Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Einbýlishús - Seljahverfi Til sölu einbýlishús á góðum stað í Seljahverfi rúmir 200 fm með bflskúr. Stór hornlóð. Öll þjónusta í nágrenninu. Skipti koma til greina á 1-2 íbúðum. Upplýsingar í síma 670004 og 72054. f Raufarhöfn Stórglæsilegt einbýlishús við Aðalbraut 31 er til sölu. Veðbandalaust. Verðtilboð óskast. Fæst jafnvel í maka- skiptum fyrir íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefur Jón Egilsson hdl., Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík, sími 683737. Verslunarhúsnæði á Skeifusvæðinu góð fjárfesting Til sölu í einu lagi eða hlutum húseign á besta verslunarstað. Næg bílastæði. Götuhæð: 230 fm auk stækkunarmöguleika fyrir 150 fm. 2. hæð: 306 fm skrifsthæð en einnig góð sem verslunarhæð. Kjallari: 311 fm með stórum aðkeyrsludyrum og góðu athafna- svæði utandyra. VAGN JÓNSSON FASTEIGHASALA hdl. FAX 61 44 50 Skúlagötu 30 Atli Vagnsson SÍMI61 44 33 • M FASTEICMAMIÐSTODIN ” M U SKIPHOLH 50B - SÍMI62 20 30 • FAX 62 22 90 Til sölu förðin Svínavatn í A-Hún. 10308 Um er oð ræðo landmikla jörð (allt að 900 ha) i fögru umhverfi við Svinavatn í Svínavatnshreppi. Byggingor: Stórt ibúðarhús, fjós og fjórhús ósamt tilheyrandi hlöðum. Jörðin er ón bústofns, véla og framleiðsluréttar. Veiðiréttur i Svínavatni. Mjög óhugaverð jörð sem gefur marga möguleika. Myndir og nónarí upplýsingar ó skrifstofu Fm. Til sölu jörðin Kaldrananes II 10276 Jörðin Kaldrananes II í Strandasýslu er til sölu. Byggingar: M.a. íbúðarhús, fjórhús og 120 fm skemma frú 1983. Jörðin er ón framleiðsluréttar. Jörðin é land é sjó og er góð oðstaða til smébétaútgerð- ar. Hugsanlegt að selja bót ósamt tilheyrandi útgerð með jörðinni. Til sölu sumarhús v. Þingvallavatn 13234 Til sölu skemmtilega staðsett sumarhús við Þingvallavatn ósamt bótoskýli. Sumar- húsið er i landi Nesja. Fagurt umhverfi. Verð 4,0 millj. i ÓÐAL f asteignosala. Skeifunni 11A, 3. hæð, ® 679999. Lögmaður Sigurður Sigurjónsson, hrl. Opið hús á Lindarbraut 28, Seltj. frá kl. 13.00-18.00 í dag sunnudag Til sýnis og sölu þetta glæsilega einbýlishús sem er 170 fm ásamt 48 fm bílskúr. 4 svefnherb. Fallegar inn- réttingar. Parket. Ræktuð lóð. Verð 15,5 millj. MINNINGAR JÓN ODDSSON + Jón fæddist Undralandi Reykjavík 30. sept- ember 1935 en ólst að mestu upp að Fagradal í Soga- mýri. Hann lést í Reykjavík 23. þessa mánaðar. Foreldrar hans voru hjónin Brynhildur Ingi- mundardóttir og Oddur Jónsson, f. 26.6.'1889, d. 28.8. 1981. Oddur var kenndur við Krók á Kjalarnesi og síðarmeir Fagrad- al í Sogamýri. Og Jón yngsti sonur hans var bundinn Kjalar- nesi ýmsum tilfinningaböndum. Móðir Odds var Hólmfríður Oddsdóttir í Króki. Hún var í áratugi ekkja eftir Jón Jónsson bónda sinn sem ættaður var frá Klofa í Landi, en drukknaði 1902 hér á Sundunum. Hólmfriður í Króki var af ættum sem stundum voru kenndar við Effersey eða Engeyjarættina gömlu. Oddur Þorláksson í Króki, Þorkelsson- ar á Hofi, Einarssonar á Vallá, Arnasonar í Effersey Símonar- sonar. Þorlákur Þorkelsson í Króki (faðir Odds Þorlákssonar) átti systur tvær að eiginkonum, fyrr Guðnýju og síðar Jarþrúði Þórólfsdætur í Engey Þorbjörns- sonar. Þórólfur bóndi í Engey varð borgari í Reykjavík 1. febr- úar 1788, sá áttundi sem fær borgarabréf samkvæmt borga- raskrá sem Skúli Magnússon gerði. Móðir Jóns, Brynhildur Ingimundardóttir, f. 20.5. 1898, d. 27.9. 1973, fór í fóstur til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Móðir hennar var Sigurveig Vig- fúsdóttir, f. 1862 í Klausturþjá- leigu, d. í Vík í Mýrdal 1946. Vigfús faðir hennar var stundum kallaður Sanda-Fúsi eða Fúsi Líuson og orti m.a. „Sörlarím- ur“. Jón faðir hans, bóndi á Smyrlabjörgum, maður Evlalíu sem var n\jög nafnkennd á sinni tíð, gáfuð og skáldmælt, hann var Bryiýólfssonar prests í Langholti í Meðallandi (sem var g. Kristínu Jónsdóttur sýslum. Helgasonar á Hoffelli) Árnason- ar bónda á Smyrlabjörgum (sem var g. Guðrúnu systur Jóns kon- ferensráðs Eirikssonar) Brypj- ólfssonar prests á Kálfafellsstað, hins gamla. Brynhildur var m.a. systir Bjarnfreðs föður Aðal- heiðar, Magnúsar og þeirra fjöl- Blömastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tllkl. 22,-einnig umhelgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. mörgu systkina. Odd- ur og Brynhildur í Fagradal áttu fjögur börn, Sigurð, f. 1920, Hólmfríði, f. 1926, Halldóru, f. 1930, og loks yngstan barna Jón, sem hér er kvaddur. Útför hans fer fram frá Foss- vogskapellu á morg- un, mánudag. EFTIR skammvinna skólagöngu hóf Jón Oddsson störf við al- menna verkamanna- vinnu. Hann var stéttvís Dagsbrúnar- maður og lífssýn hans markaðist af því. Jón las mikið á yngri árum, var fíma vel að sér í íslendinga sögum og viðaði að sér almennum fróðleik í gegnum lestur. Hann var vakandi maður gagnvart umhverfí sínu og samtíð um leið og hann hafði næmt auga fyrir framvindu sögunnar. Hann var mikill dýravinur og náttúruunn- andi og einhvem veginn hefði hann betur átt heima í sveit en á malbikinu þar sem hann engu að síður bjó. Hann átti rætur að rekja til sveitar- innar og hugsaði oft þangað. Jón tileinkaði sér sérkennilegan hlýlegan húmor, þjóðlega stríðni í bland við bamelsku. Og bömin nutu návistar við hann á hinum ýmsu skeiðum lífsins. Sjálfum auðnaðist honum ekki að eignast böm en þeim mun fleiri böm ættingja og vensla- manna nutu kímnigáfu hans og eðlis- grejndar. Á síðustu árum var honum mikil gæfa af samvistunum við böm þeirra Vilhjálms Þorvaldssonar og Guðbjarg- ar Jónu, dóttur Bjargar Jóhannsdótt- ur sambýliskonu hans. Vinátta þeirra Bjargar, Vilhjálms, Jónu og bamanna var honum mikilvægara en flest ann- að síðasta spölinn. Hann var stoltur af þeim Vilhjálmi Ragnari, Björgvini, Ingibjörgu og Bergljótu sem hann kallaði „afabömin" og gladdist yfir íþróttaafrekum þeirra og góðu gengi í lífinu. Sjálfur þurfti Jón að beijast við mörg erfíð ljón í sínu lífí. Erfíðlega gekk honum baráttan við Bakkus framan af ævi. Jón hafði sigur um síðir en þá lögðust önnur ljón á veg- inn. Hvert áfallið á fætur öðm reið yfir hann heilsufarslega þannig að hann þurfti að heyja langa og harða baráttu við illkynja sjúkdóma. Og í þeirri baráttu komu einnig frábærir eðliskostir hans upp á yfír- borðið. Nonni frændi mætti nefnilega áföllunum af fádæma karlmennsku og æðruleysi. Það var hans eldskím og hann efldist andlega við þessa áraun sjúkdómanna og hann mætti skapadómi sínum sáttur við guð og menn. E R FI DKYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstajlokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sfmi 681960 Frændfólkið kveður góðan frænda með söknuði og þakklæti. Við vottum Björgu, Vilhjálmi, Jónu og börnum þeirra samúp okkar. Oskar Guðmundsson. Jón Oddsson föðurbróðir minn eða Nonni, eins og hann var jafnan kall- aður, hafði átt við mikil og langvinn veikindi að stríða, en þrátt fyrir það að vitað væri að hveiju stefndi, virk- aði það sem reiðarslag, eins og jafn- an þegar dauðinn kveður dyra og hrífur með sér ættingja eða vin og sviptir burt því sem ávalit hefur ver- ið hluti af lífi manns sjálfs. Nonni var vissuiega hluti af lífí undirritaðs, starx frá fyrstu árum uppvaxtarins, í Fagradal við Sogaveg. Hann bjó þar í foreldrahúsum hjá afa mínum og ömmu. Á þessum tíma upp úr 1950 átti stór hluti föðurfjölskyldu minnar heima við eða í næsta ná- grenni við Sogaveginn. Var því sam- gangur mikill hjá okkur krökkunum í fjölskyldunni. Nonni var okkur afar góður og eiginlega var hann okkur meira sem stór bróðir en frændi enda höfum við mörg okkar allt fram á þennan dag kallað hann Nonna bróð- ur. En vegir liggja til allra átta og í tímans rás fer hver sína leið, sam- bönd slitna eða takmarkast við eitt og eitt símtal, fermingarveislur eða aðrar fjölskyldusamkomur. I erli hins daglega lífs, hugsum við sjaldnast um dauðann á þann hátt að einhver sá, sem okkur þykir virkilega vænt um, sé kallaður yfir móðuna miklu. Beri svo við sem ekki verður umflúið staldrar maður við og fram streyma minningar. Nonni var allt að því einrænn á stundum en tók sig þó til ef svo bar við og heilsaði upp á fjölskylduna. Óhætt er að segja að hvar sem Nonni kom ríkti gleði og kátína enda var hann með skemmtilegri mönnum. Hnyttnir brandarar og skondar frá- sagnir af mönnum og málefnum, að viðskeyttum kitlandi hlátri hans, mun ylja og kalla fram bros um ókomin ár. Hann var víðlesinn og vel að sér í hinum óskyldustu málum. Þrátt fyrir oft og tíðum ólíkar skoð- anir okkar frændanna, gat maður ekki annað en dáðst að mælsku hans og sannfæringarkrafti. Nonni bjó lengi vel einn í Fagra- dal við Sogaveg þar til 1978 er hann kynntist eftirlifandi sambýliskonu sinni Björgu Jóhannsdóttur frá Stein- um undir Eyjafjöllum. Hún reyndist honum hinn traustasti lífsförunautur og hjúkraði honum af mikilli gæsku, fórnfýsi og dyggð í þeim veikindum sem hann gekk í gegnum hin síðari ár. Eins og Nonni sagði við mig í símtali, sem við áttum ekki alls fyrir löngu: „Ég veit ekki hvemig líf mitt væri ef ég hefði ekki kynnst þessari yndislegu konu sem er mér allt í öllu.“ Ég held að þessi orð lýsi vel hversu mjög hann mat sambýliskonu sína og kann ég henni hinar bestu þakkir fyrir að reynast honum svo vel. Nonna varð ekki bama auðið, en heyrt hef ég að bamaböm Bjargar hafí kallað hann afa og hann reynst þeim vel sem slíkur. í september árið 1991 eignaðist ég son sem ég ákvað að láta heita í höfuðið á Nonna. Því miður varð aldrei af því að þeir nafnamir hitt- ust. Engu að síður er ég stoltur af því að eitt bama minna skuli bera nafn þessa mæta fraænda míns. Nú er komið að því að kveðja Jón Oddsson frá Fagradal, um það hafa hin æðri máttarvöld öllu ráðið. í hugum okkar, sem sjáum nú á bak góðum dreng, mun minningin lifa. Aðstandendum og vinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Fari Nonni í friði á Guðs vegum. Blessuð sé minning hans. Oddur Sigurðsson og fj'ölskylda. Far vel heim, heim í drottins dýrðargeim. Náð og miskunn munt þú finna meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Far ve! heim. (Steingrímur Thorst.) Kveðja frá Sigurði bróður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.