Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 27 SIGRÍÐUR SIG URSTEINS- DÓTTIR OG GUNNAR ÓLAFSSON + Gunnar Ólafsson var fædd- ur 30. desember 1910 í Stykkishólmi. Hann lést 26. febrúar 1988. Hann var sonur hjónanna Ólafs Magnúss Sig- urðssonar og Kristínar Sigurð- ardóttur. Gunnar var yngra barn þeirra hjóna, en systir Gunnars, Indiana, sem var fimm árum eldri, lést árið 1938. Gunnar var alinn upp í for- eldrahúsum í Stykkishólmi. Faðir hans var húsgagnasmið- ur. Gunnar byrjaði mjög ungur að árum að aðstoða föður sinn á verkstæðinu við snúninga, viðgerðir og fleira er laut að trésmiðavinnu. Árið 1926 flutt- ist Gunnar með foreldrum sín- um til Reykjavíkur, þá 16 ára gamall. Fyrstu árin í Reykjavík vann Gunnar áfram með föður sínum við smíðar og viðgerðir. Árið 1938 hóf Gunnar síðan störf hjá Steindórsprenti, þar sem hann vann allt til ársins 1970. Þá varð hann að láta af störfum vegna þeirra veikinda er þjáðu hann allt til hinstu stundar. Sigríður Sigursteins- dóttir var fædd í Vestmanna- eyjum 15. október 1915. Hún lést 21. maí 1994. Hún var dótt- ir hjónanna Sigursteins Þor- steinssonar og Ingibjargar Guðrúnar Vigfúsdóttur. Sigríð- ur var elsta barn þeirra hjóna en börnin voru fjögur, auk Sig- ríðar Alexander, f. 22. maí 1917, og tvíburabræður, Þor- steinn og Vigfús, f. 1. nóvember 1918, en þeir dóu skömmu eftir fæðingu. Faðir Sigríðar var skósmiður í Vestmannaeyjum og bjó hann þar lengst af í Sólheimum með fjölskyldunni eða til ársins 1925, en þá flutti fjölskyldan í land og settist að í Djúpadal í Hvolhreppi, Rang- árvallasýslu. Þar vann Sigur- steinn við skósmíðar og hóf síð- ar verslunarrekstur á sama stað. Sigríður undi sér ekki í sveitinni. Hún þráði mannlífið í þéttbýlinu og í rauninni Iang- aði hana alltaf aftur „heim til“ Eyja eins og hún komst stund- um sjálf að orði. Þegar hún var 16 ára fór hún til Reykjavíkur og dvaldi í nokkra mánuði hjá vinafólki í borginni. Á þessum tíma kynntust þau Sigríður og Gunnar í gegnum sameiginlega kunningja. Ári síðar þegar Sig- ríður var 17 ára réði hún sig í vist í Reykjavík. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju 30. maí. VIÐ andlát Sigríðar Sigursteins- dóttur, ekkju Gunnars Olafssonar er lést fyrir rúmum sex árum, vil ég í þessum línum minnast þessara ágætu hjóna, tengdaforeldra minna, og votta þeim þannig óskipta virðingu mína og þakklæti fyrir allt. Kynni mín af þeim hjónum og heimili þeirra hófust með kynn- um okkar Sigursteins, næstyngsta syni þeirra, þá er við bæði vorum námsmenn í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1933 fluttu þau Gunnar og Sigríður með foreldrum Gunnars að Óðinsgötu 14 sem þá var ný- byggt hús. Þar bjuggu þau alla tíð síðan með foreldrum hans og eign- uðust þar sex börn sem öll hafa komist til manns. Bömin em: Birg- ir, blikksmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1936, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur, d. 23. desember 1988, b. Guðbjörn Helgi f. 1973; Sigrún Edda, húsmóðir í Garðabæ, f. 24. apríl 1938, gift Siguijóni Ragnarssyni, b. Sigríður f. 1968, Guðlaugur f. 1969 ojg Guðrún Ragna f. 1976; Kristín Olafía, hús- móðir í Hafnarfirði, f. 28. ágúst 1946, gift Björgvini Guðmundssyni, b. Helen f. 1966; Gunnar, bólstrari á Akranesi, f. 12.júlí 1950, kvæntur Kristínu Unni Sigurðardóttur, b. Lilja Kristfn f. 1971' !ojl > GUnnar Már f. 1979; Sigur- steinn, tannlæknir í Reykjavík, f. 15. júli 1953, kvæntur Sigur- björgu Sigurgeirsdótt- ur; og Ólafur, bifreið- arstjóri í Garðabæ, f. 22. febrúar 1960. Bamabamabörn Sig- ríðar og Gunnars em nú þrjú: Björgvin, Kristín Júlía og Ragn- ar. Sigríður var alla tíð hraust og sterk kona. Þennan fagra vordag, hinn 21. maí sl., var fréttin um skyndilegt andlát hennar því nokkuð óvænt. Það duldist þó fæstum er þekktu tengdamóður mína náið að hún sjálf var tilbúin þess að kallið kæmi. Ég vil sérstak- lega tileinka henni þessa tilvitnun í erindi úr kvæðinu, „í dauðans höll“ eftir borgarskáldið, Tómas Guðmundsson, sem var eitt af henn- ar uppáhaldsskáldum: Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér þrá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjl Og Dauðinn þig leiddi í hðll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Tengdamóðir mín var glaðvær og falleg kona sem lagði mikið upp úr glæsilegum klæðaburði, tígulleik hvers konar og fagurlega skreyttu heimili. Hún átti sér stóra drauma og oft voru draumar hennar stærri en efni gáfu tækifæri til. Hún var örlát og gjafmild og þótti einstak- lega stórtæk í þeim efnum. Hún var stórlynd, ákveðin og harðgerð kona sem var gædd góðum gáfum, hlýju og samkennd. Þau hjónin, Gunnar og Sigríður, voru í raun afar ólík. Gunnar var hæglátur maður og hógvær. Hannn var lista- maður í eðli sínu, viðkvæmur og fíngerður og hafði næmt auga fyrir listrænni fegurð. Hvar sem hann fór, hvort heldur á gömlum sem nýjum slóðum, var ávallt sem gests- auga væri á ferð. Svo næmur var hann á bæði það stóra og smáa í umhverfí sínu. Hann fann fljótlega þessum listrænu eiginleikum sínum farveg í ljósmyndun og listmálun. Eftir hann liggja hundruð ef ekki þúsund fágætra ljósmynda og tals- vert af málverkum sem hvort tveggja bera vott um einstaka hæfí- leika hans. Þannig voru þau hjónin heillandi andstæður sem unnu hvort öðru af heilum hug. Hvort á sína vísu voru þau eftirminnilegir persónuleikar er hafa gert mig sem naut margvís- legra samvista við þau á síðastliðn- um 20 árum ríkari í anda. Á hveiju sem gekk, í blíðu sem stríðu, er óhjákvæmilega fylgdu veikindum Gunnars, héldu þau börnum sínum gott og traust heimili. Þegar Gunn- ar missti heilsuna í byijun sjöunda áratugarins fór Sigríður út og vann fyrir heimilinu allt til ársins 1985, þá er hún varð sjötug. Hún vann sem smurbrauðsdama, fyrst á Smurbrauðsstofunni Birninum og síðustu 10 árin á Hressingarskálan- um. Þannig studdu þau hvort ann- að. Þessi ár einkenndust af seiglu, stolti og ótrúlegu úthaldi hjá Sigríði. Börnin þeirra öll fæddust á Óð- insgötu 14 og ólust þar upp við ástríki og skilning foreldra sinna, föðurafa og föðurömmu. Heimilið á Óðinsgötu 14 hefur verið sögusvið þessarar fjölskyldu í 61 ár. Á tímum hraða, breytinga og hverfulleika verður sá stöðugleiki sem í því felst að teljast nokkuð sérstakur. Við hvert fótmál í þessu húsi, í sér- hveiju handbragði og í hveijum kima er saga fjölskyldunnar skráð. Hvarvetna má fínna ummerki frá þeim tíma er húsið var fullt af strákapörum og stelpulátum, bernskuárum bamanna þegar „Goðahverfíð" var fullt af fjömgum krökkum sem alltaf vora velkomnir inn á heimili þeirra hjóna. Hvert sem litið er má fínna eitthvað sem minnir á, eitthvað sem segir löngu liðna sögu, sögu sem oftast vekur hlátur því gleðskapur, gamansemi og rík kímnigáfa er eitt af einkenn- um Óðinsgötufjölskyldunnar. Þann- ig hafa tengdabörn og bamabörn fengið lifandi hlutdeild í sögu henn- ar þar sem leikmyndin hefur staðið uppi í öll þessi ár, vel varðveitt og ríkulega fyllt með hundraðum ljós- mynda úr safni Gunnars. Við andlát Sigríðar kveðjum við ekki aðeins áskæra móður, tengda- móður, ömmu og langömmu heldur stendur íjölskyldan á tímamótum, þar sem leikmynd þessarar sögu á Óðinsgötu 14 verður nú tekin nið- ur. Bamabömin þekktu ömmu og afa og þekkja betur sögu pabba og mömmu vegna þess að þau era svo lánsöm að hafa fengið hlutdeild í þessari sögu og því umhverfí sem sagan er sprottin úr. Svo er þeim hjónum fyrir að þakka sem varð- veitt hafa stöðugleikann öll þessi ár. Bamabarnabörnin verða að láta sér nægja sögu án leikmyndar. Gunnar og Sigríður áttu það sameiginlegt að vera mjög dul. Þannig vora þau bæði lítið gefín fyrir að láta tilfinningar sínar í ljósi en voru félagslynd með afbrigðum, kunnu að njóta lífsins og létu sig ekki vanta ef gleðskapur var ann- ars vegar, enda vora þau vinmörg og oft var gestkvæmt og margt um manninn á Óðinsgötunni. En vinirn- ir týndu tölunni eins og gengur eftir því sem árin liðu. Börn, tengdaböm og barnaböm tóku smám saman við hlutverki vina og félaga og kom þá vel í ljós hve þau bæði áttu gott með að skilja breytta tíma og umgangast og blanda geði við nýja kynslóð. Þegar Gunnar lést fyrir rúmum sex áram gátum við sem stóðum Sigríði næst fundið að Sigríður breyttist. Hluti af lífsgleði hennar hvarf. Hún naut hverrar stundar fyrir sig, á ferðalögum utanlands sem innan, á fjölskyldusamkomum og hátíðum. En þess á milli mátti fínna söknuð hennar og tómleika. Þessi lokaerindi úr kvæði Snorra Hjartarsonar, Þjóðlag, sem fjöl- skyldan hefur sungið svo oft á fjöl- skylduskemmtunum sfnum lýsa ef til vill því sem kann að hafa bærst í bijósti tengdamóður minnar hin síðustu ár: Hrekkur lokað hlið mitt? Það hringja klukkur, blóð mitt leitar þín í leiðslu, það loga stjörnur tvær við bijóst mín, bláar stjömur; ég brosi og kyssi þær. Vakir vakir þrá mín og von mín og trú min bak við þrár og þrautir og þokuslunginn veg, bak við óð og ástir , i ;. . ástin, þú og ég. i Það er sárt. Ég ætla ekki í þessum kveðjuorðum mínum að rekja ættir Sigríðar eða lýsa lífshlaupi hennar, það gera sjálfasgt aðrir, sem ’Srí' þess era færari. Kynni okkar Sigríðar hófust árið 1975 þegar ég kom aftur til starfa á Hressingarskálanum eftir nokk- urt hlé. Hún stóð í eldhúsinu og var að smyija brauð, en það var hennar hlutverk að sjá um smurbrauð stað- arins. Hún sagði fátt í fyrstu, en fljótlega gaf hún sig á tal við mig svo að í ljós kom að þarna var eng- in venjuleg k.ona á ferð. Lífsviðhorf hennar var fádæma heilbrigt. Hún var fljót að sjá kosti og galla sam- ferðamanna sinna og lá ekki á skoifo unum sínum. Það var gott að vinna með Sig- ríði, hún var úrræðagóð og verklag- in. Henni tókst oftar en ekki að gera erfiðustu vinnudaga létta með glensi sínu og hnyttnum tilsvöram. Þessi kynni okkar, sem hófust í eld- húsinu á Hressó, eða Skálanum, eins og hún sagði oftast, urðu að traustri vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ég veit að henni vinkonu minni væri engin þökk að því að ég skrifaði um hana langa lofræðu, þó það væri mun auðveldara en að lýsa kostum hennar í fáum orðum. I stuttu máli: Hún var ein af þessum fágætu persónum, sem vildi öllurr^ hjálpa og sá eitthvað gott í öllum mönnum, glaðvær og orðheppin, en umfram allt traustur vinur vina sinna. Ég lýk því þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum með því að senda börnum hennar, tengdabörn- um og barnabörnum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég veit að í þeirra hugum er tómt rúm, sem enginn getur fyllt. Þig, kæra vinkona, kveð ég með sárum söknuði og þökk fyrir allt. Blessun Guðs fylgi þér. Gyða Svavarsdóttir. t Elskulegur sambýlismaður minn og bróðir okkar, JÓN ODDSSON frá Fagradal í Sogamýri, verður jarðsunginn fró Fossvogskapellu mánudaginn 30. maí kl. 13.30. Björg Jóhannsdóttir, Sigurður Oddsson, Hólmfríður Oddsdóttir, Halldóra Oddsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR FREYR GUÐJÓNSSON húsasmiður, Langholtsvegi 132, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 23. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mónudaginn 30. maí kl. 13.30. Regína Erlingsdóttir, Sverrir Þórólfsson, Laufey Kristjónsdóttir, Guðrún Gyða Þórólfsdóttir, Loftur Bjarnason, Kristín Erla Þórólfsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Guðlaug Þórólfsdóttir, Sigfús Cassata, Auður Þórólfsdóttir, Ingi Steinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hafí þau einlægar þakkir mínar fyrir allt. Blessuð sé minning þeirra hjóna, Sigríðar og Gunnars. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Eftir fremur erfíðan vetur er vorið loks komið, hægt en öragg- lega. Öll náttúran vaknar til lífsins á ný. Bjarkarlaufín springa út hvert af öðra og jörðin fær smám saman vorgrænan lit nýgræðingsins. Þannig er hin eilífa hringrás árs- tíðanna á móðir jörð. Einn þessara fögru vordaga kvaddi jarðlíf sitt á sjötugasta og níunda aldursári ekkjan Sigríður Sigursteinsdóttir til heimilis á Óð- insgötu 14 hér íborg. Eiginmaður hennar Gunnar Ólafsson er látinn fyrir nokkrum árum. Kynni okkar við þau Gunnar og Sigríði hófust með því að Sigurbjörg, dóttir Ingi- bjargar, og Sigursteinn, sonur þeirra hjóna, stofnuðu til hjúskapar. Nú á kveðjustund minnumst við þess að í þeim kynnum bar hvergi skugga á. Við minnumst margra góðra stunda sem við áttum saman hér heima og ekki síður er við dvöld- umst ásamt Sigríði í mánaðartíma á suðrænum slóðum vorið 1989. Þá kom best í ljós hve hún var rík af glaðværð, æðraleysi og hjarta- hlýju. Fyrir öll þau kynni er okkur ljúft og skylt að færa fram hugheilar þakkir. Megi Sigríður njóta handleiðslu Hins Æðsta á þroskabraut nýrra tilverasviða. Ingibjörg og Sigmar. í þessum orðum felst, að ég á ekki eftir að hringja dyrabjöllunni á Óðinsgötunni, bíða þess að hún Sigríður komi til dyra og heyra hana segja: „Æ, sæl elskan", eða eiga við hana glaðlegt símtal. - + Eiskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SVEINSSON, frá Sveinsstöðum, Miðvangi 55, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, miðvikudaginn 1. júní, kl. 13.30. Anna Marfa Benediktsdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Kristín Kristbjörnsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jónasson, Béra Sigurjónsdóttir, Benedikt Ketilbjarnarson, Hólmfriður Sigurjónsdóttir, Halldór Harðarson, Unnur T. Sigurjónsdóttir, Friðrik Hafberg, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Hreiöar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.