Morgunblaðið - 31.05.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 15
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Guðmundur Jónbjörnsson og
Eydís Armannsdóttir í hinu
nýja húsnæði Pollans á Aðal-
götu 15 á Sauðárkróki.
Selja pizz-
ur og fleira
í Pollanum
Sauðárkróki - Þau eru bæði tutt-
ugu og tveggja ára, Eydís Ár-
mannsdóttir og Guðmundur Jón-
björnsson, sem nýlega keyptu Aðal-
götu 15 á Sauðárkróki þar sem
áður var veitingahúsið Pálmalund-
ur, og fluttu þangað starfsemi Poll-
ans, lítils veitingastaðar sem þau
hafa rekið við Sauðárkrókshöfn í
rúmt eitt og hálft ár.
í Pollanum við höfnina seldu
Eydís og Guðmundur pizzur og
kaffi og byggðust viðskiptin mjög
á heimsendingarþjónustu. Guð-
mundur segist hafa unnið um nokk-
urt skeið í Keflavík þar sem hann
hafi lært handtökin við að búa til
góða pizzu, og þar sem hér á Sauð-
árkróki hefði enginn sérstakur
pizzastaður verið hafi þau Eydís
ákveðið að kanna hvort ekki væru
líkur á að slíkur staður gæti gengið
hér eins og annars staðar.
Þjónusta við ferðamenn
„Á gamla Pollanum byggðum við
nánast eingöngu á heimsendingar-
þjónustu en hérna er þetta öðru-
vísi. Hér koma menn og borða sína
pizzu og hér getum við einnig boð-
ið upp á bjór þannig að aðsóknin
er bæði öðruvísi og miklu rneiri,"
sagði Guðmundur. „Við stefnum
einnig á það og væntanlega áður
en aðalferðamannatíminn byijar í
sumar að bjóða upp á pastarétti og
aðra smárétti sem algengir eru á
skyndibitastöðum og þannig ætlum
við að auka fjölbreytnina."
Eydís og Guðmundur segja að
húsið bjóði upp á mikla möguleika
og þau séu með margt á pijónunum
sem of snemmt sé að ræða en lif-
andi tónlist og uppákomur komi vel
til greina.
P€I lím og fúguefni
T J
T J' ■ ■ p xt
■! nninr nn ÍJLL'U
I □ □
nz L±j □ j
Stórhöfða 17, við GulUnbrú,
sími 67 48 44
Húseigendur ath!
MIXOLITH
einangrunarmúrinn er ódýr
og varanleg
utanhússklæðning, t.d. á
steypuskemmdir.
Litaúrval
Simar 91-870102/985-31560. Fax 91-870110.
LANDIÐ
Samlag 7 hreppa
um sorphirðu
Hellu - Opnuð hefur verið sorpstöð
að Strönd í Rangárvallahreppi en
það mun vera fyrsta stöðin á Suður-
landi sem hefur starfsleyfi sam-
kvæmt ákvæðum mengunarvarna-
reglugerðar, ef frá er talin Sorpa.
Starfsleyfi til stöðvarinnar var
gefið út í ágúst 1991 en að byggða-
samlaginu standa sjö hreppar, A-
Landeyjahreppur, V-Landeyja-
hreppur, Hvolhreppur, Rangár-
vallahreppur, Djúpárhreppur,
Holta- og Landsveit og Ásahrepp-
ur. Á Strönd verður rekinn mót-
töku-, flokkunar- og urðunarstaður
fyrir allt sorp annað en heimilis-
sorp. Brotajárn, spilliefni, rafgeym-
ar o.þ.h. verður flutt burt til viðeig-
andi eyðingar en annað sorp verður
urðað á Strönd, þ. á m. framleiðslu-'
úrgangur frá sláturhúsum og kjöt-
vinnslum. Þá verður hægt að fá að
geyma á svæðinu gömul tæki og
bílflök sem ekki á að henda strax
en öllum núverandi haugasvæðum
verður lokað. Heímilissorpi verður
áfram ekið að Kirkjufeijuhjáleigu
og urðað hjá Sorpstöð Suðurlands
bs.
Starfssvæði sorpstöðvarinnar er
um einn hektari að stærð og er
stækkanlegt í fjóra hektara en upp-
bygging svæðisins var í höndum
Guðjóns Jónssonar verktaka á
Hvolsvelli. Gerður hefur verið
samningur til fímm ára við Gáma-
stöðina hf. um allan rekstur sorp-
hirðunnar og sorpförgun á svæði
byggðasamlagsins.
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir
FORSTÖÐUMENN almenningsbókasafna fyrir utan Hótel Höfn.
Samræmd gjaldskrá
rædd á bókasafnsfundi
Höfn - Fundur forstöðumanna
almenningsbókasafna á landinu
var haldinn á Höfn dagana
18.-20. maí sl. á Hótel Höfn.
Fundinn stóttu 25 manns víða að
af landinu. Margt bar á góma svo
sem siðfræði í almenningsbóka-
söfnum sem Sigrún Hannesdóttir
frá Háskóla Islands flutti og far-
ið var út í lestraráhuga barna
og hvernig bókasöfn geta örvað
hann og höfðu Gísli Sverrir
Árnason, Höfn, og Sigríður Matt-
híasdóttir, Selfossi, tekið saman
greinargerð um það. Einnig var
rætt um í ættfræðiáhuga og hlut-
verk bókasafna í þeim efnum.
Til umræðu kom samræmd gjald-
skrá um allt landið en ekki var
tekin endanleg ákvörðun um það
efni.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Aukin tengsl Færey-
inga og Austfirðinga
FLUTNINGASKIP Faroe Line, Blikur, kom til Seyðisfjarðar
nýlega með saltfarm. Samstarf er nú með Samskipum hf. og
Faroe Line um vikulegar ferðir flutningaskipa milli Færeyja
og Austfjarðahafna. Umboðsaðili hér fyrir Faroe Line og Sam-
skip er Austfar hf.; sama fyrirtæki og annast afgreiðslu farþega-
feijunnar Norröna sem kemur vikulega á sumrin.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.
Skólinn kennir til eftirtalinna skipstjórnarréttinda:
1. stig Skipstjóri á fiskiskip og önnur skip 200 rúmlestir og minni.
2. stig 1. Skipstjóri á fiskiskip af hvaða stærð sem er.
2. Skipstjóri á farskip og önnur skip, 400 rúml. og minni.
3. Stýrimaður á farskip og sérhæfð skip af hvaða stærð sem erl
3 stig Skipstjóri á farskip af hvaða stærð sem er.
4 stig Skipherra á varðskip. Réttur til inngöngu í Tækniskóla
samhliða stúdentum.
Kennsla í siglinga- og fiskveiðihermum, ARPA.
Siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatæki (GMDSS, GPS, ASDIC).
Námskeið í meðferð hættulegra efna (IMDG).
Upplýsingar í síma 13194 og 13046.1
SKÓLAMEISTARI
81!»
mtÐ BORGAR SIG AÐ TALA
OPID IHADEGINU
iiwwnf
Vissir
... að verd á varahlutum í LADA og HYUNDAI bifreiðar er
í langflestum tilfellum lægst hjá okkur?
• að við eigum líka til varahluti sem henta
í aðrar bílategundir?
• að við reynum alltafað ná eins hagstæðum samningum
og kostur er við kaup á varahlutum erlendis?
• að verð á varahlutum hefur mikið að segja um upphæð
viðgerðarreiknings á verkstæði?
Notar verkstæðið sem þú skiptir við varahluti frá okkur?
Kannaðu málið - það gæti lækkað viðgerðarkostnaðinn!
JÍHMÍÍái'
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
5UÐURLANDSBRAUT 14. SfMI: 68 12 00
BBINN SfMI: 3 92 30
Vertu á varðbergi!