Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nákvæmasti flugmaður í lendingum hlýtur Silfur Jódelinn Morgunblaðið/ppj GEFENDUR og smiður „Silfur Jódelsins" framan við Jódel flugvélina TF-ÚLF, I forgrunni sést verðlaunagripurinn. F.v. eru Georg Ólafur Tryggvason, Jón Karl Snorrason, Davíð Jóhannesson, Örn Johnson og Jón Jónasson. A myndina vantar Geir Þorsteinsson. Nýr verð- launagrip- ur í vélflugi VÉLFLUGMENN hafa eignast nýjan verðlaunagrip til að keppa um í nákvæmnislending- um. Gripurinn heitir „Silfur Jódelinn" og verður framvegis keppt um hann tvisvar á sumri, í byijun júní og fyrir 15. sept- ember, á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ. Gefendur „Silfur Jódelsins" eru Geir Þorsteinsson, Georg Olafur Tryggvason, Jón Jónas- son, Jón Karl Snorrason og Orn Johnson. Þeir eru allir félagar um fyrstu Jódel-flugvélina sem keypt var til landsins, en það var snemma árs 1980. Jódel- flugvélarnar eru stélhjólsflug- vélar smíðaðar úr tré með dúk- klæðningu. Þær þykja skemmtilegar og þeir sem til þekkja hrósa flugeiginleikum þeirra og afkastagetu. í dag eru sex Jódel-flugvélar fljúg- andi hér á landi auk þess sem ein er í smíðum norður á Akur- eyri. Með framtaki sínu vilja gef- endur örva áhuga á vélflugs- *íþróttinni og um leið hvetja vélflugmenn til að prófa eigin hæfni og efla þannig flugör- yggi um leið. Gefendur fengu Davíð Jóhannesson gullsmið hjá Jóhannesi Leifssyni til að smíða verðlaunagripinn, sem er einstök listasmíð og sérlega fallegur gripur. Keppt verður í fyrsta sinn um þennan grip 5. júní nk., en seinni hluti keppninnar verður síðsumars. Besti árangur úr hvorum hluta keppninnar ræð- ur hver verður sigurvegari. Veitt verða sérstaklega hönnuð gull-, silfur- og bronsverðlaun til eignar og nöfn þeirra sigur- vegara skráð á stöpul „Silfur Jódelsins, sem verður varð- veittur í félagsheimili Flug- klúbbs Mosfellsbæjar á Tungu- bökkum. Keppnin um „Silfur Jódelinn“ er opin öllum vél- flugmönnum. Ráðstefna norrænna háskóla- rektora haldin hér RÁÐSTEFNA norrænna há- skólarektora verður haldin í Reykjavík 30.-31. maí. Ráð- stefnuna sækja um 60 rektorar og stjórnendur háskóla frá Norðurlöndunum. Meginviðfangsefni ráðstefn- unnar verður samvinna nor- rænna háskóla og breytt við- horf í samstarfi háskóla í Evr- ópu. Fyrst ræðir Erik Allardt, prófessor í Ábo í Finnlandi, um vanda norrænna háskóla í al- þjóðlegu samstarfi. Síðan er umræðunni skipt í þijá fundi. Efni fyrsta fundarins verður frjáls aðgangur norrænna há- skólanema að öllum háskólum á Norðurlöndum. Annar fund- urinn ræðir samskipti nor- rænna háskóla við háskóla Evr- ópusambandsins - hvort há- skólarnir eigi að vinna saman eða hver og einn að þessum samskiptum. Þriðji fundurinn ræðir samskipti háskóla við vís- indaráð og aðra styrktaraðila um rannsóknir. Ráðstefnur sem þessar eru haldnar á þriggja ára fresti. Sljórn Átthagafélags Blesugrófar HLUTI hópsins sem kom saman á gamla róluvellinum í Blesu- gróf og stofnaði Átthagafélag Blesugrófar. Nú stendur til að halda átthagamót fyrrverandi og núverandi íbúa hverfisins. tbúar í Blesugrófinni stofna átthagafélag ÁTTHAGAFÉLAG Blesugrófar stendur fyrir Blesugrófarhátíð lauga- daginn 11. júní næstkomandi. Hugmyndin er að hefja hátíðina í gamla skólabílnum ef hann finnst, og aka í honum frá Áusturbæjar- skólanum að Blesugróf, þar sem hátíðin fer fram. 239 styrkir veittir úr Yísindasjóði Þorkell Þór Guðmundsson, 1.160 Stofnfundur félagsins fór fram á gamla róluvellinum um miðjan apríl og sóttu hann 19 manns sem allir teljast skipa stjórn félagsins, segir í frétt frá félaginu. Hefur nefndin komið saman að undanförnu og skipulagt átthagamótið en í hverf- inu eru um 100 hús. Skortur á húsnæði Blesugróf var lítið borgarhverfi sem myndaðist á árunum eftir heimsstyrjöldina en þá var mikill skortur á húsnæði í borginni. Hús- byggjendur fundu þar griðland og fóru þeir lítið eða ekkert eftir bygg- ingareglugerðum Reykjavíkur og var byggt án tilskilinna leyfa. Síðar voru húsin samþykkt og fengu þá nauðsynlega þjónustu frá bænum. Fram kemur að í Blesugróf hafi ávallt ríkt glaðlegt mannlíf og þar var mikil barnamergð. í hverfinu voru harðsnúin fótboltalið og bíl- skúrshljómsveitir eins og víða og stendur til að endurvekja eina slíka sem koma mun fram á átthagamót- inu. Átthagamótið er opið öllum bæði fyrrverandi og núverandi íbúum sem og börnum þeirra og barna- börnum. Er búist við að milli 400 og 500 manns sæki mótið. VÍSINDASJÓÐUR hefur veitt 239 styrki að upphæð 154,8 milljónir króna. I ár bárust 396 umsóknir til Vísindasjóðs. Samanlögð upphæð allra umsókna var 477,3 m.kr. Ráðstöfunafé Vísindasjóðis í styrki til eflingar vísindum í landinu var á þessu ári 154,8 m. kr. Megin- hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins, 124,5 m.kr., var framlag úr arðsjóði Seðlabanka íslands samkvæmt lög- um um bankann. Framlag úr ríkis- sjóði var 25 m.kr. og vaxtatekjur og óráðstafað frá síðasta ári voru alls 5,3 m.kr. Upphæð styrkjanna er mjög mis- munandi eftir verkefnum. Eftirtald- ir einstaklingar hlutu styrki að upp- hæð 1 milljón eða meira til eftirtal- inna verkefna: Náttúruvísindadeild Bryndís Brandsdóttir og Páll Ein- arsson 1.180 þús. kr. Kortlagning botns kvikuhólfsins í Kröflu með bylgjubrotsmælingum. Christopher Evans 1 m. kr. Ljósefnafræði í „afmörkuðu rými“ (photochemistry in Organized Media). Guðmundur E. Sigvaldsson, 1.100 þús. kr. Framleiðsla og hringrás reikulla efna í megineldstöð. Hilmar J. Malmquist og Skúli Skúlason, 1.580 þús. kr. Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur. Hörður Filippusson, 1.160 þús. kr. Þróun griptækniaðferða til vinnslu lífefna. Kristberg Kristbergsson, 1.110 þús. kr. Áhrif kolvetna á vinnslueigin- leika vöðvapróteina fiskmarnings. Magnús Már Kristjánsson, 1.110 þús. kr. Subtilísinlíkir próteinasar úr kuldakærum örverum. Samanburð- ur við hitakærar örverur. þús. kr. Tölfræðilegt mat á næmni marg- víðra falla. Styrkir til rannsóknar- samstarfs við ESB Þór Jakobsson, 1.800 þús. kr. Haf og veðurfarsrannsóknir á Norður-Atlantshafi. Samvinna við Breta o.fl. Líf- og læknisfræðideild Ágústa Guðmundsdóttir, 1.050 þús. kr. Tjáning elasta gens (cDNA) úr þorski í gersveppi. Ástríður Pálsdóttir, 1.050 þús. kr. Markvissar stökkbreytingar á virkniseti B-glúkanasa úr hvera- bakteríu. Halla Jónsdóttir, 1 m. kr. Sjúkdómar meðal íslenskra lax- fiska í 20 vötnum. Helga Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyijörð, 1.525 þús. kr. Rannsókn á afbrigði í frumu- starfsemi í bijóstkrabbameini með genaflutningi. Kristinn Tómasson, 1 m. kr. Árangur meðferðar áfengis- og annarra vímuefnasjúklinga. Kristín Bergsteinsdóttir og Guð- mundur Georgsson, 1.100 þús. kr. Áhrif sýkingar með visnuveiru á tjáningu vefjaflokkasameinda í heila. Kristín Ingólfsdóttir, 1.100 þús. kr. Líffræðilega virk efni í íslenskum fléttum. Kristín Ingvarsdóttir og Þórdís Kristmundsdóttir, 1.160 þús. kr. Forðalyfjaform - míkróhúðun lyfja. Leifur Þorsteinsson og Valur Emilsson, 1 m. kr. Áhrif TGF beta á tjáningu cystat- in C í monocyta ræktum úr heila- sjúklingum. Margrét Steinarsdóttir, Kesara Anamthawat-Jónsson, 1.630 þ. kr. Rannsóknir á óstöðugleiki erfða- efnis í bijóstkrabbameinsæxlun. Már Kristjánsson, 1 m. kr. Faraldsfræði Neisseria mening- itidis byggð á sameinda-erfðafræði- legri flokkun. Ólafur S. Andrésson, 1.100 þús. kr. Einangrun físka-CD2 próteins. Peter Holbrook. 1.125 þús. kr. Rannsókn á bakteríum tannvegs- sjúkdóma og ónæmisviðbrögðum við þeim. Sigurður Magnússon og Ingileif Jónsdóttir, 1.100 þús. kr. Gerð og hlutverk sameinda á streptókokkum tengdum meingerð psoriasis. Valgerður Steinþórsdóttir og Ólafur S. Andrésson, 1.160 þús. kr. Eiturvirkni beta-toxnis úr clostridium perfringens. Þorsteinn Loftsson, 1.100 þús. kr. Frásog lyfja í húð. Hug- og félagsvísindadeild Rannsóknastöður: Clarence Edvin Glad, 1.440 þús. kr. Andleg og siðferðileg leiðsögn í ritum frumkristni 1.-3. aldar e.Kr. Guðmundur Jónsson, 1.440 þús. kr. Þjóðarframleiðsla á íslandi 1870-1945. Guðrún Nordal, 1.440 þús. kr. Skáldskaparmálið í þrettándu aldar kveðskap. Matthías Jakob Driscoll, 1.440 þús. kr. Útgáfa á verkum í óbundnu máli eftir séra Jón Oddsson Hjalta- lín. Rannveig Traustadóttir, 1.440 þús. kr. Fjölskyldulíf og fötlun. Þórhallur Eyþórsson, 1.440 þús. kr. Söguleg setningarfræði germ- anska mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.