Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Beitnir NK fékk talsvert mik- ið af braki í trollið þar sem hann var að veiðum. Ekki er búið að bera kennsl á bátinn. Fékk brak í trollið BEITIR NK 123 fékk nýlega brak úr tréskipi í trollið og kom með það til hafnar í Vestmannaeyjum. Kom það í trollið við Víkurás á 570 metra dýpi, en staðurinn er 100 sjómílur réttvísandi frá Öndverðarnesi. Ekki hefur verið hægt að bera kennsl á flakið. Greinileg málning sést á brakinu og er líklegt talið að báturinn hafi verið hvítur með rauðri skamm- dekksrönd. í brakinu voru heillegir bitar þar með grænum lit sem bend- ir til þess að botnfai-vinn hafi verið grænn. Saumar voru lítið tærðir, þannig að skipið hefur ekki verið lengi í sjónum. Einnig var að finna sterk- leg bönd sem bendir til þess að báturinn hafi verið þokkalega stór. Katrín Ólafsdóttir, formaður- nemendaráðs tekur fyrstu skóflustungu hins nýja áfanga Grundarskóla á Akranesi. Skóflustunga tekin að nýrri skóla- byggingu Akranesi - Fyrsta skóflustunga að nýrri skólabyggingu við Grunda- skóla á Akranesi var tekin á dögun- um við hátíðlega athöfn. Það var einn nemandi skólans, Katrín Ólafs- dóttir formaður nemendaráðs, sem tók fyrstu skóflustunguna og ávörp fluttu auk hennar Daníel Arnason bæjartæknifræðingur, Ingvar Ing- varsson forseti bæjarstjórnar, og Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla. Með tilkomu þessarar nýju bygg- ingar lagast mjög öll aðstaða skól- ans til muna, einkum hvað varðar aðstöðu fyrir starfsfólk og til sam- komuhalds ásamt anddyri, bóka- safni og fleiri. Hin nýja bygging rís á milli tveggja fyrirliggjandi áfanga og verða öll burðarvirki hússins nema þak úr steinsteypu. Heildar- stærð þessarar byggingar er 1.241 fermetrar og skólabyggingin verður þá orðin alls 4.454 fermetrar þegar þessum áfanga er lokið. Áætluð verklok þessarar byggingafram- kvæmda eru fyrir skólatíma haustið 1996. Á þessu ári verður unnið fyr- ir um 20 milljónir króna en heildar- framkvæmdin mun kosta röskar 100 milljónir króna. Hönnuðir byggingarinnar er VT-teiknistofan Akranesi og hönnuður raflagna Bragi Sigurdórsson Akranesi. Byggingarverktaki er Tréiðjan hf. , Akranesi. Vél; 1600 co 16 ventla, bein innspýting, 95 hestefl 1.598.000 kt Sannkallað fólksbílaverð! Staðalbúnaður i Daihatsu Feroza '94 Vökvastýri Læst afturdríf Dríflokur Veltistýrí Stafræn klukka Hallamælir Voltmælir Bensínlok opnanlegt innanfrá Hiti í afturrúðu Þurrka á afturrúðu Litað gler Veltibogi Aftursætisbak fellanlegt og ski'pt o. m. fl. Reynsluakstur! Bíll á staðnum til reynsluaksturs 50% afsláttur af lúxuspakka fyrir þá sem panta fyrír 31. mai '94. Innifalið í þeim pakka er: Rafknúnar rúður Rafknúnir speglar Samlæsing Þriggja þrepa demparar Sportsæti með plussáklæði Sjálfvirkar driflokur Tvilit yfirbygging Áður: 50.000 kr. nú: 24.900 kr. Notaðir bílar teknir uppí nýja jl UJi-» •“ ,i u ^ ' í, \ '\\ \ - \ FAXAFENI 8 • SIMI 91-68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.