Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hjúkrunar-
fræðingar
semja
KJARASAMNINGUR milli Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og
viðsemjenda þeirra var undirritaður
í gærmorgun með fyrirvara um
samþykki hjúkrunarfræðinga og
stjórna viðkomandi stofnana.
Samningaviðræður hafa staðið
yfir frá því Félag íslenskra hjúkrun-
arfræðinga var stofnað í janúar sl.
Samningafundur hófst á sunnudag-
inn sem stóð fram á mánudags-
morgun og lauk með undirskrift
samningsins.
Á næstunni verður samningurinn
kynntur í svæðisdeildum félagsins
um land allt og borinn undir at-
kvæði hjúkrunarfræðinga.
Ásta Möller, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist
vera þokkalega ánægð með samn-
inginn miðað við aðstæður. Hún
segir að nýr kjarasamningur hafi
verið gerður sem taki m.a. mið af
kjarasamningum Félags háskóia-
menntaðra hjúkrunarfræðinga og
Hjúkrunarfélags íslands. Einnig
segir hún samninginn fela í sér
staðfestingu á þeim ráðningarkjör-
um sem tíðkast hafa um nokkurt
skejð.
Ásta segist ekki meta samning-
Indriði H. Þorláksson frá
samninganefnd ríkisins og
Ásta Möller, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga,
undirrita nýjan kjarasamning.
inn til prósentuhækkunar en að
ákveðnar leiðréttingar hafi náðst,
t.d. um greiðslur í vísindasjóð fyrir
alla hjúkrunarfræðinga, eingreiðsl-
una og orlofsuppbót eins og fyrir
aðra opinbera starfsmenn.
Hildur Einarsdóttir, formaður
kjaranefndar, segir að góður andi,
gagnkvæm hreinskilni og heiðar-
leiki hafí einkennt þessar kjaravið-
ræður frá upphafi. Hún segir að
mikil vinna hafi farið í að samræma
samninga gömlu félaganna og að
gæta hafi þurft að mörgum smáat-
riðum. Það hafi verið tímafrek ná-
kvæmnisvinna.
Hún segist vona að hjúkrunar-
fræðingar muni sætta sig við samn-
inginn eftir að hann hefur verið
kynntur fyrir þeim.
Greiddi atkvæði á
tveimur stöðum
UNGUR maður, sem býr á Blönduósi en sækir atvinnu til Sauðárkróks
og hafði skráð sig til heimilis þar af þeim sökum, kaus á báðum stöðum
við sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag, utan kjörfundar á Sauðár-
króki, en á kjörfundi á Blönduósi.
Að sögn Stefáns Ólafssonar,
sýslufulltrúa á Blönduósi, gæti
maðurinn með þessu hafa gerst
brotlegur gegn ákvæðum kosninga-
laga með refsiverðum hætti en opin-
ber rannsókn á málinu var ekki
hafin i gær og ákvörðun um hana
hafði ekki verið tekin.
Stefán Ólafsson sagði ljóst að
Snjóflóð
féll á bíl
SNJÓFLÓÐ féll á fólksbíl á Kinn á
Breiðadalsheiði um klukkan 19 í
gærkvöldi og færði bílinn til út að
vegarbrún þar sem þverhnípt er
niður. Ökumanninn, sem var einn
í bílnum, sakaði ekki.
Vegfarendur sem komu að eftir
atvikið drógu bílinn úr flóðinu.
Hann var nokkuð skemmdur.
Að sögn lögreglu á Isafirði hafa
nokkur smáflóð, spýjur, fallið á
þessum slóðum undanfama daga
eins og jafnan á þessum árstíma
en þetta var hið fyrsta sem olli tjóni.
Menn frá vegagerðinni komu upp
á Breiðadalsheiði skömmu eftir að
flóðið féll og opnuðu veginn að nýju.
það að maðurinn kaus á báðum
stöðum hafi ekki haft áhrif á úrslit
kosninganna, hvorki á Blönduósi
né á Sauðárkróki, og því væm ekki
líkur á að kosningin yrði lýst ógild
vegna þessa. Hann sagði að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um að
hefja opinbera rannsókn á atvikinu
en engin kæra hefði borist vegna
þess. Atvik málsins virtust hins
vegar liggja ljós fyrir.
Lét undan þrýstingi
Stefán sagði að svo virtist sem
pilturinn hefði látið undan þrýstingi
um að kjósa á Sauðárkróki þrátt
fyrir að hann hefði þá fyrir milli-
göngu F-listans á Blönduósi, verið
kærður inn á kjörskrá á Blönduósi.
Þar hafði beiðni hans um að vera
tekinn á kjörskrá fengið venjulega
meðferð fyrir bæjarstjórn innan til-
skilins kæmfrests.
Stefán sagði aðspurður að svo
virtist sem málið hefði verið á vit-
orði manna í bænum einhvern tím-
ann á kjördag að pilturinn hefði
kosið á Sauðárkróki en ekki hefði
tekist að fá manninn dæmdan út
af kjörskrá á Blönduósi, vegna þess
hve naumur tímijvar til stefnu þeg-
ar slíkt kom til tals en ekkert bendi
til að það hafi legið fyrir þegar
maðurinn mætti á kjörstað á
Blönduósi.
Utanríkisráðherra
boðið til Moskvu
UTANRÍKISRÁÐHERRA Rúss-
lands, Andrei Kozyrev, hefur boðið
utanríkisráðherra, Jóni Baldvin
Hannibalssyni, til viðræðna í Moskvu
á hausti komanda.
Utanríkisráðherra barst 21. maí
sl. bréf frá rússneska utanríkisráð-
herranum, þar sem hann óskar ís-
lendingum velfarnaðar og farsældar
í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís-
lenska lýðveldisins. í bréfinu lætur
Kozyrev jafnframt í ijós ósk um frek-
ari eflingu samskipta og samstarfs
Rússlands og Íslands, m.a. með
áframhaldandi fundum ráðherra og
háttsettra embættismanna. í því
sambandi lýsir hann áhuga á að
þiggja boð utanríkisráðherra frá í
febrúar sl. um að koma í heimsókn
til íslands við fyrsta tækifæri, en
kveðst fyrst um sinn vilja bjóða utan-
ríkisráðherra til Moskvu.
FRÉTTIR
Fiskifræðingar leggja til 130.000 tonna þorskafla
Tekjur gætu rýrnað
um 6 milljarða króna
FISKIFRÆÐINGAR Hafrann-
sóknastofnunar leggja til að þorsk-
aflinn fari ekki yfir 130 þús. tonn á
næsta fiskveiðiári. Aldrei fyrr hefur
verið lagt til að svo lítið verði veitt
af þorski á íslandsmiðum.
Á yfirstandandi þorskveiðiári er
áætlað að þorskaflinn fari í 190
þúsund tonn. Þarf að fara aftur til
fyrri heimsstyijaldar til að fínna
tíma þar sem jafn lítið veiddist.
Verði farið að tillögunum þýðir það
um sex milljarða tekjumissi við
þorskveiðar, vinnslu og útflutning
miðað við 60 þús. tonna niðurskurð.
í tillögunum er gert ráð fyrir auk-
inni veiði á síld og loðnu og bætir
það nokkuð stöðuna.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að ákvörðun um heild-
arafla liggi ekki fyrir en að hann
stefni að því að henni verði hraðað.
Segist hann ekkert geta sagt um
líkur á því að einungis verði heimilað
að veiða 130.000 tonn á næsta ári.
Það væri vissulega erfitt að skera
niður en það væri mikil áhætta fólg-
in í að horfa framhjá staðreyndum.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambans ís-
lenskra útvegsmanna, segir ástandið
vera mjög alvarlegt og að taka verði
tillit til þess. Þetta kæmi þeim ekki
á óvart sem fylgst hafa með þar sem
árgangar í þorski undanfarin átta
ár hefðu verið langt undir meðaltali
áranna á undan.
Loðnuaflinn á síðasta ári var
SIGURJÓN Sighvatsson kvikmynda-
gerðarmaður í Los Angeles er kaup-
andi hlutabréfanna í Stöð 2, sem
seld voru fyrir um 140 milljónir í lið-
inni viku. Þar með er Siguijón orðinn
stærsti hluthafinn með 18% hlutafjár
í stað 9%.
Siguijón segir í samtali við Morg-
unblaðið að fyrir honum vaki fyrst
og fremst að auka ítök í fyrirtækinu
og hafa meira um stefnu þess að
segja en ekki að taka það yfir og
breyta þar öllu. Sagðist hann ekki
vera viss um að aukinn styrkur sinn
táknaði miklar breytingar innan fyr-
1.180.000 tonn en leyfilegur afli var
1.250.000 tonn. í tillögum fiskifræð-
inga er gert ráð fyrir að hann verði
1.400.000 til 1.450.000 tonn.
■ TilIögurnar/4
irtækisins, hins vegar væri hann
vissulega kominn í lykilstöðu og ekki
óeðlilegt að hann eða fulltrúi hans
tæki sæti í stjórninni.
Siguijón segist ekki líta á kaupin
sem valdatafl og á ekkert frekar von
á því að miklar breytingar verði í
stjórn eða yfirstjórn fyrirtækisins þó
að hann hafi treyst stöðu sína. Sagði
hann fyrirsjáanlegt að hann þyrfti
að eyða meiri tíma hér á landi en
að hann væri ekki á heimleið fyrst
um sinn.
■ Sterkari rödd/27
Sala hlutabréfa í Stöð 2
Signrjón Sighvatsson
stærsti hluthafinn
50 ára gömul DC-3 á leið til Normandí í Frakklandi
Morgunblaðið/Kristinn
DC-3 flugvélin sem tók þátt í innrásinni í Normandí í Frakklandi fyrir 50 árum á flugi yfir
Perlunni. Hún hefur nú verið máluð aftur einkennislitum breska flughersins. Á myndinni fyr-
ir neðan eru Bob Harless, t.v., og Pat Epps, um borð í flugvélinni.
26 aldnir fall-
hlífarhermenn
stökkva út
HINN 5. júní munu 26 fyrrverandi fallhlífarher-
menn á aldrinum 68 til 84 ára stökkva í fallhlíf
úr DC-3 flugvél yfir Saint Mere Egilse í Frakk-
landi, en vélin hafði viðdvöl í Reykjavík á leið
sinni yfir hafið frá Bandaríkjunum til Normandí.
Menn þessir tóku þátt í innrás bandamanna inn
í Frakkland 6. júni 1944, en innrásarinnar verður
minnst í Frakklandi um næstu helgi. Vélin er lík-
lega eina DC-3 flugvélin, eða C-47 Dakota, eins
og hún var kölluð, sem flaug í innrásinni fyrir
50 árum og er enn í notkun. Mun hún taka þátt
í hátíðarhöldum í Frakklandi.
Eigandi vélarinnar er Bandaríkjamaðurinn Don
Brooks og er hann ásamt sjö öðrum í leiðangrin-
um. Hann keypti vélina árið 1984 en segir að þá
hafi hann enga hugmynd haft um uppruna henn-
ar. Vélin var smíðuð árið 1944 í Bandaríkjunum
og send til breska flughersins.
Brooks keypti vélina til að nota hana sem
birgðaflutningavél leiðangurs sem bjargaði sex
Lockheed Lightning P-38 orrustuflugvélum, sem
notaðar voru í heimsstyrjöldinni síðari, af Græn-
landsjökli á árunum 1989-92.
Brooks segist ekki hafa miklar áhyggjur af
þessum fyrrverandi fallhlífarhermönnum sem
hyggjast stökkva út úr vélinni. Þeir hafi þurft
framvísa læknisvottorði áður en þeir fengu að
fara með, auk þess sem þeir hafi þurft að stökkva
þrisvar sinnum úr flugvél á síðustu þremur mán-
uðum. Mennirnir væru þrátt fyrir aldurinn í góðu
líkamlegu ásigkomulagi.
Ferðin frá Bandaríkjunum hefur ekki gengið
áfallalaust fyrir sig. Vélin lagði af stað frá Atl-
anta í Georgíuríki á þriðjudag í síðustu viku, flaug
til Quebec í Kanada og þaðan til Goose Bay. Þeg-
ar lagt var af stað að nýju missti vélin annan
hreyfilinn og þurftu þeir að snúa við. Leiðangurs-
mönnum tókst að útvega nýjan hreyfil á skömm-
um tíma og unnið var dag og nótt við að skipta
um. Héðan kom vélin svo frá Grænlandi. Mjög
kalt er um borð í vélinni því afturhluti hennar
er ekki upphitaður.