Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 13
h MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 13 Hérerdökkt strik ó gólfinu sem dapureyg gamalmenni geta litiö á sem misfellu á gólfinu. rými þar sem fólk geti hist og horft á sjónvarp saman. Eg held hins veg- ar að á flestum stöðum séu slík rými mjög lítið notuð. Fólk safnast gjarn- an saman í kringum innganginn, þar sem eitthvað er að gerast, fólk fer inn og út, þar er gott að hafa rými en sameiginleg sjónvarpsherbergi eru ekki það sem fólk kærir sig um, það horfa langflestir á sjónvarpið inni í eigin íbúð, fólk breytist ekki þótt það sé orðið 67 ára. íslendingar eru ekki svo opnir yfirleitt. Hið sam- eiginlega rými er líka sjaldnast hannað með þarfir sjúkra fyrir aug- um, afleiðingin er sú að lasburða jlólk og fatlað hefur kannski hvorki sæmilega aðstöðu inni í íbúð sinni né heldur í hinu sameiginlega rými. Þetta leiðir til þess að þörf fyrir hjúkrunarheimili verður meiri og meiri. Það er verið að byggja hér hjúkrunarheimili á mörgum stöðum á sama tíma og allar aðrar þjóðir í kringum okkur eru hættar að byggja slík heimili. Þar eru hjúkrunarheimil- Þefta kvaó Margareta A. Christ- enson daemi um góóa iýsingu og rétta hönnun á handriói. in lögð niður og þeim breytt í heppi- legar íbúðir fyrir aldraða. Þróunin hér á landi hefur að sumu leyti ver- ið öfug við það sem gerst hefur í nágrannaríkjunum. Þessi þróun varð til þess að fólk reyndi að tryggja sér pláss á hjúkr- unarheimili áður en það þurfti á slíku að halda. Nú er komið kerfi sem metur þörf á úrræðum í vistun sem talin eru henta hverjum og einum. Það breytir hins vegar ekki því að við sitjum uppi með fjölda íbúða sem byggðar eru fyrir aldraða en fólk getur hvorki orðið ellihrumt eða veikt í. Svo höfum við hjúkrun- arheimili fyrir þá sem eru algerlega upp á aðstoð annarra komnir, en okkur vantar heppilega lausn sem er þarna mitt á milli. Við þurfum íbúðir sem hannaðar eru með þarfir aldraðra í huga og við þurfum að hafa góða þjónustu við þá, ekki síst á hjúkrunarsviðinu. Loks þurfum við þjónustu sem veitt er eriendis og gefist hefur vel, það er aðstoð við að breyta gömlum íbúðum þannig að fólk geti verið í þeim þótt það sé orðið hrumt eða lasið. Til að svo megi vera þarf oft að breyta dyrum, taka þröskuld og jafnvel byggja við og stækka her- bergi. Hér er hægt að fá lán hjá Húsnæðisstofnun til þess að breyta húsnæði en það vex öldruðum oft í augum að standa í slíkum fram- kvæmdum á eigin vegum. Erlendis er hægt að sækja um styrk til slíkra breytinga og oft er hægt að breyta gömlu húsnæði svo haganlega að fólk getur verið miklu lengur í heimahúsum en annars er unnt. Einföld ráö en áhrifarik IÐJUÞJÁLFAFÉLAG íslands og Arkitektafélag íslands héldu fyrir skömmu námskeið í félagi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- iands. Hönnun og aðlögun á umhverfi aldraðra var yfirskrift nám- skeiðsins. Leiðbeinandi þar var Margaret A. Christenson kennari við Háskólann í Minnesota. Hún veitir ráðgjöf til arkitekta og annarra sem vinna við hönnun og þróun húsnæðis fyrir aidraða. Margaret hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað bók og greinar um þessi mál. ♦ Ifyrirlestri sínum lagði Margaret A. Christenson áherslu á ýmis ráð til þess að auðvelda öldruðum að bjarga sér sem best í umhverfi sínu. Oft voru lausnir hennar mjög einfald- ar en áhrifaríkar. Hún sýndi á glærum dæmi um slíkar lausnir, t.d. að hafa síma í öðrum lit en veggurinn sem hann er festur á, svo og klukkur og hafa stafina stóra. Hafa stigaganga í stórum húsum í skýr- um en mismunandi litum þannig að fólk geti strax áttað sig á hvar það sé statt. Merkja tröppur þannig að fólk sjái þær nógu fljótt. Hafa handrið í öðrum lit en vegginn. Hafa gólfefni ekki gljáandi svo birtan endur- speglist ekki í gólf- fletinum, slíkan gljáa sjá öldruð augu oft sem vatnspolla og reyna þá að ganga í kringum þá. Símyns- truð teppi eru líka slæm fyrir þá sem þjást af jafnvægis- truflunum og þannig mætti lengi telja. Hún leyfði ráðstefnugestum að horfa í gegnum gulleitt plast, æði oft hefur sjón aldraðs fólk daprast og misst litaskyn sitt að ákveðnu marki. Mildir litir reyndust renna ótrúlega saman í einn þegar horft var í gegn- um plastið sem sýnir veröldin í svip- uðu ljósi og dapureygir sjá hana. Einnig var bent á hvemig raða mætti húsgögnum svo vel færi og hafa hill- ur í þeirri hæð að aldrað fólk sjái það sem á þeim er, í stað þess að sjá upp undir hillirnar eins og of oft er. Eftir fyrirlesturinn skoðaði Marg- aret íbúðir hannaðar fyrir aldraða og hjúkrunarheimili í Reykjavík. Blaða- maður Morgunblaðsins fylgdi henni eftir í skoðunarferð á Eir í Grafar- vogi, nýjasta hjúkrunarheimili borg- arinnar. Margaret sagði að í raun væri verið að stríða við sömu vanda- málin alls staðar. Erfitt væri fyrir yngra fólk að gera sér grein fyrir ýmsu sem aldrað fólk þyrfti að glíma við. Það sæi oft óskýrt og umhverfið með gulri slikju. Þeir yngri sem skipu- legðu og hönnuðu umhverfi hinna öldruðu þyrftu því nauðsynlega að hlusta vel á umsagnir aldraðs fólks og reyna að taka tillit til þeirra. Með því að búa öldruðu þægilegara um- hverfi mætti fá það til að taka meiri þátt í lífínu. „Við þurfum að þjálfa okkur í og venja okkur á að horfa á umhverfið eins og þeir öldmðu sjá það,“ sagði Margaret. Hún sagðist hafa séð ýmislegt jákvætt við athugún sína á nýja hjúkrunarheimilinu Eir, en hvað af því væri fyrir markvissa hönnun og hvað ekki gæti hún ekki um sagt. Baðherbergin væru t.d. sérstaklega vel hönnuð. Hún sagði einnig að hún hefði ekki séð mikið af hjólastóla- fólki hér á ferli og það vekti grunsemdir um að umhverfíð væri kannski ekki nægilega vel sniðið að þess þörfum. Yfír- leitt væri hægt að segja að ef fátt væri um hreyfihamlaða á ferð í umhverfinu væri það ekki vegna þess að þeir væru ekki til heldur væri þeim gert erfitt um vik í þessum efn- um. Loks sagði Margaret að vandamál hinna öldruðu væru mörg og ólík og þarfimar einstaklingsbundnar. Miklu skipti að reyna að finna leiðir til þess að gera fólk sjálfstætt og opna því leiðir til þess að bjarga sér, þetta þyrfti ekki að kosta mikla peninga en kostaði oft talsverða umhugsun. „Ef ekki er hægt lengur að hjálpa fólki með læknisfræðilegum aðferðum eða þjálfun má oft aðstoða það með því að sníða umhverfið betur að þörf- um þess og þannig hjálpa því að bjarga sér sjálft," sagði Margaret. „Ef fólk er á annað borð að byggja hús- næði fyrir aldraða þá munar ekki svo miklu að hafa dyrnar aðeins breiðari en gengur og fleira í þeim dúr, ef hugsað er fyrir slíku við hönnun húss- ins frá upphafi er kostnaður við slíka byggingu ekki mikið meiri en annan-a húsa. Sé hins vegar farið út í breyting- ar eftir á getur það kostað mikið. Þróunin í Bandaríkjunum þar sem ég þekki til er sú að huga að svona lög- uðu áður en hafist er handa og reyna með öllum ráðum að gera húsnæði þannig úr garði að fólk geti verið í því þótt elli og sjúkdóma beri að garði.“ Margaret S. Chrístenson. þ TIL BARŒLONA MEÐ FLUGLEIÐUM • TILBARCELONA MEÐ FLUGi iÐUM • TIL BARCELONA MEÐ FLUGLEIÐUM á márminn í tvíþyii 17 diigii og 6 nætijt á Kamfctös Hotel. Hafðu samband við söluskrifstoftir okkar, umboðsmenn um ailr lantl. ferðaskriísröfurnar eða í síma 69Ö300 (svarað rnánud. - föstud, frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.) a manninn í viku m.v. 4 (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) í bíl í A-flokki. 39.940 kr.* á imntiinn í vikn m.v. 2 í bjl í Á-flokki. Náðu þér í ferðabæklinga Flugléiða, *’* Út í heim og Út í sól. FLUGLEIDIR Traustur ísJémkur ferðafélagi, ** Fíugvallarskattar ekki innifáldir. 21 dags bókunaríý'rírvari. * Flugvallarskáttar itinifaldi r. 14 daga bókunaríyrirvari. FLUC OC GISTINC FLUC OCÞILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.