Fróðá þá- verandi skrifstofustjóra á vegamála- skrifstofunni. Hafist var handa um lagningu vegarins vorið 1942. ÖIl var vinnan framkvæmd með handverkfæmm og hestvögnum eins og þá var alltítt. Um 20 manna vinnuhópur starfaði við verkið. Vegalögnin tók fjögur sumur og var umferð hleypt á veginn haustið 1945. Þetta þótti þá mikil samgöngubót. Allan þann tíma sem síðan er liðinn hefi ég aldrei heyrt neina rödd sem dregið hefír í efa að þetta vegstæði hafi verið rétt valið. Nú að 50 ámm liðnum bregður svo við að ein hjá- róma rödd Iætur til sín heyra. Er þar um að ræða oddvita Alþýðuflokksins við sveitarstjórnarkosningar í Snæ- fellsbæ, Svein Elínbergsson. í aukaútgáfu Alþýðublaðsins 20. þ.m. ritar Sveinn grein þar sem hann ræðir meðal annars vegamál í Stað- arsveit. Þar leggur hann til að um- ræddur vegur frá Urriðá að Fróðár- heiði verði lagður niður en nýr vegur lagður með sjónum „um Búðaósa". Raunar talar hann um nauðsyn „nýs vegastæðis með bundnu slitlagi um Staðarsveit". Hann virðist ekki átta sig á því að þegar er búið að leggja bundið slitlag á meirihluta vega í Staðarsveit. Á næstu vikum mun verða lagt bundið slitlag á nýjan vegarkafla austan Staðarár og er þó komið slitlag á um 23 km af vegum í Staðarsveit, en eftir er þá aðeins eftir að/leggja á umræddan veg frá Urriðaá að Fróðárheiði, 7 km að lengd svo sem fyrr segir. Það er mér algjörlega hulin ráðgáta hvað fær ráðið þessum fáránlegu hugmyndum foringja Alþýðuflokksins um vega- mál í Staðarsveit. Það má þó segja að þetta sé í góðu samræmi við öll stefnumið þeirra alþýðuflokksmanna þegar þeir ræða um málefni sveita- fólks og dreifbýlis. Þetta mundi ekki stytta veginn þessa leið. Líklega yrði hann heldur lengri. Ég fullyrði að snjóahætta væri ekki minni en á núverandi vegi. Þessi veglína kæmi engum til hag- ræðis en lengdi leiðina fyrir þá sem búa á bæjunum við núverandi veg. Auk þess yrði að sjálfsögðu að halda við núverandi leið til þess að býlin með fjallinu nytu áfram vegasam- bands. Með þessu væri verið að kljúfa landið enn frekar með þessum nýja vegi. Þá má einnig geta þess sem ekki er síst ókosturinn að með þessu yrðu unnin náttúruspjöll sérstaklega hvað varðar vegalögn við eða um Búðaósa. Þætti mér raunar líklegt að Náttúruvemdarráð mundi aldrei samþykkja þessa vegagerð. Þá verð- ur ekki litið fram hjá þeim gífurlega kostnaði við þesa vegagerð vegna þess að engin fyllingarefni er að fá í veglínunni alla þessa leið. Auk alls þessa þyrfti að byggja fimm brýr á leiðinni. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hefi aflað mér hjá ábyrg- um aðilum er líklegur kostnaður við þessa vegagerð um 150 milljónir króna. Það er því augljóst að þessar óraunhæfu tillögur ef alvarlega væru teknar myndu seinka varanlegum vegabótum á þessari leið um ófyrir- sjáanlegan tíma. Mér hefir skilist að hugmyndir hafi verið uppi um að uppbygging og slitlagslögn gamla vegarins væri væntanleg á næsta eða allra næstu árum. Sú framkvæmd mun ekki kosta nema lítið brot af þeim kostn- aði um nýjan veg sem fyrr er nefnd- ur. Ég læt hér staðar numið þó að margt fleira mætti tilgreina um þessa óraunhæfu vegamálatillögu Sveins Elínbergssonar. VIGFÚS ÞRÁINN BJARNASON bóndi {Hlíðarholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.