Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ~\ Áskíðum í hlíðum Snæfellsjökuls Texti: Valur B. Jónatansson Myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson SNÆFELLSJÖKULL er einn formfegursti jökull landsins. Tíguleiki jökulsins er nægileg ástæða til að margir fyllast undarlegum kenndum gagnvart þessari náttúruperlu. Skíðamenn hafa litið þessa hvítu perlu hýru auga. Marga hefur dreymt um að skíða niður hlíðar fjallsins og á dögunum lét 40 manna hópur skíðaáhuga- manna úr Reykjavík og frá ísafirði þennan draum rætast. Það tók Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson átta klukkustundir að ganga á jökulinn fyrstir manna 1. júlíárið 1754. Nú er öldin önnur og því ákváðu skíðakapparnir að notfæra sér nútfmatækni til að flytja sig upp á hæsta tind jökulsins og tók ferðin upp með þyrlu frá Arnarstapa aðeins um fjórar mínútur. HÓPURINN fékk sannkallað draumaveður, logn og heiðríkju. Utsýnið af jöklinum var því eins og best verður á kosið í allar átt- ir. Barðaströndin og Breiðafjörð- urinn skörtuðu sínu fegursta í norðri og hinum megin við Faxa- flóann böðuðu Akrafjall og Skarðsheiðin sig í sólskininu. Ut- sýnið var svo stórfengiegt að skíðakapparnir áttu erfitt rneð að slíta sig frá toppnum þó svo að fannhvítar brekkurnar væru freistandi fyrir neðan. Brekkurnar komu á óvart og gátu menn rennt sér allt að 7 kílómetra langa leið í einni bunu niður suðurhlíð jökuls- ins að Arnarstapa. Þeir sem tóku þátt í þessari fyrstu ferð á jökulinn með þyrlu voru allir sammála um ágæti henn- ar. „Þetta er alveg meiriháttar. Þetta er toppurinn,“ sögðu skíða- kapparnir og áttu varla orð til að íýsa hrifningu sinni. Það er óhætt fullyrða að náttúruperlan Snæ- fellsjökuil á eftir að hafa enn meira aðdráttarafl í framtíðinni, en hingað til. Jökullinn er skíða- paradís sem er engu öðru lík og bara að hafa komið upp á hæsta tind, sem er í 1.450 metra hæð, gefur manni eitthvað sem erfitt er að lýsa. Kannski er það kraftur- inn sem sagður er í jöklinum sem hefur þessi áhrif. Þó geimverur hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni eru allir staðráðnir í að gera þetta aftur strax næsta sumar. Þrír hæstu tindar jökulsins nefnast Þúfur og er sú í miðjunni hæst þeirra. Gott er að komast þar upp á tveimur jafnfljótum. Nokkrir höfðu skíðin með sér þangað upp og létu sig vaða fram af þverhnýptri þúfunni með misj- öfnum árangri. En allir komust klakklaust niður jökulinn, þó svo að skíðafærið hafi verið frekar þungt - sólbrenndir og sælir. Tryggvi Konráðsson og foreldr- ar hans sjá um ferðaþjónustuna Snjófell á Arnarstapa. Þau hafa verið með skipulagðar ferðir upp á jökulinn í tvö ár og notað til þess 9 snjósleða og einn stóran snjótroðara, sem tekur allt að 20 manns í hverri ferð, auk þess að reka veitingasölu og gistiaðstöðu fyrir allt að 70 manns á Arnar- stapa. Þau hafa fengið leyfi hjá sveitarfélaginu til að setja upp skíðalyftu á jöklinum og hefur Tryggvi þegar keypt lyftuna sem var í Hveradölum og hyggst lengja hana upp í allt 900 metra. „Skíðalyftan verður komin upp í haust. Eg set hana upp í um þúsund metra hæð og þar verður hægt að vera á skíðum nær allt árið,“ sagði Tryggvi. Hann segir að fólk nýti sér það í auknu mæli að fara á jökulinn og séu útlend- ingar þar í meirihluta. „Þetta er hrein paradís, sem íslendingar eiga enn eftir að uppgötva,“ sagði hann. Þeir allra bestu í skíðaíþróttinni létu sér ekki muna um að svífa framaf hæsta tindi Snæfelljökuls. Þyrla flutti skíðafólkið upp á jökulinn og tók ferðin upp frá Arnarstapa um fjórar mínútur. Þyrlan Skíðakappar marka skíðaförin í hlíðar Snæfellsjökuls. Hæsti tind- tók fjóra farþega í hverri ferð og þurfti að fara 20 ferðir því hver skíðamaður fór tvær ferðir. Hér ur jökulsins gnæfir fyrir ofan, 1.450 metra hár. Hægt er að renna býr einn skíðamaðurinn sigur undir að renna sér niður. sér um 7 km langa leið í einni bunu niður að Arnarstapa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.