Morgunblaðið - 31.05.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.05.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 17 Opel krefst handtöku Lopez Frankfurt. Reuter. SYSTURFYRIRTÆKI Gener- al Motors í Þýskalandi, Adam Opel AG, krafðist þess í gær að framleiðslustjóri Volkswag- en, Jose Ignacio Lopez de Arri- ortua, yrði handtekinn. Talsmaður Opel sagði að fyrirtækið myndi í næstu viku leggja fram gögn sem sönnuðu afdráttarlaust að Lopez hefði stolið leynilegum upplýsingum frá General Motors. Hann sagði hættu á því að Lopez flýði land og því yrði að handtaka hann. Þýskir saksóknarar kanna málið Þýskir saksóknarar eru að rannsaka ásakanir um að Lopez og nokkrir samstarfs- menn hans hafi tekið með sér leynileg gögn þegar þeir hættu störfum fyrir General Motors og gengu til liðs við Volkswag- en fyrir fjórtán mánuðum. Lopez hefur vísað því á bug að hann hafi stolið iðnaðar- leyndarmálum frá General Motors. Volkswagen hefur einnig vísað þessum ásökunum á bug og sagði í gær að Opel væri að reyna að hafa áhrif á al- menningsálitið og áháð rann- sókn í fyrra hefði leitt í ljós að Volkswagen hefði ekki not- að nein leynileg gögn frá Gen- eral Motors. Samkvæmt frétt sem birtist í nýjasta hefti þýska frétta- tímaritsins Focus hafa þó sak- sóknararnir fundið leyniieg gögn frá Opel í tölvudiskum sem lagt var hald á úr skrif- stofum og heimilum nokkurra stjórnenda Volkswagen í fyrra. Tímaritið segir að saksóknur- unum hafi tekist að endur- heimta leynileg gögn sem eytt var af diskunum. Þar hefðu verið kostnaðarútreikningar, áætlanir um nýjar bifreiðar og samningar við birgja Opel. Nýir tölvukubb- ar í þróun Bonn. Reuter. Þrjú af helztu rafeindafyrir- tækjum heims, Siemens í Þýzkalandi, Toshiba í Japan og IBM í Bandaríkjunum, hafa ákveðið að vinna saman að nýrri kynslóð öflugra tölvukubba. Fyrirtækin munu skipta á milli sín kostnaði af þróun 64 megabita DRAM-kubba (Dyn- amic Random Access Memory), sem verða framleiddir í verk- smiðjum IBM í New York og Vermont. Frumgerð kubbanna, sem munu auka minni tölvu í verulegum mæli, verða kynntir 1996 og settir á markað 1997. Að sögn Siemens munu fyrirtækin byggja á núverandi samstarfi á þessu sviði. Sér- fræðingar segja samkomulagið nauðsynlega varnarráðstöfun, sem muni gera fyrirtækjunum kleift að ná fótfestu á mark- aði, þar sem samkeppni sé hörð. Helztu keppinautarnir verða Intel Corp og Motorola Inc í Bandaríkjunum og NEC í Japan. Starfsmenn Siemens hafa áætlað að þróun kubbanna muni kosta um 800 milljónir dollara og framleiðsla þeirra allt að 1,8 milljörðum dollara. VIÐSKIPTI Olía * Obreyttir skattar Stavanger. Reuter. NORSKA stjórnin hefur ákveðið að hætta við fýrirhugaða skattahækkun á olíufyrirtæki og vonast til, að það muni auka áhuga þeirra á olíu- vinnslu á landgrunninu. Olíufélögin hafa lengi kvartað yfír háum sköttum í Noregi og jafnvel hótað að hætta vinnslu þar af þeim sökum. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, gerði þessi mál að umtalsefni á ráðstefnu helstu olíufélaganna í Stavanger um helg- ina og sagði, að umkvartanir olíufé- laganna yrðu teknar alvarlega. Tals- menn olíufélaganna fógnuðu yfír- lýsngu norsku stjórnarinnar en vör- uðu hins vegar við hugmyndum um nýjar og óbeinar reglur um gjaldeyri- sviðskipti. C/fttrf afítmsó/a/'/vHtwmn Renault 19 RN, 4 dyra ó aðeins 1.095.900,* lferð áður 1.175.900,- Þú sparar fer. 80.000,- Reynslu- akstur er vei t»ess vlréit Staðalbúnaður innifalinn: • 1400 cc vél - bein innspýting • 80 hö.din • Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar • Rafdrifnar rúðuvindur framan • Vökvastýri • Olíuhæðarmælir í mælaborði • 460 lítra farangursrými • Ryðvörn, skráning • Fjarstýrðar samlæsingar • Fjarstýrðir útispeglar • Öryggisbitar í hurðum • Vönduð innrétting • Snúningshraðamælir • Málmlitur • veghæð 17 cm • Blaupunkt útvarp/segulband Tilboð 2 Krókhálsi 1, Reykjavík V RENAULT Fer á kostum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.