Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 33 FRÉTTIR FRÁ stofnfundi Ungmennafélagsins Glóa. Glói hefur starf á Siglufirði Siglufirði - Ungmennafélag var stofnað á Siglufirði 17. apríl sl. Und- irbúningur að stofnun félagsins hafði staðið yfír í nokkrar vikur. Á fundinn mættu um 60 manns kuk nokkurra gesta. Fyrsta stjórn ungmennafélagsins var kosin og eru eftirfarandi í stjórn: Sigurður G. Þorleifsson, formaður, Þórarinn Hannesson, varaformaður, Erlingur Arnarson, gjaldkeri, Ásta Katrín Helgadóttir, ritari og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir, meðstjórn- andi. Samþykkt var á stofnfundinum að halda samkeppni um nafn á hinu nýja ungmennafélagi. 130 tillögur bárust til stjórnarinnar og eftir mikl- ar vangaveltur ákvað stjórnin að hið nýja félag skyldi heita Ungmennafé- lagið Glói. Heiðurinn af þessu nafni á Benedikt Stefánsson. Á stofnfundinum skráðu 50 manns sig í félagið en nú eru félagar orðn- ir 160 talsins eða 9% bæjarbúa. Selfoss Góð þátttaka í kvenna- reiðinni Selfoss - Árlegur reiðtúr kvenna í hestamannafélaginu Sleipni var farinn á uppstigningadag, 12. maí. Þá reið góður hópur kvenna úr hlaði félagsheimiiis hestamanna, Hlið- skjálfar, og hélt í hringferð um Fló- ann. Kvennareiðdagurinn hefur verið árlegur viðburður síðustu þijú ár. Markmiðið með honum er að konur komi saman og eigi dagstund sam- an á hestbaki. Lögð er áhersla á að allar konur geti verið með, bæði þær sem eru vanar og þær sem ekki fara eins oft á hestbak. Að þesu sinni var riðið niður Gaulveijabæjarveg, farið hjá bæn- um Bár, upp Engjar og yfir í Hró- arsholtskletta og þaðan að Volalæk þar sem var áð og sungið. „Þetta var mjög gaman,“ sagði ein kvenn- anna að loknum reiðtúrnum. Sig. Jóns. -----*—*—*----- Dagbók Háskólans Mánudagur 30. maí. Kl, 13-17. Ráðstefna norrænna rektora í stofu 101 í Odda. Megin- viðfangsefni ráðstefnunnar er sam- vinna norrænna háskóla og breytt viðhorf í samstarfi háskóla í Evr- ópu. Þriðjudagur 31. maí. Kl. 16.15 verður málstofa í við- skiptafræði í stofu 201 í Odda (2. hæð). Þrír nemendur, sem ljúka cand. oecon.-prófi frá viðskipta- og hagfræðideild í júní munu kynna kandídatsritgerðir sínar. Reynir Jó- hannsson: Birgðastýring hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Sólveig Hjaltadóttir: Shell-stöðvar - hug- myndir um stjórnun og þjónustu. Þröstur Sigutjónsson: Viðskipta- siðareglur, straumar og stefnur. Nánari upplýsingar um samkom- ur á vegum Háskóla Islands má fá í síma 694371. Upplýsingar um námskeið Endurmenntunarstofnun- ar má fá í síma 694923. FS veit- ir heið- ursmerki Keflavík - Skólanefnd Fjölbrauta- skóla Suðurnesja hefur ákveðið að taka upp þann sið að heiðra sérstak- lega velunnara skólans og einstakl- inga er áhrif hafa haft á þróun hans. Heiðursmerkin verða tvö: sæmdarmerki FS, sem veitt er þeim aðila sem unnið hefur skólanum verulegt gagn, og tignarmerki FS, sem veitt er þeim aðila er unnið hefur skólanum verulegt gagn þannig að skipt hafi sköpum varð- andi framgang og þróun skólans. Merkin voru nú veitt í fyrsta sinn. Sæmdarmerki FS hlutu: Gunnar Björn Björnsson, Ólafur Jónsson, Daníel Guðbjartsson, Ingvar Jó- hannsson, Eggert Ólafsson, Ingi- mundur Þ. Guðnason, Halldór Guð- mundsson, Bogi Hallgrímsson, Jón Olsen og Halldór Pálsson. Tignar- merki FS hlutu: Jón Böðvarsson, Magnús Gíslason, Ingólfur Hall- dórsson og Gunnar Sveinsson, en þeir Ijórmenningar eiga mestan þátt í stofnun og framgangi skól- ans. „Þá sagði ég náunganum að það væri búið að mjólka mig nógu lengi og það væri tími til kominn að fá stöðuhækkun." Pípuorgel í Hofsósskirkju Hofsósi - Pípuorgel var vígt á hvítasunnudag í Hofsósskirkju. Orgelið var smíðað hjá J.W. Walker og sons í Englandi og kom maður frá verksmiðjunni til að setja það upp. Þykir þetta mikil framkvæmd en áður var í kirkjunni fótstigið orgel. Orgelið kostar hátt í þijár millj- ónir þegar allur kostnaður hefur verið reiknaður og er það stór biti fyrir ekki stærri söfnuð. Ýmsir vel- unnarar kirkjunnar hafa látið fé af hendi rakna í orgelsjóð Hofsós- kirkju og vill sóknarnefnd færa þeim sínar bestu þakkir. Einnig skal á það bent að ef einhveijir hafa hug á að leggja þessu lið er opinn tékkareikningur v/orgelsjóðs Hofsóskirkju nr. 333 í Búnaðar- banka íslands, útibúinu á Hofsósi. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÞEIR hlutu tignarmerki FS. Frá vinstri til hægri eru: Jón Böðv- arsson, Magnús Gíslason, Ingólfur Halldórsson og Gunnar Sveinsson. Morgunblaðið/Einar Jóhannsson ORGELLEIKARI Hofsósskirkju, Anna Jónsdóttir, leikur á nýja orgelið. IÐNNÁM Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Géöur íréUír fyrir alla sem ætla til útlanda! 4000 kr. afsláttur af „pakkaferð.“ Handhafar ATLAS-korta og gullkorta Eurocard fá 4.000 kr. afslátt þegar þcir greiða fyrir ýmsar „pakkaferðir". Þessi afsláttur er af hcildarupphæðinni og gildir ef ferðin er farin fyrir 1. október 1994. Ilér er um að ræða ferðir hjá eftirfarandi ferðaskrifstofum: Ferðaskrifstofu íslands, Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, Ferðaskrifstofu stúdenta, ferðaskrifstofunni Alís, ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn, Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Ratvís og Samvinnuferðum- L.andsýn. Afslátturinn gildir fyrir eina ferð á tH' Núerrétti tíminn lil að fá sér ATLAS! EUROCARD CEJATTAS - nýtiir sérkjara! KREDITKOKT HF. • ÁRMÉIA 2» • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: (91) 68 54 99 David Waisglass and Gordon Coulthart. Fjölbrautaskólinn Breiðholti Vélsmíði — Rafvirkjun — Húsasmíði Snyrtifræði — Rennismíði Grunnnám FB þegar þú velur verknám

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.