Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLADIÐ eftir Ásgeir Sverrisson ALEXANDER Solzhenitsyn hef- ur snúid af lur til Rússlands. Endurkoma hans er siAast i nugiinn i líkkistu sovétkomm- únismans og markar jaf nf ramt upphaf hins nýja Rússlands. Fáir sovéskir andAfsmenn haf a haf l viAlika áhrif á Vesl- urlondum og f áir hafa verió misskildir jaf n hrapalega. Solzhenitsyn hefur nú sligid aftur f aeti á sina eilif u f óstur- jörd en þaA samfélag sem hann mselir er víAsf jarri þvi sem hann þekkti fyrir 20 árum er sovéskir kommúnislar gerAu hann úlleegan. Alda glaepa hef ur riAiA yfir landiö og rusramennskunni verAur á tíAum einvör Aungu |af naA viA Solzhenitsyn snýr aftur „GúlagiA" illrsemda. Upp- lausnin a»m rikir eystra, ff ár- magns- og efnishyggjan sem nú riAur húsum i landinu, sem getiA hef ur af sér svo morg stArmenni andans, er Solih- enitsyn lilt aA skapi. Forvitni- legt verAur aA fylgjast meA þvi hvort hann leetur til sin laka i rússnesku samf Alagi. Fóir menn gela lalaA þar eystra i krafti viAlika yfirburAastoAu og Solzhenitsyn, sem i senn gelur sameinaA siAferAis- og heimspekilega afstöAu Rússa og andstöAuna viA kommúnis- mann, sem kostaAi þjAAina svo miklar f Arnir. Féir menn geta túlkaA betur hina raunveru- legu rússnesku þjAAarsál á þessum upplausnarlimum og fyllt þaA skarA sem annar heimsþekktur andóf smaóur, Andrei Sakharov, skildi eftir sig. Þrátt fyrir aö Solzhenitsyn sé T5 ára gamall kann hann aA verAa sameiningartákn hins nýja Rússlands, sem risa mun úr oskustAnni og grund- vallaA ver Aur a f öAurlands- hyggjunni djúpsteeAu, trúnni og kenningunni um hiA sögu- lega hlutverk Rússa. ¦- ¦ . ¦ .-¦_____________________________________ Alexander Solzhenitsyn við brottför sína frá Bandaríkjunum. Saga Solzhenitsyns minnir óneitanlega á hina klass- ísku hetju bókmennt- anna, sem hverfur og meðtekur þroska sinn í einverunni og snýr aftur til að uppfylla hið sögulega hlutverk. Og vitundin um hið sögulega hlutverk hefur ávallt rist djúpt í rússneskri þjóðarsál. Solzhenitsyn var andófsmaður og naut stuðnings og viðurkenning- ar á Vesturlöndum vegna andstöðu sinnar við ógnarstjórn kommúnista. Hann var á hinn bóginn misskilinn. Andstaða hans við sovétkommúnis- mann var ekki til komin sökum lýð- ræðisástar hans; miklu fremur var um að ræða hina djúpstæðu þörf hins rússneska menntamanns til að skilgreina umhverfi sitt og leiða lýðinn aftur heim til móður Rúss- lands, heim til kirkjunnar, sögunnar og hinna sameiginlegu þjáninga genginna kynslóða. HiA rússneska hlutskipti í rússneskri þjóðarsál er hinn sögulegi skilningur mjög djúpstæð- ur. Allt frá því að Byzanska-ríkið leið undir lok hafa Rússar litið á sig sem verði hinna sönnu trúar. I hugum almennings og mennta- manna hefur hlutskipti þjóðarinnar, allt frá myndun fyrsta „rússneska" ríkisins á 9. öld, verið eilíf barátta við utanaðkomandi villmennsku á sama tíma og á Vesturlöndum gátu menn notið hagsældar einmitt sök- um hinnar fórnfúsu baráttu Rússa gegn trúvillingum og menningar- lausum flökkuþjóðum. Hlutskipti og örlög þessarar þjóðar eru einstök. Þessi hefðbundna „rússneska vit- und" hefur ávallt mótað Alexander Solzhenitsyn og 20 ára dvöl hans í Bandaríkjunum hefur engu breytt í því efni, öðru nær. Á Vesturlönd- um töldu margir að lýðræðis- sinnarnir góðu hefðu skotið skjóls- húsi yfir eina sovéska/rússneska lýðræðissinnann. Annað átti eftir að koma á daginn. Solzhenitsyn hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um gildi vestræns lýðræðis sem rússneskir menntamenn hafa í gegnum tíðina lagt að jöfnu við skrílræði. Solzhenitsyn hefur aldrei fengið séð að vestræn menning sé eftirsóknarverð og hann hefur ávallt lagt ríka áherslu á að samíag- ast henni ekki. Múghyggju og lífs- gæðakapphlaup Vesturlandabúa hefur hann frekar talið til marks um úrkynjun og það hvernig menn geta öldungis fjarlægst uppruna Binn. Solzhenitsyn hefur jafnan við- haldið tengslum sínum við rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjuna, þessa einstöku stofnun sem vafalaust á eftir að láta til sín taka með bein- skeyttari hætti í rússnesku samfé- lagi á næstu árum. Að hætti rúss- neskra menntamanna hefur hann ávallt haft efasemdir um þá áherslu sem vestræn heimspeki leggur á einstaklinginn og frelsi hans og þess í stað virst boða einhvers kon- ar menntað einveldi; stjórn hins góða keisara sem sækir siferðis- styrk sinn og viðmið til kirkjunnar. Hin óumdeilanlegu og tímalausu verðmæti, trúin og siðferðisstyrkur- inn, hafa ávallt verið kjarni þeirrar heimspeki sem Solzhenitsyn hefur boðað og sem slík hefur hún ekki verið sérlega frumleg heldur byggst á aldagömlu og viðteknu rússnesku gildismati. Þessar skoðanir Solzhenitsyns hafa á stundum fallið í grýttan jarð- veg í vestrinu. Miskunnarlaus gagn- rýni hans á hið staðlaða velferðar- þjóðfélag Vesturlanda einkum á síð- ari hluta áttunda áratugarins kall- aði fram hörð viðbrögð. Hann for- dæmdi yfirborðsmennsku auglýs- ingamenningarinnar og vék oftar en einu sinni að því hversu skelfi- lega forheimskandi vestrænt sjón- varp og vestræn tónlist væri. Dag- blaðið The New York Times sá árið 1978 ástæðu til að andæfa ýmsum skoðunum Solzhenitsyns og vændi hann um hroka strangtrúarmanns- ins sem teldi sig hafa höndlað hinn óvefengjanlega sannleika. Blaðið fékk ekki skilið hina eilífu leit hins rússneska menntamanns að því sem ekki verður efast um og hafið er yfir tíma og mannlegar takmarkan- ir. Kominn af kAsökkum Solzhenitsyn fæddist 11. desem- ber 1918 í Kislovodsk í Rússlandi. Hann er kominn af menntamönnum úr röðum kósakka en ólst upp hjá móður sinni þar sem faðir hans lést er hann var enn í móðurkviði. Hann lærði stærðfræði í háskólanum í Rostov við Don en lagði stund á bókmenntir í Moskvu. Hann barðist í síðari heimsstyrjöldinni, var liðs- foringi í stórskotaliðinu en árið 1945 var hann handtekinn sökum bréfs sem hann hafði skrifað þar sem hann gagnrýndi stjórnarhætti einræðisherrans Jósefs Stalíns. Næstu átta árunum eyddi hann í vinnubúðum en eftir að hafa afl- plánað refsivistina var hann dæmd- ur í þriggja ára útlegð. Solzhenitsyn var endurreistur árið 1956 eftir að Níkíta Khrútstjov hafði opinberað grimmdarverk Stal- íns. Hann fluttist til borgarinnar Ryazhan í Mið- Rússlandi og tók til við skriftir en vann fyrir sér sem kennari í stærðfræði. Vindar frelsis léku um þjóðfélagið borið saman við miðaldamyrkur stalínismans og árið 1962 sendi Solzhenitsyn bók- menntatímaritinu Novíj Mír fyrstu skáldsögu sína „Dagur í lífi Ivans Denísovítsj", sem fjallar á bein- skeyttan hátt um daglegt líf í þrælkunarbúðum stalínismans. Rit- stjóri tímaritsins, Alexander Tvardovskíj sá strax að hér var hann kominn með snilldarverk í hendurnar og það var hann sem gaf verkinu, sem Solzhenitsyn hafði skrifað á þremur mánuðum, þetta nafn. „Dagur í lífi. . . " var fyrsta bókin sem skrifuð var um ógnar- stjórnina og mannréttindabrotin sem framin voru í tíð Stalíns og var það ekki síst af þeim sökuni sem hún vakti gríðarlega athygli- Hið ósegjanlega hafði loksins verið sagt og alþýðan, sem horft hafði á eftir ástvinum sínum inn í vinnu- búðakerfi þrælaríkisins, fékk í bók þessari útrás fyrir harm sinn og dýpri skilning á örlögum sínum- Solzhenitsyn varð þekktur maður ekki eingöngu í Sovétríkjunum heldur einnig erlendis. Margir so- véskir rithöfundar gerðust spor- göngumenn hans. Þetta^ slökunarskeið stóð ekki lengi. Árið 1964 snerist forystu- sveitin sovéska gegn Khrústsjov og steypti honum af stóli. Andlegt Jíf í Sovétríkjunum var enn og aftur sett í frysti. Solzhenitsyn lét til sin taka og gerðist einn helsti málsvan þeirrar hreyfingar menntamann^ sem mótmælti þessum umskiptum í sovésku menningarlífi. Hann féU í ónáð og tók að sæta ofsóknurn af hálfu öryggislögreglunnar, KGp- Solzhentisyn var settur í útgáfu- bann og tók þá til við að dreifa rjt" verkum sínum sjálfur en slík 4t_ gáfustarfsemi nefnist á rússnesku samizdat. Nokkrum handritum var smyglað til Vesturlanda þar sem þau voru gefin út. NAbelsverAlaunin Eftir því sem Solzhenitsyn naut meiri virðingar erlendis versnaði hlutskipti hans í Sovétríkjunum- Árið 1968 kom út sérlega mögnuð skáldsaga „í innsta hring" (V krúge pervom) sem byggir á reynslu Solz- henitsyns er hann neyddist til &" vinna að stærðfræðilegum rann- sóknum fyrir stjórnvöld er hann var í fangelsi. Bókin fjallar ekki síst um það siðferðislega val sem menn standa frammi fyrir á tímum slíkrpr ógnarstjórnar en í tilfelli Solzhenit- syns stóð valið milli þess að starfa fyrir öryggislögregluna eða neita því og hafna á ný í vinnubúðunum- Sama ár kom út á Vesturlöndum áhrifamikil saga er nefnjst „Krabbadeildin" (Rakovíj korpus) en bakgrunnur hennar er glíma Solzhenitsyns við krabbamein er hann dvaldist í útlegð í Kazakhstan á sjötta áratugnum. Barátta Solzhenitsyns vakti si- fellt meiri athygli og svo fór áH" 1970 að hann var sæmdur bók- menntaverðlaunum Nóbels. Hann treysti sér hins vegar ekki til &"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.