Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vaxandi efasemdir um ágæti Evrópusamrunans Er draumurinn umsam- bandsríkið í andarslitrunum? Viðhorfsbreyting virðist vera að eiga sér stað suður í álfu, segir Asgeir Sverrisson í þess- ari grein um yfirvofandi tilvist- arkreppu evrópskra sambands- sinna Viðskiptalífíð í Evrópu er enn í fjötr- um óhóflegra tilskipana og reglu- gerða.“ Þessi fullyrðing er falin í nýrri skýrslu um sköpun nýrra atvinnutækifæra í Evrópu sem unnin var á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Höfundur þessara orða er enginn annar en Gunther Rexrodt, efnahagsmálaráð- herra Þýskalands og eru þau til marks um að viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað suður í álfu. Efasemdir um ágæti Evrópusamrun- ans; myndun sambandsríkis í Evrópu, fara vaxandi jafnt á meðal almennings sem hinna ýmsu stjórnmálahreyfinga. Bretar eru ekki íengur einir á báti. Þetta ár ætlar að reynast Jacques Delors, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB), erfitt. Fram til þessa hafa Bretar einir alið með sér efasemdir um ágæti viðleitni hans til að sameina aðildarrík- in á sem flestum sviðum. Nú þegar tíu ár eru liðin frá því Delors kynnti samrunaáætl- anir sínar bendir allt tii þess að fylgi við kenningar hans fari óðum minnkandi. Þessi viðhorfsbreyting hefur orðið með óvenju snöggum hætti. Samrunaþróunin virt- ist óstöðvandi er Maastricht-sáttmálinn var undirritaður 1992; sameiginlegur gjaldmiðili var á næsta leiti, sameiginlegar iöggæslu- sveitir og sameiginleg utanríkisstefna voru innan seilingar og draumurinn um Evrópu- herinn virtist ekki svo ýkja fjariægur. Öfl þau sem andstæð eru myndun hins evrópska sambandsríkis eru að sækja í sig veðrið. Þetta á við um Ítalíu, Frakkiand, Þýskaland, Holland og fleiri aðildarríki. Þótt sósíalistir verði áfram stærsta fylkingin á Evrópuþinginu eftir kosningamar í næsta mánuði fer þeim fjölgandi í röðum evrópskra hægrimanna sem telja að tímabært sé að veita mótbárum Breta meiri athygli. Hægri menn eru ráðandi í Evrópu og fari svo að Forza Italia, flokkur Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, og franskir gaullistar gangi til liðs við hreyfmgu hægri flokkanna á Evrópuþinginu mun fyikingin sú frekar bera keim af breskri íhaldsemi en hefðbund- inni hugmyndafræði kristilegra demókrata í Evrópu. Margt bendir til þess að hreyfing þessi geti sameinast um að draga úr áhrifum fram- kvæmdastjómarinnar í Brussel. Fullyrðing sú sem höfð var eftir efnahagsmálaráðherra Þýskalands hér að framan vakti litla hrifn- ingu innan framkvæmdastjórnarinnar og sagt er að Delors hafi orðið öskuillur vegna þessar- ar lítt dulbúnu árásar á skriffinnskuna í Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn hafa ekki einungis af því áhyggjur að skriffinnskan hafi í för með sér óskilvirkni og ótilhlýðilegt valdaafsal. Þeir hafa einnig áttað sig á að alþýða manna hefur vaxandi efasemdir um gildi samræm- ingar á flestöllum sviðum mannlífs og tján- ingar. Með öðrum orðum; það kann að verða unnt að vinna atkvæði með andstöðu við myndun hins evrópska sambandsríkis. Að Bretum frátöldum kom andstaðan við gagnrýnislausan Evrópusamruna fyrst fram í Danmörku er Maastricht-sáttmálinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Nú fer tæpast á milli mála að þessi afstaða verður sífellt al- mennari í mörgum aðildarríkjanna. í nýlegri könnun sem gerð var fyrir vikuritið The Jacques Delors, helsti hug- myndafræðingur Evrópusamrun- ans og fráfar- andi forseti framkvæmda- stjórnar ESB. Kohl mun Andófið hófst í Danmörku AUGLÝSINGAR andstæðinga Evrópusamrunans sett svip sinn á baráttuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Danmörku í fyrra. Landsmenn samþykktu um síðir Ma- astricht-sáttmálann nokkuð breyttan. Nú virðist sem efasémdir um myndun sam- bandsríkis magnist á meginlandinu. Helmut Kohl kanslsari, sem er í ágætum kosningaham um þessar mundir, hefur lýst yfir því að Þjóðverjar hyggist nota for- mennsku sína til að „berjast gegn þeim við- tekna skilningi að allt það sem talist getur hafa evrópskar skírskotanir heyri sjálfkrafa undir framkvæmdastjórnina í Brussel.“ í raun er þetta herhvatning gegn heimspeki Jacques Delors. Atvinnuleysisvandinn í Evrópu hefur einn- ig gefið efasemdarmönnum byr undir báða vængi. Sú skoðun nýtur vaxandi fylgis að reglugerðafargan og ríkisrekinn eftirlits- iðnaður komi í veg fyrir sköpun nýrra at- vinnutækifæra í Evrópu og lami fram- kvæmdavilja hinna áræðnu. Um þetta hafa lærðir menn fjallað en stjómmálamenn sjá þarna atkvæðamið sem geta reynst fengsæl. Kjósendur virðast ekki fá séð að valdaafsalið skili alþýðu manna bættum kjörum. Það virð- ist eingöngu til þess fallið að skapa stétt skriffinna og treysta hagsmuni stjórnmála- manna. Valdið er fjarlægara en áður og hags- • munamatið annað. Á næstu vikum verður gengið til kosninga til þings Evrópubandalagsins sem mun hafa mun meiri völd en áður samkvæmt ákvæðum Maastricht-sáttmálans. Þær kosningar munu að sönnu reynast mikilvægar. Afdrifaríkari ákvarðanir um framtíð Evrópusambandsins verða þó teknar síðar á þessu ári. Eftirmaður Delors verður valinn og fram mun fara þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB í EFTA-ríkjunum fjórum. í að minnsta kosti tveimur þeirra hafa komið fram almennar efasemdir um gildi Evrópusamrunans sam- kvæmt forskrift Jaques Delors. Þá ber að hafa í huga að tveir áhrifamiklir evrópskir stjómmálamenn standa þessa dagana höllum fæti og kunna að sjá sér hag í því að halda uppi gagnrýni á óhófleg áhrif framkvæmda- stjórnarinnar; John Major, forsætisráðherra Bretlands og Kohl Þýskalandskanslari. Auk þeirra eiga ráðamenn á Ítalíu og í Frakk- landi pólitískt framhaldslíf sitt undir því að takast muni að lina efnahagsþrengingarnar og bæta atvinnuástandið. Þar sem við blasir að því ófremdarástandi verður ekki við snúið á næstunni kann að reynast hagstætt að geta kennt reglugerðafargani evrópsku og möppudýrum um hversu hægt miðar. Helmut kanslari berjast gegn þeirri hugsun að flest öll evrópsk viðfangsefni heyri undir framkvæmda- stjórnina. European í öllum 12 ríkjum ESB kom fram að aðeins 32% aðspurðra voru að meðaltali hlynnt myndun evrópsks sambandsríkis en 49% kváðust því andvíg. Stuðningurinn er enn mestur að öllu jöfnu í suðurríkjum banda- lagsins einkum í Grikklandi og á Ítalíu og Belgar eru enn sannfærðir um ágæti þessa. Meirihluti Lúxemborgara reyndist andvigur slíkum samruna og á óvart kom að 73% hinna prýðilega Evrópusinnuðu Hollendinga voru sama sinnis. Kannanir hafa ennfremur leitt í ljós að um helmingur Þjóðveija er því and- vígur að ECU verði tekið upp í stað marks- ins þýska og 67% þeirra hafa lýst yfir því að þau efist um ágæti samrunaákvæða Ma- astricht-sáttmálans. Vaxandi andstöðu hefur orðið vart í Frakklandi og geta það tæpast talist gleðitíðindi fyrir Delors sem orðaður heíúr verið við forsetaembættið. Reynist viðhorfsbreyting sú sem hér hefur verið gerð að umtalsefni meira en gárur ein- ar mun það koma í ljós á næstu mánuðum. Þjóðverjar taka við formennsku í Ráðherrar- áðinu í lok júnímánaðar og þeir hafa þegar boðað til fundar með Frökkum fyrir leiðtoga- fund sambandsins sem þá verður haldinn. Major seg- ir betlur- um stríð á hendur London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bret- : lands vill að herör verði skorin upp : gegn „uppáþrengjandi" betlurum og hvetur fólk til þess að kæra framferði þeirra til lögreglunnar. „Betl er viðbjóðslegt og óþarft," sagði Major í viðtali við Brístol Evening Post í gær undir fyrirsögn- inni „Major í stríð við betlarana.“ Betl er vandamál í flestum stærri borgum Bretlands. „Það er óþolandi að sjá fólk ganga með betlistaf um götur, ekkert réttlætir það,“ sagði forsætisráðherrann. Sagði hann betlara skaða ferðaþjónustuna. „Það eru til viðurlög við betli og ég tel að fólk eigi að bregðast hart við beiningamönnum, tilkynna lög- reglunni um framferði þeirra.“ ----------» ------ Bensínverðið Lækkunin nýtttil hækkunar London. Reuter. ÞÓTT heimsmarkaðsverð á bensíni hafi verið töluvert lægra á þessu ári en 1993 verða evrópskir ökumenn samt sem áður að greiða meira fyr- ir lítrann. Er ástæðan sú, að stjórn- völd hafa víða hækkað bensínskatt- ana gott betur en nemur lækkuninni. Um síðustu mánaðamót var olíu- verð á Rotterdam-markaði allt að 25% lægra en á sama tíma fyrir ári og þegar við það bætist, að dregið hefur úr eftirspurn eftir bensíni vegna efnahagssamdráttarins, þá mætti ætla, að bensínverð hefði lækkað. Svo er alls ekki, heldur hef- qr það hækkað um 5% að meðaltali á einu ári og búist er við, að það muni hækka enn meira. Af hveijum 100 krónum, sem breskir ökumenn greiða fyrir bensín, fær ríkið 71 krónu. Fyrir ári fékk það 67 krónur en ekki nema 46,30 kr. 1980. Samt eru breskir ökumenn vel settir miðað við flesta Evrópu- menn því að bensínverð í Bretlandi er næstlægst á eftir Lúxemborg. Breski lítrinn kostar nú um 53 ísl. kr. en 71 kr. í Hollandi. -----♦ ♦ ♦---- Hálfrar milljónar ára manna- bein fundin BRESKIR fornleifafræðingar hafa fundið bein manns sem verið hefur uppi fyrir hálfri milljón ára og hafa ekki áður fundist jafn gömul manna- bein í Evrópu. Elstu bein sem áður höfðu fundist voru talin vera 400.000 ára gömul eða 100.000 árum yngri. Beinið sem fannst var sköflungur og var það á 30 metra dýpi undir yfirborði jarðar. Mælingar á því benda til þess að maðurinn hafi ver- ið 1,82 metra hár og mjög sterklega byggður. Sköflungsbeinið fannst við forn- leifagröft í gamalli gijótnámu ná- lægt bænum Boxgrove sem er 90 kílómetra suður af London. Þar voru að verki fornleifafræðingar frá Uni- versity College í London undir for- ystu Mark Roberts. Munu þeir halda greftri áfram á næsta ári og vonast þeir til að finna þá fleirj bein Box- grove-mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.