Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 25 JMtorgtsnÞIiiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR A Ifrétt hér í blaðinu í liðinni viku er skýrt frá því að Alþjóðaheil- brigðisstofnunin sé hætt að geta Islands í ársskýrslum vegna smæð- ar þjóðarinnar. Islendingar eru rót- gróin menningarþjóð og hafa gert mikið átak í heilbrigðismálum og augljóst að menntun heilbrigðis- stétta hér á landi er a.m.k. jafngóð og sömu stétta í öðrum löndum. Við höfum því náð því takmarki að heilbrigðismál hér á landi eru til eftirbreytni og geta verið öðrum og miklu fjölmennari þjóðum íhug- unarefni og til fyrirmyndar. En Alþjóðaheilbrigðisstofnunin virðist ekki vera á sömu skoðun ef marka má forsíðufrétt um þetta efni í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „ísland ekki í hópnum“ og segir þar m.a. að Alþjóðaheiibrigðis- Árvakur hf., Reykjavík. Háraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. stofnunin geti íslands ekki vegna þess að þær þjóðir séu ekki teknar með sem nái ekki hálfri milljón íbúa. Það er harla athyglisvert að menningarþjóð sé metin eftir höfðatölu en ekki þeim árangri sem hún hefur náð á ákveðnum sviðum. Ef aðrar alþjóðlegar stofnanir færu að dæmi Alþjóðaheiibrigðisstofn- unarinnar yrði íslands hvergi getið án sérstaks fólksfjölgunarátaks og má segja að það lýsti vel þeirri yfirborðslegu afgreiðslu og þver- stæðukenndu einkennum sem blasa hvarvetna við í samtímalífi okkar. En íslandi er ekki einungis sleppt í þessari skýrslu Alþjóðaheilbrigði- stofnunarinnar heldur má sjá margvíslegar úttektir á sviði við- skipta og félagsmála þar sem ís- lands er að engu getið og á þetta jafnt við um nágranna- og frænd- ríki okkar. Það er svo aftur íhugunarefni að engum dytti í hug að sleppa íslandi þegar rætt væri um menn- ingarlega arfleifð germanskra eða norrænna þjóða. Þar er ísland í forystu og ávallt metið sem slíkt. Það hefur meira hlutverki að gegna í tengslum við varðveizlu german- skrar menningar en flest önnur ríki og ekkert land er neins staðar í námunda við okkur þar sem ar- fleifðin er samtímaveruleiki í lífi þjóðarinnar og bókmenntir fyrri alda eru veigamikil staðreynd í samfélagi vegna varðveizlu tung- unnar. Hún er mikilvægasta og dýrmætasta eign okkar og einstæð í sögu þjóðanna. Það er fyrir hana og bókmenntirnar sem orðstír okk- ar lifir. Það er þessi arfleifð sem hefur varðveitt orðstír okkar. Okk- ur ber skylda til að varðveita hana. Hún er ekki einungis mikilvægasti þáttur samtímalífs á íslandi heldur einnig — og þá ekki síður — bezta vörumerki og áhrifamesta mark- aðssetning svo að talað sé nútíma- mál í alltseljandi nútímaheimi. Þetta vörumerki hefur dugað okk- ur. Við skulum ekki glopra því út úr höndunum á okkur. Við skulum leggja áherzlu á rækt tungunnar, á rækt landsins og varðveizlu þess bezta sem í okkur býr. Það hefur reynzt okkur bezt í sjálfstæðisbar- áttu okkar, það reyndist okkur bezt þegar 'við fengum handritin heim og þá ekki síður við útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Rótgróin arfleifð kallaði á viðbrögð sem tal- in voru sæmandi gagnvart smáþjóð sem er vegna sögu sinna og verð- mætageymdar ígildi stórþjóðar. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. ÞU NAFNKUNNA LANDIÐ ÍSLENSK TUNGA ER einsog niður tímans. Og hún varðveit- ir tengsl við mikil verðmæti. Og sjálf er hún einstæð. í henni lifir sagan og hún varð- veitir enn hugsanir, hugmynd- ir, reynslu og fróðleik sem við getum tileinkað okkur milliliðalaust. Það er því ekki hægt að ofmeta mikilvægi hennar. Hún gerir okkur að einstakri þjóð. í tungunni sjálfri getum við verið samtíma öllum þeim sem hafa lifað í þessu landi, sorgum þeirra, gleði, draumum og eftirvæntingu. Og öllu er þessu ekkisízt haldið til haga í ijóðlistinni þarsem við heyrum andardrátt ellefu alda og höfum tilfinningu fyrir hverju orði, hverri setningu. Aðrar þjóðir eiga ekki slíka arfleifð án þýðinga eða endursagna úr tungum sem hafa farið á mis við þjóðimar sem töluðu þær upphaflega og tileinkuðu sér nýjan tjáningamiðil, Þjóð- irnar lifðu en tungurnar dóu á vörum þeirra. Og þær eignuð- ust ný tungumál sem eru í litlum tengslum við þau tungu- mál sem nú era töluð. En íslendingar eiga fjölæran gróður þarsem tunga þeirra er. Hún vex og dafnar og skartar nýj- um blómum sem nærast af sömu rótum og ávallt. Arfleifð tungunnar er gömul. Hún er í senn aðhald og uppörvun. Án hennar værum við önnur þjóð en raun ber vitni, án tengsla okkar við rætumar væri hlutverk þjóðarinnar allt annað en nú er, annað og minna. Nýsköpun sem byggist á endursköpun og varðveizlu er meira ævintýri en nýsköpun eða nýrækt í uppblásnu og gamalkunnu umhverfi. Við ætlum að rækta landið áður en það hverfur með vindinum. Og hví þá ekki að varðveita tunguna og sérstæð tengsl okkar við arfleifð og upprana. Það verður ekki gert nema með við- spymu, ræktun og umhyggju. Ef landið fer á mis við ást okkar blæs það upp og tungan lýtur að sjálfsögðu sömu lögmálum. íslenzk tunga á rætur í germönskum arfi og hún geymir hann enn með sérstæðum hætti. Við eram ekki hætt að stuðla þráttfyrir nýsköpun í ljóðlist og vonandi höldum við því áfram öðrum þræði eins gamalgróin og stuðlasetningin er í íslenzkri ljóðlist. Gamalt form og nýtt getur lifað saman og nærzt á uppörvandi víxláhrifum, það er ekkert í listum sem segir: annaðhvort eða. Við eram eina þjóðin sem hefur varðveitt stuðlasetningu svo mér sé kunnugt og við skulum ekki hafna henni með öllu þótt ung skáld geri lítið fyrir hana. En þau hefðu gott af því að læra hana og nota hana sem tilbrigði í annars heldureinhliða skáldskap nú um stund- ir. Pound og Auden reyndu að endurvekja stuðlasetningu í enskum skáldskap. En það tókst ekki. Þeir ortu samt ágæt- lega stuðluð kvæði, tilaðmynda Pound í Sæfaranum og Auden náði miklum árangri í Öld kvíðans (1947) þarsem hann notar ýmis tilbrigði forngermanskrar ljóðlistar. En þessar mikilvægu tilraunir voru of seint á ferðinni, silfurþráð- urinn hafði slitnað. Nú eru þær einungis merkilegt tilbrigði við skáldskap þessara höfuðsnillinga. Finnar og keltar not- uðu einnig lóðstafasetningu áðurfyrr, en þó einungis sem skraut eða tilbrigði. Það er gaman að skoða áherzlurnar og stuðlasetninguna í fornenska kvæðinu Orastan við Brunanburh eða í öðrum fornenskum skáldskap, þangaðsem við sóttum bókstafína ð og þ og varðveittum þá, ekkisíður en stuðlasetninguna. Talsvert er til af fornenskum ljóðabrotum fyrir Bjólfs- kviðu á 9. öld og eru þessi brot flest sprottin úr klaustrum þarsem ritlist var í heiðri höfð ekkisíður en hér heima. Þessi brot fjalla m.a. um fostur og annað trúarlegt efni. En sögu- ljóð einsog Bjólfskviða er afturámóti einskonar ljóðsaga ein- sog við þekkjum úr kviðum Hómers. I Bjólfskviðu, sem hafði áhrif á Tolkien vegna lýsinga á ófreskjum, er mikið af kenningum sem höfnuðu i íslenzkum dróttkvæðum og lifðu góðu lífi hér á iandi í arfleifð rímnaskáldanna; heimili HELGI spjall vindanna, þ.e. sjórinn: windgeard, svo að dæmi sé tekið. Og í þessum Iínum úr Bjólfskviðu er talað um sjávarskóginn, þ.e. skipið. En annars er því lýst hvemig hetjan kýs sér bardagamenn eins frækna og unnt var, fór síðan við fjór- tánda mann um borð í skipið eða sjávarskóginn, þeir sigldu að ströndinni og skipið veltist í hafrótinu við klettana. Her- menn klifruðu um borð, skipið var fermt og búið til siglingar: Hæfde se góda Géata léoda cémpan gecórone þára þe he cénoste fíndan míhte; fíftyna súm súndwudu sóhte, sécg wísade, lágucræftig món lándgemýrcu. Fýrst fórð gewat; flóta wæs on ýðum, bát under béorge. Béornas géarwe on stéfn stígon,- stréamas wúndon, súnd wið sánde; sécgas bæron on béarm nácan béorhte frætwe, gúðsearo géatolic; gúman út scufon, wéras on wílsið wúdu búndenne. í fomsaxneska kvæðinu Heliand frá svipuðum tima sjáum við einnig þessa sömu stuðlasetningu: Hermennirnir vora í góðu skapi, fólk var ánægt og menn vora giaðir, það voru skenkt vín og margar hetjur í höll: Wérod blíðode wárun tar a lúston líudi atsámne, gúmon gládmodie. Géngun ámbahtman, skénkeon mid scálun, drogun skírianne wín mid órcun endi mid álofatun; was thar érlo dróm fágar an fléttea. Og í Hildebrandlied, gömlu fomháþýzku kvæði frá því um 800, sjáum við enn þessa sömu stuðlasetningu þarsem fjall- að er um að spjótin hafi flogið, þessi oddmjóu vopn, og fest- ust í skildina; lýst bardaga sem endar með því að menn era með vopnum vegnir: Do léttun se ærist ásckim scrítan, scárpen scúyrim, dat indem scíltim stónt. Do stópun tosámane, stáimbort chlúbun, héuwun hármlicco húitte scílti, únti im iro líntun lúttilo wúrtun, giwígan miti wábnum. Þennan skáldskap getur enginn lesið eða skilið nema fræði- menn. Það era engar þjóðir lengur á bakvið þessi miklu kvæði. En svo komum við að íslandi og sjáum sömu skáld- skapareinkenni í Darraðarljóðum frá svipðum tíma: Vindum, vindum vef darraðar, þars vé váða vígra manna; látum eigi líf hans farask; eigu valkyijur vals um kosti. Bakvið þetta fomíslenzka ljóð stendur enn Ktil þjóð sem hefur gætt dýrgripa sinna og fyrir hana þarf ekki að endur- segja efni þessara Ijóðlína því hún skilur þær jafn vel og þeir sem fyrstir heyrðu Ijóðið fyrir þúsund áram. Það er svosem engin fólksfæð í Þýzkalandi eða í löndum hinna fornu engilsaxa en þar búa nú aðrar þjóðir en þær sem skildu Heliand, Bjólfskviðu eða Hildibrandskvæðið jafnauð- veldlega og Islendingar skilja nú Darraðarljóð og aðrar þær gersemar sem þeir hafa varðveitt og upplifað einsog nýortar væra. Eddurnar lifa með okkur enn í dag, en Niflungaljóð, sem eru mun yngri, eða frá 1200, era löngu dauður bókstaf- ur hvaðsem Wagner líður. Sálmur Kolbeins Tumasonar frá því um 1200 er afturámóti í íslenzku sálmabókinni og sóm- ir sér þar vel: Heyr himna smiður hvers skáldið biður... M (meira næsta sunnudag) FÁTT HEFUR VAKIÐ meiri athygli í viðskipta- heiminum undanfarnar vikur en töluvert víðtæk viðskipti, sem fram hafa . farið með hlutabréf í ís- lenzka útvarpsfélaginu hf., sem rekur Stöð 2. Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag, laug- ardag, kemur fram, að á einni viku höfðu verið skráð viðskipti með hlutabréf í fyrir- tækinu á Verðbréfaþingi fyrir um 150 milljónir króna að söluverði. En jafnframt, að umtalsverð viðskipti hafi farið fram á milli hluthafa fram hjá verðbréfafyrirtækj- unum og er talið að samtals nemi söluverð þeirra hlutabréfa sem skipt hafa um eig- endur á undanförnum dögum á þriðja hundrað milljóna króna. En athygli manna í viðskiptalífinu bein- ist þó ekki sízt að þeirri staðreynd, að enginn veit hver eða hveijir hafa keypt þessi bréf. Vitað er um helztu seljendur en þegar þetta er ritað að morgni laugar- dags hefur ekkert verið upplýst um kaup- endur. Margs konar tilgátur hafa verið settar fram. Ein er sú, að þeir hluthafahóp- ar, sem tekizt hafa á um völdin í fyrirtæk- inu síðustu misseri hafi þarna verið á ferð og jafnvel, að þeir, sem verið hafa í minni- hluta að undanförnu hafí með þessum við- skiptum náð meirihlutanum á ný. Önnur tilgáta er sú, að íslenzkir aðilar, sem starfa erlendis eigi hér hlut að máli og sú þriðja að erlend sjónvarps- eða kvikmyndafyrir- tæki hafí séð sér hag í því að fjárfesta í sjónvarpsstöð á íslandi. Allt eru þetta get- gátur vegna þess, að kaupendum hefur tekizt ótrúlega vel að halda því leyndu, hveijir þeir eru. Jafnvel svo, að talið er að verðbréfafyrirtækin sjálf, sem haft hafa milligöngu um þessi viðskipti hafi ekki vitað fyrr en allra síðustu daga, hver kaup- andinn eða kaupendur væru. Nú er það í sjálfu sér ekkert annað en fagnaðarefni, að fjárfestar telji íslenzk fyrirtæki svo ábatasöm éða vænleg þegar horft er til framtíðar, að þeir vilji leggja fé í fyrirtækin. Og það er líka fróðlegt að fylgjast með sviptingum af þessu tagi á okkar litla hlutabréfamarkaði, þegar eftir- sókn eftir hlutábréfum verður til þess, að þau hækka töluvert í verði. Þannig er al- veg Ijóst, að margir þeirra, sem selt hafa hlutabréf sín í Islenzka útvarpsfélaginu hf. hafa hagnast vel á fjárfestingunni í fyrirtækinu. Þeir keyptu hlutabréf á mun lægra verði fyrir nokkrum misserum eða jafnvel nokkrum árum og hafa nú selt þau á svo háu verði, að hagnaður þeirra er umtalsverður. Hins vegar vakna ýmsar spurningar um þær leikreglur, sem gilda á hlutabréfa- markaðnum vegna þeirra viðskipta, sem fram hafa farið með hlutabréfín í íslenzka útvarpsfélaginu hf. undanfarna daga. Eng- inn veit hver kaupandinn eða kaupendur eru. Enginn veit hvert markmiðið er með þessum kaupum. Stendur yfir á hluta- bréfamarkaðnum tilraun til yfírtöku á Stöð 2? Eða eru hér á ferð fjárfestar, sem hafa það eitt í huga að ávaxta fé sitt í fyrir- tæki, sem þeir telja arðvænlegt á næstu árum? Hafa hinir nýju fjárfestar í huga að beita áhrifum sínum til þess að breyta rekstrarstefnu fyrirtækisins? Þessar og margar aðrar spurningar vakna vegna þessara viðskipta. Er það eðlilegt, þegar um svo umfangs- mikil viðskipti er að ræða, að því sé hald- ið leyndu hver kaupandi eða kaupendur eru? Er sanngjarnt og réttlátt gagnvart öðrum eigendum fyrirtækisins, að breyt- ingum á eignaraðild af þessari stærðar- gráðu sé haldið leyndum? Er eðlilegt, að starfsfólk fyrirtækisins, sem vissulega á mikilla hagsmuna að gæta, hafí enga hug- mynd um hvert markmið kaupenda er með þessum umfangsmiklu kaupum a.m.k. á mælikvarða okkar litla hlutabréfamarkáð- ar? Er eðlilegt, að stjórnendur fyrirtækis- ins séu í raun og veru fálmandi í myrkri í leit að svörum við þessum spurningum? Stuðla þessi vinnubrögð að heilbrigðum viðskiptum á íslenzka hlutabréfamarkaðn- um? Svarið við öllum þessum spurningum er: nei. Það er í alla staði óeðlilegt, að viðskipti með hlutabréf í opnum hlutafélög- um geti farið fram með þessum hætti. í Bandaríkjunum er hlutabréfamarkaðurinn einna háþróaðastur í heiminum. Þar geta einstaklingar og fyrirtæki keypt hlutabréf í opnum hlutafélögum upp að vissu marki án þess að upplýst sé hver þar er á ferð. Það er mjög lágt hlutfall og verulega fyr- ir neðan þann eignarhlut í íslenzka út- varpsfélaginu, sem skipt hefur um eigend- ur undanfama daga. Þegar fjárfestar í Bandaríkjunum eru komnir upp fyrir ákveðið hámark verða þeir að skýra frá því, hveijir þeir eru og hvert markmið þeirra sé með hlutabréfakaupunum. Yfír- leitt er því lýst á þann veg, að um sé að ræða von um arðvænlega fjárfestingu eða tilraun til þess að tryggja sæti í stjórn en þess eru einnig fjölmörg dæmi að fyrir- tæki tilkynni, þegar hér er komið sögu, að þau stefni að yfírtöku á öðru fyrirtæki. Það eru dæmi um það á íslenzka hluta- bréfamarkaðnum, að fyrirtæki hafí sótzt eftir hlutabréfum í öðru fyrirtæki með því að bjóða kaupverð langt yfir markaðs- verði. En þá vissu menn hveijir kaupendur voru. Hins vegar var ekki vitað vikum saman, hvað kaupendur hefðu náð til sín stórum hlut, sem var auðvitað óeðlilegt. Kaupin í Islenzka útvarpsfélaginu hf. nú eru sennilega fyrsta alvöru dæmið um umtalsverð kaup án þess að menn viti hver kaupandinn er, þótt hann sé í kaupum sínum kominn yfír þau mörk, sem t.d. gilda í Bandaríkjunum í tilvikum, sem þessum. Þessi viðskipti eiga að verða aðilum Verðbréfaþings og löggjafanum tilefni til að setja leikreglur á hlutabréfamarkaðnum með svipuðum hætti og gilda erlendis, þar sem skýrt er kveðið á um það, að kaupend- ur verði að gefa sig fram, þegar þeir eru komnir yfír ákveðið hlutfall hluta.fjár í við- komandi fyrirtæki. íslenzki hlutabréfa- markaðurinn má ekki verða einhvers kon- ar frumskógur og sá hernáður sem þar fer fram, að einhvers konar frumskóga- hernaði. Á undanförnum árum hafa nokk- ur tilvik komið upp, sem hafa grafíð und- an trausti íjárfesta á markaðnum. Við- skiptin með hlutabréfín í Islenzka útvarps- félaginu hf. eru eitt dæmi um slíkt og nauðsynlegt, að án tafar verið gripið í taumana og tryggt, að eðlilegar og sann- gjarnar leikreglur gildi í þessum efnum, sem öðrum. Er hætta á aukinni verðbólgu? SA ÁRANGUR, sem náðst hefur í- baráttu við óða- verðbólguna, sem þjakaði íslenzkt samfélag í nær tvo áratugi er stórkostlegur. Þótt við margvís- lega erfiðleika hafí verið að etja undanfar- in misseri eru þeir landsmenn áreiðanlega fáir, sem vilja hverfa til hins fyrra fyrir- komulags, þegar verðbólgan jókst á einu ári um jafnvel 60-90% og þar með allar skuldbindingar heimila og fyrirtækja. Nú virðist hins vegar í uppsiglingu deila á milli hagfræðinga um það, hvort hætta sé á aukinni verðbólgu á nýjan leik. í sam- tali við viðskiptablað Morgunblaðsins sl. fímmtudag hélt Þorvaldur Gylfason, pró- fessor í hagfræði við Háskóla íslands, því fram, að nýjar efnahagstölur gætu gefíð til kynna, að ný verðbólga væri í aðsigi innan 12-18 mánaða. Þorvaldur Gylfason vísar þar til þess, að í síðasta hefti af rit- inu Hagtölur mánaðarins komi fram, að peningamagn og sparifé í umferð hafi aukizt um 10% síðustu þijá mánuði. Um þessar tölur segir Þorvaldur Gylfa- son: „Ef þetta aukna peningamagn sem nú er í umferð er ekki bara bóla, sem hjaðn- ar fljótlega eða springur, heldur endur- speglar aðgerðir stjórnvalda til að örva efnahagslífið hér á landi með peninga- prentun, þá er full ástæða til varúðar.“ Síðan heldur prófessorinn því fram, að rík- isstjórnin hafi á undanförnum mánuðum og misserum tekið tvær „umdeildar“ ákvarðanir, sem báðar hafi miðað að því REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. maí að auka peningamagn í umferð án þess að gripið væri til aðhaldsaðgerða á móti til að stemma stigu við verðbólgu í kjölfar- ið. Annars vegar hafí verið um að ræða vaxtalækkun með peningaprentun og hins vegar gengisfellingu krónunnar. Síðan segir prófessorinn: „Á sínum tíma vöruðu margir við þessu og sögðu þetta verðbólgu- ráðstöfun, sem væri hættuleg í þjóðfélagi, sem væri nýsloppið út úr áratuga baráttu við verðbólgudrauginn. Mér sýnast þessar nýju peningavaxtatölur í Hagtölum mán- aðarins vera skýr vísbending um, að þessi varnaðarorð hafí verið réttmæt.“ Þau sjónarmið, sem Þorvaldur Gylfason heldur hér fram eru þekkt í nálægum lönd- um. Svo að dæmi sé nefnt spruttu áþekk- ar umræður upp í Þýzkalandi, líklega í janúarmánuði sl., sem sérfræðingar þýzka Seðlabankans töldu hins vegar ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af og hafa lækkað vexti enn frekar síðan. Seðlabanki íslands virðist vera svipaðrar skoðunar. Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins sl. föstudag sagði Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, m.a.: „Svona tölur geta verið viðvörunar- merki, en eins og sakir standa teljum við þær ekki gefa vísbendingu um verðbólgu- hættu vegna þess, hve dauft er yfír efna- hagslífínu. Annað væri upp á teningnum, ef hér væri til dæmis full atvinna." Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, telur í samtali við Morgunblað- ið af sama tilefni, að nokkrar sérstakar ástæður liggj að baki auknu peninga- magni og þess vegna beri að túlka þessar tölur með varúð. Meðal annars komi hér við sögu mikill útflutningur fyrstu mánuði ái-sins og ákvörðun um að flýta greiðslu launa fyrir páska. Þórður Friðjónsson sagði ennfremur í viðtali við viðskiptasíðu Morg- unblaðsins: „Mér sýnist, að það ráði mestu um framhaldið, hvaða stefnu verði fylgt í ríkisfjármálum á næstu misserum. Ef stjómvöld hafa ekki trú á aðhaldssemi á þessum tíma er líklegt, að annað tveggja gerist, vextir hækki eða verðbólga láti á sér kræla.“ í Tímanum í dag, laugardag, er vitnað til Fréttabréfs um verðbréfaviðskipti, sem gefíð er út á vegum Landsbanka íslands eða dótturfyrirtækis hans. I grein í frétta- bréfinu segir m.a.: „Umbætur í ríkisfjár- málum eru ekki sízt mikilvægar í ljósi þess að reyna mun á vaxtastefnuna með haustinu. Þá er gerð kjarasamninga fram- undan, síðustu hindranir í fjármagnsflutn- ingum milli íslands og annarra landa hverfa um áramótin og líklega munu vext- ir erlendis fara hækkandi (reyndar hafa þeir þegar hækkað töluvert í Bandaríkjun- um). Þessi atriði öll leggjast á vogaskálar vaxtahækkana.“ Þau sjónarmið, sem fram koma hjá Þorvaldi Gylfasyni eru íhugunarverð en óneitanlega er erfitt að sjá, að veruleg hætta geti verið á aukinni verðbólgu í fyrirsjáanlegri framtíð miðað við ástand efnahags- og atvinnulífs eins og nú stend- ur. En umræður sem þessar eru gagnlegar og verða að minnsta kosti til þess að menn gæta enn betur að sér en ella. Mikilvægi vaxtastigs- íns I ÞESSU SAM- bandi er ekki úr vegi að benda á nýtt dæmi um það hve mikilvægt það er, að vextir hækki ekki á nýjan leik heldur lækki. í þessu tölublaði Morgunblaðsins er frá því skýrt, að hagnaður Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum fyrstu átta mánuði þessa fiskveiðiárs hafi numið 308 milljónum króna. Sú upphæð skiptist þannig, að hagnaður af reglulegri starfsemi nemur 125 milljónum og söluhagnaður 183 millj- ónum króna. Á fyrstu átta mánuðum síð- asta fískveiðiárs tapaði Vinnslustöðin hins vegar 183 milljónum króna. Þetta eru mikil umskipti í rekstri. í samtali við Morgunblaðið segir Sig- hvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðv- arinnar, að þessi góði árangur sé að þakka loðnuvertíð og starfsfólki fyrirtækisins en auk þess betra rekstrarumhverfi og þá sérstaklega vegna vaxtalækkunarinnar sl. haust. Hann segir: „Slíkt er fljótt að skila sér í jafn skuldsettu fyrirtæki og okkar.“ Lægra vaxtastig en hér hefyr tíðkazt undanfarin ár er lykilatriði í því að rétta atvinnulífíð við á ný. Vaxtalækkunin sl. haust, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir, markaði í raun og veru þáttaskil í atvinnu- lífí landsmanna og mun skila sér í vax- andi mæli á næstu mánuðum. Ekkert er mikilvægara í efnahags- og atvinnulífí okkar en einmitt það, að vextir haldi áfram að lækka. ■■ 1 Ljósmynd: Freddi „Þessi viðskipti eiga að verða aðil- um Verðbréfa- þing-s og- löggjaf- anum tilefni til að setja leikreglur á hlutabréfamark- aðnum með svip- uðum hætti og gilda erlendis, þar sem skýrt er kveðið á um það, að kaupendur verði að gefa sig fram, þegar þeir eru komnir yfir ákveðið hlutfall hlutafjár í við- komandi fyrir- tæki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.