Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 7

Morgunblaðið - 31.05.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 7 FRÉTTIR Hvammsá í Svartárdal flæddi að bænum í Hvammi Ótrúlegt hvað þessi litla spræna breyttist ÍBÚÐARHÚSIÐ að Hvammi í Svartárdal var um tíma í hættu vegna mikilla vatnavaxta í Hvammsá á sunnudag. Skemmdum á húsinu tókst að afstýra með því að beina ánni frá því, en girðingar eyðilögðust og tíundi hluti jarðar- innar er undir sandi, aur og gijóti. „Það er ótrúlegt hvað þessi iitla spræna breyttist,“ sagði Sigríður Þorleifsdóttir í Hvammi, en engan þar sakaði. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að um kl. 19 á sunnu- dag hefði verið farið að vaxa tölu- vert í Hvammsá. „Um kiukkan 20 var áin farin að renna heim að húsinu,“ sagði hún. „Vi_ð fengum nágranna okkar, Óskar Ólafsson á Steiná, til að koma hingað á gröfu. Hann reyndi að beina farvegi árinn- ar frá húsinu og láta hana grafa sig niður sunnan við það. Þó það hafi gengið erfiðlega og okkur þótt við vanmáttug, þá er ég sannfærð um að hann bjargaði húsinu.“ Sex eru í heimiii í Hvammi, en Sigríður sagði að hún hefði verið við annan mann í húsinu, en aðrir gist á Leifsstöðum. „Það fór vatn inn í þvottahúsið, en niðurfallið þar hafði undan. Áin hætti að renna að húsinu síðar um kvöldið, en braut sig aftur upp að því um klukkan 23. Óskar reyndi enn að beina henni frá og í réttan farveg og um hálf tvö um nóttina hætti aftur að flæða að húsinu. Þá kom stórvirkari vél, sem byggði upp garð svo áin kæm- ist ekki hér upp að.“ Fleiri hundruð tonn af grjóti Áin skildi eftir breitt gat í vegin- um við Hvamm. „Áin bar með sér fleiri hundruð tonn af grjóti,“ sagði Sigríður. „Hún rann milli íbúðar- hússins og fjárhúsanna og þar er allt undir sandi, aur og gijóti, lík- lega tveir hektarar af þeim tuttugu sem jörðin telur. Það verður mikið verk að ryðja af túnunum og ég sé ekki að það verði heyjað þarna í sumar. Þá eyðilagði hún allar girð- ingar sem fyrir henni urðu.“ Sigríður sagði að móðir hennar hefði búið í Hvammi í 41 ár og aldrei orðið vitni að svo miklum vexti í ánni. „Hvammsá hefur flætt yfir bakka sina áður, en ekkert í líkingu A hlaðinu við Hvamm Morgunblaðið/RAX SIGRÍÐUR Þorleifsdóttir með dóttur sína, Svandísi Þóru Krist- insdóttur á hlaðinu við Hvamm. Til vinstri eru hin börn henn- ar, Baldur Sigurðsson og Elísabet Sigurðardóttir, en til hægri Inga Skagfjörð Helgadóttir, bróðurdóttir hennar, og Þóra Sig- urðardóttir, móðir Sigríðar. Einnig má sjá hundinn Smala. Morgunblaðið/RAX Unnið að lagfæringum JAKOB Þór Guðmundsson, símvirki, í óða önn við að koma síma- sambandi aftur á við Hvamm í Svartárdal í gær. Hjá honum stendur Kristinn Sverrisson, bóndi á bænum. A neðri myndinni eru vegagerðarmenn að störfum við að setja upp bráðabirgða- brú við Stóru-Giljá, skammt innan Blönduóss. við þetta. Það rigndi auðvitað mjög mikið á sunnudag og uppi í fjalli eru miklar flár, þar sem enn er snjór. Það er ótrúlegt hvað þessi litla spræna breyttist og hávaðinn, þegar hún beljaði áfram og ruddi með sér grjóti, var með ólíkindum. Bróðir minn kom hingað að húsinu á sunnudag og aftur í gær og hann ætlaði varla að þekkja sig aftur, svo mjög hafði landslagið breyst við þessi átök. Það trúir þessu eng- inn sem ekki hefur orðið vitni að þessu.“ Sigríður játti því að hún væri nokkuð þreytt eftir þessa átaka- miklu nótt. j,Þetta er hins vegar allt í lagi. Eg hef fengið ágæta æfingu í andvökunóttum, því sauð- burði er rétt að ljúka.“ Þegar sjatnað hefur í Hvammsá á að ýta upp úr henni og setja upp varnargarð. „Það er ekki hægt að búa við að þetta gerist aftur,“ sagði Sigríður Þorleifsdóttir í Hvammi í Svartárdal. Aur og* grjót yfir jarðir VEGAGERÐIN í Skagafirði hafði í nógu að snúast á sunnudag og í gær vegna mikilla vatnavaxta. Hlýtt var í veðri, töluverður snjór í fjöllum og rigndi eins og hellt væri úr fötu. Ræsi í vegum höfðu ekki undan, svo víða grófst undan þeim. Mikill vatnsflaumur bar með sér aur og gijót niður yfir jarðirnar Nautabú og Kjarvalsstaði í Hjalta- dal í gærmorgun. Gísli Felixson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Skagafirði, sagði að Nautabúsá hefði stíflast þegar skriða féll þvert yfir hana í dalnum ofan við bæinn. Þegar stíflan brast æddi flóðbylgja úr dalkjaftinum, rann yfir tún Nautabúsins og Kjai'valsstaða, tók í sundur veginn að Nautabúi, yfir Hólaveg og tók í sundur Hjaltadals- veg við vegamótin við Hólaveg. Gijót og aur er yfir túnum og Hóla- vegur var ófær, en var opnaður aftur í gærmorgun. Aurskriður á vegi Þá fór vegur í Norðurárdal í sundur, milli bæjarins Fremra-Kots og eyðibýlisins Ytra-Kots. Fjórar aurskriður féllu úr giljum í fjallinu og vann Vegagerðin frá því síðdeg- is og fram á nótt við að ryðja veg- inn og veita vatninu í ræsi. Um kl. 3 um nóttina varð hins vegar ekki við neitt ráðið, vatnið gróf undan ræsi, sem féll niður, svo stórt skarð myndaðist í veginn. Gísli Felixson sagði að ekki hefðu verið meiri vatnavextir á þessu svæði frá 1954, þegar stórar skriður féllu á sama stað. Gísli sagði að á Vatnsskarði hefði þurft að bjarga tveimur brúm. „Mesta hættan á skemmdum var við brú á Valadalsá, en þar tókst að keyra gijót að brúarendunum, svo áin náði ekki að grafa frá brúnni. Hins vegar grófst frá brú á jörð Stóra-Vatnsskarðs, en hún liggur á vegi milli bæjar og úti- húsa. Þá fór úr veginum við Vatns- hlíð, þar sem ræsi hafði ekki undan vatnsflaumnum. Menn muna ekki eftir öðru eins flóði í Valadalsá.“ Efribyggðarvegur í Lýtings- staðahreppi fór í sundur milli bæj-. anna Mælifellsár og Syðra-Vatns og í Hólminum fór vegur að bænum Húsey einnig í sundur. Síðdegis í gær fór að grafa frá brúarendum Skálárbrúar í Sléttu- hlíð og héldu vegagerðarmenn á staðinn til að hlaða gijóti að brúnni. á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur á Hospitality Inn Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, uinboðsim nn um allt land, fcrða.skrii'stolur í síma 690300 (svarað mánud. - föstud., Náðu þér í ferðabækliaga Flugleiða, frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) Ut í heim og Ut í sól. __ _ ___ rLUGLtlDli * Flugvallarskattar innifáldir. 14 daga bókunarfyrirvari. „ , . r + r.t ** Flugvallarskattar ckki innifaldir. 21 dags tókunarfyrirvari. rans. ur ts ens tir fer af agt a mannmn i viku m.v. 4 (2 fuiloröna og 2 börn, 2 - 11 ára) í bil í A-ílokki. 35.140 kr.* á manninn í viku m.v. 2 í bíl í A-flokki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.